Framlenging á samstarfssamningi

Málsnúmer 201403206

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 55. fundur - 01.04.2014

Lagt fram erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur þar sem óskað er eftir framlengingu á samstarfssamningi. Félagið telur sig ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að halda úti framkvæmdarstjóra og óskar því eftir því að Dalvíkurbyggð komi að ráðningu framkvæmdastjóra en inn í styrktarsamningi sveitarfélagsins við Skíðafélagið er fjármagn vegna 50% starfs framkvæmdastjóra frá 1. júní 2014 til 31. desember 2014.

Íþrótta- og æskulýðsráð frestar afgreiðslu vegna skorts á upplýsingum og felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að fylgja málinu eftir. Stjórn Skíðafélags Dalvíkur verður boðuð á næsta fund ráðsins.

Byggðaráð - 696. fundur - 30.04.2014

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs kl. 10:00 Sigurgeir Birgisson, framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur, Jón Halldórsson, formaður Skíðafélags Dalvíkur, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Tekið fyrir erindi frá stjórn Skíðafélags Dalvíkur, bréf dagsett þann 25. mars 2014, þar sem fram kemur að stjórn Skíðafélags Dalvíkur óskar eftir framlengingu á núverandi samningi við Dalvíkurbyggð, sem gerður var í kjölfar rekstrarvanda félagsins 2012 og sem rennur út 1. maí n.k. Óskar stjórnin eftir viðræðum við fulltrúa Dalvíkurbyggðar um rekstrarstöðu félagsins. Fram kemur að þótt ákveðinn árangur hafi náðst og hagræðing orðið í rekstri á samingstímanum þá dugar það ekki til miðað við núverandi tekjur og styrki félagsins.

Einnig tekið fyrir ársreikningur Skíðafélags Dalvíkur fyrir árið 2013 ásamt skýrslu framkvæmdastjóra Skíðafélags Dalvíkur. Hagnaður ársins 2013 var kr. 4.863.517 og var árið 2012 kr. 4.633.975.

Hildur Ösp vék af fundi kl. 11:04.
Sigurgeir, Jón og Gísli viku af fundi kl. 11:10.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsráði að fara yfir ofangreint og koma með tillögur að viðbrögðum sveitarfélagsins.

Byggðarráð þakkar Sigugeiri fyrir vel unnin störf sem framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 56. fundur - 06.05.2014

Á síðasta fundi íþrótta- og æskulýðsráðs var erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, þar sem óskað er eftir framlengingu á samstarfssamningi, frestað til næsta fundar. Fulltrúar skíðafélagsins ásamt framkvæmdastjóra mættu á 696. fund Byggðaráðs þar sem þeir gerðu grein fyrir því að þótt ákveðinn árangur hafi náðst og hagræðing orðið í rekstri á samingstímanum þá dugi það ekki til miðað við núverandi tekjur og styrki félagsins og óbreytta starfsemi. Stjórn Skíðafélags Dalvíkur óskar því eftir framlengingu á samningi við Dalvíkurbyggð um kostun framkvæmdarstjóra.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að settur verði á laggirnar starfshópur skipaður tveimur fulltrúum frá Skíðafélaginu, tveimur frá íþrótta- oo æskulýðsráði ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Starfshópurinn fengi það verkefni að móta tillögur um úrlausn málsins og leggja fyrir Byggðaráð. Íþrótta- og æskulýðsráð tilnefnir Dagbjörtu Sigurpálsdóttur og Snæþór Arnþórsson í starfshópinn. Ráðið óskar eftir því að málið verði klárað með núverandi stjórn fyrir aðalfund félagsins. Lögð er áhersla á að vinna hratt og er áætlað að starfshópurinn skili af sér tillögu eigi siðar en 14. júní nk.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að óska eftir umsögn stjórnar skíðafélagsins við skýrslu og framtíðarsýn framkvæmdarstjóra.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 57. fundur - 10.06.2014

Starfshópur um framtíðarrekstur skíðasvæðisins hefur skilað af sér tillögu og útreikningum til rökstuðnings. Tillaga starfshópsins felst í því að ráðinn verði svæðisstjóri og rekstur skíðafélagsins og svæðisins verði aðskilinn. Stofnuð verði rekstrarstjórn/svæðisstjórn sem skipuð yrði fulltrúa stjórnar skíðafélagsins, fulltrúa Dalvíkurbyggðar og svæðisstjóra. Að Dalvíkurbyggð framlengi styrk til félagsins til næstu tveggja ára, að upphæð 8 milljónir á ári til að standa undir rekstrarkostnaði framkvæmdarstjóra. Verkefni skíðafélagsins verði á þessu tímabili að koma að rekstrinum með sjálfboðavinnu og annarskonar hagræðingu til að geta greitt frekar niður skuldir félagsins. Svæðisstjóri yrði starfsmaður skíðafélagsins eins og aðrir starfsmenn svæðisins.

Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að farið verði eftir tillögunum starfshópsins að mestu. Að samningurinn verði tekinn upp, ári áður en hann rennur út og aukinn verði styrkur til félagsins um 5.000.000 kr. á ári næstu 5 árin. Sú aukning er ætluð í viðhald og svæðisstjórn. Skoðað verði í þessu samhengi frekari samvinna við markaðsstarf félaga. Óskað er eftir viðbótarfjárveitingu við ramma málaflokks 06 um 5.000.000 kr. á gildistíma samningsins vegna þessa.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er falið að vinna drög að samningi og leggja fyrir næsta fund íþrótta- og æskulýðsráðs.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 58. fundur - 01.07.2014

Starfshópur um framtíðarrekstur skíðasvæðisins skilaði af sér tillögu á síðasta fundi ráðsins. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur sett saman drög að samningi við skíðafélagið út frá þeim tillögum og umræðum ráðsins á síðasta fundi. Samningurinn felst m.a. í að rekstri svæðissins og félagsstarfi verði skipt upp, markaðsstarfi verði sinnt markvisst, að svæðisstjóri sinni viðhaldi á lokunartíma svæðisins og skoðaður verði kostur þess, áður en samningurinn rennur út, að svæðisstjóri sinni verkefnum fyrir önnur félög s.s. Golfklúbbinn.
Um er að ræða viðauka við núgildandi samning við Skíðafélag Dalvíkur sem felst í auknu fjármagni að upphæð kr. 7.000.000 árið 2015, m.a. til að ráða svæðisstjóra. Íþrótta- og æskulýðsráð gerir minniháttar breytingar á samningnum og samþykkir hann, með fyrirvara um viðbótarfjárveitingu við ramma ráðsins, og vísar málinu til heildrænnar umfjöllunar byggðaráðs.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 59. fundur - 02.09.2014

Ráðið var upplýst um að Byggðaráð samþykkti samhljóða á fundi sínum 31. júlí sl. að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra málaflokks að ganga frá viðaukasamningi við Skíðafélag Dalvíkur að upphæð kr. 6.000.000,- í stað kr. 8.000.000,- sem farið var fram á. Viðaukasamningurinn verður gerður til eins árs og kemur til endanlegrar afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2015. Gera þarf því ráð fyrir þessum sex milljónum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 en þær eru ekki inni í ramma.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 61. fundur - 07.10.2014

Með fundarboði fylgdu drög að viðaukasamningi við Skíðafélagi Dalvíkur. Þar er gert ráð fyrir að gerðar verði breytingar á fyrri samningi þar sem forsendur vegna greiðslna vegna troðaraláns hafa breyst. Gert er ráð fyrir að í stað þess að leggja fram fjármagn vegna troðaraláns, sem nú er uppgreitt, mun skíðafélagið fá samtals 8 millljónir m.a. vegna ráðningar svæðisstjóra og viðhalds skíðasvæðis, sbr. tillögur starfshóps.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samninginn með þremur atkvæðum, með þeirri breytingu að styrkupphæð verði 6 mkr. í stað 8 mkr.

Andrea Ragúels og Íris Hauksdóttir samþykkja ekki samninginn og óska eftir að eftirfarandi sé fært til bókar: Dalvíkurbyggð hefur styrkt Skíðafélagið mikið síðustu ár. Passa þarf jafnræði gagnvart félögunum og að fjármagn sé nýtt á skilvirkan hátt. Við teljum að það hefði átt að taka það skref að ráða sameiginlegan stjórnenda fyrir Golfklúbbinn og Skíðafélagið, þar sem markaðssetning væri hluti af starfsskyldu. Auglýsing Skíðafélagsins eftir rekstrarstjóra teljum við ekki endurspegla þær kröfur sem rétt er að gera til starfsins.

Byggðaráð - 712. fundur - 16.10.2014

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 09:27.

Á 61. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. október 2014 var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði fylgdu drög að viðaukasamningi við Skíðafélagi Dalvíkur. Þar er gert ráð fyrir að gerðar verði breytingar á fyrri samningi þar sem forsendur vegna greiðslna vegna troðaraláns hafa breyst. Gert er ráð fyrir að í stað þess að leggja fram fjármagn vegna troðaraláns, sem nú er uppgreitt, mun skíðafélagið fá samtals 8 millljónir m.a. vegna ráðningar svæðisstjóra og viðhalds skíðasvæðis, sbr. tillögur starfshóps.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samninginn með þremur atkvæðum, með þeirri breytingu að styrkupphæð verði 6 mkr. í stað 8 mkr.

Andrea Ragúels og Íris Hauksdóttir samþykkja ekki samninginn og óska eftir að eftirfarandi sé fært til bókar: Dalvíkurbyggð hefur styrkt Skíðafélagið mikið síðustu ár. Passa þarf jafnræði gagnvart félögunum og að fjármagn sé nýtt á skilvirkan hátt. Við teljum að það hefði átt að taka það skref að ráða sameiginlegan stjórnenda fyrir Golfklúbbinn og Skíðafélagið, þar sem markaðssetning væri hluti af starfsskyldu. Auglýsing Skíðafélagsins eftir rekstrarstjóra teljum við ekki endurspegla þær kröfur sem rétt er að gera til starfsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukasamning við Skíðafélag Dalvíkur að upphæð 7,0 m.kr. til eins árs, sem er framhald á fyrri samningi um sértæka íhlutun, til að greiða fyrir launum og launatengdum gjöldum starfsmanns. Byggðarráð leggur áherslu á að áfram verði skoðað með sameiginlegan starfsmann fyrir íþrótta- og æskulýðsfélögin í sveitarfélaginu.

Í gildi er samningur við Skíðafélag Dalvíkur 2013-2015 en forsendubreytingar hafa orðið á honum vegna láns félagsins vegna troðara. Því koma ekki ofangreindar 7,0 m.kr. til greiðslu á árinu 2015.


Útreikningar:


Greitt af Skíðafélaginu árið 2014 vegna afborgana af troðaraláni
2.679.984

Endurgreitt frá Landbankanum vegna leiðréttingar á troðaraláni
3.746.217

Afgangur hjá Skíðafélaginu 2014 vegna lánsins.
-1.066.233
a)
Troðaralán skv. samningi við Dalvíkurbyggð, árið 2014
6.000.000

Troðaralán skv. samningi við Dalvíkurbyggð, árið 2015
3.500.000

Samtals forsendubreytingar á samningi 2013-2015 vegna troðaraláns
10.566.233

Viðaukasamningur
7.000.000
b)
Lækkun á samningsupphæð árið 2015:
-3.566.233
a) Greitt út árið 2014 upp í viðaukasamning.


b) Samkvæmt samningi 2015 ætti félagið að fá greitt kr.
14.380.000

en fær þá greitt árið 2015:
10.813.767


Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að gera ný drög að viðaukasamningi í samræmi við ofangreindar breytingar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 62. fundur - 11.11.2014

Búið er að ráða Gauta Sigurpálsson svæðisstjóra á skíðasvæðið. Mun hann hefja störf 17. nóvember 2014. Gert er ráð fyrir að svæðisstjórn verði kölluð saman mjóg fljótlega eftir að svæðisstjóri kemur til starfa. Auk svæðisstjóra eiga íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og fulltrúi stjórnar skíðafélagsins sæti í svæðisstjórninni.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 63. fundur - 09.12.2014

Tekið var fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur sem barst íþrótta- og æskulýðsfulltrúa með rafpósti þann 5.12.2014. Þar kemur fram að Gauti Sigurpálsson sem ráðinn hafði verið svæðisstjóri, hafi sagt sig frá starfinu af persónulegum ástæðum. Skíðafélagið hefur því tekið þá ákvörðun að ráða verkstjóra yfir útisvæði og annan starfsmann tímabundið, sem mun sinna verkefnum svæðisstjóra til vors, þar sem skíðavertíðin er að hefjast. Stjórn skíðafélagsins líst vel á að endurvekja hugmynd um sameiginlegan framkvæmdarstjóra skíða- og golfsvæðis og er félagið tilbúið að skipa í starfsnefnd með Golfklúbbnum til að fara yfir þessi mál og hugsanega ráða sameiginlegan starfskraft frá og með næsta vori.

Íþrótta- og æskulýðsráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra að gera breytingu á samningi miðað við þær forsendur sem ræddar voru á fundinum.

Þórunn Andrésdóttir vék af fundinn kl. 10:45 til annarra starfa.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 64. fundur - 08.01.2015

Á fund ráðsins komu fulltrúar frá Skíðafélagi Dalvíkur, Snæþór Arnþórsson, Gerður Olofsson og Óskar Óskarsson.
Farið var yfir samningsmál er varðar stöðu svæðisstjóra, en eins og fram kom á síðasta fundi sagði svæðisstjóri upp starfinu. Skíðafélagið tók því ákvörðun í framhaldinu að ráða verkstjóra yfir útisvæði og annan starfsmann tímabundið, sem munu sinna verkefnum svæðisstjóra til vors, þar sem skíðavertíðin er hafin.
Næsta skref er að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs mun boða til fundar með stjórn skíðafélagins og stjórn golfklúbbsins til umræðu um ráðningu á sameiginlegum framkvæmdarstjóra skíða- og golfsvæðis.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 65. fundur - 03.02.2015

Skíðafélag Dalvíkur og Golfklúbburinn Hamar sendu inn sameiginlega greinagerð er varðar sameiginlegan starfsmann fyrir félögin ásamt drögum að starfslýsingu og auglýsingu um starfið. Gera félögin að tillögu sinni að framkvæmdastjóri verði ráðin til tveggja ára og Dalvíkurbyggð greiði laun hans þann tíma að fullu.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að formaður og embættismenn fundi á ný með félögunum.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 66. fundur - 03.03.2015

Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamri og Skíðafélagi Dalvíkur um sameiginlegan framkvæmdarstjóra félaganna. Félögin ásamt fulltrúum Dalvíkurbyggðar hafa fundað undanfarið með það að markmiði að kanna samstarfsmöguleika þessarra félaga. Nú óska GHD og SD formlega eftir því að slíkt samstarf verði að veruleika og kostnaðarskipting verði þannig að félögin greiði 1/3 af kostnaði og Dalvíkurbyggð 2/3 árið 2016. Þegar hefur sveitarfélagið úthlutað fjármagni til Skíðafélagsins til ráðningar á framkvæmdastjóra og myndi því Skíðafélagið greiða kostnaðinn á árinu 2015.
Áætlaður kostnaður Dalvíkurbyggðar vegna ársins 2016 er kr. 5.336.000 og rúmast það ekki inn í ramma sviðsins og vísar ráðið því erindinu til afgreiðslu byggðaráðs.
Starf framkvæmdastjóra mun aðallega felast í umsjón og markaðssetningu íþróttasvæðana frekar en í félagsstarfinu. Íþrótta- og æskulýðsráð vill einnig árétta að stefnt er að því að félögin beri í framtíðinni kostnað af stöðugildinu.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir erindið með fjórum atkvæðum. Jónína Guðrún Jónsdóttir sat hjá.

Byggðaráð - 730. fundur - 30.03.2015

Undir þessum lið sat fundinn Valdís Guðbrandsdóttir, varamaður Guðmundar St. Jónssonar, vegna vanhæfis Guðmundar.Á 66. fundi íþrótta- og æskulýðsráð þann 3. mars 2015 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamri og Skíðafélagi Dalvíkur um sameiginlegan framkvæmdarstjóra félaganna. Félögin ásamt fulltrúum Dalvíkurbyggðar hafa fundað undanfarið með það að markmiði að kanna samstarfsmöguleika þessarra félaga. Nú óska GHD og SD formlega eftir því að slíkt samstarf verði að veruleika og kostnaðarskipting verði þannig að félögin greiði 1/3 af kostnaði og Dalvíkurbyggð 2/3 árið 2016. Þegar hefur sveitarfélagið úthlutað fjármagni til Skíðafélagsins til ráðningar á framkvæmdastjóra og myndi því Skíðafélagið greiða kostnaðinn á árinu 2015.

Áætlaður kostnaður Dalvíkurbyggðar vegna ársins 2016 er 5.336.000 og rúmast það ekki inn í ramma sviðsins og vísar ráðið því erindinu til afgreiðslu byggðaráðs.

Starf framkvæmdastjóra mun aðallega felast í umsjón og markaðssetningu íþróttasvæðana en ekki í félagsstarfinu. Íþrótta- og æskulýðsráð vill einnig árétta að stefnt er að því að félögin beri í framtíðinni kostnað af stöðugildinu.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir erindið með fjórum atkvæðum. Jónína Guðrún Jónsdóttir sat hjá."Til umfjöllunar ofangreint.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og óskar eftir forsvarsmönnum Skíðafélags Dalvíkur og Golfklúbbsins Hamars á næsta fund, ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og formanni íþrótta- og æskulýðsráðs.

Byggðarráð óskar eftir upplýsingum hvaða forsendur eru á bak við upphæðina kr. 5.336.000 og hver er staðan á komandi samningum við íþrótta- og æskulýðsfélögin.

Byggðaráð - 731. fundur - 09.04.2015

Guðmundur St. Jónsson vék af undi kl. 13:59 vegna vanhæfis og Valdís Guðbrandsdóttir kom á fundinn í hans stað.Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Kristinn Ingi Valsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Snæþór Arnþórsson og Björgvin Hjörleifsson frá Skíðafélagi Dalvíkur og Gísli Bjarnason og Bjarni Jóhann Valdimarsson frá Golfklúbbnum Hamar kl. 14:00.Á 730. fundi byggðaráðs þann 30. mars 2015 var eftirfarandi bókað:

"Frá 66. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 3.3.2015; Skíðafélag Dalvíkur og Golfklúbburinn Hamar; ráðning á sameiginlegum framkvæmdastjóra. - 201403206

Undir þessum lið sat fundinn Valdís Guðbrandsdóttir, varamaður Guðmundar St. Jónssonar, vegna vanhæfis Guðmundar.Á 66. fundi íþrótta- og æskulýðsráð þann 3. mars 2015 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamri og Skíðafélagi Dalvíkur um sameiginlegan framkvæmdarstjóra félaganna. Félögin ásamt fulltrúum Dalvíkurbyggðar hafa fundað undanfarið með það að markmiði að kanna samstarfsmöguleika þessarra félaga. Nú óska GHD og SD formlega eftir því að slíkt samstarf verði að veruleika og kostnaðarskipting verði þannig að félögin greiði 1/3 af kostnaði og Dalvíkurbyggð 2/3 árið 2016. Þegar hefur sveitarfélagið úthlutað fjármagni til Skíðafélagsins til ráðningar á framkvæmdastjóra og myndi því Skíðafélagið greiða kostnaðinn á árinu 2015.

Áætlaður kostnaður Dalvíkurbyggðar vegna ársins 2016 er 5.336.000 og rúmast það ekki inn í ramma sviðsins og vísar ráðið því erindinu til afgreiðslu byggðaráðs.

Starf framkvæmdastjóra mun aðallega felast í umsjón og markaðssetningu íþróttasvæðana en ekki í félagsstarfinu. Íþrótta- og æskulýðsráð vill einnig árétta að stefnt er að því að félögin beri í framtíðinni kostnað af stöðugildinu.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir erindið með fjórum atkvæðum. Jónína Guðrún Jónsdóttir sat hjá."Til umfjöllunar ofangreint.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og óskar eftir forsvarsmönnum Skíðafélags Dalvíkur og Golfklúbbsins Hamars á næsta fund, ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og formanni íþrótta- og æskulýðsráðs.

Byggðarráð óskar eftir upplýsingum hvaða forsendur eru á bak við upphæðina kr. 5.336.000 og hver er staðan á komandi samningum við íþrótta- og æskulýðsfélögin"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu gögn frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa sem svör við spurningum byggðaráðs.Til umræðu ofangreint.Kristinn Ingi, Hildur Ösp, Gísli Rúnar, Snæþór, Björgvin, Gísli og Bjarni Jóhann viku af fundi kl. 14:25.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs og samþykkir að gert verði ráð fyrir kr. 5.336.000 í fjárhagsramma fyrir árið 2016 inn á málaflokk 06 vegna starfs sameiginlegs framkvæmdastjóra.