Gilvegur - heiti á vegi upp að lokahúsi við Brimnesá

Málsnúmer 202508039

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 37. fundur - 10.09.2025

Á fundi skipulagsráðs þann 6.maí sl. var samþykkt að stofnuð yrði lóð undir lokahús vatnsveitu Dalvíkur við Brimnesá.
Framkvæmdasvið hefur lagt til að vegur að umræddri lóð fái heitið Gilvegur.
Skipulagsráð samþykkir að vegur upp að umræddri lóð fái heitið Gilvegur.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.