Frá Skógræktinni; Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum

Málsnúmer 201906087

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 911. fundur - 27.06.2019

Tekið fyrir erindi frá Skógræktinni, rafbréf dagsett þann 20. júní 2019, þar sem fram kemur að í nýsamþykktum lögum um skóga og skógrækt segir að Skógræktin skuli í samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög, skógarbændur og aðra hagsmunaðila vinna landshlutaáætlanir þar sem útfærð sé stefna um skógrækt úr landsáætlun í skógrækt. Fram kemur að Skógræktin mun á næstu misserum óska eftir fundi með sveitarfélögum til þess að; kynna þessi áform,ræða hvernig gera megi betur grein fyrir skógrækt og skógræktaráformum í aðalskipulagi hvers sveitar­félags, ná megi sem mestum ávinningi af stækkandi skógarauðlind Íslands á sjálfbæran hátt og til góða fyrir byggðir landsins og samþætta megi skógrækt öðrum landnýtingarkostum og atvinnugreinum um land allt.

Meðfylgjandi er bréf frá Skógræktinni sem sent er öllum sveitarfélögum landsins til að upplýsa um þá vinnu sem framundan er og er óskað eftir að afrit af bréfinu verði sent öllum þeim er málið varðar innan sveitarfélagsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs til umfjöllunar.

Umhverfisráð - 324. fundur - 06.08.2019

Tekið fyrir erindi frá Skógræktinni, rafbréf dagsett þann 20. júní 2019, þar sem fram kemur að í nýsamþykktum lögum um skóga og skógrækt segir að Skógræktin skuli í samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög, skógarbændur og aðra hagsmunaðila vinna landshlutaáætlanir þar sem útfærð sé stefna um skógrækt úr landsáætlun í skógrækt. Fram kemur að Skógræktin mun á næstu misserum óska eftir fundi með sveitarfélögum til þess að; kynna þessi áform,ræða hvernig gera megi betur grein fyrir skógrækt og skógræktaráformum í aðalskipulagi hvers sveitar­félags, ná megi sem mestum ávinningi af stækkandi skógarauðlind Íslands á sjálfbæran hátt og til góða fyrir byggðir landsins og samþætta megi skógrækt öðrum landnýtingarkostum og atvinnugreinum um land allt. Meðfylgjandi er bréf frá Skógræktinni sem sent er öllum sveitarfélögum landsins til að upplýsa um þá vinnu sem framundan er
Umhverfisráð vísar erindinu til endurskoðunar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar sem stefnt er að í haust.