Byggðaráð

712. fundur 16. október 2014 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Viktori Huga Júlíussyni og fleirum; Erindi um uppbyggingu hjólabrettaaðstöðu.

Málsnúmer 201409021Vakta málsnúmer

Á 60. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 18. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Viktori Huga Júlíussyni og fleirum, bréf dagsett þann 24. ágúst 2014, þar sem þess er farið á leit að kannaður verði möguleiki á uppsetningu hjólabrettaaðstöðu í Dalvíkurbyggð.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umsagnar ungmennaráðs og málið verði svo aftur til umfjöllunar ráðsins eftir að umsögn hefur borist.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu máli áfram til skoðunar við starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019.

Byggðarráð er áhugasamt um ofangreint erindi.

2.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Ungmennafélaginu Reynir; sparkvöllur í Árskógi.

Málsnúmer 201409003Vakta málsnúmer

Á 61. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. október 2014 var eftirfarandi bókað:
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur verið í sambandi við forsvarsmenn Reynis og eru þeir að skoða með hvaða hætti þeir geti komið að slíkri framkvæmd sem og staðsetningu. Ekki hafa borist gögn frá Reyni og er því erindinu frestað.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi áfram til skoðunar við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2016-2019.

Byggðarráð er áhugasamt um ofangreint erindi.

3.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Blakfélaginu Rimar; Strandblakvöllur.

Málsnúmer 201409010Vakta málsnúmer

Á 60. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 18. september 2014 var eftirfarandi bókað:

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að leggja til að við gerð starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018 að hugað verði að því að gera ráð fyrir 1,0 m.k. styrk árið 2015 og 1,0 m.kr. styrk árið 2016.

Íþrótta- og æskulýðsráð tekur undir samþykkt byggðarráðs um að fela umhverfisráði að fjalla um tillögur blakfélagsins Rima um staðsetningu á strandblakvöllum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fyrri samþykkt standi óbreytt; þ.e. að gert verði ráð fyrir í starfs- og fjárhagsáætlun 1,0 m.kr. styrk árið 2015 og 1,0 m.kr. styrk árið 2016 og að fela umhverfisráði að fjalla um tillögur blakfélagsins Rima um staðsetningu á strandblakvöllum.

4.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Mótorsportfélagi Dalvíkur; svæði fyrir félagið.

Málsnúmer 201409002Vakta málsnúmer

Á 60. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 18. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Á 254. fundi umhverfisráðs þann 5. september 2014 var eftirfarandi bókað:
5. 201408011 - Innkomið erindi vegna æfingasvæðis fyrir mótorsport.
Til umræðu umsókn mótorsportfélags Dalvíkur um nýtt svæði. Á fundinn mæta forsvarsmenn félagsins.
Umhverfisráð tekur jákvætt í nýja staðsetningu, þó með smávægilegri tilfærslu. Ráðið leggur til að hugmyndin verði kynnt hagsmunaðilum og nágrönnum svæðisins.

Undir þessum lið mættu fjórir forsvarsmenn félagsins.

Lagt fram til kynningar en málið er í vinnslu hjá umhverfisráði.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint, þ.e. að málið er enn á vinnslustigi hvað varðar svæði fyrir félagið.

5.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar; beiðni um rekstrarstyrk 2015.

Málsnúmer 201409012Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 8:43.

Á 60. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 18. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 04.09.2014 að fela formanni byggðarráðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að eiga fund með forsvarsmönnum UMSE fyrir næsta fund byggðarráðs.

Með fundarboði fylgdi minnisblað íþrótta- og æskulýðsfullrúa vegna fundar með fulltrúum UMSE þann 11.09.2014.

Til umræðu ofangreint.

Upplýst var á fundinum að gert er ráð fyrir 1,1 m.kr. styrk til UMSE í tillögu í fjárhagsáætlun 2015.

Hildur Ösp upplýsti um stöðu mála hvað varðar viðræður um að skrifstofa UMSE flytji aðsetur sitt í Dalvíkurbyggð. Einnig hefur verið rætt um útvíkkun á starfi framkvæmdastjóra UMSE þannig að hægt væri að koma fyrir sameiginlegum starfsmanni fyrir þau íþrótta- og æskulýðsfélög í Dalvíkurbyggð sem einna helst þurfa á sérstökum starfsmanni að halda.

Hildur Ösp vék af fundi kl. 8:52.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gert verði ráð fyrir 1,1 m.kr. styrk til UMSE í tillögu að fjárhagsáætlun 2015., Byggðarráð leggur áherslu á að áfram verði viðræður milli Dalvíkurbyggðar og UMSE og stefnt verði að flutningi á skrifstofu UMSE til Dalvíkurbyggðar með mögulegri breyttri samsetningu starfs framkvæmdastjóra í samstarfi við íþrótta- og æskulýðsfélögin í sveitarfélaginu.

6.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Golfklúbbnum Hamar; Möguleg ný staðsetning á nýjum Golfvelli GHD.

Málsnúmer 201409031Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 8:58 vegna vanhæfis.

Á 61. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. október 2014 var eftirfarandi bókað:
Formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, formaður byggðaráðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi áttu fund með forsvarsmönnum GHD 1. október sl. Á þeim fundi lögðu fulltrúar GHD fram greinagerð um stöðuna í dag og hvað sé hægt að gera varðandi uppbyggingu á golfvallarsvæði á Dalvík. Hægt er að byggja nýjan völl og er áætlaður kostnaður við byggingu nýs vallar um 100 milljónir samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Einnig er hægt að fara í að byggja upp golfvöllinn sem er nú til staðar og er gert ráð fyrir að kostnaður við heildaruppbyggingu á sama stað verði álíka mikill og alltaf hætta að áin skemmi áfram neðra svæðið.

Dæmi um kosti við nýja staðsetningu er nálægð við byggð og því hægt að labba á svæðið úr bænum, nálægð við tjaldsvæði og aðra gistingu fyrir ferðamenn. Möguleikar á að gera heildrænt útivistarsvæði samhliða nýjum golfvelli.

Íþrótta- og æskulýðsráð telur eðlilegt að kannaður verði til hlýtar kostnað og hagkvæmni við að færa völlinn. Íþrótta- og æskulýðsráð vísar erindinu til umhverfisráðs til umfjöllunar. Telji umhverfisráð staðsetningu geta komið til greina, leggur íþrótta- og æskulýðsráð til að GHD verði styrkt um allt að 1.500.000 til frekari úttektar og hönnunar á svæðinu árið 2015, með það í huga að kanna hvort uppbygging á þessu svæði sé raunhæfur kostur. Að því loknu mun verða haldinn íbúafundur.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum þá tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs að gera ráð fyrir 1,5 m.kr. í fjárhagsáætlun 2015 með þeim fyrirvara að umhverfisráð á eftir að fjalla um málið sem og með því skilyrði að báðir valkostir verði skoðaðir, þ.e. uppbygging á núverandi golfvelli og ný staðsetning þannig að báðir valkostir verði vegnir og metnir.

Byggðarráð samþykkir einnig samhljóða með 2 atkvæðum að sveitarfélagið áskilur sér þann rétt að koma að vali á aðila sem fenginn verður í úttekt og hönnun á svæðunum.

7.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Golfklúbbnum Hamar; Ósk um endurskoðun á rekstrarstyrk frá Dalvikurbyggð til GHD.

Málsnúmer 201409030Vakta málsnúmer

Á 61. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. október 2014 var eftirfarandi bókað:

Formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, formaður byggðaráðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi áttu fund með forsvarsmönnum GHD 1. október sl. Á þeim fundi gerðu fulltrúar GHD grein fyrir því að miðað við kostnað sem félagið sér fram á að verða fyrir á næstu árum vegna uppbyggingar, viðhalds á tækjabúnaði og þjálfunar yngri iðkenda þá telji þeir nausynlegt að endurskoða það fjármagn sem félagið fær.

Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að félagið verði styrkt um kr. 1.000.000.- til niðurgreiðslu á skuldum félaqsins. Samningur verði svo endurskoðaður í heild sinni á næsta ári samhliða öðrum samningum við íþróttafélögin.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs um viðbótarstyrk að upphæð kr. 1.000.000.

8.Fjárhagsáætlun 2015; Skíðafélag Dalvíkur, framlenging á samstarfssamningi.

Málsnúmer 201403206Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 09:27.

Á 61. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. október 2014 var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði fylgdu drög að viðaukasamningi við Skíðafélagi Dalvíkur. Þar er gert ráð fyrir að gerðar verði breytingar á fyrri samningi þar sem forsendur vegna greiðslna vegna troðaraláns hafa breyst. Gert er ráð fyrir að í stað þess að leggja fram fjármagn vegna troðaraláns, sem nú er uppgreitt, mun skíðafélagið fá samtals 8 millljónir m.a. vegna ráðningar svæðisstjóra og viðhalds skíðasvæðis, sbr. tillögur starfshóps.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samninginn með þremur atkvæðum, með þeirri breytingu að styrkupphæð verði 6 mkr. í stað 8 mkr.

Andrea Ragúels og Íris Hauksdóttir samþykkja ekki samninginn og óska eftir að eftirfarandi sé fært til bókar: Dalvíkurbyggð hefur styrkt Skíðafélagið mikið síðustu ár. Passa þarf jafnræði gagnvart félögunum og að fjármagn sé nýtt á skilvirkan hátt. Við teljum að það hefði átt að taka það skref að ráða sameiginlegan stjórnenda fyrir Golfklúbbinn og Skíðafélagið, þar sem markaðssetning væri hluti af starfsskyldu. Auglýsing Skíðafélagsins eftir rekstrarstjóra teljum við ekki endurspegla þær kröfur sem rétt er að gera til starfsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukasamning við Skíðafélag Dalvíkur að upphæð 7,0 m.kr. til eins árs, sem er framhald á fyrri samningi um sértæka íhlutun, til að greiða fyrir launum og launatengdum gjöldum starfsmanns. Byggðarráð leggur áherslu á að áfram verði skoðað með sameiginlegan starfsmann fyrir íþrótta- og æskulýðsfélögin í sveitarfélaginu.

Í gildi er samningur við Skíðafélag Dalvíkur 2013-2015 en forsendubreytingar hafa orðið á honum vegna láns félagsins vegna troðara. Því koma ekki ofangreindar 7,0 m.kr. til greiðslu á árinu 2015.


Útreikningar:


Greitt af Skíðafélaginu árið 2014 vegna afborgana af troðaraláni
2.679.984

Endurgreitt frá Landbankanum vegna leiðréttingar á troðaraláni
3.746.217

Afgangur hjá Skíðafélaginu 2014 vegna lánsins.
-1.066.233
a)
Troðaralán skv. samningi við Dalvíkurbyggð, árið 2014
6.000.000

Troðaralán skv. samningi við Dalvíkurbyggð, árið 2015
3.500.000

Samtals forsendubreytingar á samningi 2013-2015 vegna troðaraláns
10.566.233

Viðaukasamningur
7.000.000
b)
Lækkun á samningsupphæð árið 2015:
-3.566.233




a) Greitt út árið 2014 upp í viðaukasamning.


b) Samkvæmt samningi 2015 ætti félagið að fá greitt kr.
14.380.000

en fær þá greitt árið 2015:
10.813.767


Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að gera ný drög að viðaukasamningi í samræmi við ofangreindar breytingar.

9.Fjárhagsáætlun 2015; Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; Endurnýjunaráætlun búnaðar málaflokks 06.

Málsnúmer 201408069Vakta málsnúmer

Á 59. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 2. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði fylgdu drög að endurnýjunarætlun fyrir líkamsrækt í íþróttamiðstöð, áætlun um endurnýjun á búnaði í Árskógi sem og ósk um að keyptir séu 2 bílar fyrir vinnuskólann.
Mjög brýnt er að fara í endurnýjun á stólum í Árskógi og er óskað eftir því að keyptir verði 200 stólar. Heildarkostnaður er áætlaður 5.000.000.- Lagt er til að stólarnir verði keyptir á árunum 2015 og 2016, eða 2.500.000 á hvoru ári. Ekki er talið ráðlegt að skipta endurnýjuninni á fleiri ár þar sem afar mikilvægt að þeir séu eins útlits.

Samkvæmt úttekt og endurnýjunaráætlun í líkamsrækt er heildarkostnaður við ný tæki í líkamsrækt um 25.000.000 en gera má ráð fyrir að endingartími sé um 10 ár. Er því óskað eftir því að á áætlun íþróttamiðstöðvar verði kr. 2.500.000 árlega til endurnýjunar.
Bíla vinnuskóla þarf einnig að endurnýja og er lagt til að Eignasjóður kaupi bílana og leigi þá til Vinnuskólans og hugsanlega öðrum stofnunum. Áætlaður kostnaður við kaup á slíkum bílum er kr. 3-3,5 milljónir .
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að unnið verið eftir áætlununum og gert ráð fyrir þeim kostnaði við fjárhagsáætlanagerð 2015.
Jafnframt telur ráðið mikilvægt að sé að keyptar verði bifreiðar að þeirri stærð sem kemur fram í bréfinu og vísar erindinu því til stjórnar Eignasjóðs.

Til umræðu ofangreint.
Byggðarráð frestar afgreiðslu og óskar eftir upplýsingum um bílaeign sveitarfélagsins og ráðstöfun bifreiða.

10.Fjárhagsáætlun 2015-2018; Framkvæmdir og viðhald við sundlaug Dalvíkur.

Málsnúmer 201408097Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fundinn Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 10:38.

Í starfs- og fjárhagsáætlun 2014-2017 var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun 10 m.kr. vegna undirbúnings og hönnunar, 40 m.kr. árið 2015 og 40 m.kr. árið 2016 vegna viðgerða og endurbóta á sundlaugarkari og tækjabúnaði.

Í undirbúningi hafa komið fram fleiri tillögur og upplýsingar um hvað þarf að bæta og því liggur fyrir að þær tölur sem lagt var af stað dekka ekki þá hönnun og tilfærslur sem nú eru á borðinu.

Börkur Þór vék af fundi kl. 10:50.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir nýrri kostnaðaráætlun í samræmi við ofangreint og þá þannig að hugmyndir taki mið að þeim framkvæmdum sem þarf að ráðast í vegna nauðsynlegs viðhalds og endurbóta. Byggðarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að fá kostnaðaráætlun í samræmi við ofangreindar áherslur.

Afgreiðslu frestað sem og umfjöllun og afgreiðslu þeirra liða sem eftir eru á dagskrá og þeim vísað til næsta fundar.

11.Fjárhagsáætlun 2015-2018;Viðbygging við Krílakot.

Málsnúmer 201311112Vakta málsnúmer

Frestað.

12.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201410168Vakta málsnúmer

Frestað.

13.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Gísla, Eiríki og Helga ehf; Ósk um lagfæringar á Sigtúni.

Málsnúmer 201409014Vakta málsnúmer

Frestað.

14.Frá Húsabakka ehf; Fjárhagsáætlun 2015; ábendingar um viðhald.

Málsnúmer 201408038Vakta málsnúmer

Frestað.

15.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Ungmennafélaginu Atla; Samkomuhúsið Höfði í Svarfaðardal; beiðni um aðkomu sveitarfélagsins.

Málsnúmer 201405020Vakta málsnúmer

Frestað.

16.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Dalvíkurkirkju; Fjárhagsáætlun 2015; Beiðni um styrk vegna fasteignagjalda.

Málsnúmer 201408030Vakta málsnúmer

Frestað.

17.Fjárhagsáætlun 2015; Upplýsingamiðstöð; starfsemi 2015.

Málsnúmer 201407047Vakta málsnúmer

Frestað.

18.Fjárhagsáætlun 2015; Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2015; afgreiðslur fagráða.

Málsnúmer 201406109Vakta málsnúmer

Frestað.

19.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Menningarfélaginu Bergi ses; Berg og búnaður í Bergi.

Málsnúmer 201408100Vakta málsnúmer

Frestað.

20.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Menningarfélaginu Bergi ses.;Berg og tónlistarhátíðin Bergmál.

Málsnúmer 201408099Vakta málsnúmer

Frestað.

21.Fjárhagsáætlun 2014 & 2015; Grundargata, 15 á Dalvík vegna sandfoks úr fjörunni.

Málsnúmer 201306068Vakta málsnúmer

Frestað.

22.Fjárhagsáætlun 2015;Frá Elínu Ásu Hreiðarsdóttur; Grundargata 15- Sandfok.

Málsnúmer 201408053Vakta málsnúmer

Frestað.

23.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Björgunarsveitinni Dalvík;Styrkumsókn

Málsnúmer 201409037Vakta málsnúmer

Frestað.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs