Fjárhagsáætlun 2015; Frá Gísla, Eiríki og Helga ehf.; Ósk um lagfæringar á Sigtúni.

Málsnúmer 201409014

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 706. fundur - 04.09.2014

Tekið fyrir erindi frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., bréf dagsett þann 1. september 2014, þar sem óskað er eftir lagfæringum á húseigninni Sigtúni, Grundargötu 1, þar sem kaffihús Bakkabræðra er staðsett.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs til umfjöllunar og til umhverfis- og tæknisviðs/Eignasjóðs til skoðunar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir við menningarráð að skoða hlutverk samningsaðila varðandi viðhald.

Menningarráð - 46. fundur - 16.09.2014

Tekið var fyrir erindi, dagsett 1. september 2014, frá Kristínu Símonardóttur, um lagfæringar á húseigninni Sigtúni, þar sem kaffihús Bakkabræðra er staðsett.

Menningarráð óskar eftir því við umhverfis- og tæknisvið að það kostnaðarmeti punkta 1-4 en punkt 5 telur ráðið ekki vera Dalvíkurbyggðar.
Jafnframt óskar menningarráð eftir að forsvarsmaður Bakkabræðrasetursins, Aðalheiður Símonardóttir, komi á næsta fund ráðsins til að ræða framgang samningsins.

Byggðaráð - 713. fundur - 17.10.2014

Á 46. fundi menningarráðs þann 16. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Tekið var fyrir erindi, dagsett 1. september 2014, frá Kristínu Símonardóttur, um lagfæringar á húseigninni Sigtúni, þar sem kaffihús Bakkabræðra er staðsett.

Menningarráð óskar eftir því við umhverfis- og tæknisvið að það kostnaðarmeti punkta 1-4 en punkt 5 telur ráðið ekki vera Dalvíkurbyggðar.

Jafnframt óskar menningarráð eftir að forsvarsmaður Bakkabræðrasetursins, Aðalheiður Símonardóttir, komi á næsta fund ráðsins til að ræða framgang samningsins.
Lagt fram.