Umhverfisráð

324. fundur 06. ágúst 2019 kl. 13:00 - 15:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Umsókn um lóð - Skógarhólar 12

Málsnúmer 201907039Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 12. júlí 2019 óskar Ari Már Gunnarsson eftir lóðinni við Skógarhóla 12.
Undir þessum lið mættu þau Ingunn Magnússdóttir fyrir hönd Ara og Ottó B Jakobsson fyrir hönd Súsönnu Svansdóttur kl.13:09
Ottó B Jakobsson dró hærra spil fyrir hönd Súsönnu Svansdóttur og felur umhverfisráð sviðsstjóra að ganga frá lóðarleigusamningi við umsækjanda.

2.Umsókn um lóð við Skógarhóla 12, Dalvík

Málsnúmer 1908003Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 18. júlí 2019 óska þau Súsanna Svansdóttir og Stefán Grímur Rafnsson eftir lóðinni við Skógarhóla 12, Dalvík.
Þau Ingunn Magnússdóttir og Ottó B Jakobsson viku af fundi kl.13:15
Ottó B Jakobsson dró hærra spil fyrir hönd Súsönnu Svansdóttur og felur umhverfisráð sviðsstjóra að ganga frá lóðarleigusamningi við umsækjanda.

3.Umsókn um endurnýjun á lóðarúthlutun

Málsnúmer 201709046Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 20. júlí 2019 óskar Guðmundur Valur Stefánsson fyrir hönd Laxós ehf eftir framlengingu á lóðarúthlutun Öldugötu 31, Árskógssandi.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að framlengja lóðarúthlutun um eitt ár þar sem gild rök eru færð fyrir framlengingu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201807018Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi óskar Katla ehf. eftir framlengingu á veittu byggingarleyfi fyrir Öldugötu 12, Árskógssandi.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að framlengja byggingarleyfi um eitt ár þar sem gild rök eru færð fyrir framlengingu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Umsókn um lóð - Öldugata 14, Árskógssandi

Málsnúmer 201803016Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi óskar Katla ehf. eftir framlengingu á lóðarúthlutun fyrir Öldugötu 14, Árskógssandi.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að framlengja lóðarúthlutun um eitt ár þar sem gild rök eru færð fyrir framlengingu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Umsókn um lóð - Öldugata 16, Árskógssandi

Málsnúmer 201803015Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi óskar Katla ehf. eftir framlengingu á lóðarúthlutun fyrir Öldugötu 16, Árskógssandi.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að framlengja lóðarúthlutun um eitt ár þar sem gild rök eru færð fyrir framlengingu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Umsókn um lóð að Hamri

Málsnúmer 1907047Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 15. júlí 2019 óska þau Arnheiður Hallgrímsdóttir og Páll Ómar Jóhannesson eftir sumarhúsalóðinni nr. 17 að Hamri samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

8.Umsókn um lóð við Karlsbraut 3

Málsnúmer 201804004Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 11. júlí 2019 óskar Þórður Steinar Lárusson eftir framlengingu um eitt ár vegna umsóknar um lóðina við Karlsbraut 3, Dalvík.
Umhverfisráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra að óska eftir góðum og gildum rökum fyrir framlengingu.

9.Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á fjósi og hlöðu

Málsnúmer 201908002Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi óska þau Árni Sigurður Þórarinsson og Kristín S. Sigtryggsdóttir eftir byggingarleyfi að Ytra-Hvarfi vegna breytinga og endurbóta á fjósi og hlöðu mhl 11 og 12 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara um endanlegt samþykki slökkviliðsstjóra.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

10.Umsókn um byggingarleyfi vegna breyttrar notkuna á norður enda norðurhæðar við Hafnarbraut 5, Dalvík.

Málsnúmer 201908004Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 17. júlí 2019 óskar Helga Íris Ingólfsdóttir eftir byggingarleyfi fyrir hönd Þröster ehf. vegna breytinga á norðurenda neðri hæðar við Hafnarbraut 5, Dalvík.
Undir þessum lið vék af fundi Helga Íris Ingólfsdóttir kl. 13:43
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi með fyrirvara um samþykki meðeigenda í Hafnarbraut 5, Dalvík.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

11.Umsókn um breytta skiptingu Böggvisstaða vegna nýrrar eignaskiptayfirlýsingar

Málsnúmer 201908006Vakta málsnúmer

Helga Íris Ingólfsdóttir kom aftur inn á fundinn kl. 13:58
Með innsendu erindi dags. 02. ágúst 2019 óskar Kristján E. Hjartarsson eftir leyfi fyrir breyttri skiptingu á Böggvisstöðum vegna nýrrar eignaskiptayfirlýsingar samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

12.Umsókn um byggingarleyfi til niðurrifs á útihúsum

Málsnúmer 201908007Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 01. ágúst 2019 óskar Gunnar Kristinn Guðmundsson fyrir hönd Völusteins ehf. eftir byggingarleyfi til að rífa útihús að Göngustaðakoti 2 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð samþykkir umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

13.Umsókn um uppsetningu á skilti

Málsnúmer 201907022Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dag. 02. júlí 2019 óskar Ása Dóra Finnbogadóttir eftir leyfi til uppsetningar á skilti samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð samþykkir umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi til tveggja ára.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

14.Deiliskipulag Fólkvangs

Málsnúmer 201402123Vakta málsnúmer

Til umræðu krafa vegna reglna um um skráningu jarðfastra menningarminja vegna skipulags og framkvæmda nr. 620/2019
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að óska eftir mati minjavarðar á frekari skráningu.

15.Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum

Málsnúmer 201906087Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Skógræktinni, rafbréf dagsett þann 20. júní 2019, þar sem fram kemur að í nýsamþykktum lögum um skóga og skógrækt segir að Skógræktin skuli í samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög, skógarbændur og aðra hagsmunaðila vinna landshlutaáætlanir þar sem útfærð sé stefna um skógrækt úr landsáætlun í skógrækt. Fram kemur að Skógræktin mun á næstu misserum óska eftir fundi með sveitarfélögum til þess að; kynna þessi áform,ræða hvernig gera megi betur grein fyrir skógrækt og skógræktaráformum í aðalskipulagi hvers sveitar­félags, ná megi sem mestum ávinningi af stækkandi skógarauðlind Íslands á sjálfbæran hátt og til góða fyrir byggðir landsins og samþætta megi skógrækt öðrum landnýtingarkostum og atvinnugreinum um land allt. Meðfylgjandi er bréf frá Skógræktinni sem sent er öllum sveitarfélögum landsins til að upplýsa um þá vinnu sem framundan er
Umhverfisráð vísar erindinu til endurskoðunar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar sem stefnt er að í haust.

16.Tilmæli Örnefnanefdar til sveitarfélaga á Íslandi

Málsnúmer 201907037Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Örnefnanefnd, dagsett þann 26. júní 2019, þar sem Örnefnanefnd mælir með því að reynt verði að finna leiðir til að bregðast við ef ensk nöfn á íslenskum stöðum eru líkleg til að festast í sessi. Nefndin beinir því þeim tilmælum til sveitarfélaga að hafa frumkvæði að því að gefa stöðum nöfn þegar þörf á því kemur upp og sporna þarf gegn óviðunandi nafni sem annars gæti fest í sessi. Vísað er meðal annars til útvarpsþáttar þar sem fram kemur að á kortavefnum Google Maps er ekki örnefnið Breiðamerkursandur en í þess stað er Diamond Beach. Þessi ensku nöfn eru ýmist þýðingar á íslenskum nöfnum, t.d. Wishpering Cliffs í stað nafnsins Hljóðaklettar eða ný nöfn, t.d. Black Sand Beach í stað Reynisfjöru.
Lagt fram til kynningar.

17.Umsókn um stofnun fasteignar (þjóðlendu) - Skíðadalsafrétt

Málsnúmer 201907044Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 10. júlí 2019 óskar forsætisráðuneytið eftir stofnun fasteignar (þjóðlendu), sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingu.
Um er að ræða Skíðadalsafrétt.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og felur sviðsstjóra að stofna þjóðlenduna.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

18.Umsókn um stofnun fasteignar (þjóðlendu) - Hnjótafjall

Málsnúmer 201907045Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 10. júlí 2019 óskar forsætisráðuneytið eftir stofnun fasteignar (þjóðlendu), sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingu.
Um er að ræða Hnjótafjall.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og felur sviðsstjóra að stofna þjóðlenduna.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs