Starfsmannamál á Krílakoti 2023

Málsnúmer 202309051

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 284. fundur - 13.09.2023

Tekin umræða um hvernig við getum unnið að því að lokkað starfsfólk til vinnu hjá leikskólum í Dalvíkurbyggð.
Fræðsluráð samþykkir með fjórum atkvæðum að fela sviðsstjóra að semja við utanaðkomandi fyrirtæki til þess að gera úttekt á stöðugildum og starfsemi hjá leik - og grunnskólum í Dalvíkurbyggð. Ef þessi vinna rúmast ekki innan fjárhagsramma er sviðstjóra falið að sækja um viðauka fyrir henni".

Sveitarstjórn - 361. fundur - 19.09.2023

Á 284. fundi fræðsluráðs þann 13. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin umræða um hvernig við getum unnið að því að lokkað starfsfólk til vinnu hjá leikskólum í Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Fræðsluráð samþykkir með fjórum atkvæðum að fela sviðsstjóra að semja við utanaðkomandi fyrirtæki til þess að gera úttekt á stöðugildum og starfsemi hjá leik - og grunnskólum í Dalvíkurbyggð. Ef þessi vinna rúmast ekki innan fjárhagsramma er sviðstjóra falið að sækja um viðauka fyrir henni"
Til máls tók:
Freyr Antonsson sem leggur til að sviðsstjóra fræðslu og menningarsviðs verði falið að gera verðkönnun í úttekt á stöðugildum og starfsemi hjá leik- og grunnskólum í Dalvíkurbyggð og leggja niðurstöðuna fyrir næsta fund fræðsluráðs

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitartjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.