Sveitarstjórn

332. fundur 23. febrúar 2021 kl. 16:15 - 18:09 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
 • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
 • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
 • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Þórunn Andrésdóttir boðaði forföll og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, varamaður, mætti á fundinn í hennar stað.

Í upphafi óskaði forseti heimildar til að taka inn á dagskrá erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur vegna bilunar á snjótroðara og var það samþykkt samhljóða.

Engar athugasemdir við fundarboðun og/eða fundarboð.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 974, frá 28.01.2021

Málsnúmer 2101013FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 16. liðum.

Til afgreiðslu:
6. liður er sér liður á dagskrá.
7. liður er sér liður á dagskrá.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 975, frá 11.02.2021

Málsnúmer 2102006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 20 liðum.

Til afgreiðslu:
3. liður er sér liður á dagskrá.
6. liður.
9. liður er sér liður á dagskrá.

Enginn tók til máls.
 • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 27. janúar 2021, þar sem óskað er eftir umsögn um sókn frá Myrian Dalstein fyrir Skeið vist - Skeid lodge, Flokkur III - Gististaður með veitingum en þó ekki áfengisveitingum. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 975 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn enda liggja fyrir umsagnir byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra án athugasemda. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 976, frá 18.02.2021

Málsnúmer 2102008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6. liðum.

Til afgreiðslu.
2. liður er sér liður á dagskrá.
3. liður er sér liður á dagskrá.
5. liður er sér liður á dagskrá.
6. liður er sér liður á dagskrá.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

4.Atvinnumála- og kynningarráð - 60, frá 03.02.2021

Málsnúmer 2102001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.

Ekkert þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

5.Félagsmálaráð - 247, frá 09.02.2021

Málsnúmer 2102005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.

Ekkert þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

6.Fræðsluráð - 256, frá 10.02.2021

Málsnúmer 2102004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.

Til afgreiðslu:
5. liður.
8. liður er sér liður á dagskrá.

Til máls tók:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson um 2. lið.
 • Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir helstu áherslur í frumvarpi sem munu koma inn á starfsemi í leik - og grunnskóla. Fræðsluráð - 256 Fræðsluráð tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, mál nr. 354. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir ofangreinda bókun fræðsluráðs.

7.Íþrótta- og æskulýðsráð - 128, frá 02.02.2021

Málsnúmer 2101014FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum.

Ekkert þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

8.Landbúnaðarráð - 137, frá 16.02.2021

Málsnúmer 2102003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.

Til afgreiðslu:
5. liður sem er sér liður á dagskrá.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

9.Menningarráð - 83, frá 29.01.2021

Málsnúmer 2101006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum
Ekkert þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

10.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 24, frá 12.02.2021.

Málsnúmer 2102007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.

Til afgreiðslu:
6. liður sem er sér liður á dagskrá.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

11.Umhverfisráð - 348, frá 21.01.2021

Málsnúmer 2101012FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.

Til afgreiðslu:
Liður 2 er sér liður á dagskrá.
Liður 3 er sér liður á dagskrá.
Liður 5 er sér liður á dagskrá.
Liður 6 er sér liður á dagskrá.
Liður 7 er sér liður á dagskrá.

Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

12.Umhverfisráð - 349, frá 05.02.2021

Málsnúmer 2102002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.

Til afgreiðslu:
Liður 4 er sér liður á dagskrá
Liður 5 er sér liður á dagskrá.

Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

13.Ungmennaráð - 30, frá 14.02.2021

Málsnúmer 2101015FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2 liðum.

Ekkert þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

14.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 101, frá 03.02.2021

Málsnúmer 2101008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.

Ekkert þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

15.Frá 974. fundi byggðaráðs þann 28.01.2021; Kjarasamingsumboð vegna Félags íslenskra náttúrufræðinga

Málsnúmer 202101107Vakta málsnúmer

Á 974. fundi byggðaráðs þann 28. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 26. janúar 2021, þar sem lagt er til að gert verði samkomulag við Samband íslenskra sveitarfélaga um samningsumboð við Félag íslenskra náttúrufræðinga fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Meðfylgjandi eru drög að samkomulagi um kjarasamningsumboð af vef Sambandsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu um samningsumboð og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um samningsumboð til Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamnings við Félag íslenskra náttúrufræðinga og meðfylgjandi samkomulag um kjarasamningsumboð.

16.Frá 975. fundi byggðaráðs þann 11.02.2021; Stytting vinnuviku

Málsnúmer 202010063Vakta málsnúmer

Á 975. fundi byggðaráðs þann 11. febrúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Farið yfir stöðu á verkefninu stytting vinnuviku hjá dagvinnufólki em samkomulög stofnana sveitarfélagsins eru tímabundin til loka apríl 2021 og eru upp á lágmarksstyttingu skv. kjarasamningum eða 13 mínútur á dag.
Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda stjórnendum stofnana sveitarfélagsins útskýringar frá byggðaráði á 13 mínútna styttingunni í byrjun verkefnisins, upplýsingar um hvaða atriði er gott að hafa í huga við endurskoðun á núverandi samkomulögum og hvernig skal farið með núverandi frávik frá kjarasamningum í nýjum samkomulögum stofnana sem munu taka gildi þann 1. maí nk.

Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að afturkalla fullnaðarumboð starfs- og kjaranefndar á afgreiðslu samkomulaga um styttingu vinnuviku innan kjarasamninga. Samkomulögin komi til staðfestingar í sveitarstjórn."
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri.
Þórhalla Karlsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða ofangreinda tillögu byggðaráðs um afturköllun fullnaðarumboðs starfs- og kjaranefndar á afgreiðslu samkomulaga um styttingu vinnuviku innan kjarasamninga. Samkomulögin komi því til staðfestingar í sveitarstjórn.

17.Frá 974. fundi byggðaráðs þann 28.01.2021; Heilsusjóður - endurskoðun á reglum

Málsnúmer 202101106Vakta málsnúmer

Á 974. fundi byggðaráðs þann 28. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 26. janúar 2021, þar sem lagt er til að breytingar verði á reglum sveitarfélagins um Heilsusjóð starfsmanna Dalvíkurbyggðar. Samkvæmt meðfylgjandi tillögu að breytingum á reglunum er lagt til að styrkur vegna heilsuræktar nái einnig yfir rækt á huga og sál. Breytingartillagan hefur fengið rýni í framkvæmdastjórn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að breytingum á reglum Heilsusjóðsins og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og meðfylgjandi reglur Heilsusjóðs Dalvíkurbyggðar eins og þær liggja fyrir.

18.Frá 975. fundi byggðaráðs þann 11.02.2021; Ósk um viðauka(leiðréttingu) á fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2021

Málsnúmer 202101096Vakta málsnúmer

Á 975. fundi byggðaráðs þann 11. febrúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 20. janúar 2021, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 á deild 04140, Krílakot, að upphæð kr. 650.000 á lykil 2810 vegna kaupa á nýrri uppþvottavél. Í gögnum með fundarboði byggðaráðs kemur fram að heimild Krílakots til búnaðarkaupa 2021, annað en tölvu- og hugbúnaður, er kr. 1.274.000 en fyrirliggjandi beiðni eftir breytingar var kr. 1.924.000. Samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að stjórnandi forgangsraði innkaupum samkvæmt búnaðarkaupum innan fjárheimildar ársins 2021.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2021, á deild 04140, Krílakot, að upphæð kr. 650.000 á lykil 2810 vegna kaupa á nýrri uppþvottavél, vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 4 að upphæð kr. 650.000 við fjárhagsáætlun 2021, á deild 04140, lykil 2810 vegna kaupa á nýrri uppþvottavél.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

19.Frá 976. fundi byggðaráðs þann 18.02.2021; Leigusamningur fyrir Rima

Málsnúmer 202006088Vakta málsnúmer

Á 976. fundi byggðaráðs þann 18. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Steinþór Björnsson, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar kl. 14:00. Á 974. fundi byggðaráðs þann 28. janúar sl. var sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og deildarstjóra falið að vinna áfram að drögum að samningi við Kristján E. Hjartarson um leigu á Rimum, tjaldsvæði og Sundskála Svarfdæla. Sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs var falið að kanna forsendur sveitarfélagsins sem leigusali á Sundskála Svarfdæla. a) Deildarstjóri gerði grein fyrir meðfylgjandi og uppfærðum samningsdrögum. b) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir þeim atriðum sem horfa þarf til vegna leigu sveitarfélagsins á Sundskála Svarfdæla. Horfa þarf til reglugerðar nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum fyrirliggjandi samning með fyrirvara um frekari umsagnir bæjarlögmanns og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs annars vegar og hins vegar sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs hvað varðar afnot af heitu vatni. Byggðaráð vísar samningnum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan samning um leigu á Rimum, tjaldsvæði og Sundskála eins og hann liggur fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að heimila byggðaráði fullnaðarumboð til að afgreiða samninginn ef þess þarf með.

20.Frá 976. fundi byggðaráðs þann 18.02.2021; Húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201901037Vakta málsnúmer

Á 976. fundi byggðaráðs þann 18. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 975. fundi byggðaráðs þann 11. febrúar sl. kynnti sveitarstjóri drög að endurskoðun á húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð sem vinnuhópur um endurskoðun húsnæðisáætlunar hefur unnið að. Byggðaráð frestaði afgreiðslu til næsta fundar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum fyrirliggjandi húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð.

21.Frá 976. fundi byggðaráðs þann 18.02.2021; Bygging leiguíbúða og stofnframlag - tillaga um auglýsingu

Málsnúmer 202102112Vakta málsnúmer

Til máls tók:
Jón Ingi Sveinsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínum undir þessum lið og vék af fundi kl. 16:39.


Á 976. fundi byggðaráðs þann 18. febrúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Bæjartúni íbúðafélagi hses., samanber rafpóstur sveitarstjóra þann 28. janúar sl., þar sem fram kemur að félagið óskar eftir að Dalvíkurbyggð taki til skoðunar að sótt verði með þeim um stofnframlag til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Einnig tekinn fyrir rafpóstur frá Bæjartúni íbúðafélagi hses. dagsettur þann 10. febrúar 2021, þar sem fylgt er eftir ofangreindu erindi. Frestur til að skila inn umsóknum til HMS um stofnframlag er til og með 22. febrúar nk. https://www.hms.is/husnaedismal/stofnframlog/umsokn-um-stofnframlog Samkvæmt reglum Dalvíkurbyggðar um stofnframlög þá er gert ráð fyrir að auglýsa eftir umsóknum um stofnframlög að jafnaði einu sinni á ári. Sjá heimasíðu Dalvíkurbyggðar https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Reglugerdir/fjarmala/Eldra/180823.reglur-dalvikurbyggdar-um-stofnframlog_.pdf
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð auglýsi eftir umsóknum um stofnframlög samkvæmt 5. gr. reglna Dalvíkurbyggðar um stofnframlög."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs að sveitarfélagið auglýsi eftir umsóknum um stofnframlög samkvæmt 5. gr. reglna Dalvíkurbyggðar um stofnframlög, Jón Ingi Sveinsson greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.

22.Frá 256. fundi fræðsluráðs þann 10.02.2021; Ósk um framlengingu á Verksamningi um hádegisverð fyrir Árskógar - og Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201911111Vakta málsnúmer

Jón Ingi Sveinsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 16:40.


Á 256. fundi fræðsluráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf frá Blágrýti ehf. dags. 04. febrúar 2021. Ósk um framlengingu á verksamningi um hádegisverð fyrir Árskógar - og Dalvíkurskóla.
Fræðsluráð samþykkir samhljóða með fimm greiddum atkvæðum að framlengja samning við Blágrýti um annað ár samkvæmt verksamningi."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs og framlengingu á samningi við Blágrýti um hádegisverð fyrir Árskógarskóla og Dalvíkurskóla um eitt ár samkvæmt ákvæðum í verksamningi.

23.Frá 24. fundi skólanefndar TÁT þann 12.02.2021; Samstarfssamningur TÁT og MTR

Málsnúmer 202101048Vakta málsnúmer

Á 24. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga þann 12. febrúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Magnús G. Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir samstarfssamning milli TÁT og MTR.
Skólanefnd TÁT samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og fagnar því að hann sé kominn á."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan samstarfssamning á milli TÁT og Menntaskólans á Tröllaskaga.

24.Frá 137. fundi landbúnaðarráðs þann 16.02.2021; Úttekt á hættu vegna skriðufalla í dreifbýli Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202102114Vakta málsnúmer

Á 137. fundi landbúnaðarráðs þann 16. febrúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu hætta á skriðuföllum í dreifbýli Dalvíkurbyggðar.
Landbúnaðarráð leggur til við sveitarstjórn að unnin verði jarðfræðileg úttekt og hættumat vegna mögulegra skriðufalla við byggð í sveitarfélaginu."
Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.
Jón Ingi Sveinsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu til umhverfis- og tæknisviðs til skoðunar. Sé metin þörf á úttekt að lögð verði fyrir byggðaráð heildstæð tillaga er m.a. tilgreini umfang, kostnað og aðferðafræði.

25.Frá 348. fundi umhverfisráðs þann 21.01.2021; Möguleiki á litlu lögbýli á spildu úr landi Ytra Hvarfs.

Málsnúmer 202101052Vakta málsnúmer

Á 348. fundi umhverfisráðs þann 21. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi dags. 18. nóvember 2021 óska þau Hrefna D. Gunnarsdóttir og Wesley R. Farnsworth eftir afstöðu umhverfisráðs til stofnunar lögbýlis á spildu úr landi Ytra-Hvarfs samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð leggur til að fallist verði á landskipti og afmörkun nýrrar eignar úr landi Ytra-Hvarfs með vísan í almenna heimild í aðalskipulagi um byggingu nýrra íbúðarhúsa á bújörðum. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Til máls tóku:
Jón Ingi Sveinsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfisráðs og samþykkir landskipti og afmörkun nýrrar eignar úr landi Ytra-Hvarfs með vísan í almenna heimild í aðalskipulagi um byggingu nýrra íbúðarhúsa á bújörðum.

26.Frá 348. fundi umhverfisráðs þann 21.01.2021; Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna malatöku í landi Bakka 2020

Málsnúmer 202012101Vakta málsnúmer

Til máls tók:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi kl. 16:51. Fyrsti varaforseti Guðmundur St. Jónsson tók við fundarstjórn.


Á 348. fundi umhverfisráðs þann 21. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi dags. 17. desember 2020 óskar Þór Ingvason eftir framkvæmdarleyfi til malartöku í landi Bakka samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Undir þessum lið vék Helga Íris Ingólfsdóttir af fundi kl. 09:58
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og framkvæmdaleyfi til malartöku í landi Bakka, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

27.Frá 348. fundi umhverfisráðs þann 21.01.2021; Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna malartöku í landi Grundar 2020

Málsnúmer 202012100Vakta málsnúmer

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju og tók við fundarstjórn kl. 16:53.


Á 348. fundi umhverfisráðs þann 21. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Helga Íris Ingólfsdóttir kom aftur inn á fundinn kl. 10:02 Með innsendu erindi dags. 16. desember 2020 óskar Friðrik Þórarinsson eftir framkvæmdarleyfi til malartöku í landi Grundar samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og framkvæmdaleyfi til malartöku í landi Grundar.

28.Frá 976. fundi byggðaráðs þann 18.02.2021; Athugasemdir vegna breytinga á viðmiðunarreglum snjómoksturs

Málsnúmer 202101070Vakta málsnúmer

Á 976. fundi byggðaráðs þann 18. febrúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Jóhannesi Jóni Þórarinssyni, rafpóstur dagsettur þann 14. febrúar 2021, þar sem Jóhannes Jón óskar eftir, af gefnu tilefni, um að fyrri ákvarðanir umhverfisráðs varðandi 100% skerðingu á snjómokstursþjónustu að Hnjúki í Skíðadal verði frestað til vors. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig rökstuðningur umhverfisráðs frá fundi ráðsins þann 5. febrúar sl.: "Umhverfisráð getur ekki fallist á rök íbúa Hnjúks. Þar sem ekki er föst búseta í Hlíð er ekki litið á endastöð þar heldur á Hnjúki. Miðað er við síðasta byggða ból, að þar sé mokað að póstkassa, landamerki eða öðrum skýrum kennileitum. Lengsta heimreið í dölunum er um 1,2 km þar sem fólk þarf að koma sér á mokaðan veg. Sveitarfélagið tekur þátt í mokstri heimreiða sé þess óskað, með því að borga klst nr. tvö gegn framvísun reiknings. Reglurnar eru viðmiðunarreglur og mjög erfitt að ná fullu jafnræði en reynt er að gæta sanngirnissjónarmiða með þeim hætti sem hægt er." Steinþór vék af fundi kl. 14:30.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að ákvörðun sveitarstjórnar um að endurskoðun viðmiðunarreglna snjómoksturs taki gildi 15. febrúar sl. standi og hafnar því ósk bréfritara um frestun. Hvað varðar ósk um að snjómokstursþjónusta verði tekin til formlegrar skoðunar í júní þá vísar byggðaráð þeim hluta erindisins til umhverfisráðs til skoðunar."
Enginn tók til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að ákvörðun sveitarstjórnar um að endurskoðaðar viðmiðunarreglur snjómokstur tækju gildi þann 15. febrúar sl. standi og sveitarstjórn hafnar ósk bréfritara um frestun.

29.Frá 348. fundi umhverfisráðs þann 21.01.2021; Ósk um aðkomu Dalvíkurbyggðar að snjómokstri að Vallholti á Árskógsströnd

Málsnúmer 202002073Vakta málsnúmer

Á 348. fundi umhverfisráðs þann 21. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi dags. 20. febrúar 2020 óskar Birkir Árnason eftir aðkomu sveitarfélagsins að snjómokstri að Vallholti á Árskógsströnd. Erindinu var frestað þar sem endurskoðun á viðmiðunarreglum snjómoksturs hafði ekki farið fram, en það var gert 18. desember 2020.
Umhverfisráð hafnar erindinu þar sem Vallholt er ekki lögbýli heldur íbúðarhúsalóð. Ráðið bendir umsækjanda á viðmiðunarreglur um snjómokstur þar sem þátttaka sveitarfélagins er klst. tvö gegn framvísun reiknings. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að hafna erindi bréfritara um aðkomu sveitarfélagsins að snjómokstri að Vallholti á Árskógsströnd.

30.Frá 348. fundi umhverfisráðs þann 21.01.2021; Deiliskipulag Fólkvangs

Málsnúmer 201402123Vakta málsnúmer

Á 348. fundi umhverfisráðs þann 21. janúar 2021 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Umhverfisráð samþykkir tillöguna með smávægilegum breytingum að teknu tilliti til athugasemda. Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að senda umsagnaraðilum og þeim sem gerðu athugasemd svar með afgreiðslu nefndarinnar. Einnig er honum falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Fólkvangs og afgreiðslu umhverfisráðs um að senda Skipulagsstofnun tillöguna til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda.

31.Frá 349. fundi umhverfisráðs frá 05.02.2021; Deiliskipulag í landi Kóngsstaða

Málsnúmer 202007004Vakta málsnúmer

Á 348. fundi umhverfisráðs þann 5. febrúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram að nýju, að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br., tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Birkiflatar í Skíðadal. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, sem bendir á möguleg vandamál vegna nálægðar við veg og Minjastofnun Íslands þar sem farið er fram á nánari rannsóknir vegna hugsanlegra minja áður en framkvæmdir hefjast. Engar athugasemdir bárust.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að annast gildistöku hennar í samræmi við 42. gr skipulagslaga. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Birkiflatar í Skíðadal. Skipulagsfulltrúa er falið að annast gildistöku hennar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga.

32.Frá 349. fundi umhverfisráðs þann 05.02.2021; Deiliskipulag þjóðvegarins í gegnum Dalvík

Málsnúmer 202011010Vakta málsnúmer

Á 349. fundi umhverfisráðs þann 5. febrúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Lögð var fram kynning með fimm útfærslum á nýtingu göturýmis fyrir akbrautir, gangstéttir og hjólaleið gegnum þéttbýli Dalvíkur. Umhverfisráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 18.12.2020.
Umhverfisráð hefur yfirfarið framlagða kynningu og velur valkost 1 til að setja fram í deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur, þar sem að sú tillaga kæmi til með að þjóna íbúum best og stuðla að mestu umferðaröryggi.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem leggur til að ofangreindu máli verði vísað til byggðaráðs til frekari skoðunar vegna kostnaðaráhrifa á sveitarfélagið.
Þórhalla Karlsdóttir.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra um að vísa málinu til byggðaráðs til frekari skoðunar.

33.Prókúruumboð til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs

Málsnúmer 202102147Vakta málsnúmer

Samkvæmt 49. gr. Samþykktar um stjórn Dalvíkurbyggðar þá kemur fram í 4. mgr. að sveitarstjóri er prókúruhafi sveitarfélagsins. Honum er heimilt að veita öðrum starfsmanni sveitarfélagsins prókúru að fengnu samþykki sveitarstjórnar.

Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem leggur til að sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, sem jafnframt er staðgengill sveitarstjóra, verði jafnframt prókúruhafi og hafi því heimild sem slíkur að undirrita skjöl í forföllum og fjarveru sveitarstjóra.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra um að heimila sveitarstjóra að veita Guðrúnu Pálínu Jóhannsdóttur, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og staðgengli sveitarstjóra, prókúru.

34.Kosning skv. Samþykktum um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202102146Vakta málsnúmer

Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem leggur eftirfarandi tillögu fram:

Samkomulag er á milli B-lista og D-lista um skiptingu embætta.

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson verði formaður byggðaráðs.
Jón Ingi Sveinsson verði varaformaður byggðaráðs.

Þórhalla Karlsdóttir verði forseti sveitarstjórnar.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson verði 2. varaforseti sveitarstjórnar.
Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreind réttkjörin.

35.Ráðning sviðsstjóra framkvæmdasviðs

Málsnúmer 202101110Vakta málsnúmer

Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri sem gerði grein fyrir vinnu sinni og byggðaráðs vegna ráðningar sviðsstjóra framkvæmdasviðs en Sigríður Ólafsdóttir hjá Mögnum veitti faglega aðstoð og ráðgjöf í ferlinu. Á fundi byggðaráðs þann 11. febrúar sl. var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að fela byggðaráði og sveitarstjóra úrvinnslu umsókna og viðtöl við umsækjendur fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

Umsóknarfrestur rann út þann 10. febrúar sl.
Alls bárust sex umsóknir um starfið en þrír umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka.
Umsækjendur:
Björn Guðmundsson; Verkefnastjóri framkvæmda og umsjónamaður fasteigna
Börkur Þór Ottósson; Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Helga Íris Ingólfsdóttir; Skipulags- og tæknifulltrúi

Að loknu ráðningaferlinu er það tillaga sveitarstjóra og byggðaráðs til sveitarstjórnar að hafna öllum umsækjendum og auglýsa starfið að nýju.

Einnig tóku til máls:
Dagbjört Sigurpálsdóttir.
Guðmundur St. Jónsson.

Fundarhlé var gert kl. 17:21 og til kl. 17:44 og sveitarstjórn fór afsíðis.

Sveitarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og byggðaráðs og felur sveitarstjóra áfram úrvinnslu málsins.

36.Frá stjórn Dalbæjar; Fundargerðir 2020

Málsnúmer 202002049Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Dalbæjar frá 24. nóvember 2020, 9. fundur ársins.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

37.Frá stjórn Dalbæjar; Fundargerðir 2021

Málsnúmer 202102139Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Dalbæjar frá 14. janúar 2021 og 18. febrúar 2021, 1. og 2. fundur ársins.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

38.Frá stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar; fundargerðir stjórnar 2020.

Málsnúmer 201802005Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar húsnæðisjálfseignarstofnun frá 8. desember 2020.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

39.Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Ósk um viðbótarfjármagn vegna viðgerðar á snjótroðara

Málsnúmer 202102149Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, rafpóstur dagsettur þann 21. febrúar 2021, þar sem upplýst er um bilun í snjótroðara og óskað eftir styrk vegna viðgerðarkostnaðar.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi einnig minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 22. febrúar 2021, þar sem lagt er til að í ljósi umræðu undanfarin ár og stöðunnar í dag að brugðist verði fljótt við og fjármagn tryggt til skíðafélagsins vegna viðhalds á troðara.

Með fundarboði fylgdi jafnframt viðaukabeiðni að upphæð kr. 4.964.881 á deild 06800, lykil 9145. Um er að ræða tvo gíra að upphæð kr. 3.964.881 og áætlaðan flutningskostnað allt að kr. 1.000.000.
Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreint erindi Skíðafélags Dalvíkur og viðaukabeiðni allt að kr. 4.964.881 á deild 06800, lykil 9145, viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2021.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Fundi slitið - kl. 18:09.

Nefndarmenn
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
 • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
 • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
 • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs