Frá fræðsluráði; Skipulagsbreytingar í Árskógarskóla og Fræðslusviði

Málsnúmer 201906094

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 911. fundur - 27.06.2019

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi sviðsstjóra, dagsett þann 19. júní 2019, þar sem eftirfarandi er lagt til fyrir hönd fræðsluráðs Dalvíkurbyggðar með vísan til umræðna á fundi fræðsluráðs og rafrænna samskipta milli sviðsstjóra og fræðsluráðs;


a) Á grundvelli þess að engin umsókn barst um starf skólastjóra Árskógarskóla leggur fræðsluráð til að Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla, taki að sér stjórnun á Árskógarskóla í eitt ár, samhliða starfi sínu sem skólastjóri Dalvíkurskóla, og ráðinn verði deildarstjóri í Árskógarskóla tímabundið. Fyrir liggur að Friðrik er tilbúinn til að taka verkefnið að sér. Skólarnir verða áfram reknir sem sér einingar út fjárhagsárið 2020. Ef fræðsluráð hefur hug á gera skólana að einni stofnun verður sú tillaga og ákvörðun að liggja fyrir fyrir 1. maí 2020.

b) Fræðsluráð leggur jafnframt til að ekki verði ráðinn kennsluráðgjafi / sérfræðingur á skólaskrifstofu og verði þau mál leyst innanhúss að hluta og með utanaðkomandi þjónustu. Sviðsstjóra fræðslu -og menningarsviðs verði falið að kortleggja sérfræðiþjónustu í skólum Dalvíkurbyggðar í samráði við stjórnendur og sérfræðingateymi í skólunum og skal kortlagningu vera lokið fyrir 1. maí 2020. Áfram verður sérfræðiþjónusta miðuð út frá þörfum nemenda og þjónusta við þá skipulögð að hausti í samráði við stjórnendur og fagfólk í skólum.

Til umræðu ofangreint.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu um starf skólastjóra Árskógarskóla.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu um að ekki verði ráðinni kennsluráðgjafi / sérfræðingur á skólaskrifstofu og þau mál verði leyst með þeim hætti sem lagt er til.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs vinni áfram með vinnuhópi um kortlagningu á sérfræðiþjónustu starfsmanna sveitarfélagsins er vinna með börnum og ungmennum.

Fræðsluráð - 240. fundur - 28.08.2019

Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fór yfir þær mannabreytingar sem áttu sér stað í sumar.
Lagt fram til kynningar og umræðu