Landleiga að hluta úr Selá á Árskógsströnd

Málsnúmer 202305090

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 10. fundur - 20.06.2023

Emil Júlíus Einarsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis.
Tekin fyrir umsókn, dagsett 10. maí 2023, frá Keng ehf. um leigu hluta lands að Selá á Árskógsströnd. Um er að ræða 65,5 ha. af landi.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að ganga frá leigusamningi við Keng ehf. um umrætt svæði.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 12. fundur - 08.09.2023

Frekari gögn koma síðar.
Emil Einarsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis kl. 09:38.

Á 10.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs var tekin fyrir umsókn, dagsett 10. maí 2023, frá Keng ehf. um leigu hluta lands að Selá á Árskógsströnd. Um er að ræða 65,5 ha. af landi. Niðurstaða: Umhverfis- og dreifbýlisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að ganga frá leigusamningi við Keng ehf. um umrætt svæði. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Á 1072.fundi byggðaráðs þann 29.júní 2023 var eftirfarandi bókað; Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um að fela starfsmönnum framkvæmdavsiðs að ganga frá leigusamningi við Keng ehf. um leigu hluta lands að Selá á Árskógsströnd eða 65,5 ha. af landi.

Með fundarboði fylgdi drög að samningi um slægjuland úr landi Selár á milli Dalvíkurbyggðar og Kengs ehf. Samningstíminn er til ársloka 2043.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög með áorðnum breytingatillögum og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Emil Einarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

Sveitarstjórn - 361. fundur - 19.09.2023

Á 12. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 8. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Emil Einarsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis kl. 09:38. Á 10.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs var tekin fyrir umsókn, dagsett 10. maí 2023, frá Keng ehf. um leigu hluta lands að Selá á Árskógsströnd. Um er að ræða 65,5 ha. af landi. Niðurstaða: Umhverfis- og dreifbýlisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að ganga frá leigusamningi við Keng ehf. um umrætt svæði. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Á 1072.fundi byggðaráðs þann 29.júní 2023 var eftirfarandi bókað; Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um að fela starfsmönnum framkvæmdavsiðs að ganga frá leigusamningi við Keng ehf. um leigu hluta lands að Selá á Árskógsströnd eða 65,5 ha. af landi. Með fundarboði fylgdi drög að samningi um slægjuland úr landi Selár á milli Dalvíkurbyggðar og Kengs ehf. Samningstíminn er til ársloka 2043.Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög með áorðnum breytingatillögum og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Emil Einarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og fyrirliggjandi samningsdrög við Keng ehf. um leigu hluta lands að Selá á Arskógsströnd, 65,5 ha. af landi.