Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál

Málsnúmer 201905113

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 908. fundur - 23.05.2019

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 21. maí 2019, þar sem boðað er til stofnfundar samstarfsvettvangs sveitarfélaga fyrir heimsmarkmiðin og loftlagsmál. Stofnfundurinn verður 19. júní n.k. kl. 13:00 til 14:30 í Reykjavík. Dagskrá fundarins verður ásamt fundarstað kynnt síðar. Fundarþátttaka á skype verður í boði fyrir þá sem vilja. Þau sveitarfélög sem vilja gerast aðilar tilnefna 1-2 tengiliði. Skráningarfrestur fyrir tengiliði og á stofnfundinn er til og með 14. júní n.k.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð verði aðili og að sveitarstjóri verði tengiliður Dalvíkurbyggðar.

Byggðaráð - 911. fundur - 27.06.2019

Sveitarstjóri greindi frá stofnfundi samstarfs vettvangs sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál sem hann og sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs sátu á fjarfundi þann 19. júní 2019. M.a. voru flutt erindi um kolefnisspor sveitarfélaga - reikniaðferðir og greiningu tækifæra, lærdóm af mótun loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar og hvert förinni væri heitið í loftslagsmálum og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þá var kynnt upplýsingagátt samráðsvettvangsins sem á að vera virkur vettvangur sveitarfélaganna til að skiptast á skoðunum og upplýsingum um málefnið.
Sveitarstjórn fagnar því frumkvæði sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið með stofnun samráðsvettvangs, sem ætlaður er sveitarfélögum landsins til samstarfs og samráðs um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Sveitarstjórn telur brýnt að ríki og sveitarfélög grípi nú þegar til markvissra og samstilltra aðgerða til að mæta áskorunum samtímans á sviði loftslagsmála og aðlaga íslenskt samfélag að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftslagsbreytinga.
Einn mikilvægasti liðurinn í því aðkallandi starfi er að íslenskt samfélag verði lagað að kröfum sjálfbærrar þróunar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt gagnlegan grunn að slíku starfi með heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun.

Sveitarstjórn lýsir sig tilbúna til þátttöku í samráðsvettvanginum með þátttöku í fundum og viðburðum um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Á sínum vettvangi mun sveitarstjórn beita sér fyrir markvissum aðgerðum og stefnumótun í átt til aukinnar sjálfbærni og kolefnishlutleysis. Fulltrúar sveitarfélagsins munu einnig, eftir því sem tilefni er til og aðstæður leyfa, taka þátt í miðlun þekkingar, þróun mælinga á árangri og
öðru samstarfi sem tengist samráðsvettvanginum.

Byggðaráð - 919. fundur - 19.09.2019

Sveitarstjóri upplýsti um 2. fund samstarfsvettvangs sveitarfélaga fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál sem haldinn var í Kópavogi föstudaginn 13. september. Sveitarstjóri sat fundinn í streymi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að í starfs- og fjárhagsáætlun 2020 verði hafin vinna að stefnumörkun sveitarfélagsins vegna Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.