Umhverfisráð

337. fundur 08. maí 2020 kl. 08:15 - 12:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Deiliskipulag Fólkvangs

Málsnúmer 201402123Vakta málsnúmer

Vinna við deiliskipulag fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli, sem hófst í desember 2018 með skipulagslýsingu og íbúafundi, hefur verið í biðstöðu, en er komin vel á veg. Í haust var unnin deiliskráning fornleifa á svæðinu. Skipulagsvinnan hefur því verið endurvakin og voru drög að skipulagi kynnt á fundinum.
Undir þessum lið kynnir Lilja Filippusdóttir gögn málsins kl. 08:21.
Lilja vék af fundi kl. 09:00.
Stefnt er að því að halda samráðsfund með stjórn skíðafélags Dalvíkur mánudaginn 18. maí kl. 20:00.
Skipulagsráðgjafa er falið að vinna drögin áfram á tillögustig.

2.Götulýsing í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202002075Vakta málsnúmer

Til kynningar fyrirhugaðar framkvæmdir við endurnýjun á götulýsingu í Dalvíkurbyggð. Undir þessum lið komu inn á fundinn kl. 09:06 Elmar Arnarsson frá Raftákn og Steinþór Björnsson, deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar, til að kynna stöðu verkefnisins.
Elmar vék af fundinum kl. 09:45.
Umhverfisráð leggur til að framlagðar verðkannanir verði notaðar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

3.Framkvæmdir umhverfis- og tæknisviðs 2020

Málsnúmer 201909134Vakta málsnúmer

Til umræðu framkvæmdir sumarsins.
Deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar kynnir tillögu að þeim framkvæmdum sem ekki var búið að skilgreina.
Undir þessum lið kom inn á fundinn Margrét Silja, frá Vegagerðinni, kl. 09:58 vegna fyrirhugaðra gangbrauta á vegum Vegagerðarinnar við Hafnarbraut og Gunnarsbraut.
Margrét Silja vék af fundi kl. 10:13
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að senda Margréti Silju tillögur ráðsins um staðsetningar gangbrauta við Gunnarsbraut og Hafnarbraut.
Steinþór vék af fundi kl. 12:00
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagða áætlun og leggur til að þau verkefni sem lögð eru til, verði framkvæmd í sumar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga; fjárfestingar 2019

Málsnúmer 201903093Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi til sveitarstjóra frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett þann 18. mars 2019, er varðar almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga sé í samræmi við lög og reglur. Fram kemur að nefndin hefur ákveðið að taka til umfjöllunar með hvaða hætti sveitarfélög standa að eftirliti og framkvæmd fjárfestinga á árinu 2019. Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í umhverfisráði.
Lagt fram til kynningar

5.Erindi vegna skólagarða

Málsnúmer 202004099Vakta málsnúmer

Til umræðu erindi frá foreldrafélagi Dalvíkurskóla dags. 17. apríl 2020 þar sem óskað er eftir samstarfi um skólagarða.
Undir þessum lið kom á fund ráðsins Freyr Antosson fyrir hönd foreldrafélags Dalvíkurskóla kl. 11:27
Freyr vék af fundi kl. 11:50
Umhverfisráð leggur til að afmarkað svæði verði unnið þar sem gömlu grænmetisgarðarnir sunnan Brimnesár voru.
Ráðið felur sviðsstjóra að láta undirbúa svæðið sem fyrst og foreldrafélag Dalvíkurskóla tekur að sér framkvæmd og umhirðu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Fjárhagslegt stöðumat 2020

Málsnúmer 202001043Vakta málsnúmer

Til kynningar fjárhagsstaða U&T jan-mars 2020
Frestað til næsta fundar.

7.Lóðarmörk við Hringtún 5

Málsnúmer 202005001Vakta málsnúmer

Til umræðu erindi dags. 30. apríl 2020 frá lóðarhöfum Hringtúns 5 vegna lóðarmarka ofl.
Umhverfiráð felur sviðsstjóra að ræða við lóðarhafa við Hringtún 5 og leggja fyrir ráðið tillögu að útfærslu ásamt kostnaðaráætlun á næsta fundi.

8.Sjóvarnir í Dalvíkurbyggð 2019-2023

Málsnúmer 201811045Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ný gögn frá Vegagerðinni vegna sjóvarnargarðs við Sandskeið.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagða nýja legu á sjóvarnargarði við Sandskeið og leggur til að verkið verði boðið út.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 202005026Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 04. maí 2020 óskar Kristján E. Hjartarsson fyrir hönd eigenda að Skíðabraut 13-15 eftir byggingarleyfi vegna breytinga samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi þegar samþykki meðeigenda liggur fyrir ásamt grenndarkynningu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 202005028Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 04. maí 2020 óskar Kristján E. Hjartarsson fyrir hönd golfklúbbsins Hamars eftir byggingarleyfi fyrir geymsluskúr samkvæmt meððfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi þegar leiðrétt teikning samkvæmt ábendingum slökkviliðsstjóra hefur borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

11.Umsókn um lóð

Málsnúmer 202005025Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 06. maí 2020 óskar Elvar Reykjalín eftir lóðinni Hafnargata 6a á Hauganesi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Ráðið frestar afgreiðslu til næsta fundar og felur sviðsstjóra að afla frekari gagna um það mannvirki sem á lóðinni er.

12.Umsókn um lóð

Málsnúmer 202004122Vakta málsnúmer

Með innsendum rafpósti dags. 24. apríl 2020 óskar Hafþór Gunnarsson eftir lóðinni við Hrigtún 17 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð getur ekki úthlutað lóð sem þegar hefur verið úthlutað af ráðinu. Ástæða þess að ekki hefur verið endanlega gengið frá úthlutun lóðarinnar skýrist af því að nýtt deiliskipulag svæðisins hefur ekki öðlast gildi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

13.Umsókn um lóð

Málsnúmer 202004123Vakta málsnúmer

Með innsendum rafpósti dags. 24. apríl 2020 óskar Hafþór Gunnarsson eftir lóðinni við Hrigtún 19 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð getur ekki úthlutað lóð sem þegar hefur verið úthlutað af ráðinu. Ástæða þess að ekki hefur verið endanlega gengið frá úthlutun lóðarinnar skýrist af því að nýtt deiliskipulag svæðisins hefur ekki öðlast gildi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 12:45.

Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs