Fjárhagsáætlun 2015;Frá Elínu Ásu Hreiðarsdóttur; Grundargata 15- Sandfok.

Málsnúmer 201408053

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 706. fundur - 04.09.2014

Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 11:44.

Tekið fyrir erindi frá Elínu Ásu Hreiðarsdóttur og Ara Jóni Kjartanssyni, Grundagötu 15, dagsett bréf þann 27. ágúst 2014, þar sem bent er á að frá árinu 2007 er búið að vera viðvarandi sandfok úr fjörinni norðan við húsið og finnt þeim tími til kominn að farið verði í róttækar aðgerðir og fundin varanleg lausn á þessu máli.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfis- og tæknisviðs til skoðunar.

Byggðaráð - 713. fundur - 17.10.2014

Á 706. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Elínu Ásu Hreiðarsdóttur og Ara Jóni Kjartanssyni, Grundagötu 15, dagsett bréf þann 27. ágúst 2014, þar sem bent er á að frá árinu 2007 er búið að vera viðvarandi sandfok úr fjörinni norðan við húsið og finnt þeim tími til kominn að farið verði í róttækar aðgerðir og fundin varanleg lausn á þessu máli.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfis- og tæknisviðs til skoðunar.

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir þeim athugunum sem fram hafa farið um þetta mál. Fram kom að ef vel ætti að vera þá þyrfti að flytja sjóvarnargarðinn og áætlaður kostnaður vegna þessa er um 48 m.kr. samkvæmt áætlun frá Vegagerðinni. Að öllu jöfnu kæmi Vegagerðin að málum með 90% þátttöku í sjóvörnum sem eru á samgönguáætlun. Fram kom að leitað hefur verið eftir þátttöku vegagerðinnar en því hafnað.

Börkur Þór vék af fundi kl. 15:03.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að þær kr. 1.311.000 sem eru á lið 10-40-4396 árið 2015 vegna þessa máls haldi sér sem væri þá 10% framlag Dalvíkurbyggðar á móti 90% framlagi Vegagerðinnar.