Viðmið vegna lágmörksmönnunar í leikskólum Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202309047

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 284. fundur - 13.09.2023

Tekin fyrir drög að reglum, er varðar viðmið vegna lágmarksmönnunar í leikskólum í Dalvíkurbyggð.
Fræðsluráð samþykkir með fjórum atkvæðum viðmiðunarreglur vegna lágmarksmönnuunar í leikskólanum á Krílakoti. Viðmið vegna leikskólans í Árskógi verða lögð fyrir á næsta fundi hjá fræðsluráði í október.

Sveitarstjórn - 361. fundur - 19.09.2023

Á 284. fundi fræðsluráðs þann 13. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir drög að reglum, er varðar viðmið vegna lágmarksmönnunar í leikskólum í Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Fræðsluráð samþykkir með fjórum atkvæðum viðmiðunarreglur vegna lágmarksmönnuunar í leikskólanum á Krílakoti. Viðmið vegna leikskólans í Árskógi verða lögð fyrir á næsta fundi hjá fræðsluráði í október."
Til máls tók:
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs og meðfylgjandi drög að reglum er varðar viðmið vegna lágmarksmönnunar í leikskólanum Krílakoti.