Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2015.

Málsnúmer 201406109

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 58. fundur - 01.07.2014

Sviðsstjóri fór yfir komandi starfs- og fjárhagsáætlanagerð. Jafnframt óskaði hún eftir að kjörnir fulltrúar kæmu sem fyrst á framfæri þeim hugmyndum sem þeir kunna að hafa vegna starfs- og fjárhagsáætlanagerðar 2015.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 59. fundur - 02.09.2014

Andrea Ragúels vék að fundi klukkan 09:58.

Sviðsstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu að skiptingu á fjárhagsramma málaflokks 06 á milli deilda:

Fjárhagsrammi 2014 307.343.000

Íþrótta- og æskulýðsráð
5.390.000
Æskulýðsfulltrúi
11.167.000
Heilsueflandi Dalvíkurbyggð
530.000
Leikvellir
-
Sumarnámskeið
100.000
Vinnuskóli
18.000.000
Víkurröst félagsmiðstöð
18.022.000
Íþróttamiðstöð
132.079.000
Rimar
9.857.000
Árskógur
11.824.000
Sundskáli Svardæla
4.000.000
Styrkir v/ æskulýðsmála
101.353.000
Sparkvöllur
1.021.000
Samtals
313.343.000

Málaflokkur 13-70 tjaldsvæði er hluti að málaflokki 13 og hefur ekki verið úthlutað ramma en áætlun tjaldvæðis fyrir árið 2015 er að upphæð 4.600.000 kr.




Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir rammann eins og hann liggur fyrir en úthlutuð upphæð er 6.000.000 kr. umfram ramma sem skýrist að sbr. fundarlið 3 og er því óskað eftir viðbótarfjárveitingu sem því nemur.


Sviðsstjóri og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fóru yfir starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins en forstöðumaður Víkurrastar, Viktor Jónasson, fór yfir starfsáætlun félagmiðstöðvar og sat undir þeim lið fundinn.

Ljóst er að nokkur stór atriði eru enn í óvissu við gerð fjárhagsáætlunar, s.s. uppbygging íþróttasvæðis UMFS, Sundskáli Svarfdæla, rekstur á félagsheimilinu Rimum, framkvæmdir við Sundlaug Dalvíkur og fleira en gert er ráð fyrir 40.000.000 kr. í íþróttasvæðið sbr. 3ja ára áætlun en annað er nokkuð óbreytt frá fyrra ári. Einnig hafa þó nokkur erindi í tengslum við fjárhagsáætlanagerð borist sveitarfélaginu er varðar málaflokkinn en byggðaráð mun taka þau til umfjöllunar á næsta fundi þess.

Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir kostnaði vegna endurnýjunaráætlunar félagsheimilisins í Árskógi og Íþróttamiðstöðinni.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir starfs- og fjarhagsáætlun eins og hún liggur fyrir og vísar henni til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Fræðsluráð - 184. fundur - 10.09.2014

Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs var lögð fyrir.

Sviðsstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu að rammaskiptingu í málaflokki 04:

Fræðsluskrifstofa 27.520.000
Fræðsluráð 1.437.000
Stuðningur 8.756.000
Krílakot
89.882.000
Kátakot
50.877.000
Dagvistun 428.000
Sameiginlegir liðir 750.000
Dalvíkurskóli 333.000.000
Árskógur
87.300.000
Tónlistarskólinn
38.500.000
Frístund
7.012.000
Ferðastyrkur v náms 1.700.000
Umferðaskólinn 100.000
Framhaldsskólar Eyjafjarðar 3.582.000
Námsver
997.000
Samtals
651.841.000

Fræðsluráð samþykkir rammaskiptinguna eins og hún liggur fyrir.

Stjórnendur og sviðsstjóri kynntu helstu þætti starfs- og fjárhagsáætlana sinna deilda.

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson yfirgaf fundinn kl. 10.00

Allar stofnanir leggja fram fjárhagsáætlun sem samsvarar útgefnum fjárhagsramma að Dalvíkurskóla undanskildum.

Í Dalvíkurskóla hefur stöðugildum fækkað um 2 í samræmi við færri nemendur, þrátt fyrir það vantar 5.516.000 kr. til að reksturinn rúmist innan útgefins fjárhagsramma. Það sem er óhefðbundið við áætlunina er að gert er ráð fyrir kaupum á um 25 spjaldtölvum og að húsgögn í einni kennslustofu verða endurnýjuð. Hvort tveggja eru þættir sem þarf að kaupa/endurnýja árlega ef nýta á spjaldtölvur í skólastarfi sem og að vinnuaðstaða nemenda og starfsmanna verði í lagi.

Fjárhagsáætlun tónlistarskóla byggir á áframhaldandi samstarfi við Fjallabyggð um rekstur tónlistarskóla en samningurinn rennur út um áramót.

Óvissa er um flesta kjarasamninga og eru þeir flestir lausir 2015. Áætlun byggir því á þeim samningum sem samþykktir voru fyrir 1. ágúst 2014 en ekki hefur verið tekið tillit til samnings við stjórnendur í leikskólum þar sem ekki hefur verið kosið um hann. Einnig eru tónlistarkennarar samningslausir. Helstu breytingar á fjárhagshlutanum eru þó launahækkanir sem heilt yfir eru hærri en undanfarin ár.

Fræðsluráð samþykkir starfs- og fjárhagsáætlun eins og hún liggur fyrir, óskar eftir viðbótarfjárveitingu að upphæð 5.516.000 kr. fyrir Dalvíkurskóla og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fræðsluráð óskar eftir áframhaldandi samstarfi við Fjallabyggð um rekstur tónlistarskóla en að samningurinn verði ótímabundinn með 3ja mánaða gagnkvæmum uppsagnarfresti. Fræðsluráð óskar jafnframt eftir því við sveitarstjóra að hann vinni málið áfram ásamt sviðsstjóra.

Menningarráð - 46. fundur - 16.09.2014

Undir þessum lið sat Laufey Eiríksdóttir forstöðumaður bóka- og hérðasskjalasafns fundinn. Íris Ólöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður Byggðasafnsins Hvols boðaði forföll.

Sviðsstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu að fjárhagsramma en samþykktur fjárhagsrammi er 84.531.000:

Sameiginlegur kostnaður
2.900.000
Menningarráð
648.000
Bókasafn
23.000.000
Héraðsskjalasafn
8.600.000
Hvoll
9.870.000
Söfn utan Dalvíkurbyggðar
1.050.000
Húsafriðun og fornminjar
100.000
Kaup og viðhald listaverka
100.000
Menningarhús
22.136.000
Fiskidagurinn Mikli
8.000.000
Hátíðarhöld
1.030.000
Framlög- og styrkir
8.020.000
Samtals
85.454.000

Er þessi tillaga því 923.000 kr. umfram heimild.

Menningarráð samþykkir tillögu að rammaskiptingu og að óska eftir 923.000 kr. aukafjárveitingu í rammann.

Farið var yfir starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins.
Laufey Eiríksdóttir óskar eftir 500.000 kr. aukafjárveitingu við ramma Bókasafnsins vegna rangrar launaröðunar sem verður til hækkunar.
Janframframt óskar hún eftir aukafjárveitingu að upphæð 3.500.000 kr. vegna Héraðsskjalasafns Svarfdæla til kaupa á skjalaskápi.

Menningarráð samþykkir starfs- og fjárhagsáætlun 2015 eins og hún liggur fyrir.
Jafnframt óskar það eftir aukafjárveitingu við sveitarstjórn í samræmi við ofangreindar beiðnir að upphæð. 4.923.000 kr.

Byggðaráð - 713. fundur - 17.10.2014

a) Teknar fyrir fundargerðir fagráða fræðslu-og menningarsviðs er varðar tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018 og farið yfir afgreiðslur og beiðnir um viðauka við fjárhagsramma.
b) Trúnaðarmál.

Íþrótta- og æskulýðsráðs, 59. fundur frá 2.9.2014.
Fræðsluráð, 184. fundur frá 10.9.2014.
Menningarráð, 46. fundur frá 16.9.2014.
a) Lagt fram.
b) Bókað í trúnaðarmálabók.