Byggðaráð

918. fundur 12. september 2019 kl. 13:00 - 15:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023

Málsnúmer 201905027Vakta málsnúmer

Á 916. fundi byggðaráðs þann 29. ágúst 2019 var fjallað um drög að fjárhagsramma fyrir árið 2019, forsendur með fjárhagsáætlun 2020-2023 og fleiri mál er varða vinnuna við starfs- og fjárhagsáætlun 2020-2023. Á 917. fundi byggðaráðs þann 5. september 2019 var liðnum frestað og er því til afgreiðslu hér.
a) Tillaga að fjárhagsramma 2020
Sveitarstjóri kynnti tillögu að fjárhagsramma ársins 2020 og helstu forsendur.

b) Tillaga að forsendum með fjárhagsáætlun
Sveitarstjóri kynnti tillögu Dalvíkurbyggðar að forsendum með fjárhagsáætlum 2020.

c) Endurskoðun tímaramma vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2020-(2023).
Sveitarstjóri kynnti stöðu vinnu við fjárhagsáætlun 2020-(2023).
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fjárhagsramma 2020 eins og hann liggur fyrir með breytingum sem gerðar voru á fundinum.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlagðar forsendur með fjárhagsáætlun með orðalagsbreytingu í 2.lið.

c) Áður samþykktur tímarammi vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2020-(2023) stendur óbreyttur.

2.Ósk um viðauka vegna skólagöngu nemenda utan lögheimilissveitarfélags.

Málsnúmer 201909056Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett 10. september 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 2.040.504 við deild 2290, skólaskrifstofa, vegna grunnskólagöngu nemenda fyrir utan lögheimilissveitarfélag. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé þar sem ekki sé svigrúm innan málaflokksins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 23/2019 við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 2.040.504 við deild 2290, skólaskrifstofa, vegna grunnskólagöngu nemenda fyrir utan lögheimilissveitarfélag og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

3.Viðauki vegna niðursetningar á rotþróm 2019

Málsnúmer 201909047Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 10. september 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 1.000.000 við deild 74200 vegna niðursetningar rotþróa samkvæmt innkomnum umsóknum. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 1.000.000 við deild 74200 vegna niðursetningar rotþróa, viðauki nr. 24/2019. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

4.Viðauki vegna leiðréttingu launa starfsmanna veitna

Málsnúmer 201909049Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 10. september 2019, þar sem óskað er eftir launaviðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 1.908.192 við deildir 43210, 47310 og 73100 vegna leiðréttingar á launum starfsmanna veitna. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum launaviðauka að upphæð kr. 1.908.192 við deildir 43210, 47310 og 73100 vegna leiðréttingar á launum starfsmanna veitna, viðauki nr. 25/2019. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

5.Viðauki vegna breytinga á tekjum Hafnasjóðs 2019

Málsnúmer 201909048Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett 10. september 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 27.500.000 við deild 41010, almenn hafnargjöld, vegna lækkunar tekna Hafnasjóðs Dalvíkur en töluverð umskipti hafa verið á lönduðum afla á þessu ári og nemur það um 40% af lönduðum afla á sama tíma og í fyrra. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé Hafnasjóðs Dalvíkur.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 26/2019 við deild 41010, að fjárhæð kr. 27.500.000 vegna lækkunar tekna Hafnasjóðs Dalvíkur. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé Hafnasjóðs Dalvíkur.

6.Deiliskipulag Fólkvangs

Málsnúmer 201402123Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett 9. september 2019, samantekt vegna tilboðs í fornleifaskráningu. Samkvæmt nýjum reglum um fornminjaskráningu þarf mun ítarlegri skráningu en þá sem til er fyrir bæði deiliskipulag Fólkvangsins og eins sumarbústaðabyggðina að Hamri. Óskað er eftir því að kostnaður vegna þessarar vinnu verði færður á lykla 09230, deiliskipulag og 09240, aðalskipulag þar sem vinna við fyrrgreind skipulög strandar á fornminjaskráningunni.
Byggðaráð frestar afgreiðslu og óskar eftir því að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs komi á næsta fund ráðsins til að fara yfir málið.

7.Skipulagsbreytingar

Málsnúmer 201901070Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, ósk um viðauka vegna stofnunar eigna- og framkvæmdadeildar.

a) Óskað er eftir launaviðauka, deild 09510, eigna- og framkvæmdadeild, að fjárhæð kr. 5.542.920 vegna tveggja nýrra starfa september - desember 2019, samkvæmt framlögðum útreikningi frá launafulltrúa. Óskað er eftir því að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

b) Óskað er eftir viðauka við deild 09510, eigna- og framkvæmdadeild, að fjárhæð kr. 1.911.119, vegna standsetningar skrifstofuaðstöðu í áhaldahúsi, búnaðar og tækja. Viðaukabeiðnin skiptist á lykla þannig: Lykill 2810, búnaður, kr. 1.661.119 og lykill 4610, viðhald fasteignar, kr. 250.000. Óskað er eftir því að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

a) Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum viðauka nr. 27/2019, launaviðauka, deild 09510, eigna- og framkvæmdadeild, að fjárhæð kr. 5.542.920 vegna tveggja nýrra starfa september - desember 2019, samkvæmt framlögðum útreikningi frá launafulltrúa og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Guðmundur St. Jónsson situr hjá.

b) Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum viðauka við deild 09510, eigna- og framkvæmdadeild, að fjárhæð kr. 1.911.119, vegna standsetningar skrifstofuaðstöðu í áhaldahúsi, búnaðar og tækja. Viðaukabeiðnin skiptist á lykla þannig: Lykill 2810, búnaður, kr. 1.661.119 og lykill 4610, viðhald fasteignar, kr. 250.000. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Guðmundur St. Jónsson situr hjá.

8.Beiðni um breytingu á gangstétt

Málsnúmer 201909030Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Lilju Guðnadóttur, dagsett 29. júlí 2019, ósk um breytingu á gangstétt við Skógarhóla 22.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020-2023.

9.Gerðar verði viðunandi lagfæringar á gamla veginum út í Múla.

Málsnúmer 201909031Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ferðafélagi Svarfdæla, dagsett 30. júní 2019, ósk um að Dalvíkurbyggð gangi í það mál að gerðar verði viðunandi lagfæringar á gamla veginum út í Múla.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020-2023.

10.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201908044Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

11.Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga birt í samráðsgátt

Málsnúmer 201905003Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dagsettur 5. september 2019 þar sem vakin er athygli á því að tvö ný fylgiskjöl hafa bæst við tillögu til þingsályktunar um stefnu í málefnum sveitarfélaga í samráðsgátt Stjórnarráðsins.
Annas vegar er um að ræða umsögn Byggðastofnunar um tillöguna og hins vegar lögfræðilegt álit á stjórnskipunarlegum atriðum hennar.
Þá er vakin athygli á að í samráðsgáttinni eru framkomnar tillögur og fylgiskjöl til umsagnar er varða reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundagerðir stjórnar Ráðhúss Dalvíkur 2019

Málsnúmer 201907062Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerð 2. fundar stjórnar Ráðhúss Dalvíkur 2019 frá 4. september 2019.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 201901098Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerð 873. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. ágúst 2019.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri