Samkomuhúsið Höfði í Svarfaðardal; beiðni um aðkomu sveitarfélagsins

Málsnúmer 201405020

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 44. fundur - 05.06.2014

Tekið var fyrir erindi frá Ungmennafélaginu Atla, dagsett 28. apríl 2014, þar sem óskað er eftir styrk til endurbóta á Samkomuhúsnæðinu Höfða í Svarfaðardal.

Menningarráð lítur málið jákvæðum augum og vísar því til skoðunar hjá byggðaráði við gerð fjárhagsáætlunar 2015.

Byggðaráð - 706. fundur - 04.09.2014

Tekið fyrir erindi frá Ungmennafélaginu Atla, bréf dagsett þann 31. júlí 2014, þar sem ítrekuð er fyrri beiðni velunnara samkomuhússins Höfða í Svarfaðardal að Dalvíkurbyggð komi að endurbótum að húsinu með einhverjum hætti.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar í menningarráði.

Menningarráð - 46. fundur - 16.09.2014

Tekið var fyrir erindi, fyrst dagsett 28. apríl 2014 og viðbótarerindi, dagsett 31. júlí 2014 þar sem Ungmennafélagið Atli óskar eftir styrk vegna viðhalds á samkomuhúsinu Höfða í Svarfaðardal.

Menningarráð leggur til við sveitarstjórn að Ungmennafélagið Atli verði styrkt vegna framkvæmda að upphæð 400.000 kr. en styrkurinn rúmast ekki fyrir innan ramma ráðsins og óskar það því eftir viðbótarfjárveitingu sem því nemur á lið 05-81-9145.

Byggðaráð - 713. fundur - 17.10.2014

Á 46. fundi menningarráðs þann 16. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Tekið var fyrir erindi, fyrst dagsett 28. apríl 2014 og viðbótarerindi, dagsett 31. júlí 2014 þar sem Ungmennafélagið Atli óskar eftir styrk vegna viðhalds á samkomuhúsinu Höfða í Svarfaðardal.

Menningarráð leggur til við sveitarstjórn að Ungmennafélagið Atli verði styrkt vegna framkvæmda að upphæð 400.000 kr. en styrkurinn rúmast ekki fyrir innan ramma ráðsins og óskar það því eftir viðbótarfjárveitingu sem því nemur á lið 05-81-9145.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.