Drög að samningi um sérfræðiþjónustu

Málsnúmer 202306019

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 282. fundur - 14.06.2023

Hugrún Felixdóttir, fulltrúi starfsmanna í Dalvíkurskóla kom inn á fund kl. 09:05
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs, fór yfir drög að samningi við Heilsu - og sálfræðiþjónustuna.
Sviðsstjóra falið að vinna áfram í málinu í samráði við félagsþjónustu.

Fræðsluráð - 283. fundur - 16.08.2023

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fór yfir stöðu mála er varða vinnu við samninginn.
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðu mála á vinnu er varða samninginn við Heilsu- og Sálfræðiþjónustu.

Fræðsluráð - 284. fundur - 13.09.2023

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fyrir loka drög að samningi við Heilsu - og sálfræðiþjónustu.
Lagt fram til kynningar

Byggðaráð - 1080. fundur - 14.09.2023

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:41.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar um sérfræðiþjónustu sem Dalvíkurbyggð óskar eftir og Heilsu- og sálfræðiþjónustan hefur mannauð til að veita, þar á meðal þjónustu við leik-og grunnskóla, frístund og félagsþjónustu. Samningurinn er til þriggja ára með möguleika á framlengingu í tvör ár, eitt ár í senn.

Sviðsstjórar félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs gerðu grein fyrir ofangreindum samningsdrögum. Málið hefur verið kynnt á fundum fræðsluráðs í júní, ágúst og september.

Eyrún og Gísli viku af fundi kl. 13:56.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 361. fundur - 19.09.2023

Á 1080. fundi byggðaráðs þann 14. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:41. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar um sérfræðiþjónustu sem Dalvíkurbyggð óskar eftir og Heilsu- og sálfræðiþjónustan hefur mannauð til að veita, þar á meðal þjónustu við leik-og grunnskóla, frístund og félagsþjónustu. Samningurinn er til þriggja ára með möguleika á framlengingu í tvör ár, eitt ár í senn. Sviðsstjórar félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs gerðu grein fyrir ofangreindum samningsdrögum. Málið hefur verið kynnt á fundum fræðsluráðs í júní, ágúst og september. Eyrún og Gísli viku af fundi kl. 13:56.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar um sérfræðiþjónustu til þriggja ára með möguleika á framlengingu í tvö ár, eitt ár í senn.