Umsókn um stöðuleyfi; Þór Ingvason á Bakka

Málsnúmer 202308118

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 12. fundur - 13.09.2023

Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson vék af fundi kl. 14:02 undir þessum lið vegna vanhæfis.
Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsráðs um erindið. Þór Ingvason á Bakka er að sækja um stöðuleyfi vegna gáms við hestahólf í landi Bakka.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við veitingu stöðuleyfis. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að vísa erindinu til byggingarfulltrúa til fullnaðarafgreiðslu. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.
Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson kemur aftur til fundar kl. 14:07

Sveitarstjórn - 361. fundur - 19.09.2023

Á 12. fundi skipulagsráðs þann 13. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsráðs um erindið. Þór Ingvason á Bakka er að sækja um stöðuleyfi vegna gáms við hestahólf í landi Bakka. Niðurstaða:Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við veitingu stöðuleyfis. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að vísa erindinu til byggingarfulltrúa til fullnaðarafgreiðslu. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs um að vísa erindinu til byggingarfulltrúa til fullnaðarafgreiðslu.