Framkvæmdir og viðhald við sundlaug Dalvíkur

Málsnúmer 201408097

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 59. fundur - 02.09.2014

Sviðsstjóri, formaður og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi upplýstu um þá vinnu sem farið hefur fram við endurhönnun á svæði Sundlaugar Dalvíkur.

Byggðaráð - 712. fundur - 16.10.2014

Undir þessum lið kom á fundinn Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 10:38.

Í starfs- og fjárhagsáætlun 2014-2017 var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun 10 m.kr. vegna undirbúnings og hönnunar, 40 m.kr. árið 2015 og 40 m.kr. árið 2016 vegna viðgerða og endurbóta á sundlaugarkari og tækjabúnaði.

Í undirbúningi hafa komið fram fleiri tillögur og upplýsingar um hvað þarf að bæta og því liggur fyrir að þær tölur sem lagt var af stað dekka ekki þá hönnun og tilfærslur sem nú eru á borðinu.

Börkur Þór vék af fundi kl. 10:50.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir nýrri kostnaðaráætlun í samræmi við ofangreint og þá þannig að hugmyndir taki mið að þeim framkvæmdum sem þarf að ráðast í vegna nauðsynlegs viðhalds og endurbóta. Byggðarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að fá kostnaðaráætlun í samræmi við ofangreindar áherslur.

Afgreiðslu frestað sem og umfjöllun og afgreiðslu þeirra liða sem eftir eru á dagskrá og þeim vísað til næsta fundar.

Byggðaráð - 713. fundur - 17.10.2014

Á 712. fundi byggðarráðs þann 16. október 2014 var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið kom á fundinn Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 10:38.

Í starfs- og fjárhagsáætlun 2014-2017 var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun 10 m.kr. vegna undirbúnings og hönnunar, 40 m.kr. árið 2015 og 40 m.kr. árið 2016 vegna viðgerða og endurbóta á sundlaugarkari og tækjabúnaði.

Í undirbúningi hafa komið fram fleiri tillögur og upplýsingar um hvað þarf að bæta og því liggur fyrir að þær tölur sem lagt var af stað dekka ekki þá hönnun og tilfærslur sem nú eru á borðinu.

Börkur Þór vék af fundi kl. 10:50.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir nýrri kostnaðaráætlun í samræmi við ofangreint og þá þannig að hugmyndir taki mið að þeim framkvæmdum sem þarf að ráðast í vegna nauðsynlegs viðhalds og endurbóta. Byggðarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að fá kostnaðaráætlun í samræmi við ofangreindar áherslur.

Afgreiðslu frestað sem og umfjöllun og afgreiðslu þeirra liða sem eftir eru á dagskrá og þeim vísað til næsta fundar.

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:45.

Börkur Þór kynnti nýja kostnaðaráætlun frá AVH vegna sundlaugar og Elfu vegna búnaðar og tæknirýmis. Samtals kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 125.192.500. Inn í þessa upphæð vantar hugsanlega stækkun á tæknirými. Fram kemur jafnframt að gera má ráð fyrir að sá búnaðar sem er í notkun í dag geti gengið að minnsta kosti í ár enn.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framkvæmdum við Sundlaug Dalvíkur og endurnýjun á tækjabúnaði og lögnum verði skipt niður á 3 ár:

Árið 2015 25,0 m.kr Klæðning sundlaugar.
Árið 2016 55,0 m.kr. Tækjarými og lagnir á lóð.
Árið 2017 35,0 m.kr. Endurnýjun potta og fleira.
_________
125,0 m.kr.

Byggðaráð - 715. fundur - 30.10.2014

Á 713. fundi byggðarráðs þann 17. október 2014 var eftirfarandi bókað:
Börkur Þór kynnti nýja kostnaðaráætlun frá AVH vegna sundlaugar og Elfu vegna búnaðar og tæknirýmis. Samtals kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 125.192.500. Inn í þessa upphæð vantar hugsanlega stækkun á tæknirými. Fram kemur jafnframt að gera má ráð fyrir að sá búnaðar sem er í notkun í dag geti gengið að minnsta kosti í ár enn.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framkvæmdum við Sundlaug Dalvíkur og endurnýjun á tækjabúnaði og lögnum verði skipt niður á 3 ár:

Árið 2015 25,0 m.kr Klæðning sundlaugar.
Árið 2016 55,0 m.kr. Tækjarými og lagnir á lóð.
Árið 2017 35,0 m.kr. Endurnýjun potta og fleira.
_________
125,0 m.kr.

Á fundinum var farið yfir drög að teikningum vegna endurbóta og viðhalds á Sundlaug Dalvíkur. Farið var yfir vinnuferlið og forsendur.

Fanney og Anton Örn viku af fundi kl. 10:40.
Börkur Þór vék af fundi kl. 10:40.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs í samvinnu við AHV að vinna úr þeim hugmyndum sem fram komu á fundinum.

Byggðaráð - 716. fundur - 06.11.2014

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 14:19.

Á 715. fundi byggðarráðs þann 30. október 2014 var eftirfarandi bókað:
Á 713. fundi byggðarráðs þann 17. október 2014 var eftirfarandi bókað:
Börkur Þór kynnti nýja kostnaðaráætlun frá AVH vegna sundlaugar og Elfu vegna búnaðar og tæknirýmis. Samtals kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 125.192.500. Inn í þessa upphæð vantar hugsanlega stækkun á tæknirými. Fram kemur jafnframt að gera má ráð fyrir að sá búnaðar sem er í notkun í dag geti gengið að minnsta kosti í ár enn.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framkvæmdum við Sundlaug Dalvíkur og endurnýjun á tækjabúnaði og lögnum verði skipt niður á 3 ár:

Árið 2015 25,0 m.kr Klæðning sundlaugar.
Árið 2016 55,0 m.kr. Tækjarými og lagnir á lóð.
Árið 2017 35,0 m.kr. Endurnýjun potta og fleira.
_________
125,0 m.kr.

Á fundinum var farið yfir drög að teikningum vegna endurbóta og viðhalds á Sundlaug Dalvíkur. Farið var yfir vinnuferlið og forsendur.

Fanney og Anton Örn viku af fundi kl. 10:40.
Börkur Þór vék af fundi kl. 10:40.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs í samvinnu við AHV að vinna úr þeim hugmyndum sem fram komu á fundinum.

Þær hugmyndir sem fram komu á fundinum þann 30. október s.l. er að unnið verði með það sem er til staðar, þ.e. ekki verði um endurhönnun að ræða á Sundlaug Dalvíkur heldur verði lögð áhersla á nauðsynlegt viðhald og úrbætur, sbr. þegar lagt var af stað með þetta verkefni.

Gísli Rúnar gerði grein fyrir vinnu við ofangreint verkefni og helstu forsendum að baki þeim hugmyndum sem fram hafa komið, s.s. frá starfsmönnum.

Gísli Rúnar vék af fundi kl.15:03.
Lagt fram.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 62. fundur - 11.11.2014

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti nýjustu teikningar að endurbótum sundlaugar en þær eru umfangsminni en síðustu teikningar. Brýnast þykir að lagfæra sundlaugarkerið sjálft. Íþrótta- og æskulýðsráð tilnefnir Kristinn Inga Valsson sem fulltrúa nefndarinnar í vinnuhóp um endurbæturnar.

Byggðaráð - 741. fundur - 06.08.2015

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri, var gestur fundarins og mætti kl. 8:15
Lagt fram tilboð frá Píp sf. í framkvæmdir og viðhald við sundlaug Dalvíkur. Tilboð útboðsins voru opnuð þann 9.júlí og barst aðeins eitt tilboð sem reyndist vera 44,2% yfir kostnaðaráætlun.

Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að fresta framkvæmdum við sundlaug og felur sviðsstjóra að undirbúa nýtt útboð sem haldið yrði fyrir vorið 2016. Byggðaráð felur jafnframt sviðsstjóra að upplýsa tilboðsgjafa um að tilboði hans sem er 44,2% yfir kostnaðaráætlun sé hafnað.

Byggðaráð setur saman vinnuhóp (bygginganefnd)sem fyrst, sem undirbýr málið og setur hönnun 2. áfanga af stað. Stefnt er að því að bjóða út 1. og 2. áfanga sameiginlega með það að markmiði að framkvæmdir við 1. áfanga geti hafist vorið 2016.
Börkur Þór Ottósson vék af fundi kl. 8:30

Byggðaráð - 743. fundur - 27.08.2015

Valdís Guðbrandsdóttir vék af fundi undir þessum lið til annarra starfa, kl. 10:28.Á 741. fundi byggðaráðs þann 6. ágúst 2015 var eftirfarandi bókað:

"Lagt fram tilboð frá Píp sf. í framkvæmdir og viðhald við sundlaug Dalvíkur. Tilboð útboðsins voru opnuð þann 9.júlí og barst aðeins eitt tilboð sem reyndist vera 44,2% yfir kostnaðaráætlun. Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að fresta framkvæmdum við sundlaug og felur sviðsstjóra að undirbúa nýtt útboð sem haldið yrði fyrir vorið 2016. Byggðaráð felur jafnframt sviðsstjóra að upplýsa tilboðsgjafa um að tilboði hans sem er 44,2% yfir kostnaðaráætlun sé hafnað. Byggðaráð setur saman vinnuhóp (bygginganefnd)sem fyrst, sem undirbýr málið og setur hönnun 2. áfanga af stað. Stefnt er að því að bjóða út 1. og 2. áfanga sameiginlega með það að markmiði að framkvæmdir við 1. áfanga geti hafist vorið 2016. "Samkvæmt fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar er gert ráð fyrir að skipun vinnuhópa sé með eftirfarandi hætti:

d) Vinnuhópar vegna nýframkvæmda og endurbóta.

Þegar ákveðið er að fara af stað með nýframkvæmd og /eða verulegar endurbætur á fasteign

og/eða öðrum fastafjármunum skal setja á laggirnar sérstakan vinnuhóp sem er þannig

samansettur:

d.1. Stýrihópur verkefnis (4-5) : Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs þegar það á við,

formaður fagráðs eða 1 aðalmaður fagráðs, sveitarstjóri eða 1 aðalmaður úr byggðaráði,

sviðsstjóri fagsviðs og/eða viðkomandi stjórnandi.

d.2. Rýnihópur verkefnis (5-7): Hafa skal virkt samráð við starfsmenn eða aðra

hagsmunaaðila sem koma til með að starfa í og/eða nýta viðkomandi fasteign eða

fastafjármun.

Skrá skal fundargerðir og þær settar sem mál á dagskrá í viðkomandi fagráðum.

Byggðarráð tekur ákvörðun um hvort ástæða sé til þess að skipa vinnuhópa og samsetningu

vinnuhópa. Ákvörðun um skipun vinnuhóps þarf að liggja fyrir samhliða ákvörðun um

fjárfestingar og framkvæmdir í fjárhagsáætlun. Jafnframt þarf að liggja fyrir hvort vinnuhópar

séu launaðir.
Til umræðu skipun í ofangreinda hópa. Afgreiðslu frestað.

Byggðaráð - 744. fundur - 03.09.2015

Á 743. fundi byggðaráðs þann 27. ágúst 2015 var fjallað um tilnefndinar í stýrihóp og rýnihóp vegna framkvæmda og viðhalds við Sundlaug Dalvíkur, sbr. fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar. Afgreiðslu frestað.Fyrir fundinum liggur eftirfarandi tillaga:

Stýrihópur:

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.

Þórunn Andrésdóttir, aðalmaður í íþrótta- og æskulýðsráði

Gunnþór E. Gunnþórsson, formaður byggðaráðs.

Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.Rýnihópur:

-Fulltrúi eldri borgara (Gísli Rúnar mun finna fulltrúa eldri borgara og tilkynna til byggðaráðs)

-Frá sundfélagi: Hólmfríður Amalía Gísladóttir

-Starfsmaður sundlaugar: Viðar Kristmundsson

-Frá íbúum almennt: Valdís Guðbrandsdóttir.

-Fulltrúi ungmennaráðs: (Gísli Rúnar mun finna fulltrúa ungmennaráðs og tilkynna til byggðaráðs)

-Sundkennari: (Gísli Rúnar mun finna fulltrúa sundkennara og tilkynna til byggðaráðs)Lagt er til að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs sjái um að kalla stýrihóp saman til funda. Stýrihópur fundar með rýnihópnum og sér sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs um að kalla rýnihópinn til fundar með stýrihópnum þegar við á.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu um skipun fulltrúa.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fulltrúar í stýrihóp sem ekki sitja sem starfsmenn fái greiddar fundaþóknanir. Kostnaður bókist á málaflokk 06.

Byggðaráð - 751. fundur - 12.10.2015

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 8. október 2015, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna endurbóta og framkvæmda við Sundlaug Dalvíkur.Þar sem tilboði sem barst við endurbætur á Sundlaug (dúklögn) var hafnað í haust er ljóst að ekki er þörf á öllu því fjármagni sem áætlað er árið 2015. Engu að síður er búið að setja í ferli vinnu við hönnun og útboð þar sem stefnt er á að hægt verði að bjóða út alla verkþætti á næsta ári, sem kæmu til framkvæmda á árunum 2016 og 2017. Er því óskað eftir því að tæknideild fái heimild til að nýta af þeim kr. 25.000.000 sem áætlaðar voru til framkvæmda allt að kr. 5.000.000 árið 2015 til að hanna og gera útboðsgögn vegna endurbótanna, þannig að liður 32-200-11603 verði kr. 7.035.000 og liður 32-200-11603 verði kr. 0.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um breytingu á fjárhagsáætlun 2015.

Byggðaráð - 778. fundur - 26.05.2016

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 13:00.Til umræðu staða mála varðandi hönnun og undirbúning á endurbótum við sundlaugina á Dalvík.Stýrihóp vegna endurbóta á sundlaug skipa: Sviðsstjóri umhverfis- og tæknsviðs, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, formaður byggðaráðs og Þórunn Andrésdóttir, aðalmaður í íþrótta- og æskulýðsráði. Stýrihópurinn hefur komið saman í 7 skipti.Gísli Rúnar vék af fundi kl.13:40.

Byggðaráð - 793. fundur - 29.09.2016

Á 778. fundi byggðaráðs þann 26. maí 2016 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 13:00. Til umræðu staða mála varðandi hönnun og undirbúning á endurbótum við sundlaugina á Dalvík. Stýrihóp vegna endurbóta á sundlaug skipa: Sviðsstjóri umhverfis- og tæknsviðs, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, formaður byggðaráðs og Þórunn Andrésdóttir, aðalmaður í íþrótta- og æskulýðsráði. Stýrihópurinn hefur komið saman í 7 skipti. Gísli Rúnar vék af fundi kl.13:40."Með fundarboði byggðaráðs fylgdu gögn er varðar hönnun og kostnaðaráætlun vegna framkvæmdanna.Til umræðu ofangreint.

Hlynur og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 14:26.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela stýrihópnum að vinna áfram að ofangreindu verkefni og leggja fyrir byggðaráð fullmótaða tillögu stýrihópsins um hvaða leiðir verði farnar.

Byggðaráð - 794. fundur - 06.10.2016

Á 793. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 4. október 2016 var eftirfarandi bókað:

"201408097 - Framkvæmdir og viðhald við sundlaug DalvíkurÁ 778. fundi byggðaráðs þann 26. maí 2016 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 13:00. Til umræðu staða mála varðandi hönnun og undirbúning á endurbótum við sundlaugina á Dalvík. Stýrihóp vegna endurbóta á sundlaug skipa: Sviðsstjóri umhverfis- og tæknsviðs, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, formaður byggðaráðs og Þórunn Andrésdóttir, aðalmaður í íþrótta- og æskulýðsráði. Stýrihópurinn hefur komið saman í 7 skipti. Gísli Rúnar vék af fundi kl.13:40."Með fundarboði byggðaráðs fylgdu gögn er varðar hönnun og kostnaðaráætlun vegna framkvæmdanna.Til umræðu ofangreint.

Hlynur og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 14:26.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela stýrihópnum að vinna áfram að ofangreindu verkefni og leggja fyrir byggðaráð fullmótaða tillögu stýrihópsins um hvaða leiðir verði farnar."Fundur í stýrihópnum var haldinn 5. október s.l., 9. fundur.

Farið var yfir tillögur stýrihópsins.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögum stýrihóps til gerðar fjárhagsáætlunar 2017-2020.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 86. fundur - 07.02.2017

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti væntanlegar framkvæmdir við sundlaugina á Dalvík. Útboðsgögn verða opnuð miðvikudaginn 8. febrúar kl. 14:00.

Byggðaráð - 811. fundur - 16.02.2017

Undir þessum lið sátu áfram fundinn Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþótta- og æskulýðsfulltrúi og Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Eitt tilboð í framkvæmdir og viðhald við Sundlaug Dalvíkur barst og var það frá Tréverk ehf.

Tilboðið var kr. 140.195.750

Samkvæmt verðkönnun er tilboð í búnað kr. 31.189.620.

Kosnaðaráætlun vegna lagna sem hugsanlega þarf að endurnýja kr. 2.187.000

Samanlagt kr. 173.572.230Kosnaðaráætlun sem notuð var við gerð fjárhagsáætlunar er kr. 159.000.000 og munar því kr. 14.572.230

Gísli Rúnar og Hlynur viku af fundi kl. 09:51.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Tréverk á grundvelli ofangreinds tilboðs.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka 1/2017 við fjárhagsáætlun 2017 að upphæð kr. 14.580.000, vísað á málaflokk 32 og mætt með lækkun á handbæru fé.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að leggja fyrir byggðaráð áætlun um opnun á Íþróttamiðstöð á framkvæmdatíma og opnun á Sundskála Svarfdæla á framkvæmdatíma.

Byggðaráð - 812. fundur - 23.02.2017

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:02.Á 811. fundi byggðaráðs þann 16. febrúar 2017 var eftirfarandi m.a. samþykkt:

"c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að leggja fyrir byggðaráð áætlun um opnun á Íþróttamiðstöð á framkvæmdatíma og opnun á Sundskála Svarfdæla á framkvæmdatíma."Til umræðu tilaga íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.Lagt er til eftirfarandi opnun vegna endurbóta á sundlauginni á Dalvík vorið 2017:Íþróttamiðstöðin á Dalvík (ræktin):

Mánudaga-fimmtudaga: 6:15-20:00

Föstudaga: 6:15-19:00

Laugardaga og sunnudag: 9:00-12:00

Hér er nánast sami opnunartími og verið hefur, nema aðeins styttri opnun um helgar. Einnig verður starfsmaður áfram eins og verið hefur fram á kvöld þegar þarf vegna notkunar á íþróttasal.Sundskáli Svarfdæla:

Mánudaga og miðvikudaga: 7:00-11:00

Fimmtudaga: 17:00-21:00

Laugardaga og sunnudaga: 13:00-17:00

Það mun koma til einhver aksturskostnaður vegna opnunar sundskála, en hann er óverulegur á þessu stutta tímabili (gæti verið á bilinu 30-50.000).Núverandi launaáætlun getur staðið undir þessari opnun, sem og að áætlun íþróttamiðstöðvar ráði við þennan aksturskostnað.Vinnuskylda allra starfsmanna er ekki að fullu nýttur með þessari opnun og er hugmyndin sú að það sem upp á vantar fari í vinnu í íþróttamiðstöðinni á Dalvík við ýmsar endurbætur og aðstoð á viðhaldstíma Einnig eru verkefni sem farið er í í hefðbundinni lokun á vorin.Á fjárhagsáætlun sundskálans (06570) er gert ráð fyrir heitu vatni og rafmagnskostnaði. Einnig minniháttar viðhaldi. Er ljóst að einhver kostnaður mun myndast við að reka skálann. Það má teljast líklegt að þessi áætlun dugi langt varðandi þann rekstrarkostnað sem til fellur vegna opnunar í 2 mánuði.Lagt er til að ekki verði rukkaður aðgangseyrir í sundskálann á meðan á lokun sundlaugarinnar stendur.Gísli Rúnar og Hlynur viku af fundi kl. 14:32.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sem taki gildi þegar framkvæmdir við Sundlaug Dalvíkur hefjast.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 87. fundur - 07.03.2017

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur lagt fram tillögu að opnun vegna endurbóta á sundlauginni á Dalvík vorið 2017.

Áætlaður verktími er frá 27. mars til 19. júlí 2017.Íþróttamiðstöðin á Dalvík (ræktin):Mánudaga-fimmtudaga: 6:15-20:00Föstudaga: 6:15-19:00Laugardaga og sunnudag: 9:00-12:00Hér er nánast sami opnunartími og verið hefur, nema aðeins styttri opnun um helgar. Einnig verður starfsmaður áfram eins og verið hefur fram á kvöld þegar þarf vegna notkunar á íþróttasal.Sundskáli Svarfdæla:Mánudaga og miðvikudaga: 7:00-11:00Fimmtudaga: 17:00-21:00Laugardaga og sunnudaga: 13:00-17:00Það mun koma til einhver aksturskostnaður vegna opnunar sundskála, en hann er óverulegur á þessu stutta tímabili (gæti verið á bilinu 30-50.000).

Núverandi launaáætlun getur staðið undir þessari opnun, sem og að áætlun íþróttamiðstöðvar ráði við þennan aksturskostnað.

Vinnuskylda allra starfsmanna er ekki að fullu nýtt með þessari opnun og er hugmyndin sú að það sem upp á vantar fari í vinnu í íþróttamiðstöðinni á Dalvík við ýmsar endurbætur og aðstoð á viðhaldstíma. Einnig eru verkefni sem farið er í í hefðbundinni lokun á vorin.

Á fjárhagsáætlun sundskálans (06570) er gert ráð fyrir heitu vatni og rafmagnskostnaði. Einnig minniháttar viðhaldi. Er ljóst að einhver kostnaður mun myndast við að reka skálann. Það má teljast líklegt að þessi áætlun dugi langt varðandi þann rekstrarkostnað sem til fellur vegna opnunar á framkvæmdartíma.Lagt er til að ekki verði rukkaður aðgangseyrir í sundskálann á meðan á lokun sundlaugarinnar stendur.Byggðaráð hefur samþykkt ofangreinda tillögu.

Íþrótta- og æskulýðsráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda tillögu.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 88. fundur - 04.04.2017

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti stöðuna á framkvæmdum við sundlaugina á Dalvík. Áætluð verklok eru 19. júlí 2017. Framkvæmdir ganga vel og enn hefur ekkert óvænt komið í ljós.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 91. fundur - 06.06.2017

Ingvar Kristinsson umsjónarmaður fasteigna, kom inn á fundinn kl. 8:55.
Ingvar og Gísli Rúnar kynntu stöðu mála varðandi framkvæmdir við sundlaugina á Dalvík.
Ingvar Kristinnson vék af fundi kl. 9:10

Byggðaráð - 826. fundur - 06.07.2017

a) Staða mála.

Sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs kynnti stöðu mála hvað varðar framkvæmdir og viðhald við Sundlaug Dalvíkur, sbr. verkfundur í morgun. Fyrir liggur að seinkun verða á verklokum um rúma viku.


b) Erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs um viðauka vegna endurnýjunar á hellum.

Tekið fyrir erindi frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 4. júlí 2017, þar sem óskað er eftir því að hellur við sundlaug verði endurnýjaðar í stað þess að nota áfram þær sem fyrir voru. Rökin fyrir þessu eru að hellurnar eru komnar til ára sinna og orðnar grófar (sem gerir það að verkum að vont er að labba á þeim berfættur). Eldri hellur geta nýst í önnur verkefni, einnig er hægt að skoða að selja þær.

Niðurlögn á nýju svæði verður allt að 350 fm. Fermetraverð á nýjum hellum er kr. 4.990 og er því áætlaður kostnaður kr. 1.746.500. Ekki er talið að áætlaður ófyrirséður kostnaður á verkið geti dekkað þennan kostnað og er því óskað sérstaklega eftir þessu.

Til umræðu ofangreint.
a) Lagt fram til kynningar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 1.746.500, viðauki 12/2017 vísað á málaflokk 32 og mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð - 861. fundur - 28.03.2018

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 8:00.

Tekið fyrir erindi frá byggingarnefnd um endurbætur á Sundlaug Dalvíkur, dagsett þann 26. mars 2018, þar sem fram kemur að á 5. fundi nefndarinnar var farið yfir tilboð innflutningsaðilum í rennibrautir. Bygginganefnd mælir með að keypt verði tvöföld vatnsrennibraut fyrir sundlaugina samkvæmt tilboði frá Spennandi dagsett þann 7. mars 2018. Heildarkostnaður með uppsetningu, endurbótum á lóð og á búnaði er áætlaður samtals kr. 49.931.020. Í fjárhagsáætlun 2018 er heimild vegna rennibrautar kr. 35.000.000. Óskar er því eftir viðauka að upphæð kr. 15.000.000 á 32200-11603-E1809.

Til umræðu ofangreint.

Ingvar Kr. vék af fundi kl. 08:37.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 15.000.000 við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 4 / 2018, liður 32200-11603-E1809. Viðaukanum mætt með lækkun á handbæru fé.

Sveitarstjórn - 302. fundur - 17.04.2018

Á 861. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2018 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 8:00. Tekið fyrir erindi frá byggingarnefnd um endurbætur á Sundlaug Dalvíkur, dagsett þann 26. mars 2018, þar sem fram kemur að á 5. fundi nefndarinnar var farið yfir tilboð innflutningsaðilum í rennibrautir. Bygginganefnd mælir með að keypt verði tvöföld vatnsrennibraut fyrir sundlaugina samkvæmt tilboði frá Spennandi dagsett þann 7. mars 2018. Heildarkostnaður með uppsetningu, endurbótum á lóð og á búnaði er áætlaður samtals kr. 49.931.020. Í fjárhagsáætlun 2018 er heimild vegna rennibrautar kr. 35.000.000. Óskar er því eftir viðauka að upphæð kr. 15.000.000 á 32200-11603-E1809. Til umræðu ofangreint. Ingvar Kr. vék af fundi kl. 08:37.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 15.000.000 við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 4 / 2018, liður 32200-11603-E1809. Viðaukanum mætt með lækkun á handbæru fé. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2018, liður 32200-11603-E1809 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Sveitarstjórn samþykkir samhliða samhljóða með 7 atkvæðum að samið verði við Spennandi á grundvelli ofangreinds tilboðs.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 102. fundur - 04.09.2018

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir stöðu framkvæmda í sundlaug. Rennibrautirnar hafa verið teknar í notkun.
Ráðið samþykkir merkingar á rennibrautina.