Styrkumsókn til Byggðarsafns og Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201905055

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 74. fundur - 06.06.2019

Tekið fyrir erindi dags. 29. apríl 2019 frá Árna Daníel Júlíussyni, styrkumsókn um fornleifagröft í Svarfaðardal og Hörgárdal. Verkefnið er á vegum Hugvísindadeildar Háskóla Íslands. Verkefnið ber nafnið - Tveir dalir ? Svarfaðardalur og Hörgárdalur. Að verkefninu koma auk Árna Daníels Sögufélag Svarfdælinga og sérfræðingar við
Fornleifafræðistofnun Íslands. Sótt er um 950.000 kr. í styrk.
Menningarráð vísar erindinu til Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar á grundvelli þess að umsóknin fellur ekki undir úthlutunarreglur menningar - og viðurkenningarsjóðs.

Byggðaráð - 911. fundur - 27.06.2019

Á 74. fundi menningarráðs þann 6. júní 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 29. apríl 2019 frá Árna Daníel Júlíussyni, styrkumsókn um fornleifagröft í Svarfaðardal og Hörgárdal. Verkefnið er á vegum Hugvísindadeildar Háskóla Íslands. Verkefnið ber nafnið - Tveir dalir ? Svarfaðardalur og Hörgárdalur. Að verkefninu koma auk Árna Daníels Sögufélag Svarfdælinga og sérfræðingar við Fornleifafræðistofnun Íslands. Sótt er um 950.000 kr. í styrk.
Menningarráð vísar erindinu til Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar á grundvelli þess að umsóknin fellur ekki undir úthlutunarreglur menningar - og viðurkenningarsjóðs."

Til umræðu ofangreint.

Gísli vék af fundi undir þessum lið kl. 13:44.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð geti ekki orðið við ofangreindu erindi.

Byggðaráð - 912. fundur - 11.07.2019

Á 911. fundi byggðaráðs þann 27. júní s.l. var eftirfarandi bókað:
"Á 74. fundi menningarráðs þann 6. júní 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 29. apríl 2019 frá Árna Daníel Júlíussyni, styrkumsókn um fornleifagröft í Svarfaðardal og Hörgárdal. Verkefnið er á vegum Hugvísindadeildar Háskóla Íslands. Verkefnið ber nafnið - Tveir dalir ? Svarfaðardalur og Hörgárdalur. Að verkefninu koma auk Árna Daníels Sögufélag Svarfdælinga og sérfræðingar við Fornleifafræðistofnun Íslands. Sótt er um 950.000 kr. í styrk.
Menningarráð vísar erindinu til Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar á grundvelli þess að umsóknin fellur ekki undir úthlutunarreglur menningar - og viðurkenningarsjóðs."

Til umræðu ofangreint.

Gísli vék af fundi undir þessum lið kl. 13:44.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð geti ekki orðið við ofangreindu erindi."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fyrirspurn frá Árna Daníel Júlíussyni, rafbréf dagsett þann 1.júlí 2019, þar sem innt er eftir hvort einhverjar sérstakar ástæður voru bornar fram fyrir höfnuninni? Sinnir sveitarfélagið almennt ekki beiðnum af þessu tagi eða var einhver galli á umsókninni sem sérstaklega var tiltekinn?
Árni Daníel óskar eftir að koma þessum athugasemdum á framfæri við rétta aðila.

Til umræðu ofangreint.

Dalvíkurbyggð hefur uppfyllt sínar skyldur hvað varðar fornleifaskráningu í sveitarfélaginu samkvæmt Aðalskipulagi. Ekki er gert ráð fyrir fjármunum á fjárhagsáætlun sveitarfélagins í styrkveitingar í verkefni sem þessi.