Innkaupareglur, endurskoðun skv. nýjum lögum; myndun vinnuhóps um endurskoðunina.

Málsnúmer 201703055

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 864. fundur - 18.04.2018

Ný lög um opinber innkaup tóku gildi þann 29. október 2016. Í 123. gr. eru þó ákvæði um gildistöku einstakra ákvæða.

Til umræðu myndun vinnuhóps sem hafi það hlutverk að yfirfara og endurskoða innkaupareglur Dalvíkurbyggðar með ný lög til hliðsjónar og samhliða þeirri yfirferð verði farið yfir fyrirkomulag innkaupa hjá sveitarfélaginu og vinnuhópurinn komi með tillögur að breytingum, þar sem og/eða ef við á.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að óska eftir tilnefningum frá framkvæmdastjórn í 3 manna vinnuhóp.

Byggðaráð - 865. fundur - 26.04.2018

Á 864. fundi byggðaráðs þann 18. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:

"Ný lög um opinber innkaup tóku gildi þann 29. október 2016. Í 123. gr. eru þó ákvæði um gildistöku einstakra ákvæða. Til umræðu myndun vinnuhóps sem hafi það hlutverk að yfirfara og endurskoða innkaupareglur Dalvíkurbyggðar með ný lög til hliðsjónar og samhliða þeirri yfirferð verði farið yfir fyrirkomulag innkaupa hjá sveitarfélaginu og vinnuhópurinn komi með tillögur að breytingum, þar sem og/eða ef við á. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að óska eftir tilnefningum frá framkvæmdastjórn í 3 manna vinnuhóp. "

Framkvæmdastjórn fjallaði um ofangreint á fundi sínum þann 23. apríl s.l. og tillaga kom um eftirfarandi aðila í vinnuhópinn:


Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu um skipun vinnuhópsins.

Byggðaráð - 911. fundur - 27.06.2019

Á 865. fundi byggðaráðs þann 26. apríl 2018 var eftirfarandi bókað
"Á 864. fundi byggðaráðs þann 18. apríl 2018 var eftirfarandi bókað: "Ný lög um opinber innkaup tóku gildi þann 29. október 2016. Í 123. gr. eru þó ákvæði um gildistöku einstakra ákvæða. Til umræðu myndun vinnuhóps sem hafi það hlutverk að yfirfara og endurskoða innkaupareglur Dalvíkurbyggðar með ný lög til hliðsjónar og samhliða þeirri yfirferð verði farið yfir fyrirkomulag innkaupa hjá sveitarfélaginu og vinnuhópurinn komi með tillögur að breytingum, þar sem og/eða ef við á. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að óska eftir tilnefningum frá framkvæmdastjórn í 3 manna vinnuhóp. " Framkvæmdastjórn fjallaði um ofangreint á fundi sínum þann 23. apríl s.l. og tillaga kom um eftirfarandi aðila í vinnuhópinn: Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs. Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu um skipun vinnuhópsins. "
Lagt fram til kynningar, vísað er til 14. liðar hér að ofan, mál201905028.