Sveitarstjórn

298. fundur 14. desember 2017 kl. 14:30 - 16:01 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
 • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
 • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
 • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
 • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 846, frá 23.11.2017

Málsnúmer 1711012FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

2. liður.
3. liður.
 • 1.1 201709004 Málefni Ungó
  Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl.13:00.

  Á 844. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember 2017 var m.a. eftirfarandi bókað:
  "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að leggja fyrir byggðaráð drög að auglýsingu varðandi útleigu á Ungó utan starfstíma Leikfélags Dalvíkur sem og drög að samningi við Leikfélag Dalvíkur og drög að samningi við mögulegan leigutaka að Ungó fyrir utan starfstíma Leikfélagsins."

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að auglýsingu og drög að samningi um útleigu á Ungó við Leikfélag Dalvíkur.

  Til umræðu ofangreint.

  Hlynur vék af fundi kl. 13:34.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 846 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að ofangreindri auglýsingu með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 15. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn um rekstrarleyfi frá Blágrýti ehf. vegna reksturs Basalt cafe bistro að Goðabraut 2, Dalvík. Um er að ræða flokk II.

  Meðfylgjandi eru umsagnir byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 846 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi sé veitt. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, bréf dagsett þann 15. nóvember 2017, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Blágrýtis ehf. um rekstrarleyfi fyrir Blágrýti til húsa að Hafnarbraut 5, Dalvík. Um er að ræða flokk III.

  Meðfylgjandi eru umsagnir byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 846 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi sé veitt. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • Frestað. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 846 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 845. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember 2017 var m.a. eftirfarandi bókað:
  "Tekið fyrir erindi frá Prima lögmönnum, dagsett þann 3. nóvember 2017, en móttekið þann 15. nóvember 2017, þar sem fram kemur fyrir hönd Freydísar Dönu Sigurðardóttur að krafist er þess að gengið verði frá umsókn um lóðarstækkun að Árskógi lóð 1, og umbjóðanda Prima lögmanna send staðfesting þess efnis.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisvið að ganga frá tillögu að svarbréfi við ofangreindu erindi í samráði við bæjarlögmann og í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir byggðaráð."

  Á fundinum voru kynnt drög að svarbréfi.

  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 846 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að bréfi með áorðnum breytingum sem voru gerðar á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á fundinum var farið yfir upplýsingar frá leikskólastjóra Krílakots og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs um þróun barnígilda, heilsdagsígilda og starfsmannafjölda á árunum 2015-2018 vs. þróun tekna og kostnaðar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 846 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir bréf frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 15.11.2017, þar sem gert er grein fyrir að launaliðir hjá deild 07210; Slökkvilið Dalvíkur, fari fram úr samþykktri fjárhagsáætlun. Óskað er eftir að ekki komi til skerðingar á þeim fjármunum sem eftir standa til endurnýjunar og viðhalds til jöfnunar á launaliðum.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 846 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Frestað vegna veðurs Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 846 Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar,þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 847, frá 30.11.2017.

Málsnúmer 1711015FVakta málsnúmer

1. liður, sér mál á dagskrá.
2. liður, sér mál á dagskrá.
3. liður, sér mál á dagskrá.
 • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:06.

  Á 845. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember 2017 var m.a. bókað:

  "Fyrir liggur tillaga frá umhverfisráði um hækkun á sorphirðugjaldi um 5,6% eða úr kr. 40.192 per íbúð í kr. 42.443 per íbúð.
  Byggðaráð óskar eftir útreikningum og skýringum frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á tillögu um hækkun á sorphirðugjaldi sem og áætlun á kostnaði vegna sorphirðu. Byggðaráð óskar eftir að fá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á fund til að fara yfir ofangreint."

  Á fundinum kynnti sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gögn og útreikninga er varðar ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 847 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn breytingu á sorphirðugjaldi um 5,6% milli áranna 2017 og 2018 þannig að það breytist úr kr. 40.192 í kr. 42.443, sbr. ofangreind tillaga umhverfisráðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér mál á dagskrá.
 • Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 24. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun:

  a) Viðauki nr. 26/2017: Lækkun á lykli 08210-4943, kr. 8.506.108, þar sem áætlun vegna sorphirðu var ofáætluð sem þessu nemur. Eftir stendur því á lykli 08210-4943 kr. 47.000.000.

  b) Viðauki nr. 27/ 2017:Leiktæki á Hauganesi; fyrir liggur í fjárhagsáætlun 2018 að leiktæki sem var gert ráð fyrir að setja upp á Hauganesi 2017 verður ekki framkvæmt, þannig að gert er ráð fyrir þessum verkþætti árið 2018. Því er óskað eftir að kr. 800.000 vegna þessa falli niður á lykli 32200-11608.

  c) Viðauki nr. 28/2017: Leiktæki við Árskóg varð kostnaðarsamara en gert var ráð fyrir en áætlun er kr. 1.000.000 til þess verkefnis. Staðan er kr. 1.414.018 á lykli 32200-11608 og óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 385.982.

  Börkur vék af fundi kl. 14:03.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 847 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum beiðni um viðauka nr. 25 við fjárhagsáætlun 2017 skv. ofangreindu.
  b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum beiðni um viðauka nr. 26 við fjárhagsáætlun 2017 skv. ofangreindu.
  c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna beiðni um viðauka vegna leiktækis við Árskóg.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér mál á dagskrá.
 • a) Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 29. nóvember 2017, er varðar eftirfarandi:

  Viðauki 27/2017: Félagslegar íbúðir - vegna tekna
  Vegna sölu á íbúðum á árinu 2017 og vegna mála sem gert hefur verið grein fyrir áður, þá liggur fyrir að leigutekjur af deildum 57300 og 57400 verða lægri en áætlað var.

  Lagt er því til að áætlaðar leigutekjur vegna deildar 57300 lækki úr kr. -2.031.673 og í kr. -1.102.316, eða lækkun um kr. -929.357. Að sama skapi er lagt til að áætlaðar leigutekjur vegna deildar 57400 lækki úr kr. -21.870.929 og í kr. -17.415.598, eða lækkun um kr. -4.455.331. Um er að ræða lykil 0310 í báðum tilfellum.
  Lagt til að tekjulækkun sé mætt með lækkun á handbæru fé.

  Viðauki 28/2017: Hólavegur 1 - leiga Eignasjóðs.
  Vegna sölu á Hólavegi 1 fyrr á árinu þá er lagt til að leiga Eignasjóðs, tekjur og gjöld, verði leiðrétt í samræmi við það. Áætluð leiga til Eignasjóðs fyrir árið 2017 er kr. 8.681.000 en verður kr. 3.367.416.
  Lagt er til að liður 31150-0550 verði lækkaður úr kr. -8.681.000 og í kr. -3.389.964 eða um kr. -5.291.036. Á móti er lagt til að liður 04160-4415 verðir lækkaður úr kr. 8.681.000 og í kr. 3.389,964 eða um kr. 5.291.036.
  Ekki er þörf á ráðstöfun á móti.

  Viðauki 29/2017: Vegna innsláttarvillu í viðhaldi Eignasjóðs.
  Við gerð stöðumats janúar - september 2017 kom í ljós að áætlun viðhalds vegna Rima væri kr. 950.000 skv. viðhaldstillögum sem samþykktar voru í byggðaráði, er ekki í gildandi fjárhagsáætlun. Við innslátt í vinnubók var upphæðin sett á rangan lykil þannig að engin áætlun kemur fram en viðhaldskostnaður er nú kr. 972.324 nettó skv. deild 31220 og lyklum 2931 og 4610. Lagt er því til að þetta verði leiðrétt þar sem um tæknilega villu er að ræða; liður 31220-4610 færi því úr kr. 0 og í kr. 950.000 eins og til stóð. Lagt er til að þessu sé mætt með lækkun á handbæru fé.


  Viðauki 30/ 2017: Stofnframlag vegna Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses.
  Í gildandi fjárhagsáætlun 2017 er gert ráð fyrir 20 m.kr. stofnframlagi vegna hönnunar og undirbúnings vegna byggingar á íbúðum fyrir fatlað fólk. Áætlað framlag er á 32200-11605 en ætti að vera á deild 29200. Lagt er því til að þessi liður verði færður á milli deilda í viðkomandi málaflokkum. Samkvæmt upplýsingum frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs liggur ekki fyrir hver ráðstöfunin verður á þessu ári. Breytingin kallar ekki á ráðstöfun á móti.

  Viðauki 31/ 2017: Verðbólguspá.
  Í fjárhagsáætlunarlíkani 2017 er gert ráð fyrir verðbólguspá 2,4% en skv. Þjóðhagsspá frá 3. nóvember 2017 er verðbólgan áætluð 1,8%. Lagt er því til að gerð verði breyting á forsendum fjárhagsáætlunarlíkans sem þessu nemur.
  Áhrif breytingana munu koma fram í fjárhagsáætlunarlíkani þegar það liggur fyrir og hækkar / lækkar handbært fé eftir því sem við á.

  b) Tekið fyrir erindi sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 29. nóvember 2017, þar sem lagðir eru til eftirfarandi viðaukar við fjárhagsáætlun 2017:

  Viðauki 32/2017: Tekjuáætlun Hafnasjóðs. Lagt er til að tekjuáætlun vegna aflagjalda verði lækkuð um kr. 12.000.000. Liður 41010-0248 verði því kr. -49.500.000 í stað kr. -61.500.000. Lagt til að ráðstöfun á móti verði lækkun á handbæru fé.

  Viðauki 33/2017: Tekjuáætlun Hitaveitu Dalvíkur. Lagt er til að tekjuáætlun Hitaveitu verði lækkuð um kr. 8.000.000 vegna minni sölu á heitu vatni. Liður 47010-0222 verður þá kr. -135.174.200 í stað kr. -143.174.200. Lagt til að ráðstöfun á móti verði lækkun á handbæru fé.

  Viðauki 34/2017: Framkvæmdir við Austurgarð
  Lagt er til að áætlun fjárfesting Hafnasjóðs verði lækkuð á árinu 2017 úr kr. 125.800.000 og í kr. 99.700.000 eða lækkun um kr. 26.100.000. Einnig er lagt til að áætluð hlutdeild ríksins verði lækkuð um kr. 39.100.000 eða úr kr. 188.600.000 og í kr. 149.500.000. Breytingin er tilkomin af ýmsum ástæðum. Lagt til að ráðstöfun á móti verði hækkun á handbæru fé.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 847 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreindar beiðnir um viðauka nr. 27 -34 við fjárhagsáætlun 2017. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér mál á dagskrá.
 • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti skil stjórnanda á stöðumati janúar - september 2017 ásamt fylgigögnum. Um er að ræða samanburð á stöðu bókhalds vs. gildandi fjárhagsáætlun.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 847 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir bréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett þann 21. nóvember 2017, þar sem vísað er til umsóknar sveitarfélagsins um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2017. Niðurstaða úthlutunar er eftirfarandi:

  Dalvík 103 þorskígildistonn
  Hauganes 15 þorskígildistonn
  Árskógssandur 255 þorskígildistonn.

  Athygli bæjar- og sveitarstjórna er vakin á því að engar efnislegar breytingar hafa verið gerðar frá reglugerð síðasta fiskveiðiárs, aðrar en magntölur og dagsetningar hafa breyst.
  Engar efnislegar breytingar hafa verið gerðar á reglugerð um úthlutun byggðakvóta fiskiskipa aðrar en dagsetningar hafa breyst.

  Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 20. desember 2017.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 847 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til atvinnumála- og kynningaráðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð aðalfundar Eyþings 2017, sbr. rafpóstur dagsettur þann 23.11.2017. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 847 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, er því fundargerðin lögð fram til kynningar, 1., 2., og 3. liður eru sér mál á dagskrá.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 848, frá 07.12.2017.

Málsnúmer 1712003FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður.
3. liður.
5. liður, sér liður á dagskrá.
6. liður, sér liður á dagskrá.
 • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Friðrik lögmaður frá Prima lögmönnum ásamt umbjóðendum sínum Freydísi Dönu Sigurðardóttur og Guðröði Ágústsyni, kl. 13:00. Einnig mættu á fundi Árni Pálsson, lögmaður sveitarfélagsins frá PACTA, Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs.

  Á 846. fundi byggðaráðs þann 23. nóvember 2011 var eftirfarandi bókað:
  "Á 845. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember 2017 var m.a. eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Prima lögmönnum, dagsett þann 3. nóvember 2017, en móttekið þann 15. nóvember 2017, þar sem fram kemur fyrir hönd Freydísar Dönu Sigurðardóttur að krafist er þess að gengið verði frá umsókn um lóðarstækkun að Árskógi lóð 1, og umbjóðanda Prima lögmanna send staðfesting þess efnis. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisvið að ganga frá tillögu að svarbréfi við ofangreindu erindi í samráði við bæjarlögmann og í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir byggðaráð." Á fundinum voru kynnt drög að svarbréfi. Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að bréfi með áorðnum breytingum sem voru gerðar á fundinum."

  Til umræðu ofangreint.

  Friðrik, Freydís Dana og Guðröður viku af fundi kl. 13:54.
  Börkur Þór og Þorsteinn viku af fundi kl. 14:19.
  Árni vék af fundi kl. 14:23.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 848 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður byggðaráðs á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að reglum um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2018.

  Til umræðu.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 848 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að styrkupphæðin hækki um 7,9%, sbr. hækkun á fasteignamati ársins 2018, og að viðmiðunarfjárhæðir tekna hækki um 6,8% sbr. áætlun launavísitala ársins 2017.

  Upphæðir verða þá;
  kr. 66.310 styrkur
  Kr. 2.409.627
  Kr. 3.325.601.


  b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þær tillögur sem liggja fyrir að breytingum á reglunum sjálfum, sbr. tillaga með fundarboði.

  c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fjárhæðir í reglunum taki breytingum samkvæmt viðmiðum ár hvert í lið a) hér að ofan nema að annað sé ákveðið.


  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  b)Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að reglum um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka fyrir árið 2018.

  Til umræðu.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 848 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum reglurnar eins og þær liggja fyrir með áorðnum breytingum sem lagðar eru til. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðu ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og reglurnar eins og þær liggja fyrir.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Brú lífeyrissjóði, dagsettur þann 1. desember 2017, þar sem fram kemur að séð er fyrir endann á uppgjörum á framlögum sveitarfélaga/launagreiðendum vegna breytinga á A deild sjóðsins en endanlegar niðurstöður liggja fyrir eigi síðar en 20. desember og stjórn sjóðsins hefur ákveðið að eindagi á greiðslum verði eigi síðar en 31. janúar 2018. Framlögin skiptast í þrennt;

  Jafnvægissjóður sem er uppgjör á halla áfallinna lífeyrisskuldbindinga A deildar þann 31.maí 2017.
  Lífeyrisaukasjóður sem er uppgjör á reiknuðum framtíðarskuldbindingum frá 31.maí 2017
  Varúðarsjóður sem er uppgjör á varúðarsjóði sem er ætlað að standa til vara að baki lífeyrisaukasjóðnum ef eignir lífeyrisaukasjóðsins duga ekki til að hann geti staðið við hlutverk sitt.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 848 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs dagsett þann 5. desember 2017 þar sem óskað er eftir eftirfarandi viðaukum við fjárhagsáætlun 2017:

  a) Viðauki 35/2017: Í fjárhagsáætlun 2017 er á lið 02010-1023 launaskrið að upphæð kr. 1.816.010 sem mun ekki reyna á. Óskað er því eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 þannig að þessi liður verði kr. 0. Breytingu vísað á hækkun á handbæru fé.

  b) Viðauki 36/2017:
  Í fjárhagsáætlun 2017 er áætlað fyrir launum á deild 31800, alls kr. 5.407.713. Þar sem þær forsendur breytinga sem gengið var út frá hafa ekki gengið eftir er lagt til að launaáætlunin verði flutt á kostnaðarstað, sem er deild 04210. Samkvæmt upplýsingum frá launafulltrúa þá er launaáætlunin kr. 5.407.299. Mismunurinn er kr. 414 sem er vegna kaffikostnaðar á deild 31800. Þar sem um innbyrðist breytingar er að ræða sem nettast út þá þarf ekki ráðstöfun á móti.

  Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, bréf dagsett þann 6. desember 2017, þar sem óskað er eftir eftirfarnadi viðaukum við fjárhagsáætlun 2017.

  c) Viðauki 37/2017: Lagt er til að deildin 02110, fjárhagsaðstoð, lækki úr kr. 16.812.079 og í kr. 7.200.000, lækkun um kr. 9.612.079.

  d) Viðauki 38/2017; Einnig er lagt til að settur verði viðauki á lið 02800-9145 að upphæð kr. 100.000 svo félagsmálaráð geti mögulega veitt Aflinu rekstrarstuðning fyrir árið 2017.

  e) Viðauki 39/2017: Lagt er til að framlag að upphæð 20 m.kr. vegna undirbúnings og hönnunar á íbúðum fyrir fatlað fólk verði lækkað um 16 m.kr. þar sem ekki mun reyna á þennan kostnað á árinu 2017, deild 32200.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 848 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 35/2017 við fjárhagsáætlun 2017, mætt með hækkun á handbæru fé.

  b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 36/2017 við fjárhagsáætlun 2017, ekki er þörf á ráðstöfun á móti.

  c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 37/ 2017 við fjárhagsáætlun 2017, mætt með hækkun á handbæru fé.

  d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 38/2017 við fjárhagsáætlun 2017, mætt með lækkun á handbæru fé.

  e) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 39/2017 við fjárhagsáætlun 2017, mætt með hækkun á handbæru fé.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Sveitarstjóri vék af fundi undir þessum lið kl. 15:17 til annarra starfa.

  Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2017.

  Helstu niðurstöður:
  Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta jákvæð um kr. 157.256, þar af er A-hlutinn jákvæður um kr. 74.501.000.
  Lántaka Samstæðu A- og B-hluta er 187 m.kr. í stað 237 m.kr eins og lagt var af stað með.
  Afborganir langtímalána eru áætlaðar um 164 m.kr.
  Fjárfestingar Samstæðu A- og B-hluta eru áætlaðar um 417 m.kr. Upprunaleg áætlun gerði ráð fyrir 383 m.kr.


  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 848 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2017 og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn með áorðnum breytingum sem lagðar eru til lið 5. hér að ofan, málsnr. 201712031. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Á 784. fundi byggðaráðs þann 4. ágúst 2016 var eftirfarandi bókað:
  "a) Tekið fyrir erindi frá Fjallabyggð, dagsett þann 11. júlí 2016, þar sveitarstjóri Gunnar I. Birgisson, gerir grein fyrir fyrirhuguðum byggingaframkvæmdum við MTR. Hlutdeild Dalvíkurbyggðar í þeim framkvæmdum væri árið 2017 kr. 1.650.000. b) Í sama erindi kemur fram að láðst hafi að gera leigusamning við sveitarfélögin vegna greiðslu á hlutdeild í leigu húsnæðis MTR. Dalvíkurbyggð hefur stutt við Menntaskólann á Tröllaskaga frá stofnun hans með greiðslu á hlutdeild í leigu húsnæðisins. Fyrir fundinum liggur leigusamningur sem formgerir þennan stuðning sem tekur gildi 1.1.2016 og gildir í 5 ár eða til ársloka 2020. Samningurinn er óuppsegjanlegur nema ef aðilar sammælast um annað. Hlutdeild Dalvíkurbyggðar í leigu árið 2016 er kr. 275.058. Leigafjárhæð hækkar skv. NVT 1. janúar ár hvert. Til umræða ofangreint.
  a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum hlutdeild Dalvíkurbyggðar í byggingaframkvæmdum við MTR, kr. 1.650.000, með fyrirvara um að öll sveitarfélögin taki þátt. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2017. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan samning um hlutdeild Dalvíkurbyggðar í leigu til 5 ára með fyrirvara um að öll sveitarfélögin taki þátt."

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Fjallabyggð, dagsett þann 29. nóvember 2017, þar sem fram kemur að nú sé lokið viðbyggingu við MTR og varð byggingakostnaður 16 m.kr. hærri en gert var ráð fyrir vegna verðlagshækkana og magnaukningar. Hlutdeild Dalvíkurbyggðar er 1,8 m.kr.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 848 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 854. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 848 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar, 5. og 6. liður eru sérliðir á dagskrá.

4.Atvinnumála- og kynningarráð - 29, frá 11.12.2017

Málsnúmer 1712005FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður.
 • Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, sat fundinn.

  Á 847. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar var eftirfarandi bókað:

  "Tekið fyrir bréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett þann 21. nóvember 2017, þar sem vísað er til umsóknar sveitarfélagsins um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2017. Niðurstaða úthlutunar er eftirfarandi:

  Dalvík 103 þorskígildistonn
  Hauganes 15 þorskígildistonn
  Árskógssandur 255 þorskígildistonn.

  Athygli bæjar- og sveitarstjórna er vakin á því að engar efnislegar breytingar hafa verið gerðar frá reglugerð síðasta fiskveiðiárs, aðrar en magntölur og dagsetningar hafa breyst.
  Engar efnislegar breytingar hafa verið gerðar á reglugerð um úthlutun byggðakvóta fiskiskipa aðrar en dagsetningar hafa breyst.

  Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 20. desember 2017.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til atvinnumála- og kynningaráðs."
  Atvinnumála- og kynningarráð - 29 Eftir að hafa farið yfir málið eru niðurstöður atvinnumála- og kynningarráðs um tillögur Dalvíkurbyggðar um breytingar á reglugerð nr.604/2017 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2017/2018 eftirfarandi:

  1. Viðmiðanir um úthlutun aflamarks.

  4. gr. breytist þannig að í stað þess að miðað sé við landaðan afla innan viðkomandi byggðarlags á tímabilinu 1. sep. 2016 til 31. ágúst 2017 verði miðað við landaðan afla innan sveitarfélags á sama tímabili.

  Rökstuðningur:
  Þessi ósk um breytingu á reglugerðinni byggir á því að bátar skráðir í byggðarlögum Dalvíkurbyggðar hafa þurft að landa afla til vinnslu í sveitarfélaginu til að uppfylla ákvæði um úthlutun byggðakvóta. Í einhverjum tilfellum hafa bátar landað þeim afla í því byggðarlagi þar sem vinnslan er, þó þeir séu ekki þar skráðir. Ekki er talið rétt að það vinni síðan gegn aðilum þegar kemur að úthlutun á byggðakvóta að nýju.


  2. Annað viðmið um úthlutun.

  Auk þeirrar breytingar sem fram kemur hér að ofan um 4. gr. breytist reglugerðin einnig þannig:
  30% af úthlutuðum byggðakvóta skiptist jafnt á alla þá báta úr viðkomandi byggðarlagi sem sækja byggðakvóta og uppfylla að öðru leyti ákvæði 1. gr.
  Ef einhver óskar eftir tilteknu magni kvóta, sem er minna en hann á rétt á samkvæmt þessu ákvæði, þá skiptast eftirstöðvar þess hluta byggðakvótans jafnt á milli hinna umsækjendanna.
  70% af því sem eftir stendur að þeirri úthlutun lokinni verði síðan úthlutað miðað við landaðan afla í sveitarfélaginu, þó ekki hærra en 35% af kvótaúthlutun miðað við landaðan afla hvers báts.

  Rökstuðningur:
  Rökin fyrir þessari breytingu eru einkum þau að löndunarreynsla báta í Dalvíkurbyggð er mjög mismunandi, m.a. vegna þess að að jafnaði hefur ekki komið byggðakvóti til Dalvíkur. Það þótti því rétt, að þessu sinni, að reyna að tryggja það að allir þeir sem sækja um byggðakvóta fái eitthvað í sinn hlut þó niðurstaðan verði sú að þeir sem eru með mestu löndunarreynslu fái meira á grundvelli þess.


  3. Vinnsluskylda í sveitarfélagi.

  Upphaf 6. gr. reglugerðar nr.604/2017 breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitafélagsins (í stað byggðarlaga). . . o.s.frv.

  Rökstuðningur:
  Þessi ósk um breytingu er sama efnis og undanfarin ár, þ.e. að í stað þess að fiskiskipum í Dalvíkurbyggð sé skylt að landa afla til vinnslu í því byggðarlagi sem þau eru skráð, þá sé þeim skylt að landa þessum afla til vinnslu í sveitarfélaginu. Þetta er vegna þess að ekki er fiskvinnsla í öllum byggðarlögum sveitarfélagsins þó þar sé úthlutað byggðakvóta og er til þess að byggðakvótinn nýtist sem best til að efla atvinnu í sveitarfélaginu.


  4. Undanþága frá tvöföldunarskyldu.

  Óskað er undanþágu frá tvöföldunarskyldunni, samkvæmt 6.grein reglugerðar, fyrir þau 30% sem úthlutað er jafnt samkvæmt 2. lið og 2. mgr. hér að ofan.

  Rökstuðningur:
  Þetta ákvæði er sett inn til að koma til móts við kvótalitlar útgerðir og til að efla nýliðun í greininni.


  5. Jöfn skipti verði heimil.

  Næsta ákvæði 6. gr. um skriflegan samning við fiskkaupanda um magn sem landað verður hjá viðkomandi vinnsluaðila, þar sem fram komi að vinnsluaðili skuldbindi sig til að vinna aflann, með áritun bæjar- eða sveitarstjórnar, breytist þannig að eftir þá setningu komi ný setning svohljóðandi: Þó eru vinnsluaðila heimil jöfn skipti á tegundum við annan vinnsluaðila og komi þá slík fyrirætlan fram í þeim samningi sem eigandi fiskiskips gerir við fiskkaupanda.

  Rökstuðningur:
  Þetta ákvæði hefur verið til umfjöllunar í atvinnumála- og kynningarráði. Fiskvinnslum hefur fækkað um 2 á s.l. 3 árum og því í raun engin vinnsla sem getur unnið t.d. netafisk. Eftir standa sérhæfð vinnsla Marúlfs sem eingöngu vinnur steinbít og vinnsla Samherja sem er bundin stærðartakmörkunum og tegundatakmörkunum. Einnig smávinnsla á Hauganesi sem hefur takmarkaða vinnslu. Nefndarmenn sjá fyrir sér mikil tormerki á að vinnsla geti í öllum tilfellum tekið við blönduðum byggðakvótaafla án þess að eiga þess kost að skipta á tegundum við annan vinnsluaðila. Ekki hvað síst á þetta við um litlar vinnslur sem hafa sérhæft sig. Jöfn skipti hljóta því að stuðla að því að auðveldara verði að halda úti vinnslu í byggðarlaginu í stað þess að útgerðir þurfi að horfa til þess að selja aflann á fiskmarkaði sem væri þá eina leiðin til að losna við aflann ef jöfn skipti verða ekki leyfð.


  Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir ofangreint samhljóða með 4 atkvæðum.


  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Guðmundur St. Jónsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 14:12.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Félagsmálaráð - 213, frá 12.12.2017

Málsnúmer 1712004FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
7. liður.
 • 5.1 201712068 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál - 201712068 Félagsmálaráð - 213 Bókað í trúnaðarmálabók Bókun fundar Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 14:50.
 • 5.2 201712069 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál - 201712069 Félagsmálaráð - 213 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 5.3 201711034 Trúnaðarmál
  Eyrún Rafnsdóttir vék af fundi kl 9:13 vegna vanhæfis

  Trúnaðarmál - 201711034

  Eyrún Rafnsdóttir kom inn á fund 9:35
  Félagsmálaráð - 213 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 5.4 201711032 Trúnaðarmál
  Félagsmálaráð - 213
 • Erindi barst frá Aflinu - Samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldis dags. 20. nóvember 2017 þar sem óskað er eftir rekstarstyrk. Óskað er eftir styrk svo hægt sé að halda áfram að þróa Aflið og styðja á sem faglegastan hátt við brotaþola ofbeldis í heimabyggð. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra að stuðla að bættri þjónustu við brotaþola og aðstandendur þeirra. Öll framlög eru vel þegin. Félagsmálaráð - 213 Félagsmálaráð samþykkir að styrkja Aflið um 100.000,- krónur tekið af lið 02-80. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 5.6 201711065 Jólaaðstoð 2017
  Erindi barst dags. 17. nóvember frá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarfi kirkjunnar, Hjálpræðishernum á Akureyri og Rauða krossinum við Eyjafjörð þar sem óskað er eftir styrk til að veita einstaklingum í Eyjafirði jólaaðstoð sem þess þurfa. Ofangreind félög hafa starfað saman undanfarin ár og hafa félögin skrifað undir samstarfssamnig til ársins 2018. Söfnunarfé er notað til kaupa á gjafakortum til einstaklinga fyrir jólin. Samtals fengu 320 fjölskyldur og einstaklingar aðstoð fyrir jólin í fyrra. Samstarf hefur verið undanfarin ár milli fyrrgreindra félaga og félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar. Félagsmálaráð - 213 Félagsmálaráð samþykkir að styrkja jólaaðstoðina um 100.000,-. Tekið af lið 02-11-9110. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Jóhannes Tryggvi Jónsson vék af fundi kl. 9:55

  Erindi barst dags. 20.11 2017 frá Samanhópnum um fjárstuðning við forvarnarstarf SAMAN-hópsins á árinu 2017. Markmið með starfi hópsins er að styðja og styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu, einkum í tengslum við tímabil og viðburði þar sem hætta er á aukinni neyslu vínuefna meðal unglinga. Stuðningur og hvatning SAMAN-hópsins felst í að vekja athygli á hættum sem ógna börnum og unglingum, benda foreldrum á ábyrgð þeirra á uppeldi barna sinna og að hvetja til jákvæðra samskipta fjölskyldunnar á sérstökum tímamótum. Hópurinn fjármagnar verkefni sín eingöngu með styrkjum. SAMAN-hópurinn vonar að sveitarfélagið sjái sér fært að styrkja forvarnarstarf hópsins um 20.000-60.000 en öll framlög eru vel þegin.
  Félagsmálaráð - 213 Félagsmálaráð hafnar erindinu með þremur greiddum atkvæðum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs.

  Enginn tók til máls og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru lagðir fram til kynningar.

6.Íþrótta- og æskulýðsráð - 96, frá 05.12.2017

Málsnúmer 1712001FVakta málsnúmer

 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 96 Samkvæmt reglum um kjör á íþróttamanni ársins eru það aðal- og varamenn í íþrótta- og æskulýðsráði sem kjósa til móts við kosningu íbúa. Undir þessum lið sat einnig Helena Frímannsdóttir.

  Byrjað var á því að fara yfir og ræða allar tilnefningar og ábendingar, að því loknu fór fram leynileg kosning.

  Eftirfarandi tilnefningar bárust:

  Andrea Björk Birkisdóttir - Skíðafélag Dalvíkur

  Amalía Nanna Júlíusdóttir - Sundfélagið Rán

  Amanda Guðrún Bjarnadóttir - Golfklúbburinn Hamar

  Svavar Örn Hreiðarsson - Hestamannafélagið Hringur

  Viktor Hugi júlíusson - Frjálsíþróttadeild UMFS

  Einnig sendi Kraftlyftingarfélag Akureyrar inn ábendingu um Ingva Örn Friðriksson. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með 5 atkvæðum að tilnefna einnig Ingva Örn til kjörs á íþróttamanni ársins.

  Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir skipulag á lýsingu á kjöri Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar árið 2017.


  Kjörinu verður lýst fimmtudaginn 4. janúar 2016 kl. 17:00 í Bergi.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 96 Teknar voru fyrir umsóknir í afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs Dalvíkurbyggðar vegna ársins 2017. Styrkirnir verða afhentir á hátíðarfundi ráðsins 4. janúar næstkomandi.

  a) Brynjólfur Sveinsson
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Brynjólf um 40.000 kr. og vísar því á lið 06-80.

  b) Hjörleifur H Sveinbjarnarson
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Hjörleif um 40.000 kr. og vísar því á lið 06-80.

  c) Amalía Nanna Júlíusdóttir
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Amalíu um 85.000 kr. og vísar því á lið 06-80.

  d) Viktor Hugi Júlíusson
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Viktor Huga um 85.000 kr. og vísar því á lið 06-80.

  e) Axel Reyr Rúnarsson
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Axel Reyr um 40.000 kr. og vísar því á lið 06-80.

  f) Arnór Snær Guðmundsson
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Arnór Snæ um 150.000 kr. og vísar því á lið 06-80.

  g) Daði Hrannar Jónsson
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Daða Hrannar um 40.000 kr. og vísar því á lið 06-80.

  h) Amanda Guðrún Bjarnadóttir
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Amöndu Guðrúnu um 150.000 kr. og vísar því á lið 06-80.

  i)Guðni Berg Einarsson
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Guðna Berg um 150.000 kr. og vísar því á lið 06-80.

  j) Helgi Halldórsson
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Helga um 150.000 kr. og vísar því á lið 06-80.

  k)Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Lovísu Rut um 85.000 kr. og vísar því á lið 06-80.

  l)Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Snædísi Ósk um 85.000 kr. og vísar því á lið 06-80.

  m)Ingvi Örn Friðriksson
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Ingva Örn um 150.000 kr. og vísar því á lið 06-80.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, er hún því lögð fram til kynningar.

7.Menningarráð - 65, frá 07.12.17.

Málsnúmer 1712002FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður.
4. liður.
5. liður, sér liður á dagskrá.
 • Yfirferð á menningarstefnu Dalvíkurbyggðar og vinnureglum vegna úthlutunar styrkja til menningarmála. Menningarráð - 65 Málinu frestað til næsta fundar.
 • Samningur milli Dalvíkurbyggðar og Leikfélags Dalvíkur og styrkveiting vegna leiksýningar árið 2017. Menningarráð - 65 Menningarráð samþykkir fyrirliggjandi samning milli Dalvíkurbyggðar og Leikfélags Dalvíkur og styrkveitingu vegna jólasýningar 2017. Styrkurinn tekinn af lykli 05810. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu menningarráðs og samning við Leikfélag Dalvíkur.
 • Stöðuyfirlit á málaflokk 05 frá 1. janúar til 4. desember 2017. Menningarráð - 65 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið var fyrir erindi frá Hauki Sigvaldasyni þar sem meðal annars kom fram:

  "Nú stöndum við frammi fyrir því að gera eitthvað við allt það efni sem við höfum tekið upp og komist yfir eftir öðrum leiðum. Þess má geta að nokkrir viðmælendur eru horfnir á braut en léðu okkur þó sögu sína. Ég hef frá fyrstu stundu hugsað mér að þetta efni ætti heima á Dalvík í aðgengilegu formi fyrir þann eða þá sem hafa gagn og gaman af grúski"
  Menningarráð - 65 Menningarráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs ásamt forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafn að ganga frá kaupum á heimildasafni sem Haukur Sigvaldason aflaði við gerð myndarinnar Brotið og var ekki nýtt við gerð myndarinnar. Ráðið telur að efnið muni nýtast við skráningu sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar. Tekið út af málflokki 05810.


  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tóku:
  Guðmundur St. Jónsson.
  Heiða Hilmarsdóttir.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu menningarráðs gegn því að heimildin sem um ræðir sé að hámarki allt að kr. 400.000 sem láðist að taka fram í bókun menningarráðs.
 • Gjaldskrár á málaflokk 05 fyrir árið 2018. Menningarráð - 65 Fyrirliggjandi gjaldskrár fyrir 2018 samþykktar með þremur greiddum atkvæðum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Fyrirspurn til Menningarhússins Bergs ses. um uppsetningu á málverkasafni JS Brimars í eigu sveitarfélagsins í tilefni 90 ára afmælis listmálarans þann 13. júní 2018.

  Menningarráð - 65 Menningarhúsið Berg er fullbókað frá maí til og með september 2018 og því ekki hægt að koma við sýningu á verkum JS Brimars í kringum afmælisdag hans þann 13. júní 2018.
  Menningarráð leggur til að skoðað verði með að haldin verði rúllandi sýning í stigahúsi Ráðhússins á verkum JS Brimars í eigu Dalvíkurbyggðar. Sviðsstjóra fræðslu- og menningarsvið er falið að hafa samband við alla sem málið varðar.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því þeir liðir lagðir fram til kynningar, 5. liður er sér liður á dagskrá.

8.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 6, frá 28.11.12.

Málsnúmer 1711013FVakta málsnúmer

5. liður, sér liður á dagskrá.
 • Lögð fram fjárhagsstaða TÁT frá janúar til 22. nóvember 2017. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 6 Lagt fram til umræðu og kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Núverandi fyrirkomulag á bílamálum TÁT. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 6 Farið yfir rekstur á vinnubíl skólans, akstri kennara og hvað betur má fara. Lögð fram með stöðumati úr fjárhagsáætlun.

  Lagt er til að bílamál TÁT verði skoðuð af skólastjóra og einum fulltrúa frá hvoru sveitarfélagi fyrir sig.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Kynning á fyrirliggjandi breytingum á stöðuhlutföllum hjá TÁT. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 6 Einn af kennurum TÁT fór fram á það við skólastjóra að minnka við sig vinnu úr 100% stöðuhlutfalli niður í 70%.

  Skólastjóri leggur til að 30% lækkun stöðuhlutfalls verði deilt á tvo aðra kennara sem mun ekki hafa í för með sér hækkun á launakostnaði TÁT.

  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Skólastarf TÁT það sem af er vetri og það sem er framundan. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 6 Skólastjóri TÁT fór yfir dagskrá tónlistarskólans það sem af er vetri. Þar má nefna foreldraviku og 10 hausttónleika. Framundan er þemavika með Írsku yfirbragði. Þá er framundan námskeið bæði á Sigufirði og Dalvíkurbyggð í írskri þjóðlagatónlist. Þá eru framundan átta jólatónleikar sem haldnir verða 7. til 15. desember auk heimsókna til eldri borgara.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Breyting á skipan formanns og ritara skólanefndar TÁT. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 6 Fram kemur í samningi vegna sameiningar Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar (sjá 11.gr.) að skipan skólanefndar skuli taka mið af starfsári tónlistarskólans og að fyrsta starfsárið skuli Dalvíkurbyggð skipa 2 fullltrúa og Fjallabyggð 3 fulltrúa. Þar segir jafnframt að það sveitarfélag sem skipar tvö fulltrúa fái jafnframt úthlutað stöðu formanns og varaformaður komi frá því sveitarfélagi sem skipar þrjá fulltrúa ár hvert.

  Breyting á nefndarskipan tekur gildi frá og með næsta fundi skólanefndarinnar.

  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tóku:
  Guðmundur St. Jónsson.
  Heiða Hilmarsdóttir.

  Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.

  Fleiri tóku ekki til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og er því fundargerðin lögð fram til kynningar. 5. liður er sér liður á dagskrá.

9.Umhverfisráð - 298, frá 01.12.2017

Málsnúmer 1711014FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður.
3. liður.
5. liður, sér liður á dagskrá.
6. liður, sér liður á dagskrá.

 • Með innsendu erindi dags.26. nóvember 2017 óska eigendur að Reynihólum 8, Dalvík eftir leyfi fyrir svalahurð, sólpalli og potti samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 298 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að grendarkynna framkvæmdina til eftirtalinna:
  Böggvisbraut 13,15 og 17
  Reynihólar 2,4,6 og 10.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfsiráðs.
 • Lögð fram til kynningar tillaga ON að staðsetningu hraðhleðslustöðvar á Dalvík. Umhverfisráð - 298 Umhverfisráði Dalvíkurbyggðar lýst vel á framlagða tillögu og leggur til að Orka Náttúrunnar vinni áfram að verkefninu með N1. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Herberti Hjálmarssyni, Guðrúnu F. Skarphéðinsdóttur, Hólmfríði A. Gísladóttur og Júlíusi Baldurssyni, dagsett þann 4. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að stoðveggur á lóðamörkum við Hafnarbraut verði endurnýjaður og/eða honum viðhaldið.

  Á 295. fundi umhverfisráðs var erindinu frestað þar til álit lögmanns sveitarfélagsins lægi fyrir.
  Umhverfisráð - 298 Með vísan til álits lögmanns Dalvíkurbyggðar ber Dalvíkurbyggð
  ekki ábyrgð á kostnaði vegna viðhalds veggjanna. Þeir standa innan lóðarmarka og teljast til séreignar eins og hún er skilgreind m.a. í lögum um fjöleignarhús. Óljósar upplýsingar um aðkomu sveitarfélagsins að byggingu veggjanna á sínum tíma breyta ekki þessari niðurstöðu. Ekkert liggur fyrir um að Dalvíkurbyggð hafi áður komið að viðhaldi veggjanna sem þá þýðir væntanlega að eigendur húsanna hafa sinnt viðhaldinu hingað til.
  Þáttöku sveitarfélagsins er því hafnað.

  Samþykkt með 5 atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Frestað Bókun fundar Til máls tók:
  Bjarni Th. Bjarnason, sem leggur til að afgreiðslu á þessum lið verði frestað og vísað til byggðaráðs til frekari umfjöllunar.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar.
 • Drög að deiliskipulagi íþróttasvæðis á Dalvík ásamt umsögnum vegna skipulagslýsingar lögð fram til kynningar og umræðu.

  Umhverfisráð - 298 Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að koma þeim ábendingum sem fram komu á fundinum til skipulagsráðgjafa sem lagðar verða fyrir næsta fund ráðsins. Sviðsstjóra er einnig falið að óska eftir áliti notenda svæðisins eftir að breytingar hafa verið gerðar samkvæmt minnisblaði fundarins.

  Samþykkt með fimm atkvæðum
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til kynningar uppfærð skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags Fólkvangsins í Böggvisstaðarfjalli. Umhverfisráð - 298 Umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og hagsmunaaðilum á opnum íbúafundi í upphafi nýs árs.

  Samþykkt með fimm atkvæðum
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Lögð fram tillaga að deiliskipulagi við Lokastígsreit ásamt umsögnum vegna skipulagslýsingar. Umhverfisráð - 298 Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Samþykkt með fimm atkvæðum
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, liðir 5. og 6. eru sér liður á dagskrá.

10.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 70, frá 06.12.2017.

Málsnúmer 1711017FVakta málsnúmer

3. liður, sér liður á dagskrá.
4. liður, sér liður á dagskrá.
6. liður, sér liður á dagskrá.
7. liður, sér liður á dagskrá.
9. liður.
10. liður.
 • Í bréfi sem dagsett er 15. nóvember 2017, frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, kemur fram ábending varðandi ferjuhöfnina á Árskógssandi. Í bréfinu er bent á að kantbiti sé 15 til 16 cm hár en á að vera minnst 20 cm samkvæmt 27. gr. reglugerðar frá 326/2004.
  Í framhaldi af slysinu óskað sviðsstjóri eftir teikningum af ferjubryggjunni frá siglingasviði Vegagerðar ríkisins. Þær hafa borist og er bryggjan í öllu byggð samkvæmt þeim en þær eru dagsettar í febrúar 1987. Rétt þykir að geta þess að engar athugasemdir hafa verið gerðar við frágang bryggunnar við vejubundna úttekt af hendi eftirlits.

  Í bréfinu kom einnig fram að óskað væri eftir því að gerðar yrðu úrbætur til að tryggja öryggi þeirra sem um bryggjuna fara.

  Brugðist hefur verið við þessum tilmælum og var við fyrsta tækifæri komið fjórum umferðarstöplum við enda bryggjunnar.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 70 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Með bréfi, sem dagsett er 27.10.2017, frá Fiskistofu kemur fram að hlutur Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar í sérstöku strandveiðigjaldi hafna á árinu 2017 er kr. 540.189.-. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 70 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Við afgreiðslu á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017 var samþykkt eftirfarandi ákvæði: „Um breytingar á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar:
  Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar er miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar í september 2016 sem er 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí ár hvert í fyrsta sinn 1. júlí 2017. Allir gjaldskrárliðir sem taka til útselts tímagjalds skulu breytast miðað við launavístölu og er viðmiðunarvísitalan 1. ágúst 2016 sem er 583,4 stig. Aflagjald í gjaldskrá breytist ekki nema með sérstakri ákvörðun sveitarstjórnar.“

  Nú um áramótin virkjast þetta ákvæði í gjaldskránni í fyrsta sinn og er breyting á þeim liðum sem byggingarvísitala nær til 3,42% og launavísitala 8,11%.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 70 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagða uppfærslu á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar 2017 til samræmis við breytingu á vísitölum sem gildir frá 1. janúar 2018. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Við afgreiðslu á gjaldskrá vegna leigu á verðbúðum fyrir árið 2017 var samþykkt eftirfarandi ákvæði: „Um breytingar á gjaldskrá vegna leigu á verbúðum: Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar er miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar í september 2016 sem er 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí ár hvert í fyrsta sinn 1. júlí 2017.“

  Nú um áramótin virkjast þetta ákvæði í fyrsta sinn og er breytingin á byggingarvísitölunni 3,42%.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 70 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagða uppfærslu á gjaldskrá vegna leigu á verðbúðum sem gildir frá 1. janúar 2017 til samræmis við breytingu á vísitölum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Eigendur að Skíðabraut 18, Dalvík, Aurora Leisure ehf hafa höfðað mál á hendur Dalvíkurbyggð til viðurkenningar á bótaskyldu á tjóni sem varð er heimlögn kaldavatnsins fór að leka. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 70 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Gjaldskrá fyrir Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017 var samþykkt eftirfarandi ákvæðum: „Vatnsgjald er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar september 2016, 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu einu sinni á ári í fyrsta sinn 1. janúar 2018.“ Og einnig „Aukavatnsgjald er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar 1. september 2016 , 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu tvisvar á ári 1. janúar og 1. júlí ár hvert.“ Og einnig „Mælaleiga er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar 1. september 2016 , 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu tvisvar á ári 1. janúar og 1. júlí ár hvert.“og að lokum „Heimæðargjald er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar 1. september 2016 , 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu.“

  Nú um áramótin virkjast þetta ákvæði í fyrsta sinn og er breytingin á byggingarvísitölunni 3,42%.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 70 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagða uppfærslu á gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar 2017 sem gildir frá 1. janúar 2018. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Gjaldskrá fyrir Fráveitu Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017 var samþykkt eftirfarandi ákvæðum: „Fráveitugjald er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar 1. september 2016, 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu einu sinni á ári í fyrsta sinn 1. janúar 2018.“ Og einnig „Rotþróargjald er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar 1. september 2016, 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu einu sinni á ári í fyrsta sinn 1. janúar 2018.“

  Nú um áramótin virkjast þetta ákvæði í fyrsta sinn og er breytingin á byggingarvísitölunni 3,42%.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 70 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagða uppfærslu á gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar sem gildir frá 1. janúar 2018. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs lagði fram samantekt á þeim viðaukum sem inn voru sendir til byggðarráðs vegna fyrirséðra breytinga sem taka til tekna annarsvegar hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar og hinsvegar vegna Hitaveitu Dalvíkur. Um er að ræða verðþróun á fiskverði og minni landaður afli hjá Hafnasjóði og hvað Hitaveitu varðar er um minni sölu á heitu vatni til iðnaðar og gott tíðarfar. Einnig hafa framkvæmdir Hafnasjóðs við Austurgarð tafist og er talið eðlilegt að lagfæra þörf til lántöku vegna þessa nær því sem verkefni kallar á. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 70 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagt erindi um viðauka 2017. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Fyrir fundinum liggur útreikningur á jöfnun húshitunarkostnaðar fyrir árið 2016. Í honum er tekið tillit til breytinga á gjaldskrám veitufyrirtækja og er gjaldið nú 232,19 kr/m3 húss. Heildarkostnaður Hitaveitu Dalvíkur er því um kr. 2.846.323,-. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 70 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagðan útreikning. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.
 • Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs lagði fram tilboð frá tveimur aðilum í búnað til hreinsunar á fráveitu þannig að útræsi uppfylli kröfur um 1. stigs hreinsun. Annars vegar er um snígilshreinsun en hinsvegar um „tröppurist“ að ræða. Munur á þessum tveimur útfærslum er sá að tröppurist hreinsar betur heldur en snígillinn en rýmið sem búnaðurinn kallar á er svipaður.
  Fyrir ráðinu liggja tvö tilboð í tröppurist frá Andersons Water á kr. 5.944.000,- og frá Mellegard & Naij á kr. 4.168.000,-
  Síngilbúnaðurinn er frá Varma og vélaverk á kr. 5.115.000,-.

  Svisstjóri leggur til að gengið verði til samninga við Mellegard & Naij.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 70 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tillögu sviðsstjóra. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.
 • 10.11 201712032 Starfsmannamál
  Starfsmannamál voru til umræðu á fundinum. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 70 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því lagðir fram til kynningar. Liðir 3, 4, 6 og 7 eru sér liður á dagskrá sveitarstjórnar.

11.Frá 65. fundi menningarráðs þann 06.12.2017; Gjaldskrár 2018 á málaflokk 05

Málsnúmer 201712017Vakta málsnúmer

Á 65. fundi menningarráðs þann 7. desember 2017 var eftirfarandi bókað:

"Gjaldskrár á málaflokk 05 fyrir árið 2018.
Fyrirliggjandi gjaldskrár fyrir 2018 samþykktar með þremur greiddum atkvæðum. "

Með fundarboði fylgdi tillaga að gjaldskrá sem sýnir breytingar á milli áranna 2017 og 2018. Um er að ræða gjaldskrár fyrir:

Byggðasafnið Hvol
Bókasafn Dalvíkurbyggðar.
Héraðsskjalasafn Svarfdæla í Dalvíkurbyggðar.
Félagsheimilið Árskóg.

Til máls tók:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar gjaldskrár eins og þær liggja fyrir og afgreiðslu menningarráðs.

12.Frá 70. fundi veitu- og hafnaráðs þann 06.12.2017; Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar 2018

Málsnúmer 201712003Vakta málsnúmer

Á 70. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. desember 2017 var eftirfarandi bókað:
"Við afgreiðslu á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017 var samþykkt eftirfarandi ákvæði: „Um breytingar á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar: Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar er miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar í september 2016 sem er 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí ár hvert í fyrsta sinn 1. júlí 2017. Allir gjaldskrárliðir sem taka til útselts tímagjalds skulu breytast miðað við launavístölu og er viðmiðunarvísitalan 1. ágúst 2016 sem er 583,4 stig. Aflagjald í gjaldskrá breytist ekki nema með sérstakri ákvörðun sveitarstjórnar.“ Nú um áramótin virkjast þetta ákvæði í gjaldskránni í fyrsta sinn og er breyting á þeim liðum sem byggingarvísitala nær til 3,42% og launavísitala 8,11%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagða uppfærslu á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar 2017 til samræmis við breytingu á vísitölum sem gildir frá 1. janúar 2018. "

Með fundarboði fylgdi tillaga að gjaldskrá fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar sem sýnir breytingu á fjárhæðum á milli ára í samræmi vð ofangreint.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar og afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.

13.Frá 70. fundi veitu- og hafnaráðs þann 06.12.2017; Gjaldskrá og reglur um útleigu verbúða 2018

Málsnúmer 201712004Vakta málsnúmer

Á 70. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. desember 2017 var eftirfarandi bókað:
"Við afgreiðslu á gjaldskrá vegna leigu á verðbúðum fyrir árið 2017 var samþykkt eftirfarandi ákvæði: „Um breytingar á gjaldskrá vegna leigu á verbúðum: Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar er miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar í september 2016 sem er 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí ár hvert í fyrsta sinn 1. júlí 2017.“ Nú um áramótin virkjast þetta ákvæði í fyrsta sinn og er breytingin á byggingarvísitölunni 3,42%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagða uppfærslu á gjaldskrá vegna leigu á verðbúðum sem gildir frá 1. janúar 2017 til samræmis við breytingu á vísitölum."

Með fundarboði fylgdi tillaga að gjaldskrá vegna leigu á verbúðum við Dalvíkurhöfn og að reglum um útleigu á atvinnuhúsnæði í eigu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar. Tillag að gjaldskrá sýnir breytingar á fjárhæðum á milli ára.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu að gjaldskrá fyrir verðbúðir og reglur um útleigu á atvinnuhúsnæði Hafnasjóðs og breytingum á gjaldskrá í samræmi við ofangreint og afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.

14.Frá 70. fundi veitu- og hafnaráðs þann 06.12.2017; Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar 2018.

Málsnúmer 201712001Vakta málsnúmer

Á 70. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. desember 2017 var eftirfarandi bókað:
"Gjaldskrá fyrir Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017 var samþykkt eftirfarandi ákvæðum: „Vatnsgjald er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar september 2016, 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu einu sinni á ári í fyrsta sinn 1. janúar 2018.“ Og einnig „Aukavatnsgjald er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar 1. september 2016 , 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu tvisvar á ári 1. janúar og 1. júlí ár hvert.“ Og einnig „Mælaleiga er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar 1. september 2016 , 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu tvisvar á ári 1. janúar og 1. júlí ár hvert.“og að lokum „Heimæðargjald er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar 1. september 2016 , 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu.“ Nú um áramótin virkjast þetta ákvæði í fyrsta sinn og er breytingin á byggingarvísitölunni 3,42%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagða uppfærslu á gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar 2017 sem gildir frá 1. janúar 2018. "

Með fundarboði fylgdi tillaga að gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar með breytingum á fjárhæðum á milli ára í samræmi við ofangreint.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi gjaldskrá fyrir Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar og afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.

15.Frá 70. fundi veitu- og hafnaráðs þann 06.12.2017; Gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar 2018

Málsnúmer 201712002Vakta málsnúmer

Á 70. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. desember 2017 var eftirfarandi bókað:
"Gjaldskrá fyrir Fráveitu Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017 var samþykkt eftirfarandi ákvæðum: „Fráveitugjald er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar 1. september 2016, 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu einu sinni á ári í fyrsta sinn 1. janúar 2018.“ Og einnig „Rotþróargjald er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar 1. september 2016, 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu einu sinni á ári í fyrsta sinn 1. janúar 2018.“ Nú um áramótin virkjast þetta ákvæði í fyrsta sinn og er breytingin á byggingarvísitölunni 3,42%. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagða uppfærslu á gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar sem gildir frá 1. janúar 2018."

Með fundarboði fylgdi tillaga að gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar með breytingum á fjárhæðum á milli ára í samræmi við ofangreint.

Enginn tók til máls..

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar og ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.

16.Tillaga að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda 2018; sorphirðugjald og gjalddagar.

Málsnúmer 201711045Vakta málsnúmer

Á 847. fundi byggðaráðs þann 30. nóvember 2017 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:06. Á 845. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember 2017 var m.a. bókað: "Fyrir liggur tillaga frá umhverfisráði um hækkun á sorphirðugjaldi um 5,6% eða úr kr. 40.192 per íbúð í kr. 42.443 per íbúð. Byggðaráð óskar eftir útreikningum og skýringum frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á tillögu um hækkun á sorphirðugjaldi sem og áætlun á kostnaði vegna sorphirðu. Byggðaráð óskar eftir að fá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á fund til að fara yfir ofangreint." Á fundinum kynnti sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gögn og útreikninga er varðar ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn breytingu á sorphirðugjaldi um 5,6% milli áranna 2017 og 2018 þannig að það breytist úr kr. 40.192 í kr. 42.443, sbr. ofangreind tillaga umhverfisráðs. "

Enginn tók til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að sorphirðugjald fyrir árið 2018 verði kr. 42.443 per íbúð.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fjöldi gjalddaga vegna fasteignaskatts og fasteignagjalda verði 10 og sá fyrsti 5. febrúar, sbr. meðfylgjandi tillaga.

17.Frá 847. fundi byggðaráðs þann 30.11.2017; Ósk um viðauka á fjárhagsáætlunar 2017 vegna kostnaðar við sorp og leiktæki á Hauganesi

Málsnúmer 201711083Vakta málsnúmer

Á 847. fundi byggðaráðs þann 30. nóvember 2017 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 24. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun: a) Viðauki nr. 26/2017: Lækkun á lykli 08210-4943, kr. 8.506.108, þar sem áætlun vegna sorphirðu var ofáætluð sem þessu nemur. Eftir stendur því á lykli 08210-4943 kr. 47.000.000. b) Viðauki nr. 27/ 2017:Leiktæki á Hauganesi; fyrir liggur í fjárhagsáætlun 2018 að leiktæki sem var gert ráð fyrir að setja upp á Hauganesi 2017 verður ekki framkvæmt, þannig að gert er ráð fyrir þessum verkþætti árið 2018. Því er óskað eftir að kr. 800.000 vegna þessa falli niður á lykli 32200-11608. c) Viðauki nr. 28/2017: Leiktæki við Árskóg varð kostnaðarsamara en gert var ráð fyrir en áætlun er kr. 1.000.000 til þess verkefnis. Staðan er kr. 1.414.018 á lykli 32200-11608 og óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 385.982. Börkur vék af fundi kl. 14:03.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum beiðni um viðauka nr. 25 við fjárhagsáætlun 2017 skv. ofangreindu. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum beiðni um viðauka nr. 26 við fjárhagsáætlun 2017 skv. ofangreindu. c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna beiðni um viðauka vegna leiktækis við Árskóg. "

Enginn tók til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 25/2017 og afgreiðslu byggðaráðs.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 26/2017 og afgreiðslu byggðaráðs.

18.Frá 847. fundi byggðaráðs þann 30.11.2017; Viðaukar við fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201711107Vakta málsnúmer

Á 847. fundi byggðaráðs þann 30. nóvmber 2017 var eftirfarandi bókað:
"a) Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 29. nóvember 2017, er varðar eftirfarandi: Viðauki 27/2017: Félagslegar íbúðir - vegna tekna Vegna sölu á íbúðum á árinu 2017 og vegna mála sem gert hefur verið grein fyrir áður, þá liggur fyrir að leigutekjur af deildum 57300 og 57400 verða lægri en áætlað var. Lagt er því til að áætlaðar leigutekjur vegna deildar 57300 lækki úr kr. -2.031.673 og í kr. -1.102.316, eða lækkun um kr. -929.357. Að sama skapi er lagt til að áætlaðar leigutekjur vegna deildar 57400 lækki úr kr. -21.870.929 og í kr. -17.415.598, eða lækkun um kr. -4.455.331. Um er að ræða lykil 0310 í báðum tilfellum. Lagt til að tekjulækkun sé mætt með lækkun á handbæru fé. Viðauki 28/2017: Hólavegur 1 - leiga Eignasjóðs. Vegna sölu á Hólavegi 1 fyrr á árinu þá er lagt til að leiga Eignasjóðs, tekjur og gjöld, verði leiðrétt í samræmi við það. Áætluð leiga til Eignasjóðs fyrir árið 2017 er kr. 8.681.000 en verður kr. 3.367.416. Lagt er til að liður 31150-0550 verði lækkaður úr kr. -8.681.000 og í kr. -3.389.964 eða um kr. -5.291.036. Á móti er lagt til að liður 04160-4415 verðir lækkaður úr kr. 8.681.000 og í kr. 3.389,964 eða um kr. 5.291.036. Ekki er þörf á ráðstöfun á móti. Viðauki 29/2017: Vegna innsláttarvillu í viðhaldi Eignasjóðs. Við gerð stöðumats janúar - september 2017 kom í ljós að áætlun viðhalds vegna Rima væri kr. 950.000 skv. viðhaldstillögum sem samþykktar voru í byggðaráði, er ekki í gildandi fjárhagsáætlun. Við innslátt í vinnubók var upphæðin sett á rangan lykil þannig að engin áætlun kemur fram en viðhaldskostnaður er nú kr. 972.324 nettó skv. deild 31220 og lyklum 2931 og 4610. Lagt er því til að þetta verði leiðrétt þar sem um tæknilega villu er að ræða; liður 31220-4610 færi því úr kr. 0 og í kr. 950.000 eins og til stóð. Lagt er til að þessu sé mætt með lækkun á handbæru fé. Viðauki 30/ 2017: Stofnframlag vegna Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses. Í gildandi fjárhagsáætlun 2017 er gert ráð fyrir 20 m.kr. stofnframlagi vegna hönnunar og undirbúnings vegna byggingar á íbúðum fyrir fatlað fólk. Áætlað framlag er á 32200-11605 en ætti að vera á deild 29200. Lagt er því til að þessi liður verði færður á milli deilda í viðkomandi málaflokkum. Samkvæmt upplýsingum frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs liggur ekki fyrir hver ráðstöfunin verður á þessu ári. Breytingin kallar ekki á ráðstöfun á móti. Viðauki 31/ 2017: Verðbólguspá. Í fjárhagsáætlunarlíkani 2017 er gert ráð fyrir verðbólguspá 2,4% en skv. Þjóðhagsspá frá 3. nóvember 2017 er verðbólgan áætluð 1,8%. Lagt er því til að gerð verði breyting á forsendum fjárhagsáætlunarlíkans sem þessu nemur. Áhrif breytingana munu koma fram í fjárhagsáætlunarlíkani þegar það liggur fyrir og hækkar / lækkar handbært fé eftir því sem við á. b) Tekið fyrir erindi sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 29. nóvember 2017, þar sem lagðir eru til eftirfarandi viðaukar við fjárhagsáætlun 2017: Viðauki 32/2017: Tekjuáætlun Hafnasjóðs. Lagt er til að tekjuáætlun vegna aflagjalda verði lækkuð um kr. 12.000.000. Liður 41010-0248 verði því kr. -49.500.000 í stað kr. -61.500.000. Lagt til að ráðstöfun á móti verði lækkun á handbæru fé. Viðauki 33/2017: Tekjuáætlun Hitaveitu Dalvíkur. Lagt er til að tekjuáætlun Hitaveitu verði lækkuð um kr. 8.000.000 vegna minni sölu á heitu vatni. Liður 47010-0222 verður þá kr. -135.174.200 í stað kr. -143.174.200. Lagt til að ráðstöfun á móti verði lækkun á handbæru fé. Viðauki 34/2017: Framkvæmdir við Austurgarð Lagt er til að áætlun fjárfesting Hafnasjóðs verði lækkuð á árinu 2017 úr kr. 125.800.000 og í kr. 99.700.000 eða lækkun um kr. 26.100.000. Einnig er lagt til að áætluð hlutdeild ríksins verði lækkuð um kr. 39.100.000 eða úr kr. 188.600.000 og í kr. 149.500.000. Breytingin er tilkomin af ýmsum ástæðum. Lagt til að ráðstöfun á móti verði hækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreindar beiðnir um viðauka nr. 27 -34 við fjárhagsáætlun 2017. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda viðauka við fjárhagsáætlun nr. 27-34 og afgreiðslu byggðaráðs.

19.Frá 848. fundi byggðaráðs þann 07.12.2017; Viðaukar við fjárhagsáætlun 2017; heildarviðauki III

Málsnúmer 201712031Vakta málsnúmer

Á 848. fundi byggðaráðs þann 7. desember 2017 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs dagsett þann 5. desember 2017 þar sem óskað er eftir eftirfarandi viðaukum við fjárhagsáætlun 2017:
a) Viðauki 35/2017: Í fjárhagsáætlun 2017 er á lið 02010-1023 launaskrið að upphæð kr. 1.816.010 sem mun ekki reyna á. Óskað er því eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 þannig að þessi liður verði kr. 0. Breytingu vísað á hækkun á handbæru fé.
b) Viðauki 36/2017: Í fjárhagsáætlun 2017 er áætlað fyrir launum á deild 31800, alls kr. 5.407.713. Þar sem þær forsendur breytinga sem gengið var út frá hafa ekki gengið eftir er lagt til að launaáætlunin verði flutt á kostnaðarstað, sem er deild 04210. Samkvæmt upplýsingum frá launafulltrúa þá er launaáætlunin kr. 5.407.299. Mismunurinn er kr. 414 sem er vegna kaffikostnaðar á deild 31800. Þar sem um innbyrðist breytingar er að ræða sem nettast út þá þarf ekki ráðstöfun á móti. Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, bréf dagsett þann 6. desember 2017, þar sem óskað er eftir eftirfarnadi viðaukum við fjárhagsáætlun 2017.
c) Viðauki 37/2017: Lagt er til að deildin 02110, fjárhagsaðstoð, lækki úr kr. 16.812.079 og í kr. 7.200.000, lækkun um kr. 9.612.079.
d) Viðauki 38/2017; Einnig er lagt til að settur verði viðauki á lið 02800-9145 að upphæð kr. 100.000 svo félagsmálaráð geti mögulega veitt Aflinu rekstrarstuðning fyrir árið 2017.
e) Viðauki 39/2017: Lagt er til að framlag að upphæð 20 m.kr. vegna undirbúnings og hönnunar á íbúðum fyrir fatlað fólk verði lækkað um 16 m.kr. þar sem ekki mun reyna á þennan kostnað á árinu 2017, deild 32200.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 35/2017 við fjárhagsáætlun 2017, mætt með hækkun á handbæru fé. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 36/2017 við fjárhagsáætlun 2017, ekki er þörf á ráðstöfun á móti. c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 37/ 2017 við fjárhagsáætlun 2017, mætt með hækkun á handbæru fé. d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 38/2017 við fjárhagsáætlun 2017, mætt með lækkun á handbæru fé. e) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 39/2017 við fjárhagsáætlun 2017, mætt með hækkun á handbæru fé. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 35/2017, nr. 36/2017, nr. 37/2017, nr. 38/2017 og nr. 39/2017 við fjárhagsáætlun 2017 og afgreiðslu byggðaráðs.

20.Heildarviðauki III við fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201711043Vakta málsnúmer

Á 848. fundi byggðaráðs þann 7. desember 2017 var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjóri vék af fundi undir þessum lið kl. 15:17 til annarra starfa. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2017. Helstu niðurstöður: Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta jákvæð um kr. 157.256, þar af er A-hlutinn jákvæður um kr. 74.501.000. Lántaka Samstæðu A- og B-hluta er 187 m.kr. í stað 237 m.kr eins og lagt var af stað með. Afborganir langtímalána eru áætlaðar um 164 m.kr. Fjárfestingar Samstæðu A- og B-hluta eru áætlaðar um 417 m.kr. Upprunaleg áætlun gerði ráð fyrir 383 m.kr. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2017 og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn með áorðnum breytingum sem lagðar eru til lið 5. hér að ofan, málsnr. 201712031. "


Til máls tók:
Bjarni Th. Bjarnason, sem gerði grein fyrir heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2017 og helstu forsendum og niðurstöðum.

Helstu niðurstöður:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er kr. 168.584.000 jákvæð.
Rekstrarniðurstaða A-huta er kr. 85.829.000 jákvæð.
Fjárfestingar og framkvæmdir Samstæðu A- og B- hluta er kr. 400.694.000.
Langtímalántaka Samstæðu A- og B-hluta er áætluð kr. 187.000.000.
Veltufé frá rekstri Samstæðu A - og B- hluta er áætlað kr. 322.574.000.
Afborgun lána Samstæðu A- og B-hluta er kr. 163.785.000.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2017 eins og hann liggur fyrir.

21.Frá 298. fundi umhverfisráðs þann 01.12.2017; Deiliskipulag Fólkvangs

Málsnúmer 201402123Vakta málsnúmer

Á 298. fundi umhverfisráðs þann 1. desember 2017 var eftirfarandi bókað:
"Til kynningar uppfærð skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags Fólkvangsins í Böggvisstaðarfjalli.
Umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og hagsmunaaðilum á opnum íbúafundi í upphafi nýs árs. Samþykkt með fimm atkvæðum".

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að fela skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og hagsmunaaðilum á opnum íbúafundi í upphafi nýs árs.

22.Frá 298. fundi umhverfisráðs þann 01.12.2017; Deiliskipulag Lokastígsreitur_2017

Málsnúmer 201708070Vakta málsnúmer

Á 298. fundi umhverfisráðs þann 1. desember 2017 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að deiliskipulagi við Lokastígsreit ásamt umsögnum vegna skipulagslýsingar.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með fimm atkvæðum "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillögu að deiliskipulagi við Lokastígsreit skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

23.Kosningar í ráð og nefndir skv. 46. gr. Samþykktar um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 206/2013 með síðari breytingum.

Málsnúmer 201712073Vakta málsnúmer

Á 6. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga þann 28. nóvember 2017 var eftirfarandi bókað:
"5.
201711094 - Breyting á skipan formanns og ritara skólanefndar TÁT
Breyting á skipan formanns og ritara skólanefndar TÁT.
Fram kemur í samningi vegna sameiningar Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar (sjá 11.gr.) að skipan skólanefndar skuli taka mið af starfsári tónlistarskólans og að fyrsta starfsárið skuli Dalvíkurbyggð skipa 2 fullltrúa og Fjallabyggð 3 fulltrúa. Þar segir jafnframt að það sveitarfélag sem skipar tvö fulltrúa fái jafnframt úthlutað stöðu formanns og varaformaður komi frá því sveitarfélagi sem skipar þrjá fulltrúa ár hvert.

Breyting á nefndarskipan tekur gildi frá og með næsta fundi skólanefndarinnar. "

Til máls tók Guðmundur St. Jónsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
Aðalmaður:
Auður Helgadóttir.
Varamenn:
Valdís Guðbrandsdóttir
Heiða Hilmarsdóttir í stað Lilju Bjarkar Ólafsdóttur.

Fleiri tóku ekki til máls.
Ekki komu fram fleiri tillögur og eru því Auður, Valdís og Heiða réttkjörnar.

24.Sveitarstjórn - 297, frá 21.11.2017.

Málsnúmer 1711011FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:01.

Nefndarmenn
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
 • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
 • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
 • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
 • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs