Frá leikskólastjóra Krílakots; Viðbygging við Krílakot.

Málsnúmer 201311112

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 681. fundur - 07.11.2013

Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots og Kátakots, bréf dagsett þann 5. nóvember 2013, þar sem leikskólastjóri vísar til frumvarps að starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014-2017 þar sem gert er ráð fyrir að viðbyggingu við Krílakot verði dreift á árin 2016 og 2017. Leikskólastjóri vonar að ákvörðun varðandi viðbyggingu við Krílakot verði tekin að mjög svo ígrunduðu máli og verði ekki breytt heldur frekar lögð áhersla á að hefja undirbúning árið 2015 og halda fyrri áætlun um byggingu árið 2016. Í starfsáætlun fræðslu- og menningarsviðs með tillögu að fjárhagsáætlun 2014-2017 segir; Sameining Káta- og Krílakots, stefnt er að viðbyggingu við Krílakot árið 2016 og að húsnæði Kátakots verði selt. Fagleg samræming á starfi, námskrám og öðrum gögnum mun eiga sér stað á tímabilinu þar til þetta verður einn og sami skólinn.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til skoðunar hjá umhverfis- og tæknisviði, í samvinnu við leikskólastjóra, þ.e. hvað varðar þá möguleika að framkvæmdin rúmist innan eins árs.

Fræðsluráð - 177. fundur - 13.11.2013

Með fundarboði fylgdi bréf frá skólastjóra Káta- og Krílakots. Fræðsluráð ræddi stöðu mála varðandi sameiningu Krílakots og Kátakots og nýbyggingu við Krílakot. Í drögum að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar, sem samþykkt var til seinni umræðu, kemur fram að viðbyggingunni yrði skipt á 2 ár, þ.e. 2016 og 2017. Það er því seinkun á verkinu miðað við það sem áður var gert ráð fyrir.
Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri Krílakots og Kátakots gerði grein fyrir bréfi sem hún sendi frá sér varðandi seinkun á framkvæmdinni. Bréfið hefur verið tekið fyrir í byggðaráði og var skólastjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs falið að fara betur ofan í málið. Drífa upplýsti að sá fundur hafi átt sér stað og tillaga hafi komið frá þeim þess efnis að undirbúningur hefjist 2014 og framkvæmdir verði 2015 og 2016, verklok verði því í byrjun ágúst 2016. Fræðsluráð leggur mikla áherslu á að framkvæmd á viðbyggingu við Krílakot verði ekki seinkað um ár og að framkvæmdum verði lokið árið 2016.

Fræðsluráð - 184. fundur - 10.09.2014

Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri og Drífa Þórarinsdóttir leikskólastjóri fóru yfir drög að teikningum vegna viðbyggingar við Krílakot en húsnæðið er hannað fyrir um 110 börn. Farið var yfir vinnuferlið og forsendur en Fanney Hauksdóttir er arkitekt verksins.

Fræðsluráð lýsir yfir ánægju sinni með teikningarnar og leggur áherslu á mikilvægi þess að framkvæmdum ljúki á þeim tíma sem áætlað er.

Byggðaráð - 713. fundur - 17.10.2014

Á 184. fundi fræðsluráðs þann 10. september 2014 var eftirfarandi bókað:

Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri og Drífa Þórarinsdóttir leikskólastjóri fóru yfir drög að teikningum vegna viðbyggingar við Krílakot en húsnæðið er hannað fyrir um 110 börn. Farið var yfir vinnuferlið og forsendur en Fanney Hauksdóttir er arkitekt verksins.

Fræðsluráð lýsir yfir ánægju sinni með teikningarnar og leggur áherslu á mikilvægi þess að framkvæmdum ljúki á þeim tíma sem áætlað er.

Samkvæmt starfs- og fjárhagsáætlun 2014-2017 er gert ráð fyrir 17,0 m.kr. vegna undirbúnings og hönnunar árið 2014, 76,5 m.kr. árið 2015 og 76,5 m.kr. árið 2016, alls 170 m.kr.

Áætlaður heildarkostnaður vegna viðbyggingar er nú um 207 m.kr., þarf af 17 m.kr. vegna hönnunar sem fellur til árið 2014. Hækkunin er því um 36,7 m.kr.

Börkur Þór kynnti tillögu að áfangaskiptingu og samkvæmt henni er lagt til að árið 2015 verði farið í 70% af framkvæmdinni eða kr. 132,8 m.kr. og 30% af framkvæmdinni árið 2016 eða um 56,9 m.kr.

Fyrir liggur einnig beiðni frá leikskólastjóra um búnað árið 2016 að upphæð kr. 7.345.000, þar af 5,0 m.kr. vegna eldhúss, og kr. 2.000.000 árið 2017 vegna stóla.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sett verði á starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018 eftirfarandi:
Vegna viðbyggingar við Krílakot

Árið 2015 132,8 m.kr.
Árið 2016 56,9 m.kr.

Vegna búnaðar vegna breytinganna:

Árið 2015 7,3 m.kr.
Árið 2016 2,0 m.kr.

Fræðsluráð - 186. fundur - 22.10.2014

Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri Kátakots og Krílakots fór yfir og kynnti nýjustu tillögu að teikningu af viðbyggingu við Krílakot.

Byggðaráð hefur samþykkt að farið verði í fyrirhugaðar framkvæmdir á árunum 2015 og 2016 og bíður sú ákvörðun afgreiðslu sveitarstjórnar.

Byggðaráð - 715. fundur - 30.10.2014

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs, Fanney Hauksdóttir, arkitekt hjá AVH, Anton Örn Brynjarsson, byggingaverkfræðingur hjá AVH, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 8:15.

Á 713. fundi byggðarráðs þann 17. október s.l. var eftirfarandi samþykkt:
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sett verði á starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018 eftirfarandi:
Vegna viðbyggingar við Krílakot

Árið 2015 132,8 m.kr.
Árið 2016 56,9 m.kr.

Vegna búnaðar vegna breytinganna:

Árið 2015 7,3 m.kr.
Árið 2016 2,0 m.kr.

Á fundinum var farið yfir drög að teikningum vegna viðbyggingar við Krílakot en húsnæðið er hannað fyrir um 110 börn. Farið var yfir vinnuferlið og forsendur.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs í samvinnu við AHV að vinna úr þeim hugmyndum sem fram komu á fundinum.

Byggðaráð - 716. fundur - 06.11.2014

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Drífa Þórarinsdóttir, leikskólastjóri Krílakots og Kátakots, kl. 13:00.

Á 715. fundi byggðarráðs þann 30. október 2014 var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs, Fanney Hauksdóttir, arkitekt hjá AVH, Anton Örn Brynjarsson, byggingaverkfræðingur hjá AVH og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 8:15.

Á 713. fundi byggðarráðs þann 17. október s.l. var eftirfarandi samþykkt:
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sett verði á starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018 eftirfarandi:
Vegna viðbyggingar við Krílakot

Árið 2015 132,8 m.kr.
Árið 2016 56,9 m.kr.

Vegna búnaðar vegna breytinganna:

Árið 2015 7,3 m.kr.
Árið 2016 2,0 m.kr.

Á fundinum var farið yfir drög að teikningum vegna viðbyggingar við Krílakot en húsnæðið er hannað fyrir um 110 börn. Farið var yfir vinnuferlið og forsendur.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs í samvinnu við AHV að vinna úr þeim hugmyndum sem fram komu á fundinum.

Þær hugmyndir sem komu fram á fundinum voru eftirfarandi:
Er mögulegt að minnka fjölda fermetra hvað varðar viðbyggingu við Krílakot án þess að það komi niður á rými fyrir starfsmenn og nemendur. Tilgangurinn væri að lækka framkvæmdarkostnað.
Er skynsamlegra til lengri tíma að byggja leikskólann (Krílakot og Kátakot) við húsnæði Dalvíkurskóla og hvað myndi það mögulega kosta ?
Er mögulegt að samnýta eitthvað af því húsnæði sem er nú þegar til staðar ?

Fram kom einnig á fundinum þann 30. október s.l. að skipting framkvæmdanna á tvö ár er nær 50% / 50% en 70% / 30% eins og gengið var út frá.

Drífa gerði grein fyrir þeirri vinnu og forsendum er liggja að baki tillögu að viðbyggingu við Krílakot.

Til umræðu ofangreint.

Drífa vék af fundi kl.14:00.
Lagt fram.

Fræðsluráð - 187. fundur - 25.11.2014

Kynntar voru teikningar eins og þær líta út núna en framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins bíður afgreiðslu sveitarstjórnar. Áætlunin gerir ráð fyrir að viðbyggingin verði tilbúin síðari hluta árs 2016. Skólastjóri benti á að enn þurfi að gera breytingar á teikningunum en þær eru minniháttar.

Byggðaráð - 721. fundur - 18.12.2014

Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 12. desember 2014 frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs þar sem meðfylgjandi eru í viðhengi nýjustu teikningar af viðbyggingu við Krílakot sem væntanlega verða lokateikningar. Upplýst er að stærð viðbyggingar hefur örlítið stækkað, eða um 7 m2.

Næstu skerf eru að fá hönnuði til að fara á fullt í áframhaldandi hönnun.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 260. fundur - 06.02.2015

Til kynningar meðferð skipulags vegna viðbyggingar

Umhverfisráð leggur til að viðbyggingin verði grendarkynnt í sveitarfélaginu og í framhaldi af því svæðið deiliskipulagt.

Umhverfisráð - 261. fundur - 13.03.2015

Til kynningar niðurstöður grenndarkynningar vegna viðbyggingar við Krílakot
Umhverfisráð þakkar innsendar ábendingar og felur sviðsstjóra að koma þeim á framfæri við hönnuð hússins ásamt ábendingum ráðsins.

Byggðaráð - 729. fundur - 26.03.2015

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 23. mars 2015, þar sem fram kemur ósk um stofnun stýrihóps / rýnihóps vegna viðbyggingar við Krílakot en samkvæmt samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar skal byggðaráð taka ákvörðun um skipun og samsetningu vinnuhópa. Jafnframt þarf að liggja fyrir hvort vinnuhópar séu launaðir. Sviðsstjóri telur mikilvægt að slíkur hópur sé skipaður hið fyrsta þar sem fyrir liggur að taka þurfi ákvarðandir um hin ýmsu atriði sem snúa að frágangi viðbyggingarinnar áður en til útboðs kemur.Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að eftirtaldir skipi stýrihópinn:

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.

Haukur A. Gunnarsson, formaður umhverfisráðs.

Drífa Þórarinsdóttir, leikskólastjóri.

Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri.Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að formaður umhverfisráðs fá greitt fyrir fundi en aðrir í hópnum eru starfsmenn sveitarfélagsins. Kappkosta skal að halda fundi á dagvinnutíma.

Fræðsluráð - 192. fundur - 13.05.2015

Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri Krílakots og Kátakots upplýsti fræðsluráð um stöðu mála í tengslum við viðbygginguna en verkið er nú í útboðsferli.

Byggðaráð - 736. fundur - 28.05.2015

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 14:06.Þriðjudaginn 26. maí s.l. kl. 11:00 voru opnuð tilboð í viðbyggingu Krílakots. Eitt tilboð barst í verkið frá Tréverki að upphæð kr. 198.200.282 með virðisaukaskatti.Samkvæmt fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar er gert ráð fyrir kr. 88.200.000 árið 2015 vegna áfanga 1 og kr. 72.164.000 árið 2016 vegna áfanga 2, eða alls kr. 160.364.000.Í nýrri kostnaðaráætlun AVH er verkið áætlað kr. 167.315.113 með vsk en þá vantar að gera ráð fyrir kostnaði vegna lýsingu kr. 1.500.000 og kostnaði við inntök, byggingarleyfi, gatnagerðargjöld og skipulagsgjald að upphæð kr. 5.364.000 en sá kostnaður var ekki inni kostnaðaráætlun AVH né hluti af tilboði Tréverks. Alls áætlaður kostnaður kr. 174.179.113.Mismunar á upphæðum í fjárhagsáætlun og tilboði með kostnaði að upphæð kr. 5.364.000 er því kr. 43.200.282 eða 26,9% en 16,87% þegar tekið er tillit til nýrrar kostnaðaráætlunar.

Til umræðu ofangrient.Börkur Þór vék af fundi kl. 14:19.
Afgreiðslu frestað og byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela byggingarnefnd viðbyggingar Krílakots að fara yfir ofangreint og koma með tillögu.

Byggðaráð - 737. fundur - 11.06.2015

Á 729. fundi byggðaráðs þann 26. mars 2015 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 23. mars 2015, þar sem fram kemur ósk um stofnun stýrihóps / rýnihóps vegna viðbyggingar við Krílakot en samkvæmt samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar skal byggðaráð taka ákvörðun um skipun og samsetningu vinnuhópa. Jafnframt þarf að liggja fyrir hvort vinnuhópar séu launaðir. Sviðsstjóri telur mikilvægt að slíkur hópur sé skipaður hið fyrsta þar sem fyrir liggur að taka þurfi ákvarðandir um hin ýmsu atriði sem snúa að frágangi viðbyggingarinnar áður en til útboðs kemur.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að eftirtaldir skipi stýrihópinn: Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs. Haukur A. Gunnarsson, formaður umhverfisráðs, Drífa Þórarinsdóttir, leikskólastjóri, Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að formaður umhverfisráðs fá greitt fyrir fundi en aðrir í hópnum eru starfsmenn sveitarfélagsins. Kappkosta skal að halda fundi á dagvinnutíma."Sveitarstjóri leggur til að Guðmundur St. Jónsson taki sæti í byggingarnefnd Krílakots.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu.

Byggðaráð - 739. fundur - 25.06.2015

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 8:15.Á 736. fundi byggðaráðs þann 28. maí s.l. var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 14:06. Þriðjudaginn 26. maí s.l. kl. 11:00 voru opnuð tilboð í viðbyggingu Krílakots. Eitt tilboð barst í verkið frá Tréverki að upphæð kr. 198.200.282 með virðisaukaskatti. Samkvæmt fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar er gert ráð fyrir kr. 88.200.000 árið 2015 vegna áfanga 1 og kr. 72.164.000 árið 2016 vegna áfanga 2, eða alls kr. 160.364.000. Í nýrri kostnaðaráætlun AVH er verkið áætlað kr. 167.315.113 með vsk en þá vantar að gera ráð fyrir kostnaði vegna lýsingu kr. 1.500.000 og kostnaði við inntök, byggingarleyfi, gatnagerðargjöld og skipulagsgjald að upphæð kr. 5.364.000 en sá kostnaður var ekki inni kostnaðaráætlun AVH né hluti af tilboði Tréverks. Alls áætlaður kostnaður kr. 174.179.113. Mismunar á upphæðum í fjárhagsáætlun og tilboði með kostnaði að upphæð kr. 5.364.000 er því kr. 43.200.282 eða 26,9% en 16,87% þegar tekið er tillit til nýrrar kostnaðaráætlunar. Til umræðu ofangrient. Börkur Þór vék af fundi kl. 14:19.

Afgreiðslu frestað og byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela byggingarnefnd viðbyggingar Krílakots að fara yfir ofangreint og koma með tillögu."

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kynnti fyrirliggjandi drög að samningi við Tréverk um viðbyggingu við Krílakots á a) grundvelli tilboðs, b) kostnaðaráætlunar og c) þeirra breytingar sem gerðar hafa verið í byggingarnefnd. Samningsfjárhæðin er kr. 166.985.267,-.Börkur Þór vék af fundi kl. 09:08.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum drög að samningi við Tréverk eins og hann liggur fyrir og veitir heimild til þess að ganga frá samningi.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fá fyrir næsta fund byggðaráðs nákvæma skiptingu niður ár áhrif á fjárhagsáætlun með tilliti til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.