Fjárhagsáætlun 2015; Viktor Hugi Júlíusson og fleiri; Erindi um uppbyggingu hjólabrettaaðstöðu.

Málsnúmer 201409021

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 706. fundur - 04.09.2014

Tekið fyrir erindi frá Viktori Huga Júlíussyni og fleirum, bréf dagsett þann 24. ágúst 2014, þar sem þess er farið á leit að kannaður verði möguleiki á uppsetningu hjólabrettaaðstöðu í Dalvíkurbyggð.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllnunar. Jafnframt að skoðuð verði fyrri gögn um sambærilegt mál.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 60. fundur - 18.09.2014

Undir þessum lið komu á fund íþrótta- og æskulýðsráðs kjörnir fulltrúar úr Byggðaráði; Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður, Kristján Guðmundsson varaformaður og Guðmundur St. Jónsson aðalmaður, Bjarni Theódór Bjarnason sveitarstjóri og Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri.

Tekið fyrir erindi frá Viktori Huga Júlíussyni og fleirum, bréf dagsett þann 24. ágúst 2014, þar sem þess er farið á leit að kannaður verði möguleiki á uppsetningu hjólabrettaaðstöðu í Dalvíkurbyggð.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umsagnar ungmennaráðs og málið verði svo aftur til umfjöllunar ráðsins eftir að umsögn hefur borist.

Byggðaráð - 708. fundur - 18.09.2014

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs kjörnir fulltrúar úr íþrótta- og æskulýðsráði; Kristinn Ingi Valsson, formaður, Jón Ingi Sveinsson, varaformaður, Íris Hauksdóttir, Þórunn Andrésdóttir og Andrea Ragúels Víðisdóttir, Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Á 706. fundi byggðarráðs þann 04.09.2014 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Viktori Huga Júlíussyni og fleirum, bréf dagsett þann 24. ágúst 2014, þar sem þess er farið á leit að kannaður verði möguleiki á uppsetningu hjólabrettaaðstöðu í Dalvíkurbyggð.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllnunar. Jafnframt að skoðuð verði fyrri gögn um sambærilegt mál.

Með fundarboði fylgdu eldri gögn um sambærileg mál frá árunum 2005,2006 og 2007 sem og upplýsingar um rampa frá Rhino.

Til umræðu ofangreint.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umsagnar ungmennaráðs.

Byggðaráð - 712. fundur - 16.10.2014

Á 60. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 18. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Viktori Huga Júlíussyni og fleirum, bréf dagsett þann 24. ágúst 2014, þar sem þess er farið á leit að kannaður verði möguleiki á uppsetningu hjólabrettaaðstöðu í Dalvíkurbyggð.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umsagnar ungmennaráðs og málið verði svo aftur til umfjöllunar ráðsins eftir að umsögn hefur borist.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu máli áfram til skoðunar við starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019.

Byggðarráð er áhugasamt um ofangreint erindi.

Ungmennaráð - 3. fundur - 16.10.2014

Tekið fyrir erindi frá Viktori Huga Júlíussyni og fleirum, bréf dagsett þann 24. ágúst 2014, þar sem þess er farið á leit að kannaður verði möguleiki á uppsetningu hjólabrettaaðstöðu í Dalvíkurbyggð.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkti samhljóða með 5 atkvæðum á fundi sínum 18. september 2014 að vísa ofangreindu erindi til umsagnar ungmennaráðs og málið verði svo aftur til umfjöllunar ráðsins eftir að umsögn hefur borist.
Ungmennaráð tekur jákvætt í erindið og telur svæðið við Víkurröst og Tónlistarskóla mjög heppilegt til slíkrar uppbyggingar. Ráðið leggur áherslu á að svæðið verði hugsað í heild, enda miklir mögleikar á að skapa flott útivistarsvæði sem skóli, félagsmiðstöð og almenningur geti notað. Ráðið telur skynsamlegt að fara ekki of hratt í uppbyggingu, heldur byrja smátt og bæta við eftir þörfum og áhuga.