Frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar; Fjárhagsáætlun 2015; beiðni um rekstrarstyrk 2015.

Málsnúmer 201409012

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 706. fundur - 04.09.2014

Tekið fyrir erindi frá stjórn Ungmennasambands Eyjafjarðar, bréf dagsett þann 1. september 2014, þar sem UMSE óskar eftir áframhaldandi rekstrarstyrk frá sveitarfélaginu vegna ársins 2015. Einnig er óskað eftir hækkun frá fyrra ári. Fram kemur að styrkurinn er nýttur til rekstur á skrifstofu UMSE.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir upplýsingum og gögnum í samræmi við reglur Dalvíkurbyggðar almennt um umsóknir og vísar ofangreindu erindi til umfjöllunar og afgreiðslu íþrótta-og æskulýðsráðs þegar þær upplýsingar liggja fyrir.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela formanni byggðarráðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að eiga fund með forsvarsmönnum UMSE fyrir næsta fund byggðarráðs.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 60. fundur - 18.09.2014

Tekið fyrir erindi frá stjórn Ungmennasambands Eyjafjarðar, bréf dagsett þann 1. september 2014, þar sem UMSE óskar eftir áframhaldandi rekstrarstyrk frá sveitarfélaginu vegna ársins 2015. Einnig er óskað eftir hækkun frá fyrra ári. Fram kemur að styrkurinn er nýttur til reksturs á skrifstofu UMSE.

Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 04.09.2014 að fela formanni byggðarráðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að eiga fund með forsvarsmönnum UMSE fyrir næsta fund byggðarráðs.

Með fundarboði fylgdi minnisblað íþrótta- og æskulýðsfullrúa vegna fundar með fulltrúum UMSE þann 11.09.2014.

Til umræðu ofangreint.

Upplýst var á fundinum að gert er ráð fyrir 1,1 m.kr. styrk til UMSE í tillögu í fjárhagsáætlun 2015.

Byggðaráð - 708. fundur - 18.09.2014

Á 706. fundi byggðarráðs þann 04.09.2014 var eftirfarandi bókað:

Tekið fyrir erindi frá stjórn Ungmennasambands Eyjafjarðar, bréf dagsett þann 1. september 2014, þar sem UMSE óskar eftir áframhaldandi rekstrarstyrk frá sveitarfélaginu vegna ársins 2015. Einnig er óskað eftir hækkun frá fyrra ári. Fram kemur að styrkurinn er nýttur til rekstur á skrifstofu UMSE.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir upplýsingum og gögnum í samræmi við reglur Dalvíkurbyggðar almennt um umsóknir og vísar ofangreindu erindi til umfjöllunar og afgreiðslu íþrótta-og æskulýðsráðs þegar þær upplýsingar liggja fyrir.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela formanni byggðarráðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að eiga fund með forsvarsmönnum UMSE fyrir næsta fund byggðarráðs.

Með fundarboði fylgi minnisblað íþrótta- og æskulýðsfullrúa vegna fundar með fulltrúum UMSE þann 11.09.2014.

Til umræðu ofangreint.

Upplýst var á fundinum að gert er ráð fyrir 1,1 m.kr. styrk til UMSE í tillögu í fjárhagsáætlun 2015.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir viðræðum við stjórn UMSE hvað varðar flutning á skrifstofu UMSE til Dalvíkurbyggðar og útfærslu á auknu starfi framkvæmdastjóra.

Byggðaráð - 712. fundur - 16.10.2014

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 8:43.

Á 60. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 18. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 04.09.2014 að fela formanni byggðarráðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að eiga fund með forsvarsmönnum UMSE fyrir næsta fund byggðarráðs.

Með fundarboði fylgdi minnisblað íþrótta- og æskulýðsfullrúa vegna fundar með fulltrúum UMSE þann 11.09.2014.

Til umræðu ofangreint.

Upplýst var á fundinum að gert er ráð fyrir 1,1 m.kr. styrk til UMSE í tillögu í fjárhagsáætlun 2015.

Hildur Ösp upplýsti um stöðu mála hvað varðar viðræður um að skrifstofa UMSE flytji aðsetur sitt í Dalvíkurbyggð. Einnig hefur verið rætt um útvíkkun á starfi framkvæmdastjóra UMSE þannig að hægt væri að koma fyrir sameiginlegum starfsmanni fyrir þau íþrótta- og æskulýðsfélög í Dalvíkurbyggð sem einna helst þurfa á sérstökum starfsmanni að halda.

Hildur Ösp vék af fundi kl. 8:52.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gert verði ráð fyrir 1,1 m.kr. styrk til UMSE í tillögu að fjárhagsáætlun 2015., Byggðarráð leggur áherslu á að áfram verði viðræður milli Dalvíkurbyggðar og UMSE og stefnt verði að flutningi á skrifstofu UMSE til Dalvíkurbyggðar með mögulegri breyttri samsetningu starfs framkvæmdastjóra í samstarfi við íþrótta- og æskulýðsfélögin í sveitarfélaginu.