Á 736. fundi byggðaráðs þann 28. maí 2015 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:00 Arnar Guðmundsson, formaður stjórnar Húsabakka ehf., Hjörleifur Hjartarson og Elín Gísladóttir, stjórnarmenn í Húsabakka ehf., og Auðunn Bjarni Ólafsson, framkvæmdastjóri Húsabakka ehf. Á 734. fundi byggðaráðs þann 7. maí 2015 var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Auðunn Bjarni Ólafsson, framkvæmdastjóri Húsabakka ehf. og Hjörleifur Hjartarson, stjórnarmaður, kl. 9:05. Á 729. fundi byggðaráðs þann 27. mars 2015 var eftirfarandi bókað: "201408038 - Frá Húsabakka ehf; Fjárhagsáætlun 2015; ábendingar um viðhald. Á 720. fundi byggðaráðs þann 11. febrúar 2014 var eftirfarandi samþykkt: "Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni stjórnar Húsabakka ehf. um að draga til baka fyrri ákvörðun um uppsögn á leigusamningi á milli Dalvíkurbyggðar og Húsabakka ehf. Ný ákvörðun um framhald leigusamnings verði tekin eftir viðræður við stjórn Húsabakka ehf., í síðasta lagi 1. júní 2015. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leita eftir viðræðum við forsvarsmenn Húsabakka ehf. og að sveitarstjóri leiði þær viðræður fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Byggðarráð ítrekar fyrri bókun sína um vilja til að framlengja samning um Rima til 1. júní 2015 og verði hann tekinn til endurskoðunar í viðræðum um samninginn við Húsabakka. Byggðarráð ítrekar afstöðu sína um vilja til að selja húsnæði Húsabakka." Til umræðu ofangreint. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir forsvarsmönnum Húsabakka ehf. á fund byggðarráðs." Til umræðu ofangreint. Stefnt að funda næst um ofangreint fimmtudaginn 28.maí 2015. Auðunn Bjarni og Hjörleifur viku af fundi kl. 09:40. Lagt fram til kynningar. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ganga frá málum hvað varðar leigusamning um Rima." Forsvarsmenn Húsabakka ehf. lögðu fram minnisblað dagsett þann 27. maí 2015 frá aðalfundi Húsabakka ehf. varðandi ofangreind mál og hvernig stjórn og hluthafar sjá fyrir sér næstu skref. Til umræðu ofangreint. Arnar, Hjörleifur, Elín og Auðunn Bjarni viku af fundi kl. 13:33.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að setja upp minnisblað í samráði við framkvæmdastjóra Húsabakka ehf. um næstu skref fyrir næsta fund byggðaráðs. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta ákvörðun um framhald leigusamnings og ákvörðun um ný tímamörk verður tekin þegar ofangreint minnisblað liggur fyrir, en markmiðið var að ný ákvörðun lægi fyrir í síðasta lagi 1. júní n.k. "
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra og framkvæmdastjóra Húsabakka ehf. dagsett þann 8. júlí 2015 þar sem fram kemur eftirfarandi:
Minnisblað þetta er gert í þeim tilgangi að hnykkja á sameiginlegum skilningi undirritaðra vegna hugmynda Dalvíkurbyggðar um sölu á skólabyggingum á Húsabakka en þær eru:
-Skólabygging A (fastanúmer 215-5822) var byggð 1953 og er 675,8 fm og þar af kennaraíbúð sem er 100,3 fm. Hlutur ríkisins í árslok 2004 var 32,44% í skólabyggingunni og 75% í íbúðinni.
-Skólabygging B (fastanúmer 215-5823) var byggð 1966 og er 556,4 fm og þar af kennaríbúð sem er 117,9 fm. Hlutur ríkisins í árslok 2004 var 28,96% í skólabyggingunni og 75% í íbúðinni.
Undirritaðir forsvarsmenn Dalvíkurbyggðar og Húsabakka ehf. eru sammála um neðangreind atriði:
-Aðilar munu gefa sér tíma fram til 15. september að ná niðurstöðu um hugsanleg kaup Húsabakka ehf. á ofangreindum fasteignum.
-Farið verður m.a. yfir þær spurningar sem hafa vaknað meðal hluthafa Húsabakka ehf. og í því sambandi er vísað til bréfs stjórnar Húsabakka ehf. til Dalvíkurbyggðar frá 27.05.2015.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum við umhverfis- og tæknisvið /Eignasjóð að taka saman viðhaldsáætlun til lengri tíma sem og að taka saman í hvaða viðhaldsframkvæmdir sveitarfélagið hefur farið í á undanförnum árum.