Frá Ríkiskaupum; Sameiginlegt útboð á slökkviliðsbílum fyrir sveitarfélög Íslands

Málsnúmer 202110066

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1004. fundur - 04.11.2021

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Ríkiskaupum, dagsettur þann 27. október 2021, þar sem fram kemur að á næstu vikum munu Ríkiskaup, í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, standa að útboði á slökkviliðsbílum. Það er markmið Ríkiskaupa að gerð útboðsgagna og framkvæmd útboðsins endurspegli fjölbreyttar þarfir slökkviliða og þeirra svæða sem þeim er ætlað að þjóna og verða þau unnin í samstarfi við kaupendur og fagaðila með sérþekkingu á málefnasviðinu.

Til að ná fram sem mestri hagkvæmni og virði fyrir sveitarfélög landsins köllum við eftir því að þau sveitar- og bæjarfélög sem hyggjast fjárfesta í slökkviliðsbílum á næstu 4-36 mánuðum og hafa áhuga á samstarfi við útboð hafi samband við sérfræðinga Ríkiskaupa og lýsi yfir áhuga (utbod@rikiskaup.is) fyrir 10. nóvember nk. Eftir 10. nóvember verður boðað til kynningarfundar þar sem farið verður yfir verkefnið og í framhaldinu geta sveitarfélög tekið ákvörðun um hvort þau vilja taka þátt eða ekki.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að fjallað var um málið á fundi framkvæmdastjórnar/innkauparáðs á mánudaginn og innkauparáð getur mælt með að farin verði þessi leið, ef samþykkt verður sú tillaga sem liggur fyrir vegna fjárhagsáætlunar 2022 að festa kaup á nýjum slökkivliðsbíl.

Einnig liggur fyrir að áhugi er hjá Framkvæmdasviði og slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar að eiga samstarf við Ríkiskaup um sameiginlegt útboð.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð taki þátt í ofangreindu útboði með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar um kaup á nýjum slökkvibíl og fjárheimild í fjárhagsáætlun.

Sveitarstjórn - 340. fundur - 23.11.2021

Á 1004. fundi byggðaráðs þann 04.11.2021 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Ríkiskaupum, dagsettur þann 27. október 2021, þar sem fram kemur að á næstu vikum munu Ríkiskaup, í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, standa að útboði á slökkviliðsbílum. Það er markmið Ríkiskaupa að gerð útboðsgagna og framkvæmd útboðsins endurspegli fjölbreyttar þarfir slökkviliða og þeirra svæða sem þeim er ætlað að þjóna og verða þau unnin í samstarfi við kaupendur og fagaðila með sérþekkingu á málefnasviðinu. Til að ná fram sem mestri hagkvæmni og virði fyrir sveitarfélög landsins köllum við eftir því að þau sveitar- og bæjarfélög sem hyggjast fjárfesta í slökkviliðsbílum á næstu 4-36 mánuðum og hafa áhuga á samstarfi við útboð hafi samband við sérfræðinga Ríkiskaupa og lýsi yfir áhuga (utbod@rikiskaup.is) fyrir 10. nóvember nk. Eftir 10. nóvember verður boðað til kynningarfundar þar sem farið verður yfir verkefnið og í framhaldinu geta sveitarfélög tekið ákvörðun um hvort þau vilja taka þátt eða ekki. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að fjallað var um málið á fundi framkvæmdastjórnar/innkauparáðs á mánudaginn og innkauparáð getur mælt með að farin verði þessi leið, ef samþykkt verður sú tillaga sem liggur fyrir vegna fjárhagsáætlunar 2022 að festa kaup á nýjum slökkivliðsbíl. Einnig liggur fyrir að áhugi er hjá Framkvæmdasviði og slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar að eiga samstarf við Ríkiskaup um sameiginlegt útboð. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð taki þátt í ofangreindu útboði með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar um kaup á nýjum slökkvibíl og fjárheimild í fjárhagsáætlun."
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Þórhalla Karlsdóttir.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við ofangreinda bókun og afgreiðslu byggðaráðs um að Dalvikurbyggð taki þátt í útboði Ríkiskaupa í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga í sameiginlegu útboði vegna slökkviliðsbíla. Gerður er fyrirvari um samþykki sveitarstjórnar um kaup á nýjum slökkvibíl og fjárheimild í fjárhagsáætlun.

Byggðaráð - 1020. fundur - 10.03.2022

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, og Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 09:18.

Á 340. fundi sveitarstjórnar þann 23. nóvember sl. var eftirfarandi bókað;
"Á 1004. fundi byggðaráðs þann 04.11.2021 var eftirfarandi bókað:Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Ríkiskaupum, dagsettur þann 27. október 2021, þar sem fram kemur að á næstu vikum munu Ríkiskaup, í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, standa að útboði á slökkviliðsbílum. Það er markmið Ríkiskaupa að gerð útboðsgagna og framkvæmd útboðsins endurspegli fjölbreyttar þarfir slökkviliða og þeirra svæða sem þeim er ætlað að þjóna og verða þau unnin í samstarfi við kaupendur og fagaðila með sérþekkingu á málefnasviðinu. Til að ná fram sem mestri hagkvæmni og virði fyrir sveitarfélög landsins köllum við eftir því að þau sveitar- og bæjarfélög sem hyggjast fjárfesta í slökkviliðsbílum á næstu 4-36 mánuðum og hafa áhuga á samstarfi við útboð hafi samband við sérfræðinga Ríkiskaupa og lýsi yfir áhuga (utbod@rikiskaup.is) fyrir 10. nóvember nk. Eftir 10. nóvember verður boðað til kynningarfundar þar sem farið verður yfir verkefnið og í framhaldinu geta sveitarfélög tekið ákvörðun um hvort þau vilja taka þátt eða ekki. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að fjallað var um málið á fundi framkvæmdastjórnar/innkauparáðs á mánudaginn og innkauparáð getur mælt með að farin verði þessi leið, ef samþykkt verður sú tillaga sem liggur fyrir vegna fjárhagsáætlunar 2022 að festa kaup á nýjum slökkivliðsbíl. Einnig liggur fyrir að áhugi er hjá Framkvæmdasviði og slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar að eiga samstarf við Ríkiskaup um sameiginlegt útboð. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð taki þátt í ofangreindu útboði með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar um kaup á nýjum slökkvibíl og fjárheimild í fjárhagsáætlun.
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Þórhalla Karlsdóttir.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við ofangreinda bókun og afgreiðslu byggðaráðs um að Dalvikurbyggð taki þátt í útboði Ríkiskaupa í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga í sameiginlegu útboði vegna slökkviliðsbíla. Gerður er fyrirvari um samþykki sveitarstjórnar um kaup á nýjum slökkvibíl og fjárheimild í fjárhagsáætlun."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað slökkviliðsstjóra, dagsett þann 8. mars 2022, þar sem gert er grein fyrir ofangreindu útboði og niðurstöðum.
Villi og Bjarni Daníel viku af fundi kl. 09:55.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að heimilia slökkviliðsstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að hefja samningaviðræður við tilboðsgjafa og áfram í gegnum Ríkiskaup.

Sveitarstjórn - 343. fundur - 22.03.2022

Á 1020. fundi byggðaráðs þann 10. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri og Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 09:18. Á 340. fundi sveitarstjórnar þann 23. nóvember sl. var eftirfarandi bókað; Á 1004. fundi byggðaráðs þann 04.11.2021 var eftirfarandi bókað: Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Ríkiskaupum, dagsettur þann 27. október 2021, þar sem fram kemur að á næstu vikum munu Ríkiskaup, í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, standa að útboði á slökkviliðsbílum. Það er markmið Ríkiskaupa að gerð útboðsgagna og framkvæmd útboðsins endurspegli fjölbreyttar þarfir slökkviliða og þeirra svæða sem þeim er ætlað að þjóna og verða þau unnin í samstarfi við kaupendur og fagaðila með sérþekkingu á málefnasviðinu. Til að ná fram sem mestri hagkvæmni og virði fyrir sveitarfélög landsins köllum við eftir því að þau sveitar- og bæjarfélög sem hyggjast fjárfesta í slökkviliðsbílum á næstu 4-36 mánuðum og hafa áhuga á samstarfi við útboð hafi samband við sérfræðinga Ríkiskaupa og lýsi yfir áhuga (utbod@rikiskaup.is) fyrir 10. nóvember nk. Eftir 10. nóvember verður boðað til kynningarfundar þar sem farið verður yfir verkefnið og í framhaldinu geta sveitarfélög tekið ákvörðun um hvort þau vilja taka þátt eða ekki. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að fjallað var um málið á fundi framkvæmdastjórnar/innkauparáðs á mánudaginn og innkauparáð getur mælt með að farin verði þessi leið, ef samþykkt verður sú tillaga sem liggur fyrir vegna fjárhagsáætlunar 2022 að festa kaup á nýjum slökkivliðsbíl. Einnig liggur fyrir að áhugi er hjá Framkvæmdasviði og slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar að eiga samstarf við Ríkiskaup um sameiginlegt útboð. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð taki þátt í ofangreindu útboði með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar um kaup á nýjum slökkvibíl og fjárheimild í fjárhagsáætlun. Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir. Þórhalla Karlsdóttir. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við ofangreinda bókun og afgreiðslu byggðaráðs um að Dalvíkurbyggð taki þátt í útboði Ríkiskaupa í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga í sameiginlegu útboði vegna slökkviliðsbíla. Gerður er fyrirvari um samþykki sveitarstjórnar um kaup á nýjum slökkvibíl og fjárheimild í fjárhagsáætlun. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað slökkviliðsstjóra, dagsett þann 8. mars 2022, þar sem gert er grein fyrir ofangreindu útboði og niðurstöðum. Villi og Bjarni Daníel viku af fundi kl. 09:55. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að heimilia slökkviliðsstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að hefja samningaviðræður við tilboðsgjafa og áfram í gegnum Ríkiskaup."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um heimild til slökkviliðsstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að hefja samningaviðræður við tilboðsgjafa og áfram í gegnum Ríkiskaup.

Byggðaráð - 1079. fundur - 07.09.2023

Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 30. ágúst sl., þar sem fram kemur að á fundi með framkvæmdastjóra Ólafs Gíslasonar & co., umboðsaðila slökkvibilaframleiðandans WISS, þann 29. ágúst sl., kom fram að framleiðandinn getur ekki staðið við áætlaðan afhendingartíma. Samið var um að afhending bílsins yrði í lok þess árs. Fram kemur að WISS getur afhent 1 af þeim 6 bílum sem áætlað var á réttum tíma en hinir 5 munu verða afhentir í mars 2024. Ákveðið hefur verið, á fundi með öðrum kaupendum bílanna, að sá bíll sem kemur á þessu ári fari til Hafnar í Hornafirði.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig afrit af bréfi WISS til Ólafs Gíslasonar & Co., dagsett þann 30. ágúst sl., er varðar seinkun á framleiðslu.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gerður verði viðauka við fjárhagsáætlun 2023, viðauki nr. 31, að upphæð kr. 88.000.000, á deild 32200, lið 11505 og verkefni E2202, og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Gera þarf því ráð fyrir innkaupum á slökkviliðsbílnum í fjárhagsáætlun 2024.

Sveitarstjórn - 361. fundur - 19.09.2023

Á 1079. fundi byggðaráðs þann 7. september sl.var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 30. ágúst sl., þar sem fram kemur að á fundi með framkvæmdastjóra Ólafs Gíslasonar & co., umboðsaðila slökkvibilaframleiðandans WISS, þann 29. ágúst sl., kom fram að framleiðandinn getur ekki staðið við áætlaðan afhendingartíma. Samið var um að afhending bílsins yrði í lok þess árs. Fram kemur að WISS getur afhent 1 af þeim 6 bílum sem áætlað var á réttum tíma en hinir 5 munu verða afhentir í mars 2024. Ákveðið hefur verið, á fundi með öðrum kaupendum bílanna, að sá bíll sem kemur á þessu ári fari til Hafnar í Hornafirði. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig afrit af bréfi WISS til Ólafs Gíslasonar & Co., dagsett þann 30. ágúst sl., er varðar seinkun á framleiðslu. Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gerður verði viðauka við fjárhagsáætlun 2023, viðauki nr. 31, að upphæð kr. 88.000.000, á deild 32200, lið 11505 og verkefni E2202, og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Gera þarf því ráð fyrir innkaupum á slökkviliðsbílnum í fjárhagsáætlun 2024."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 31 við fjárhagsáætlun 2023 þannig að liður 32200-11505 lækki um kr. 88.000.000 vegna fjárfestingar og kaupa á slökkviliðsbíl vegna seinkunnar á afhendingu á bílnum til ársins 2024. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanumm verði mætt með hækkun á handbæru fé.