Kosning í nefndir og ráð samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202309077

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 361. fundur - 19.09.2023

a) Formaður veitu- og hafnaráðs.

Til máls tók Helgi Einarsson sem leggur til að Sigmar Örn Harðarson verði formaður veitu- og hafnaráðs í stað Hauks A. Gunnarssonar.

b) Varamaður í veitu- og hafnaráð.

Til máls tók Helgi Einarsson sem leggur til að Snæþór Arnþórsson verði varamaður í veitu- og hafnráði í stað Sigmars.

c) Formaður stjórnar Dalbæjar.

Til máls tók Freyr Antonsson sem leggur til að Benedikt Snær Magnússon verði formaður stjórnar Dalbæjar.

d) Varamaður í stjórn Dalbæjar í stað Benedikts Snæs Magnússonar.

Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að Jóhann Már Kristinsson taki sæti sem varamaður í stjórn Dalbæjar.

e) Varamaður í menningarráð í stað Benedikts Snæs Magnússonar.

Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að Sigríður Jódís Gunnarsdóttir taki sæti Benedikts sem varamaður í menningarráði.
Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreint réttkjörin.