Endurnýjunaráætlun búnaðar málaflokks 06

Málsnúmer 201408069

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 59. fundur - 02.09.2014

Með fundarboði fylgdu drög að endurnýjunarætlun fyrir líkamsrækt í íþróttamiðstöð, áætlun um endurnýjun á búnaði í Árskógi sem og ósk um að keyptir séu 2 bílar fyrir vinnuskólann.
Mjög brýnt er að fara í endurnýjun á stólum í Árskógi og er óskað eftir því að keyptir verði 200 stólar. Heildarkostnaður er áætlaður 5.000.000.- Lagt er til að stólarnir verði keyptir á árunum 2015 og 2016, eða 2.500.000 á hvoru ári. Ekki er talið ráðlegt að skipta endurnýjuninni á fleiri ár þar sem afar mikilvægt að þeir séu eins útlits.

Samkvæmt úttekt og endurnýjunaráætlun í líkamsrækt er heildarkostnaður við ný tæki í líkamsrækt um 25.000.000 en gera má ráð fyrir að endingartími sé um 10 ár. Er því óskað eftir því að á áætlun íþróttamiðstöðvar verði kr. 2.500.000 árlega til endurnýjunar.
Bíla vinnuskóla þarf einnig að endurnýja og er lagt til að Eignasjóður kaupi bílana og leigi þá til Vinnuskólans og hugsanlega öðrum stofnunum. Áætlaður kostnaður við kaup á slíkum bílum er kr. 3-3,5 milljónir .
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að unnið verið eftir áætlununum og gert ráð fyrir þeim kostnaði við fjárhagsáætlanagerð 2015.
Jafnframt telur ráðið mikilvægt að sé að keyptar verði bifreiðar að þeirri stærð sem kemur fram í bréfinu og vísar erindinu því til stjórnar Eignasjóðs.

Byggðaráð - 712. fundur - 16.10.2014

Á 59. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 2. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði fylgdu drög að endurnýjunarætlun fyrir líkamsrækt í íþróttamiðstöð, áætlun um endurnýjun á búnaði í Árskógi sem og ósk um að keyptir séu 2 bílar fyrir vinnuskólann.
Mjög brýnt er að fara í endurnýjun á stólum í Árskógi og er óskað eftir því að keyptir verði 200 stólar. Heildarkostnaður er áætlaður 5.000.000.- Lagt er til að stólarnir verði keyptir á árunum 2015 og 2016, eða 2.500.000 á hvoru ári. Ekki er talið ráðlegt að skipta endurnýjuninni á fleiri ár þar sem afar mikilvægt að þeir séu eins útlits.

Samkvæmt úttekt og endurnýjunaráætlun í líkamsrækt er heildarkostnaður við ný tæki í líkamsrækt um 25.000.000 en gera má ráð fyrir að endingartími sé um 10 ár. Er því óskað eftir því að á áætlun íþróttamiðstöðvar verði kr. 2.500.000 árlega til endurnýjunar.
Bíla vinnuskóla þarf einnig að endurnýja og er lagt til að Eignasjóður kaupi bílana og leigi þá til Vinnuskólans og hugsanlega öðrum stofnunum. Áætlaður kostnaður við kaup á slíkum bílum er kr. 3-3,5 milljónir .
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að unnið verið eftir áætlununum og gert ráð fyrir þeim kostnaði við fjárhagsáætlanagerð 2015.
Jafnframt telur ráðið mikilvægt að sé að keyptar verði bifreiðar að þeirri stærð sem kemur fram í bréfinu og vísar erindinu því til stjórnar Eignasjóðs.

Til umræðu ofangreint.
Byggðarráð frestar afgreiðslu og óskar eftir upplýsingum um bílaeign sveitarfélagsins og ráðstöfun bifreiða.

Byggðaráð - 713. fundur - 17.10.2014

Á 712. fundi byggðarráðs þann 16. október s.l. var eftirfarandi bókað:

Á 59. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 2. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði fylgdu drög að endurnýjunarætlun fyrir líkamsrækt í íþróttamiðstöð, áætlun um endurnýjun á búnaði í Árskógi sem og ósk um að keyptir séu 2 bílar fyrir vinnuskólann.
Mjög brýnt er að fara í endurnýjun á stólum í Árskógi og er óskað eftir því að keyptir verði 200 stólar. Heildarkostnaður er áætlaður 5.000.000.- Lagt er til að stólarnir verði keyptir á árunum 2015 og 2016, eða 2.500.000 á hvoru ári. Ekki er talið ráðlegt að skipta endurnýjuninni á fleiri ár þar sem afar mikilvægt að þeir séu eins útlits.

Samkvæmt úttekt og endurnýjunaráætlun í líkamsrækt er heildarkostnaður við ný tæki í líkamsrækt um 25.000.000 en gera má ráð fyrir að endingartími sé um 10 ár. Er því óskað eftir því að á áætlun íþróttamiðstöðvar verði kr. 2.500.000 árlega til endurnýjunar.
Bíla vinnuskóla þarf einnig að endurnýja og er lagt til að Eignasjóður kaupi bílana og leigi þá til Vinnuskólans og hugsanlega öðrum stofnunum. Áætlaður kostnaður við kaup á slíkum bílum er kr. 3-3,5 milljónir .
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að unnið verið eftir áætlununum og gert ráð fyrir þeim kostnaði við fjárhagsáætlanagerð 2015.
Jafnframt telur ráðið mikilvægt að sé að keyptar verði bifreiðar að þeirri stærð sem kemur fram í bréfinu og vísar erindinu því til stjórnar Eignasjóðs.

Til umræðu ofangreint.

Byggðarráð frestar afgreiðslu og óskar eftir upplýsingum um bílaeign sveitarfélagsins og ráðstöfun bifreiða.

Milli funda fékk byggðarráð og sveitarstjóri yfirlit frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs yfir bifreiðar í eigu sveitarfélagsins og ráðstöfun á þeim.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að sett verði á starfs- og fjárhagsáætlun heimild til kaupa á einum bíl fyrir vinnuskóla, kr. 1.750.000, og hugað að verði að því hvort vinnuskóli geti fengið afnot yfir sumartímann af öðrum bifreiðum á vegum sveitarfélagsins, s.s. bifreiðum veitna.