Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2010

Málsnúmer 201904095

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 231. fundur - 18.06.2019

Lagt fram bréf dags 24.05.2019 frá Jafnréttisstofu þar sem fram kemur að stofan hefur móttekið jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar en gerir örlitlar athugasemndir. Bent er á að til að jafnréttisáætlun uppfylli kröfur laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla þarf að koma fram hvernig sveitarfélagið uppfyllir 22.gr. laganna sem fjallar um kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni. Þessir þættir þurfa að koma fram í áætlun. Dalvíkurbyggð hefur starfandi eineltisteymi sem tekur á slíkum þáttum og verður því bætt inn í áætlunina.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Félagsmálaráð samþykkir orðalagsbreytingar á Jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar og vísar áætluninni til Sveitastjórnar.

Byggðaráð - 911. fundur - 27.06.2019

Á 231. fundi félagsmálaráðs þann 18. júní 2019 var eftirfarandi bókað:
"Lagt fram bréf dags 24.05.2019 frá Jafnréttisstofu þar sem fram kemur að stofan hefur móttekið jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar en gerir örlitlar athugasemndir. Bent er á að til að jafnréttisáætlun uppfylli kröfur laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla þarf að koma fram hvernig sveitarfélagið uppfyllir 22.gr. laganna sem fjallar um kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni. Þessir þættir þurfa að koma fram í áætlun. Dalvíkurbyggð hefur starfandi eineltisteymi sem tekur á slíkum þáttum og verður því bætt inn í áætlunina.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Félagsmálaráð samþykkir orðalagsbreytingar á Jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar og vísar áætluninni til Sveitastjórnar."

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu félagsmálaráðs að jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar.