Fjárhagsáætlun 2015; Frá Menningarfélaginu Bergi ses.; Berg og tónlistarhátíðin Bergmál.

Málsnúmer 201408099

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 706. fundur - 04.09.2014

Tekið fyrir erindi frá Menningarfélaginu Bergi ses., rafbréf dagsett þann 29. ágúst 2014, þar sem óskað er eftir föstum styrktarsamnings vegna tónlistarhátíðarinnar Bergmáls, til dæmis til þriggja ára með allt að kr. 300.000 árlegum styrk.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að óska eftir frekari gögnum og upplýsingum um ofangreint erindi í samræmi við reglur sveitarfélagsins almennt um umsóknir og vísar erindinu til menningarráðs til umfjöllunar þegar umbeðin gögn liggja fyrir.

Menningarráð - 46. fundur - 16.09.2014

Tekið var fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Bergs, Grétu Arngrímsdóttur, þar sem óskað er eftir rekstrarsamningi t.d. til þriggja ára vegna tónlistarhátíðarinnar Bergmáls. Áður hafði borist erindi sama eðlis frá forsvarsmönnum hátíðarinnar.

Menningarráð samþykkir að styrkja hátíðina um 200.000 kr. á ári, árin 2015 og 2016 á sömu forsendum og hátíðin hefur verið haldin og vísar því á lið menningarsjóðsins 05-81-9145.

Byggðaráð - 713. fundur - 17.10.2014

Tekið var fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Bergs, Grétu Arngrímsdóttur, þar sem óskað er eftir rekstrarsamningi t.d. til þriggja ára vegna tónlistarhátíðarinnar Bergmáls. Áður hafði borist erindi sama eðlis frá forsvarsmönnum hátíðarinnar.
Á 46. fundi menningarráðs þann 16. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Menningarráð samþykkir að styrkja hátíðina um 200.000 kr. á ári, árin 2015 og 2016 á sömu forsendum og hátíðin hefur verið haldin og vísar því á lið menningarsjóðsins 05-81-9145.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.