Jafnréttisáætlun 2022-2026

Málsnúmer 202206106

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 259. fundur - 01.07.2022

Lögð var fram jafnréttisáætlun félagsmálasviðs.
Félagsmálaráð fór yfir kynjaskiptingu í ráðum Dalvíkurbyggðar. Félagsmálaráð fagnar jafnri kynjaskiptingu í ráðunum. Félagsmálaráð felur starfsmönnum sviðsins að vinna að jafnréttisáætlun sem verður tekin fyrir á næsta fundi ráðsins.

Félagsmálaráð - 265. fundur - 14.02.2023

Sveitarfélög skulu eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar gera áætlun um jafnréttismál og taka til markmiða og aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun, ekki eingöngu vegna kyns heldur jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðana, fötlunar o.s.frv. Ekki er kveðið á um skipun sérstakrar jafnréttisnefndar en sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur falið félagsmálaráði að fara með jafnréttismál. Kynnt hafa verið tvenn ný lög frá Alþingi er lúta að jafnréttismálum og leysa af hólmi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr, 10/2008. Nýju lögin eru annars vegar lög um stjórnsýslu jafnréttismála nr. 151/2020 og hins vegar lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2050. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu jafnréttisstofu segir jafnréttisáætlun sé fyrst og fremst ætlað það hlutverk að skoða og endurmeta aðstæður á hverjum vinnustað og ryðja úr vegi hindrunum sem geta verið á vegi bæði kvenna og karla. Gera skal jafnréttisáætlun sem og aðgerðaráætlun
Félagsmálaráð leggur til að haldinn verði auka fundur ráðsins þar sem farið verði yfir jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árin 2022-2026.

Félagsmálaráð - 266. fundur - 14.03.2023

Á síðasta fundi félagsmálaráðs í febrúar var ákveðið að boða til aukafundar um jafnréttisáætlun sveitarfélagsins. Ákveða þarf tíma fyrir slíkan fund.
Félagsmálaráð leggur til að aukafundur um jafnréttisáætlun sveitarfélagsins verði þann 28.mars kl 17:00.

Félagsmálaráð - 267. fundur - 28.03.2023

Sveitarfélög skulu eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar gera áætlun um jafnréttismál og taka til markmiða og aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun, ekki eingöngu vegna kyns heldur jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðana, fötlunar o.s.frv. Ekki er kveðið á um skipun sérstakrar jafnréttisnefndar en sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur falið félagsmálaráði að fara með jafnréttismál. Kynnt hafa verið tvenn ný lög frá Alþingi er lúta að jafnréttismálum og leysa af hólmi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr, 10/2008. Nýju lögin eru annars vegar lög um stjórnsýslu jafnréttismála nr. 151/2020 og hins vegar lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2050. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu jafnréttisstofu segir að jafnréttisáætlun sé fyrst og fremst ætlað það hlutverk að skoða og endurmeta aðstæður á hverjum vinnustað og ryðja úr vegi hindrunum sem geta verið á vegi bæði kvenna og karla. Gera skal jafnréttisáætlun sem og aðgerðaráætlun.
Félagsmálaráð fór yfir drög að jafnréttis- og mannréttindastefnu sveitarfélagsins. Tekið fyrir á næsta fundi.

Félagsmálaráð - 268. fundur - 25.04.2023

Á síðasta fundi félagsmálaráðs sem haldinn var þann 21. mars 2023 var farið yfir drög að jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir tímabilið 2023-2026. Starfsmönnum var falið að vinna aðgerðaráætlun og setja inn í jafnréttisáætlun. Farið var yfir áætlunina og aðgerðaráætlun.
Félagsmálaráð felur sviðsstjóra félagsmálasviðs að vinna að breytingum sem lagðar voru fram á fundinum. Tekið aftur fyrir á næsta fundi.

Félagsmálaráð - 269. fundur - 09.05.2023

Tekin fyrir frá síðasta fundi drög að jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar 2023-2026
Félagsmálaráð samþykkir samhljóða með fimm greiddum atkvæðum Jafnréttis- og mannréttindastefnu Dalvíkurbyggðar 2023-2026. Starfsmönnum falið að senda stefnuna til Jafnréttisstofu til yfirlestrar.

Félagsmálaráð - 271. fundur - 12.09.2023

Tekinn fyrir rafpóstur frá Jafnréttisstofu dags. 31. ágúst 2023 þar sem farið var yfir drög að jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árin 2023-2026. Gerðar voru 3 athugasemdir við drögin sem snéru af því að vísa í lagagreinar hvað varðar hinsegin fræðslu og meðferð við ráðstöfun fjármagns.
Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum Jafnréttisstefnu Dalvíkurbyggðar með þar til gerðum breytingum.

Sveitarstjórn - 361. fundur - 19.09.2023

Á 271. fundi félagsmálaráðs þann 12. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Jafnréttisstofu dags. 31. ágúst 2023 þar sem farið var yfir drög að jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árin 2023-2026. Gerðar voru 3 athugasemdir við drögin sem snéru af því að vísa í lagagreinar hvað varðar hinsegin fræðslu og meðferð við ráðstöfun fjármagns.Niðurstaða:Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum Jafnréttisstefnu Dalvíkurbyggðar með þar til gerðum breytingum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að Jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar 2022-2026.