Fjárhagsáætlun 2015; Frá Dalvíkurkirkju; Beiðni um styrk vegna fasteignagjalda.

Málsnúmer 201408030

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 706. fundur - 04.09.2014

Kristján Guðmundsson kom að nýju á fundinn undir þessum lið kl. 10:34.

Tekið fyrir erindi frá sóknarnefnd Upsasóknar, bréf dagsett þann 20. ágúst 2014, þar sem óskað er eftir styrk til Dalvíkurkirkju á árinu 2015 eins og undanfarin ár.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir gögnum og upplýsingum í samræmi við reglur Dalvíkurbyggðar almennt um umsóknir og þegar þær upplýsingar liggja fyrir að þá er erindinu vísað til menningarráðs til umfjöllunar.

Menningarráð - 46. fundur - 16.09.2014

Tekin var fyrir beiðni frá Dalvíkurkirkju um styrk vegna fasteignagjalda.

Menningarráð samþykkir að veita Dalvíkurkirkju styrk að upphæð 150.000 kr. og vísar því á lið 05-81-9121.

Byggðaráð - 713. fundur - 17.10.2014

Á 46. fundi menningarráðs þann 16. september 2014 var eftirfarandi samþykkt:
Tekin var fyrir beiðni frá Dalvíkurkirkju um styrk vegna fasteignagjalda.

Menningarráð samþykkir að veita Dalvíkurkirkju styrk að upphæð 150.000 kr. og vísar því á lið 05-81-9121.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.