Umsókn um leyfi til flutnings á þjónustuhúsi - Birnunes

Málsnúmer 202210071

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 12. fundur - 13.09.2023

Kjartan Gústafsson landeigandi að Birnunesi sækir um byggingarheimild fyrir frístundahúsi til útleigu í landi Birnuness á Árskógsströnd í Dalvíkurbyggð. Erindinu fylgja uppdrættir frá Val Benediktssyni bygginafræðingi dags. 4.júní 2023.
Í kafla 4.10.4. um landbúnaðarsvæði í greinargerð með aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008 - 2020, segir m.a.: "Undir þetta ákvæði fellur almenn ferðaþjónusta s.s. „ferðaþjónusta bænda", gisting og greiðasala í tengslum við hana. Markmiðið er að gefa kost á nýtingu þess húsakosts sem fyrir er á viðkomandi bæjum fyrir almenna ferðaþjónustu með minni háttar viðbótum og breytingum án þess að breyta þurfi aðalskipulagi. Bygging allt að þriggja frístundahúsa í tengslum við slíka
ferðaþjónustu er heimil þar sem aðstæður leyfa. Fleiri frístundahús verða einungis byggð á svæðum sem í aðalskipulagi eru
skilgreind sem svæði fyrir frístundabyggð."
Skipulagsráð telur að umsóknin rúmist innan skipulagsákvæða gildandi aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og leggur til við sveitarstjórn að vísa erindinu til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Sveitarstjórn - 361. fundur - 19.09.2023

Á 12. fundi skipulagsráðs þann 13. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Kjartan Gústafsson landeigandi að Birnunesi sækir um byggingarheimild fyrir frístundahúsi til útleigu í landi Birnuness á Árskógsströnd í Dalvíkurbyggð. Erindinu fylgja uppdrættir frá Val Benediktssyni bygginafræðingi dags. 4.júní 2023. Í kafla 4.10.4. um landbúnaðarsvæði í greinargerð með aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008 - 2020, segir m.a.: "Undir þetta ákvæði fellur almenn ferðaþjónusta s.s. „ferðaþjónusta bænda", gisting og greiðasala í tengslum við hana. Markmiðið er að gefa kost á nýtingu þess húsakosts sem fyrir er á viðkomandi bæjum fyrir almenna ferðaþjónustu með minni háttar viðbótum og breytingum án þess að breyta þurfi aðalskipulagi. Bygging allt að þriggja frístundahúsa í tengslum við slíka ferðaþjónustu er heimil þar sem aðstæður leyfa. Fleiri frístundahús verða einungis byggð á svæðum sem í aðalskipulagi eru skilgreind sem svæði fyrir frístundabyggð."Niðurstaða:Skipulagsráð telur að umsóknin rúmist innan skipulagsákvæða gildandi aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og leggur til við sveitarstjórn að vísa erindinu til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og tillögu þess efnis að vísa erindinu til fullnaðarafgreiðslu byggingafulltrúa þar sem umsóknin rúmast innan skipulagsákvæða gildandi skipulags Dalvíkurbyggðar 2008-2020.