Umhverfisráð

248. fundur 05. mars 2014 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Björgvin Hjörleifsson Formaður
  • Haukur Gunnarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Varamaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Deiliskipulag við Kirkjuveg, Dalbær og Krílakot Dalvík

Málsnúmer 201311291Vakta málsnúmer

Árni Ólafsson arkitekt og Lilja Filipusdóttir kynna fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi við Dalbæ og Krílakot
Umhverfisráð þakkar þeim Árna og Lilju fyrir kynninguna og óskar eftir frekari gögnum. Ráðið leggur áherslu á að verndun húsanna við Lágina verði tryggð og einnig að haft verði í huga samvinna Krílakots og Dalbæjar.

2.Deiliskipulag Fólkvangs

Málsnúmer 201402123Vakta málsnúmer

Fyrirhugað deiliskipulag Fólkvangs til umræðu og fyrirhuguð kynning fyrir íbúum.
Umhverfisráð ákveður að kalla til hagsmunaaðila á svæðinu á næsta fund ráðsins.

3.Deiliskipulag sumarhúsasvæðis í landi Hamars.

Málsnúmer 201402122Vakta málsnúmer

Til umræðu endurskoðun á deiliskipulagi sumarhúsasvæðis að Hamri.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að semja við hönnuð fyrirliggjandi tillagna um frekar útfærslu og kynningu fyrir ráðinu á næsta fundi.

4.Vinnuskóli sumarið 2014

Málsnúmer 201402089Vakta málsnúmer

Gísli Rúnar Gylfason íþrótta og æskulýðsfulltrúi og Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri kynna verkefni komandi sumars og fyrirkomulag vinnuskóla.
Umhverfisráð þakkar þeim Gísla Rúnari og Vali Þór fyrir góða kynningu á verkefnum sumarsins.

5.Móttaka sorps á gámasvæði

Málsnúmer 201402132Vakta málsnúmer

Til kynningar og umræðu breytingar á sorp móttökustæði Dalvíkurbyggðar.
Umhverfisráð felur sviðs og umhverfisstjóra að kanna frekar umræddar breytingar.

6.Frá Menningarráði;

Málsnúmer 201308045Vakta málsnúmer

Til umræðu innkomið erindi frá Náttúrusetrinu á Húsabakka. Á fundin mæta Hjörleifur Hjartarsson fyrir hönd seturins og Helga Björt Möller fyrir hönd friðlandsnefndar. Áætlað um 11:00
Erindi frestað til næsta fundar

7.Mímisbrunnur, innkomið erindi vegna bílastæða við húsið

Málsnúmer 201401120Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar innkomið erindi vegna bílastæða við Mímisbrunn félagsaðstöðu aldraðra í Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð þakkar innsent erindi og felur sviðsstjóra að kanna frekar möguleika á bílastæðum fyrir Mímisbrunn sunnan Mímisvegar.

8.Bifreiðastöður við Grundargötu

Málsnúmer 201311161Vakta málsnúmer

Innkomnar athugasemdir við áður kynnt fyrirhugað bann við bifreiðastöðum við Grundargötu, skíðabraut og Hafnarbraut
Umhverfisráð þakkar góðar athugasemdir og ábendingar. Með hliðsjón af þeim hefur ráðið ákveðið að breyta bifreiðastöðubanni við Grundargötu þannig að bannið nær einungis frá gatnamótum Skíðabrautar/Hafnarbrautar að lóðarmörkum Grundargötu 3 að austan. Ráðið leggur til að sett verði upp skilti þar sem bannað er að leggja á horni Skíðabrautar og Hafnarbrautar að vestan.

9.Skíðabraut 4, Dalvík breytt notkun.

Málsnúmer 201402121Vakta málsnúmer

Fyrir hönd eigenda Skíðabrautar 4, Dalvík óskar Kristjá Eldjárn Hjartarsson kt. 100956-3309 eftir breyttri notkun á húsnæðinu samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við umsóknina og veitir leyfi fyrir breyttri notkun á húsnæðinu.

10.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201402129Vakta málsnúmer

Anna Rögnvaldsdóttir kt. 011153-4539 og Þórarinn Sigurgeirsson kt. 100650-3989 lóðarhafar að lóð H í Laugahlíð óska eftir byggingarleyfi fyrir einbýlishús samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við innsenda umsókn, og veitir byggingarleyfi með fyrirvara um að öllum sérteikningum verði skilað inn.

11.Hleðslustæði fyrir rafbíla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201402131Vakta málsnúmer

Til kynningar hugmynd að hleðslustæði fyrir rafbíla í Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráði líst vel á hugmyndina og felur sviðsstjóra að koma hugmyndinni á framfæri við stjórn húsfélags ráðhússins svo gera megi ráðstafanir í tengslum við endurnýjun á lýsingu ráðhússlóðarinnar.

12.Umsókn um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi við Höfða lóð, landnr. 151842

Málsnúmer 201403016Vakta málsnúmer

Sigurður Jónsson kt. 150941-3429 og Zohonías Antonsson kt. 220546-2769 óska eftir stöðuleyfi fyrir hjólhýsi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð felst á að veita stöðuleyfi fyrir hjólhýsið til fimm ára, og leggur áherslu á að gjaldtaka verði í samræmi við sambærilega starfsemi.

13.Skíðabraut 2, Dalvík framtíðarsýn.

Málsnúmer 201403022Vakta málsnúmer

Til umræðu framtíðarsýn fyrir húseignina Skíðabraut 2, Dalvík.
Umhverfisráð telur mikilvægt að hugað sé að framtíðarskipulagi á þessari lóð vegna fyrirhugaðra breytinga á legu götunnar.Ráðið felur sviðsstjóra að kanna ástand hússins og leggur til að kannað verði hvort hægt sé að snúa húsinu á lóðinni og eða auglýsa það til sölu/flutnings.

14.Húsgrunnur við Mýrargötu, framtíðarsýn

Málsnúmer 201403023Vakta málsnúmer

Til umræður húsgrunnur í eigu sveitarfélagsins við Mýrargötu á Dalvík.
Þar sem í gildandi skipulagi segir um þetta svæði "Unnið verði deiliskipulag. Stefnt að því að á reitnum verði byggð hús sem taki mið af stærð, formi og hlutföllum gömlu húsanna á svæðinu. Svæðið kemur einnig til greina fyrir aðflutt, gömul hús."
Ráðið felur umhverfisstjóra að sjá um frágang svæðisins.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Björgvin Hjörleifsson Formaður
  • Haukur Gunnarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Varamaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs