Upplýsingamiðstöð; skýrsla starfsmanns um starfssemina 2014.

Málsnúmer 201407047

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 2. fundur - 03.09.2014

Valgerður Björg Stefánsdóttir, starfsmaður upplýsingamiðstöðvar, kom á fundinn kl. 13:08 og kynnti skýrslu upplýsingamiðstöðvar fyrir sumarið 2014. Valgerður fór yfir helstu verkefni, fjöldatölur, þjóðerni þeirra sem nýttu sér upplýsingamiðstöðina og fleira.

Valgerður fór út af fundi kl. 13:46.
Lagt fram.

Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að óska eftir viðræðum við menningarráð um starfsemi Upplýsingarmiðstöðvar í Bókasafni Dalvíkurbyggðar og felur formanni ráðsins og Upplýsingafulltrúa að fara á fund menningarráðs.

Menningarráð - 46. fundur - 16.09.2014

Undir þessum lið sátu Freyr Antonsson formaður atvinnumála- og kynningarráðs og Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar.

Með fundarboði fylgdi skýrsla starfsmanns um starfsemi upplýsingarmiðstöðvar 2014.

Rætt var um starfsemi næsta árs og umræða um hvort hlutverk bókasafnsins geti jafnframt verið að sjá um upplýsingamiðstöð sveitarfélagsins.

Menningarráð felur upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra að ræða við forstöðumann Bókasafns um þessar hugmyndir.

Atvinnumála- og kynningarráð - 3. fundur - 15.10.2014

Á 2. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 3. september 2014 var eftirfarandi bókað:

Valgerður Björg Stefánsdóttir, starfsmaður upplýsingamiðstöðvar, kom á fundinn kl. 13:08 og kynnti skýrslu upplýsingamiðstöðvar fyrir sumarið 2014. Valgerður fór yfir helstu verkefni, fjöldatölur, þjóðerni þeirra sem nýttu sér upplýsingamiðstöðina og fleira.

Valgerður fór út af fundi kl. 13:46.
Lagt fram.

Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að óska eftir viðræðum við menningarráð um starfsemi Upplýsingarmiðstöðvar í Bókasafni Dalvíkurbyggðar og felur formanni ráðsins og Upplýsingafulltrúa að fara á fund menningarráðs.
Formaður ráðsins og upplýsingafulltrúi fóru yfir það sem fram kom á fundi menningarráðs og upplýstu um næstu skref.

Byggðaráð - 713. fundur - 17.10.2014

Á 46. fundi menningarráðs þann 16. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið sátu Freyr Antonsson formaður atvinnumála- og kynningarráðs og Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar.

Með fundarboði fylgdi skýrsla starfsmanns um starfsemi upplýsingarmiðstöðvar 2014.

Rætt var um starfsemi næsta árs og umræða um hvort hlutverk bókasafnsins geti jafnframt verið að sjá um upplýsingamiðstöð sveitarfélagsins.

Menningarráð felur upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra að ræða við forstöðumann Bókasafns um þessar hugmyndir.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að málið er enn í skoðun.
Lagt fram.

Byggðaráð - 715. fundur - 30.10.2014

Á 713. fundi byggðarráðs þann 17. október s.l. var eftirfarandi bókað:
Á 46. fundi menningarráðs þann 16. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið sátu Freyr Antonsson formaður atvinnumála- og kynningarráðs og Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar.

Með fundarboði fylgdi skýrsla starfsmanns um starfsemi upplýsingarmiðstöðvar 2014.

Rætt var um starfsemi næsta árs og umræða um hvort hlutverk bókasafnsins geti jafnframt verið að sjá um upplýsingamiðstöð sveitarfélagsins.

Menningarráð felur upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra að ræða við forstöðumann Bókasafns um þessar hugmyndir.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að málið er enn í skoðun.
Lagt fram.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti um fund upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs með forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns varðandi ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 722. fundur - 08.01.2015

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs kl. 13:00 Laufey Eíríksdóttir, forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns, Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi.

Á 715. fundi byggðarráðs þann 30. október s.l. var eftirfarandi bókað:
713. fundi byggðarráðs þann 17. október s.l. var eftirfarandi bókað:
Á 46. fundi menningarráðs þann 16. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið sátu Freyr Antonsson formaður atvinnumála- og kynningarráðs og Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar.

Með fundarboði fylgdi skýrsla starfsmanns um starfsemi upplýsingarmiðstöðvar 2014.

Rætt var um starfsemi næsta árs og umræða um hvort hlutverk bókasafnsins geti jafnframt verið að sjá um upplýsingamiðstöð sveitarfélagsins.

Menningarráð felur upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra að ræða við forstöðumann Bókasafns um þessar hugmyndir.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að málið er enn í skoðun.
Lagt fram.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti um fund upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs með forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns varðandi ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

Til umræðu ofangreint.
Laufey og Margrét viku af fundi kl. 13:30.
Lagt fram til kynningar.
Upplýsingafulltrúa falið að ræða við forsvarmenn Ferðatrölla í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð - 726. fundur - 12.02.2015

Á 722. fundi byggðarráðs þann 9. janúar 2015 var til umfjöllunar starfsemi Upplýsingamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar í Bergi en samkvæmt starfs- og fjárhagsáætlun 2015 er gert ráð fyrir sama fyrirkomulagi og var árið 2014. Upplýsingafulltrúa var falið að ræða við forsvarsmenn Ferðatrölla í samræmi við umræður á fundinum. Í forföllum Upplýsingafulltrúa upplýsti sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs að Upplýsingafulltrúi hefur haft samband við formann Ferðatrölla.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir þeim atriðum er varða starfssemi Upplýsingarmiðstöðvar sem fram komu á fundi Atvinnumála- og kynningarráðs þann 4. febrúar s.l. með aðilum er starfa í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að bæta við einum mánuði hvað varðar opununartíma Upplýsingarmiðstöðvar þannig að gert verði ráð fyrir opnun júní - september og/eða eða í 4 mánuði og felur sviðsstjóra og Upplýsingafulltrúa að leggja fyrir byggðarráð útfærslu og beiðni um viðbótarheimild.

Byggðaráð - 727. fundur - 26.02.2015

Á 726. fundi byggðarráðs þann 12. febrúar s.l. var meðal annars eftirfarandi bókað:

"Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að bæta við einum mánuði hvað varðar opununartíma Upplýsingarmiðstöðvar þannig að gert verði ráð fyrir opnun júní - september og/eða eða í 4 mánuði og felur sviðsstjóra og Upplýsingafulltrúa að leggja fyrir byggðarráð útfærslu og beiðni um viðbótarheimild."



Með fundarboði byggðarráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 394.944 vegna launa- og launatengdra gjalda, deild 13-60. Gerður er fyrirvari um opnunartíma júní - september þar sem ekki liggur fyrir hver verður ráðinn í starfið.



Upplýsingafulltrúi upplýsti á fundinum að búið er að ræða við forstöðumann bóka- og héraðsskjalasafns um áframhaldandi samstarf sem og framkvæmdastjóra Bergs.



Margrét vék af fundi kl. 14:09.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 394.000 á deild 13-60 og lækkun á lið 21-40-4391 á móti.

Atvinnumála- og kynningarráð - 8. fundur - 11.03.2015

Á 727. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar var eftirfarandi bókað:



Á 726. fundi byggðarráðs þann 12. febrúar s.l. var meðal annars eftirfarandi bókað:

"Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að bæta við einum mánuði hvað varðar opununartíma Upplýsingarmiðstöðvar þannig að gert verði ráð fyrir opnun júní - september og/eða eða í 4 mánuði og felur sviðsstjóra og Upplýsingafulltrúa að leggja fyrir byggðarráð útfærslu og beiðni um viðbótarheimild."



Með fundarboði byggðarráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 394.944 vegna launa- og launatengdra gjalda, deild 13-60. Gerður er fyrirvari um opnunartíma júní - september þar sem ekki liggur fyrir hver verður ráðinn í starfið.



Upplýsingafulltrúi upplýsti á fundinum að búið er að ræða við forstöðumann bóka- og héraðsskjalasafns um áframhaldandi samstarf sem og framkvæmdastjóra Bergs.



Margrét vék af fundi kl. 14:09.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 394.000 á deild 13-60 og lækkun á lið 21-40-4391 á móti.



Til upplýsingar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 9. fundur - 01.04.2015

Á 8. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað:



"Á 727. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar var eftirfarandi bókað:



Á 726. fundi byggðarráðs þann 12. febrúar s.l. var meðal annars eftirfarandi bókað:

"Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að bæta við einum mánuði hvað varðar opununartíma Upplýsingarmiðstöðvar þannig að gert verði ráð fyrir opnun júní - september og/eða eða í 4 mánuði og felur sviðsstjóra og Upplýsingafulltrúa að leggja fyrir byggðarráð útfærslu og beiðni um viðbótarheimild."



Með fundarboði byggðarráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 394.944 vegna launa- og launatengdra gjalda, deild 13-60. Gerður er fyrirvari um opnunartíma júní - september þar sem ekki liggur fyrir hver verður ráðinn í starfið.



Upplýsingafulltrúi upplýsti á fundinum að búið er að ræða við forstöðumann bóka- og héraðsskjalasafns um áframhaldandi samstarf sem og framkvæmdastjóra Bergs.



Margrét vék af fundi kl. 14:09.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 394.000 á deild 13-60 og lækkun á lið 21-40-4391 á móti. "





Til upplýsingar.



Upplýsingafulltrúi og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýstu ráðið um stöðu ráðningarmála en auglýst var eftir starfsmanni í 70% starfshlutfall í 4 mánuði.
Lagt fram til kynningar.