Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta 2024

Málsnúmer 202309009

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 271. fundur - 12.09.2023

Tekið fyrir erindi dags. 30.08.2023 frá Stígamótum. Árlega leita Stígamót til allra sveitarstjórna til þess að óska eftir fjárstuðningi og samstarfi um reksturinn. Árið 2022 leituðu 910 einstaklingar til Stígamóta. Um helmingur þeirra sem nýta sér þjónustuna á hverju ári búa utan Reykjavíkur - ekki er þó boðið upp á viðtöl á landsbyggðinni.
Félagsmálaráð hafnar erindinu með fimm greiddum atkvæðum en mun styrkja Aflið á Akureyri, systrafélag Stígamóta.

Sveitarstjórn - 361. fundur - 19.09.2023

Á 271. fundi félagsmálaráðs þann 12. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 30.08.2023 frá Stígamótum. Árlega leita Stígamót til allra sveitarstjórna til þess að óska eftir fjárstuðningi og samstarfi um reksturinn. Árið 2022 leituðu 910 einstaklingar til Stígamóta. Um helmingur þeirra sem nýta sér þjónustuna á hverju ári búa utan Reykjavíkur - ekki er þó boðið upp á viðtöl á landsbyggðinni. Niðurstaða:Félagsmálaráð hafnar erindinu með fimm greiddum atkvæðum en mun styrkja Aflið á Akureyri, systrafélag Stígamóta. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs um að hafna erindi frá Stígamótum um fjárstuðning árið 2024.