Sveitarstjórn

303. fundur 15. maí 2018 kl. 16:15 - 17:14 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
 • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
 • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
 • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
 • Íris Hauksdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
 • Bjarni Theódór Bjarnason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 864, frá 18.04.2018

Málsnúmer 1804010FVakta málsnúmer

3. liður; sér liður á dagskrá.

 • 1.1 201804065 Trúnaðarmál
  Undir þessum lið kom Dagur Óskarsson á fund byggðarráðs kl. 13:00


  Dagur vék af fundi kl. 13:46.

  Bókað í trúnaðarmálabók.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 864
 • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:47.

  Á 859. fundi byggðaráðs þann 8. mars 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:59. Á 858. fundi byggðaráðs þann 1. mars 2018 voru samþykkt drög að auglýsingu þar sem óskað verði eftir tilboði í leigu og rekstur á félagsheimilinu Rimar á grundvelli þess að fyrirliggjandi var samþykki Stórvals hf. um að leigusamningi milli Dalvíkurbyggðar og Stórvals hf. yrði sagt upp. Hlynur gerði grein fyrir framvindu málsins á milli funda. Hlynur vék af fundi kl. 15:15.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með tillögu að lausn í samræmi við umræður á fundinum. "

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 17. apríl 2018, er varðar kostnað Stórvals ehf. vegna uppsetningar á rafmagnsstaurum og þráðlausu neti á tjaldsvæði á Rimum í tengslum við lok á leigusamningi um Rima á milli Stórvals ehf. og Dalvíkurbyggðar með gildistíma 2017-2027.

  Til umræðu ofangreint.

  Hlynur vék af fundi kl. 14:04.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 864 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kl. 14:05.

  Á 304. fundi umhverfisráðs þann 12. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:

  "Til umræðu endurnýjun á reykköfunarbúnaði slökkviliðs Dalvíkur. Undir þessum lið kom á fundinn Vilhelm Anton Hallgrímsson slökkvilisstjóri
  Vilhelm anton vék af fundi kl. 08:50 Umhverfisráð leggur til við byggðarráð að farið verði strax í kaup á umbeðnum búnaði samkvæmt innsendu erindi slökkviliðsstjóra dags. 19. mars 2018. Samþykkt með fimm atkvæðum."

  Til umræðu ofangreint.

  Vilhelm Anton vék af fundi kl. 14:20
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 864 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi og viðauka nr. 10 / 2018 við deild 07210 allt að upphæð kr. 5.214.000. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • 1.4 201711054 Trúnaðarmál
  Undir þessum lið sat fundinn Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs.

  Bókað í trúnaðarmálabók.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 864
 • Undir þessum lið sat Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, fundinn.

  Á 863. fundi byggðaráðs þann 11. apríl 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
  "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að leggja fyrir byggðaráð sem fyrst drög að samkomulagi við húseigendur að Hafnabraut 16 og 18 þar sem gert er ráð fyrir að sveitarfélagið komi að lausn málsins með framlagi allt að kr. 2.000.000 og að málinu sé þá lokið til framtíðar hvað varðar aðkomu sveitarfélagsins. "

  Sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir framvindu málsins á milli funda.

  Til umræðu ofangreint.

  Kristján Guðmundsson vék af fundi kl. 14:44 til annarra starfa.

  Börkur Þór vék af fundi kl. 15:00
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 864 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að fá skriflegt svar frá eigendum að Hafnarbraut 16 og 18 hvort þeir fallist á ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs frá 11. apríl 2018. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Ný lög um opinber innkaup tóku gildi þann 29. október 2016. Í 123. gr. eru þó ákvæði um gildistöku einstakra ákvæða.

  Til umræðu myndun vinnuhóps sem hafi það hlutverk að yfirfara og endurskoða innkaupareglur Dalvíkurbyggðar með ný lög til hliðsjónar og samhliða þeirri yfirferð verði farið yfir fyrirkomulag innkaupa hjá sveitarfélaginu og vinnuhópurinn komi með tillögur að breytingum, þar sem og/eða ef við á.

  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 864 Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að óska eftir tilnefningum frá framkvæmdastjórn í 3 manna vinnuhóp. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865, frá 26.04.2018.

Málsnúmer 1804011FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
4. liður.
5. liður.
6. liður.
10. liður.
 • 2.1 201711054 Trúnaðarmál
  Bókað í trúnaðarmálabók.

  Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kom á fundinn kl. 13:00 undir þessum lið.

  Kristján Guðmundsson kom á fundinn undir þessum lið kl. 13:28.

  Börkur Þór vék af fundi kl. 13:40.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865
 • Tekið fyrir erindi frá Hjörleifi Hjartarsyni, dagsett þann 18, apríl 2018, sbr. rafpóstur, þar sem fram kemur að Hjörleifur fékk þann 1. febrúar s.l. kr. 1.000.000 styrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands til að búa til hljóðleiðsögn (app) um Dalvíkurbyggð. Áætlaður kostnaður við verkið var um kr. 3.000.000. Erindi þessa bréf er að bjóða Dalvíkurbyggð þátttöku í verkefninu þannig að sveitarfélagið kosti tæknivinnu og eigi í staðinn appið og geti unnið með það áfram.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar í atvinnumála- og kynningarráði með fyrirvara um að frekari upplýsingar og gögn berist, m.a. umsókn verkefnisins til Uppbyggingarsjóðs Norðurlands. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Ragnari Þ. Þóroddssyni, rafbréf dagsett þann 21. apríl 2018, þar sem Ragnar fer þess á leit við Dalvíkurbyggð að fá lánað/ leigt Gamla skólahúsið við Skíðabraut undir heildaryfirlitssýningu á verkum JSBrimars "Demöntum Dalvíkur", frá 1. júní 2018 og fram í miðjan ágúst 2018. Sýningin yrði opnuð á afmælisdegi Brimars þann 13. júní.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela umsjónarmanni fasteigna að gera drög að leigusamningi um ofangreint í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá skákfélaginu Hróknum, dagsett þann 18. apríl 2018 þar sem fram kemur að félagið fagnar 20 ára afmæli á árinu 2018 með margvíslegum hætti. Í tilefni af afmælinu og heimsóknum í öll sveitarfélög landsis 2018 biður félagið um samvinnu og stuðning Dalvíkurbyggðar, en heimsóknir í sveitarfélög eru óháð afgreiðslu erindisins um stuðning.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlag að upphæð kr. 25.000, vísað á lið 21010-4915. Byggðaráð býður skákfélagið Hrókinn velkomið til Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Á 827. fundi byggðaráðs þann 20. júlí 2017 var eftirfarandi bókað:
  "Til umræðu endurnýjun á samningi við Motus um innheimtuþjónustu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leitað verði samninga við Motus miðað við umræður á fundinum. "

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi við Motus um innheimtuþjónustu. Samningstíminn eru 3 ár með 6 mánaða uppsagnarfresti á samningstíma. Ef samningi er ekki sagt upp framlengist hann um 1 ár í senn en að hámarki í 6 ár samfellt frá upphaf samningstíma.
  Samningurinn er að hluta til trúnaðarmál.

  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samning og vísar honum til sveitarstjórnar til afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samning við Motus.
 • Á 864. fundi byggðaráðs þann 18. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:

  "Ný lög um opinber innkaup tóku gildi þann 29. október 2016. Í 123. gr. eru þó ákvæði um gildistöku einstakra ákvæða. Til umræðu myndun vinnuhóps sem hafi það hlutverk að yfirfara og endurskoða innkaupareglur Dalvíkurbyggðar með ný lög til hliðsjónar og samhliða þeirri yfirferð verði farið yfir fyrirkomulag innkaupa hjá sveitarfélaginu og vinnuhópurinn komi með tillögur að breytingum, þar sem og/eða ef við á. Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að óska eftir tilnefningum frá framkvæmdastjórn í 3 manna vinnuhóp. "

  Framkvæmdastjórn fjallaði um ofangreint á fundi sínum þann 23. apríl s.l. og tillaga kom um eftirfarandi aðila í vinnuhópinn:


  Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.
  Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu um skipun vinnuhópsins. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs og skipun vinnuhópsins.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Þjóðskrá Íslands, dagsettur þann 23. apríl 2018, er varðar kjördeildarkerfi en laugardagurinn 5. maí 2018 er viðmiðunardagur kjörskrár vegna kosninga til sveitarstjórna. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að setja þær upplýsingar sem fram koma í rafpósti Þjóðskrá og eiga erindi við kjósendur á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 19. apríl 2018 frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem fram kemur að fimmtudaginn 3. maí n.k. verður aðalfundur MN haldinn á Hótel Kea á Akureyri. Sama dag eftir hádegi er vorráðstefna sem MN og Flugklasinn Air 66N standa fyrir og ber hún yfirskriftina "Flogið í rétt átt?". Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að sækja aðalfundinn og vorráðstefnuna fyrir hönd Dalvíkurbyggðar, ef hún hefur tök á. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir bréf frá stjórn SÍMEY, dagsett þann 18. apríl 2018, þar sem boðað er til ársfundar Símenntunarstöðvar Eyjafjarðar ári 2018 miðvikudaginn 2. maí kl. 14:00. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar, ef hann hefur tök á. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir bréf frá Tækifæri hf., dagsett þann 16. apríl 2018, þar sem boðað er til aðalfundar mánudaginn 30. apríl n.k. kl. 14:00.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitastjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 20. apríl 2018, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024, 480. mál, eigi síðar en 4. maí n.k.  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 20. apríl 2018, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Póst- og fjarskiptastofnun o.fl. (gjaldtaka fyrir tíðnir og alþjónusta), 454. mál, eigi síðar en 4. maí n.k.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 20. apríl 2018, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018 - 2029, eigi síðar en 4. maí n.k.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 20. apríl 2018, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 425. mál, eigi síðar en 4. maí n.k.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 20. apríl 2018 þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 467. mál, eigi síðar en 4. maí n.k.  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 866, frá 03.05.2018.

Málsnúmer 1805001FVakta málsnúmer

 • Á 864. fundi byggðaráðs þann 18. apríl 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
  "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 17. apríl 2018, er varðar kostnað Stórvals ehf. vegna uppsetningar á rafmagnsstaurum og þráðlausu neti á tjaldsvæði á Rimum í tengslum við lok á leigusamningi um Rima á milli Stórvals ehf. og Dalvíkurbyggðar með gildistíma 2017-2027. Til umræðu ofangreint. Hlynur vék af fundi kl. 14:04.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. "


  Á fundinum var farið yfir nýjustu upplýsingar varðandi ofangreint mál.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 866 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leita samkomulags við leigutaka um lok leigusamnings í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Ungmennafélagi Íslands, rafpóstur dagsettur þann 30. apríl 2018, þar sem leitað er upplýsinga við eftirfarandi spurningum:

  1. Hvert er beint fjárhagslegt framlag sveitarfélagsins við íþrótta- og ungmennafélag? (fjárhagsstyrkur og aðstöðustyrkur/innri leigu)

  2. (Ef við á) Hvert er beint framlag sveitarfélagsins við íþróttahéraðið?

  3. Hvað er frístundastyrkur sveitarfélagsins hár?  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 866 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að svara ofangreindu erindi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Slysavarnardeildinni Dalvík, bréf dagsett þann 24. apríl 2018, þar sem formaður óskar eftir styrk til að senda 3 stjórnarmenn deildarinnar á heimaráðsstefnu slysavarna með Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem haldin verður í Bangkok 5. - 7. nóvember 2018. Inntak ráðstefnunnar er ofbeldi, áverkar og öryggi.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 866 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá forsvarsmenn Slysavarnardeildarinnar Dalvík á fund. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti skil stjórnenda hvað varðar stöðumat janúar - mars 2018, þ.e. staða bókhalds í samanburði við heimildir í fjárhagsáætlun.

  Einnig farið yfir:
  Staðgreiðslu janúar- mars 2018 í samanburði við fyrra ár og önnur sveitarfélög.
  Áætluð framlög Jöfnunarsjóðs 2018 skv. nýjustu upplýsingum. í samanburði við fjárhagsáætlun.
  Laun og launatengd gjöld janúar - mars 2018 ásamt stöðugildum, samanburður raun við heimildir.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 866 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, dagsettur þann 26. apríl 2018, þar sem meðfylgjandi er ársreikningur HNE vegna ársins 2017. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 866 Lagt fram til kynningar og vísað til umhverfisráðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Greiðri leið ehf., dagsettur þann 26. apríl 2018, þar sem boðað er til aðalfundur 11. maí n.k. kl. 15:00.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 866 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 2. maí 2018 frá framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar þar sem kynnt er eftirfarandi bókun frá stjórnarfundi AFE þann 16. apríl s.l.:

  "Stjórn AFE samþykkir tillögu framkvæmdastjóra um að leggja fram á aðalfundi AFE 3% hækkun framlaga frá sveitarfélögunum.

  Framkvæmdastjóra falið að kynna það fyrir sveitarstjórnum fyrir aðalfund. "

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 866 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir í fundargerðinni lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 867, frá 11.05.2018

Málsnúmer 1805006FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður a), 2. liður c). 2. liður b) er sér liður á dagskrá.
3. liður a), 3. liður b) er sér liður á dagskrá.
5. liður.
 • 4.1 201805045 Trúnaðarmál
  Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðstjóri félagsmálasviðs, Þórhalla Karlsdóttir, þroskaþjálfi, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 8:16.

  Bókað í trúnaðarmálabók.

  Eyrún, Þórhalla og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 08:55.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 867
 • Á 866. fundi byggðaráðs þann 3. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Á 864. fundi byggðaráðs þann 18. apríl 2018 var m.a. eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 17. apríl 2018, er varðar kostnað Stórvals ehf. vegna uppsetningar á rafmagnsstaurum og þráðlausu neti á tjaldsvæði á Rimum í tengslum við lok á leigusamningi um Rima á milli Stórvals ehf. og Dalvíkurbyggðar með gildistíma 2017-2027. Til umræðu ofangreint. Hlynur vék af fundi kl. 14:04. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. " Á fundinum var farið yfir nýjustu upplýsingar varðandi ofangreint mál.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leita samkomulags við leigutaka um lok leigusamnings í samræmi við umræður á fundinum. "

  Með fundarboði fylgdu drög að samkomulagi við Stórval ehf. um lok á leigusamningi um félagsheimilið Rimar í Svarfaðardal. Gert er ráð fyrir að leigutímanum ljúki miðað við dagsetninguna 1. maí s.l. og að Dalvíkurbyggð greiðir Stórvali ehf. kr. 1.700.000 vegna vinnu og efnis við uppsetningu á rafmagnsstaurum og þráðlausu neti á tjaldsvæðinu á Rimum. Búnaðurinn verði þá eign Dalvíkurbyggðar.

  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 867 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samkomulagi við Stórval ehf. um lok á leigusamningi um félagsheimilið Rimar og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
  b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 11/2018, að upphæð kr. 1.700.000 við deild 31220 og lykil 4610 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
  c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að leita samninga við rekstraraðila Húsabakka, Bakkabjörg ehf., tímabundið eða lengst til og með 31.12.2018 um rekstur og umsjón með félagsheimilinu Rimum og tjaldsvæði. Samningsdrögin komi fyrir byggðaráð til umfjöllunar og afgreiðslu.

  Reksturinn á félagsheimilunu Rimum og tjaldsvæði verði boðinn út í haust með góðum fyrirvara.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs og drög að samkomulagi við Stórval ehf.
  b) Er sér liður á dagskrá.
  c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs um að heimila sviðstjóra fræðsu- og menningarsviðs að leita samninga við Bakkabjörg ehf. um tímabundna leigu á Rimum og tjaldsvæði en þó lengst til og með 31.12.2018. Reksturinn á félagsheimilinu Rimum og tjaldsvæði verði boðinn út í haust með góðum fyrirvara.
 • Á 864. fundi byggðaráðs þann 18. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Undir þessum lið sat Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, fundinn. Á 863. fundi byggðaráðs þann 11. apríl 2018 var m.a. eftirfarandi bókað: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að leggja fyrir byggðaráð sem fyrst drög að samkomulagi við húseigendur að Hafnabraut 16 og 18 þar sem gert er ráð fyrir að sveitarfélagið komi að lausn málsins með framlagi allt að kr. 2.000.000 og að málinu sé þá lokið til framtíðar hvað varðar aðkomu sveitarfélagsins. " Sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir framvindu málsins á milli funda. Til umræðu ofangreint. Kristján Guðmundsson vék af fundi kl. 14:44 til annarra starfa. Börkur Þór vék af fundi kl. 15:00 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að fá skriflegt svar frá eigendum að Hafnarbraut 16 og 18 hvort þeir fallist á ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs frá 11. apríl 2018. "

  Með fundarboði fylgdi drög að samkomulagi við Herbert Hjálmarsson, kt. 120744-2919, eiganda að Hafnarbraut 16 á Dalvík, og Hólmfríði A. Gísladóttur, kt. 101164-3739, eiganda að Hafnarbraut 18 á Dalvík um aðkomu Dalvíkurbyggðar að endurbótum á stoðvegg við Hafnarbraut 16 og 18. Dalvíkurbyggð greiðir allt að kr. 2.000.000 en aðkoma sveitarfélagsins er til að fegra aðkomu bæjarins og ásýnd auk þess að tryggja öryggi vegfaranda um Hafnarbraut á Dalvík.

  Til umræðu ofangreint og farið yfir athugasemdir við drögin.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 867 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að samkomulagi með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að ganga frá samningi við húseigendur við Hafnarbraut 16 og 18. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 11/2018 við fjárhagsáætlun 2018, allt að kr. 2.000.000, við deild 09290, lykill 4620 og að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé.
  Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðarráðs Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi drög að samkomulagi.
  b) Er sér liður á dagskrá.
 • Á 861. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2018 var eftirfarndi bókað:
  "Á 858. fundi byggðaráðs var m.a. samþykkt eftirfarandi: "Á 855. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að hafa samband við bæjarlögmann og fela honum að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerðu grein fyrir framvindu málsins. Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Prima lögmönnum, dagsett þann 20. mars 2017, til Dalvíkurbyggðar og Pacta lömanna er varðar fyrirhugaða hesthúsalóð. Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela bæjarlögmanni að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. "

  Ofangreint mál var einnig áfram til umfjöllunar á fundum byggðaráðs nr. 864 og nr. 865.

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samkomulagi við Viðarholt ehf., Freydísi Dönu Sigurðardóttur, kt. 010672-5549, Árskógi lóð 1, vegna fyrirhugaðrar byggingar hesthúss í Dalvíkurbyggð.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 867 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að landbúnaðarráð fjalli um málið á fundi sínum í dag kl. 13:00 vegna samninga um beitiland. Byggðaráð leggur áherslu á að farið verði yfir þau atriði sem standa út af og felur bæjarlögmanni að fara yfir málin með forsvarsmönnum Viðarholts ehf. og lögmanni þeirra. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 863. fundi byggðaráðs þann 11. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:

  "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00.

  Til umfjöllunar tillaga frá vinnuhópi vegna gervigrasvallar um að samið verði við AVH og VSÓ vegna hönnunar og gerð útboðsganga vegna gervigrasvallar á Dalvík. Kostnaður alls kr. 9.632.400 án vsk.

  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila að gengið verði til samninga við AVH og VSÓ um hönnun og gerð útboðsgagna vegna gervigrasvallar á Dalvík samkvæmt fyrirliggjandi tilboði,vísað á deild 32200 á fjárhagsáætlun 2018."

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi um uppbyggingu íþróttasvæðis á Dalvík á milli Dalvíkurbyggðar og Ungmennafélags Svarfdæla.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 867 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að samningi og visar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi drög að samningi á milli Dalvíkubyggðar og Ungmennafélagsins Svarfdæla.
 • Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 4. maí 2018 var Greiðri leið ehf., þar sem kynntar eru fundargerðir stjórnar nr. 110 og nr. 111, fundargerð aðalfundar frá 2017 og ársreikningur Greiðrar leiðar ehf. vegna 2017. Minnt er á að aðalfundur félagsins er 11. maí 2018 kl. 15:00 í aðstöðu verkeftirlits við Vaðalheiðargöng.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 867 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 4. maí 2018, og varðar gistingu vegna landsþings Sambandsins sem verður haldið á Akureyri dagana 26. - 28. september 2018.

  Dalvíkurbyggð á rétt á að senda 2 fulltrúa ásamt framkvæmdastjóra.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 867 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir 3 herbergjum fyrir Dalvíkurbyggð fyrir 2 fulltrúa og framkvæmdastjóra. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Bindindissamtökunum IOGT, dagsett þann 22. mars 2018 en sent með rafpósti þann 2. maí 2018, og varðar umsögn IOGT á Íslandi um frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tókbak, lögum um aukatekjur ríkissjóðs, áfengislögum og lögum um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum (smásala áfengis), þingskjal 389, 287. mál. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 867 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 3. maí 2018, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Kristnisjóð o.fl. (ókeypis lóðir), 269. mál, eigi síðar en 24. maí n.k.  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 867 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 859, sbr. rafpóstur Sambandsins frá 2. maí 2018. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 867 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 305, sbr. rafpóstur Eyþings dagsettur þann 4. maí 2018. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 867 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

5.Atvinnumála- og kynningarráð - 34, frá 02.05.2018

Málsnúmer 1804014FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður.
2. liður.
3. liður, varðandi tillögu um að gengið verði til samninga við Hype.
 • Áframhaldandi vinna við atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar, en unnið hefur verið að henni um nokkurt skeið og fjallað um hana á fundum ráðsins.

  Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið tillögu að kaflaskiptingu og uppbyggingu stefnunnar.

  Til umræðu.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 34 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 3 atkvæðum að ráðið verði stýrihópur atvinnustefnunnar og samþykkir einnig með 3 atkvæðum að haldinn verði opinn vinnufundur um aðgerðaáætlun stefnunnar haustið 2018. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs um stýrihóp vegna atvinnustefnu.
 • Á 865. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað: ,,Tekið fyrir erindi frá Hjörleifi Hjartarsyni, dagsett þann 18, apríl 2018, sbr. rafpóstur, þar sem fram kemur að Hjörleifur fékk þann 1. febrúar s.l. kr. 1.000.000 styrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands til að búa til hljóðleiðsögn (app) um Dalvíkurbyggð. Áætlaður kostnaður við verkið var um kr. 3.000.000. Erindi þessa bréf er að bjóða Dalvíkurbyggð þátttöku í verkefninu þannig að sveitarfélagið kosti tæknivinnu og eigi í staðinn appið og geti unnið með það áfram.

  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar í atvinnumála- og kynningarráði með fyrirvara um að frekari upplýsingar og gögn berist, m.a. umsókn verkefnisins til Uppbyggingarsjóðs Norðurlands."

  Til umræðu.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 34 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 3 greiddum atkvæðum að hafna ofangreindu erindi. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs.
 • Á 33. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað: ,,Í starfs- og fjárhagsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrir árið 2018 er gert ráð fyrir því að gera kynningarmyndband um Dalvíkurbyggð. Upplýsingafulltrúa er falið að útfæra nánar grunn fyrir kynningarmyndbandið ásamt því að leita tilboða hjá auglýsingastofum.

  Upplýsingafulltrúi kynnir fyrir ráðinu þau tilboð sem bárust vegna gerðar kynningarmyndbands.

  Upplýsingafulltrúa falið að vinna áfram að verkefninu."

  Til umræðu.  Atvinnumála- og kynningarráð - 34 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 3 atkvæðum að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun upp á 1.000.000 vegna þessa verkefnis. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Hype í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs um að gengið verði til samninga við Hype.
 • Á 33. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað: ,,Dalvíkurbyggð á 20 ára afmæli á þessu ári en árið 1998 var sveitarfélagið sameinað úr þremur sveitarfélögum: Árskógshreppi, Svarfðardalshreppi og Dalvíkurbæ. Upplýsingafulltrúa falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum."

  Upplýsingafulltrúi kynnir þær tillögur sem bárust að afmælismerki Dalvíkurbyggðar.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 34 Upplýsingafulltrúa falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Þann 4. maí næstkomandi rennur út frestur til að senda inn tillögur til Nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018. Að verðlaununum standa Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Félag fostöðumanna ríkisstofnana, Samband íslenskra sveitarféalga, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís. Markmiðið er að vekja athygli á því sem vel er gert og hvetja til meiri nýsköpunar í opinberri þjónustu og stjórnsýslu á Íslandi og eru stofnanir og sveitarfélög hvött til að tilnefna verkefni.

  Upplýsingafulltrúi upplýsir að ein tilnefning hafi verið send inn frá Dalvíkurbyggð en það er verkefnið um Ímynd Dalvíkurbyggðar.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 34 Til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og upplýsingafulltrúi leggja hér fram upplýsingar um þann fjölda mála sem tekin hafa verið fyrir hjá atvinnumála- og kynningarráði á kjörtímabilinu 2014-2018.

  Samtals hefur ráðið unnið að 96 málum af ýmsum toga á kjörtímabilinu.

  Atvinnumála- og kynningarráð - 34 Til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 5.7 201804119 Fundargerðir AFE 2018
  Teknar fyrir fundargerðir AFE nr. 212, 213, 214 og 215.

  Atvinnumála- og kynningarráð - 34 Til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

6.Landbúnaðarráð - 117, frá 11.05.2018

Málsnúmer 1805004FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
3. liður
4. liður.
 • Undir þessum lið komu á fund landbúnaðarráðs Bjarni Th. Bjarnason, sveitastjóri, og Guðmundur St. Jónsson, aðalmaður í byggðaráði, kl. 13:30.

  Á 867. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Á 861. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2018 var eftirfarndi bókað:
  'Á 858. fundi byggðaráðs var m.a. samþykkt eftirfarandi: 'Á 855. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að hafa samband við bæjarlögmann og fela honum að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerðu grein fyrir framvindu málsins. Lagt fram til kynningar.' Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Prima lögmönnum, dagsett þann 20. mars 2017, til Dalvíkurbyggðar og Pacta lömanna er varðar fyrirhugaða hesthúsalóð. Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela bæjarlögmanni að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. '

  Ofangreint mál var einnig áfram til umfjöllunar á fundum byggðaráðs nr. 864 og nr. 865.

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samkomulagi við Viðarholt ehf., Freydísi Dönu Sigurðardóttur, kt. 010672-5549, Árskógi lóð 1, vegna fyrirhugaðrar byggingar hesthúss í Dalvíkurbyggð.

  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að landbúnaðarráð fjalli um málið á fundi sínum í dag kl. 13:30 vegna samninga um beitiland. Byggðaráð leggur áherslu á að farið verði yfir þau atriði sem standa út af og felur bæjarlögmanni að fara yfir málin með forsvarsmönnum Viðarholts ehf. og lögmanni þeirra."
  Landbúnaðarráð - 117 Bjarni Th. Bjarnason, sveitastjóri, og Guðmundur St. Jónsson, aðalmaður í byggðaráði, viku af fundi kl. 13:57.
  Ráðið þakkar þeim Bjarna og Guðmundi fyrir yfirferð á stöðu málsins.

  Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra að ræða við umsækjendur samkvæmt umræðum á fundinum og gera uppkast að nýjum leigusamningi.
  Ráðið leggur til að haldin verði aukafundur eftir hádegi mánudaginn 14. maí vegna málsins.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til umræðu sameiginleg greinargerð Guðrúnar V Steingrímsdóttur lögfræðings Bændasamtakanna og Ólafs Dýrmundssonar fyrrverandi ráðunautur Bændasamtakanna vegna fjallskilamála í Dalvíkurbyggð. Landbúnaðarráð - 117 Samkvæmt niðurstöðu greinagerðarinnar er ekki heimilt að leggja dagsverk á sauðlausar jarðir í Dalvíkurbyggð án samþykkis viðkomandi umráðamanns þar sem eingöngu er stuðst við fjárfjölda við niðurröðun dagsverka.
  Þar sem grunnviðmið við álagningu gangnadagsverka í Dalvíkurbyggð er fjárfjöldi en ekki landverð eins og heimilt er í lögum að nota.
  Ef landverð væri notað sem viðmið þá myndi það þurfa að gilda á allar jarðir í sveitarfélaginu.


  Að gefnu tilefni vill landbúnaðarráð benda á að allir umráðendur lands í Dalvíkurbyggð skulu smala sín heimalönd samhliða fyrstu og öðrum göngum og gera skil á ókunnu fé sem þar kann að vera.
  Ráðið vill beina því til fjallskilastjóranna að þeir ítreki ábendingar til landeigenda hvað varðar heimalöndin jafnt og send er út niðurröðun fjallskila.

  Þá skal því beint til fjallskilastjóra að þeir noti í öllum deildunum þremur sömu viðmiðunartölu til mats á dagsverkum sem yrði þá fyrir næstkomandi haust kr. 8.870,-
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2018. Landbúnaðarráð - 117 Samkvæmt fyrri samþykktum og skoðanakönnunum leggur landbúnaðarráð til að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði helgina 7. til 9. september og seinni göngur í öllum deildum viku síðar eða um helgina 14. til 16 september. Framvegis verður reiknað með að önnur og þriðja helgi í september verði fastar gangnahelgar.

  Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum verði 6. október og 7. október.


  Samþykkt með fjórum atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.
 • Með innsendu erindi dags. 24. apríl 2018 óskar Zophonías Jónmundsson eftir breytingu á gangnadögum samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Landbúnaðarráð - 117 Vegna beiðni frá Zophoníasi Jónmundssyni um að fá að framkvæma fyrstu göngur 25. til 26. ágúst eða 1.-2. september 2017, samþykkir landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar að veita frávik um viku frá auglýstum gangnadögum og þá með þeim skilyrðum að leggja til gangnamenn helgina 7-9 september á Ytra- Holtsdal samhliða auglýstum gangnadögum.

  Landbúnaðarráð vill benda á að ekki hafa verið gerðar athugasemdir við að bændur smali sín heimaupprekstarlönd á sína ábyrgð vegna sumarslátrunar óháð auglýstum gangnadögum, en taka skal fram að ef komi fram ókunnugt fé við þannig smölun þá skal því komið aftur á fjall.

  Samþykkt með fjórum atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóðameð 7 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.
 • Stöðuyfirlit á málaflokk 13210 frá 1. janúar til 1.mars 2018. Landbúnaðarráð - 117 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til umræðu ábending íbúa vegna kattahalds ofl. á Dalvík. Landbúnaðarráð - 117 Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar áréttar við alla hunda og kattaeigendur að fylgja þeim reglum sem í gildi eru í sveitarfélaginu, samanber samþykktir um hunda og kattahald í Dalvíkurbyggð.

  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Formaður landbúnaðarráðs leggur til að komið verði upp upplýsingaskilti við Tungurétt nú í sumar. Landbúnaðarráð - 117 Landbúnaðarráð leggur til að útbúið verði skilti þar sem fram kemur byggingarsaga réttarinnar ofl.
  Sviðsstjóra falið að koma málinu í farveg.
  Samþykkt með fjórum atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

7.Umhverfisráð - 305, frá 11.05.2018

Málsnúmer 1805005FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
5. liður.
6. liður.
7. liður.
8. liður.
11. liður, fyrsta málsgrein til afgreiðslu varðandi framkvæmdir.
12.liður, sér liður á dagskrá.
13. liður, sér liður á dagskrá.
14. liður, sér liður á dagskrá.
 • Undir þessum lið koma á fund ráðsins fyrir hönd Skíðafélagsins Óskar Óskarsson kl. 08:16

  Á 304. fundi umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 12. apríl var eftirfarandi bókað
  "Ráðið fresta afgreiðslu og óskar eftir fulltrúa frá skíðafélaginu á næsta fund ráðsins.
  Ráðið felur þó sviðsstjóra að afgreiða lið 2 samkvæmt umræðum á fundinum"
  Umhverfisráð - 305 Óskar Óskarsson vék af fundi kl. 09:02
  Umhverfisráð þakkar Óskari fyrir upplýsingarnar og hvetur skíðafélagið til að senda erindi til Umhverfisstofnunar þar sem gerð er grein fyrir þeim áformum í landmótun sem farið var yfir og tilfærslu á efra húsi.

  Samþykkt með fjórum atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til kynningar stöðuskýrsla U&T jan-apríl 2018. Umhverfisráð - 305 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Níels Kristni Benjamínssyni og Ívari Breka Benjamínssyni, rafpóstur dagsettur þann 30. mars 2018, þar sem fram kemur fyrirspurn um hvort hægt sé að fá keyptan grunninn sem stendur við Tréverk og er í eigu Dalvíkurbyggðar. Grunnurinn var keyptur af Björgunarsveitinni á Dalvík árið 2009.
  En á 304. fundi umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 12. apríl var eftirfarandi bókað
  "Umhverfisráð óskar frekari upplýsinga um áætlanir fyrirspyrjenda fyrir næsta fund ráðsins.

  En samkvæmt greinargerð með Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 kemur eftirfandi fram.
  " Stefnt er að því að á reitnum verði byggð hús sem taki mið af stærð, formi og hlutföllum gömlu húsanna á svæðinu. Svæðið kemur einnig til greina fyrir aðflutt, gömul hús."
  Ekki hefur verið unnið deiliskipulag á svæðinu".
  Umhverfisráð - 305 Umhverfisráð getur að svo stöddu ekki úthlutað umræddri lóð þar sem fyrirhuguð bygging á iðnaðarhúsnæði er ekki í takt við gildandi skipulag. Umhverfisráð felur sviðsstjóra að ræða við umsækjanda um aðra möguleika fyrir iðnaðarhúsnæði.


  Samþykkt með fjórum atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, dagsettur þann 26. apríl 2018, þar sem meðfylgjandi er ársreikningur HNE vegna ársins 2017. Umhverfisráð - 305 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Með innsendu erindi dags. 11. apríl 2018 óskar Hanna Kristín Gunnarsdóttir fyrir hönd Samherja Ísland ehf eftir leyfi til að setja upp safnskilti. Umhverfisráð - 305 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.

  Samþykkt með fjórum atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Með innsendu erindi dags. 7. maí 2018 óskar Óskar Óskarsson fyrir hönd Valeska ehf eftir lóðinni Sjávabraut 7, Dalvík. Umhverfisráð - 305 Umhverfisráð samþykkir að veita Valeska ehf umbeðna lóð við Sjávarbraut 7, með vísan til gr. 3.4 í úthlutunarreglum Dalvíkurbyggðar.
  Hér er um sérstakt tilvik að ræða sem veitir umhverfisráði heimild til úthlutunar án undangenginnar auglýsingar.

  Samþykkt með fjórum atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun lóðarinnar við Sjávarbraut til Valeska ehf.

 • Með innsendu erindi dags. 7. maí 2018 óskar Anton Örn Brynjarsson ( AVH) fyrir hönd Samherja Ísland ehf eftir byggingarleyfi fyrir vinnubúðir samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 305 Umhverfisráð veitir umbeðið leyfi með fyrirvara um að öll gögn berist byggingarfulltrúa.

  Samþykkt með fjórum atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Með innsendu erindi dags. 3. maí 2018 óskar Sylvía Ósk Ómarsdóttir eftir byggingarleyfi fyrir vélageymslu samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 305 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.


  Samþykkt með fjórum atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Lagt fram til kynningar erindi frá Bjarka Jónssyni fyrir hönd Skógarafurða ehf vegna minnkunar á fögunarkostnaði. Umhverfisráð - 305 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Umhverfisráð - 305 Umhverfisráð leggur áherslu á að sveitarfélagið sé vel snyrt og felur umhverfisstjóra að vinna að málinu í samráði við upplýsingafulltrúa.

  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til umræðu framkvæmdir sumarsins.
  Undir þessu lið koma á fund ráðsins Valur Þór Hilmarsson kl. 10:40.
  Umhverfisráð - 305 Valur Þór vék af fundi kl. 11:38
  Umhverfisráði lýst vel á framlagðar hugmyndir umhverfisstjóra til að draga úr snjósöfnun við Hringtún. Ráðið felur umhverfdisstjóra að kynna þessar hugmyndir fyrir hagsmunaaðilum.
  Ráðið leggur til að þeir fjármunir sem áætlaðir eru í viðgerðir á kantsteinum og gangstéttum verði að hluta nýttir til frágangs við Kirkjuveg 1-8, Dalvík.
  Ráðið leggur til að vinna við deiliskipulag Laugahlíðarhverfis verði hafin sem fyrst.
  Ráðið leggur til að skipulagsráðgjafi verði fenginn á næsta fund ráðsins vegna skipulagslýsingar Fólkvangsins. Í framhaldinu verði síðan haldin íbúafundur vegna deiliskipulags Fólkvangsins.
  Samþykkt með fjórum atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Til máls tóku:
  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem leggur til að 11. lið a) verði vísað til byggðaráðs.
  Guðmundur St. Jónsson.

  a) Ráðið leggur til að þeir fjármunir sem áætlaðir eru í viðgerðir á kantsteinum og gangstéttum verði að hluta nýttir til frágangs við
  Kirkjuveg 1-8, Dalvík.

  Til máls tóku:
  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem leggur til að 11. lið a) verði vísað til byggðaráðs.
  Guðmundur St. Jónsson.

  Afgreiðsla sveitarstjórnar:
  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Gunnþórs Eyfjörðs Gunnþórssonar um að vísa þessum lið til byggðaráðs.

  b) Ráðið leggur til að vinna við deiliskipulag Laugahlíðarhverfis verði hafin sem fyrst.

  Bókun sveitarstjórnar:
  Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og tæknisvið þá er deiliskipulagið á starfs- og fjárhagsáætlun 2018. Lagt fram til kynningar.

  c) Ráðið leggur til að skipulagsráðgjafi verði fenginn á næsta fund ráðsins vegna skipulagslýsingar Fólkvangsins. Í framhaldinu verði síðan haldin íbúafundur vegna deiliskipulags Fólkvangsins.

  Bókun sveitarstjórnar:
  Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og tæknisviði þá er deiliskipulagið á starfs- og fjárhagsáætlun 2018. Lagt fram til kynningar.
 • Með rafpósti dags. 23.apríl 2018 óskar Íris Stefánsdóttir fyrir hönd Fjallabyggðar eftir umsögn vegna breytinga á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028. Umhverfisráð - 305 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028.
  Samþykkt með fjórum atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, sér liður á dagskrá.
 • Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 var auglýst 28. febrúar 2018. Athugasemdafrestur var frá 1. mars til 12. apríl. Engar athugasemdir bárust. Umhverfisráð - 305 Umhverfisráð leggur til að tillagan verði samþykkt og send til Skipulagsstofnunar, ásamt athugasemdum og umsögnum um þær, til staðfestingar.
  Samþykkt með fjórum atkvæðum
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, sér liður á dagskrá.
 • Tillaga að deiliskipulagi íþróttasvæðis Dalvíkur var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 28. febrúar 2018. Athugasemdafrestur var frá 1. mars til 12. apríl. Engar athugasemdir bárust.
  Umsagnir frá umsagnaraðilum voru án athugasemda.
  Umhverfisráð - 305 Umhverfisráð samþykkir deiliskipulagsgögnin sem eru í formi greinagerðar, skipulagsuppdráttar og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

  Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, sér liður á dagskrá.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

8.Ungmennaráð - 17, frá 25.04.2018.

Málsnúmer 1804012FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður.
 • Ungmennaráð - 17 Lögð fram til kynningar ályktun frá ungmennaráðstefnu UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði, var haldin á Hótel Borealis í Grímsnes- og Grafningshreppi dagana 21. - 23.mars 2018. Ungmennaráð óskar eftir því að ályktunin verði kynnt byggðaráði og íþrótta- og æskulýðsráði.

  Ályktunin:
  Forsvarsmenn ráðstefnunnar þakka þeim sveitarfélögum og félagasamtökum sem hafa stofnað ungmennaráð og veitt ungmennum vettvang til áhrifa.

  Ungmennum á Íslandi finnst vegir landsins vera í niðurníðslu. Bæta þarf samgöngur um allt land og veita sveitarfélögum heimild til að laga vegi sem heyra undir Vegagerðina. Þar má nefna Grindavíkurveginn þar sem að mörg alvarleg- og banaslys hafa orðið á þeim vegi. Ungt fólk notar samgöngur daglega, hvort sem þau séu farþegar eða ökumenn og viljum við öll að þau komist heilu og höldnu til náms eða í vinnu. Samgöngubætur má fjármagna með komugjöldum á erlenda ferðamenn, þar sem þeir eru orðnir stór hluti þeirra sem nota vegakerfi landsins. Lítils háttar komugjald þarf til að fjármagna endurbætur á vegakerfinu.

  Kvíði og þunglyndi hefur aukist mikið í röðum ungmenna á grunnskóla- og framhaldsskólaaldri. Stytting framhaldsskóla úr fjórum árum í þrjú og minni tími nemenda til að sinna félagsstörfum er að stórum hluta orsakavaldur að mati ungmenna. Það þarf að festa það í lög að það séu starfandi sálfræðingar í öllum grunn- og framhaldssólum á landinu. Einnig vantar betri forvarnir í geðheilbrigðismálum og gætu starfandi skólasálfræðingar séð um þá fræðslu.

  Þátttakendur ráðstefnunnar ræddu mikið um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár í sveitastjórnakosningum. Lýðræðisfræðsla og stjórnmálafræðsla þarf að vera aukin í grunn- og framhaldsskólum og nauðsynlegt er að gera heimasíðu Alþingis aðgengilegri og skiljanlegri.

  Ráðstefnan þakkar Ungmennafélagi Íslands fyrir að standa að ráðstefnu á borð við Ungt fólk og lýðræði. Við viljum einnig þakka Evrópu unga fólksins fyrir að veita okkur styrk og gera okkur kleift að halda ráðstefnuna. Hún gefur ungu fólki færi á að mynda, auka og víkka tengslanet sitt, ræða viðhorf sín, koma þeim á framfæri og sanna fyrir jafningjum sínum að ungmenni geti haft áhrif. Við hvetjum til þess að ráðstefna sem þessi verði haldin á hverju ári og megi aðrir taka ungmennaráð UMFÍ sér til fyrirmyndar.
  Ungt fólk er ekki bara framtíðin, við erum til núna og höfum áhrif í dag!
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Ungmennaráð - 17 Ungmennaráð hefur unnið drög að nýju erindisbréfi og vísar því til samþykktar sveitarstjórnar. Í drögunum er gert ráð fyrir að fundir ungmennaráðs fjölgi úr 5 í allt að 12 á ári og er um leið er óskað eftir auknu fjármagni til að geta fundað samkvæmt nýju erindisbréfi. Aðrar helstu breytingar eru á skipan ráðsins, en erindsbréfið hefur ekki verið endurskoðað frá því að ungmennaráð var stofnað árið 2014. Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Til máls tóku:
  Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar um að vísa þessum lið til byggðaráðs.
 • Ungmennaráð - 17 Ungmennaráð lýsir yfir óánægju sinni með vinnubrögð við niðurlögn á starfi forstöðumanns Víkurrastar á sínum tíma. Ráðið telur að ekki hafi verið skoðað nægilega vel þörfin á því að ráða í starfið aftur með tilvísan í mannauðsstefnu Dalvíkurbyggðar, þar segir að áður en eldra starf er auglýst laust til umsóknar skal forstöðumaður stofnunar eða sviðsstjóri ef tilefni er til meta þörf fyrir ráðningu í starfið.

  Ljóst er að mikil þjónustuskerðing hefur átt sér stað og telur ráðið nauðsynlegt að ráðinn verði forstöðumaður sem sinnir starfi félagsmiðstöðvar og ungmennarstarfs í Víkurröst. Það er þá einnig í samræmi við tillögur vinnuhóps um nýtingu Víkurrastar um að markaðssetja húsið og ná fram meiri nýtingu með því að gera húsið að Frístundahúsi. Ráðið telur það ekki samræmast að leggja meiri áherslu á starfsemi Víkurrastar og um leið að leggja niður starf forstöðumanns.

  Ráðið leggur til að málið verði endurmetið og að ráðið verði aftur í sambærilegt starf forstöðumanns Víkurrastar. Ráðið telur mikilvægt að búið verði að vinna þetta fyrir upphaf starfsárs félagsmiðstöðvar næsta haust. Ráðið er tilbúið að koma að þeirri vinnu við að meta og fara yfir með hvaða hætti sé best að endurskipuleggja starfið.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Ungmennaráð - 17 Frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

9.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 74, frá 11.05.2018

Málsnúmer 1805003FVakta málsnúmer

 • Fyrir fundinum voru kynntar fundargerðir 402. fundar og 403. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Fyrri fundurinn var haldinn mánudaginn 19. mars 2018 og sá síðari var haldinn mánudaginn 23. apríl 2018. Báðir fundirnir voru haldnir í fundarsalnum Hlaðbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík.

  Sviðsstjóri vekur athygli á 9. ml. í fundargerð frá 403. fundi Hafnasambandisins. Þar er fjallað um öryggismál hafna og lagt til að þau verði tekinn upp á hafnasambandsþingi í haust.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 74 Lagðar fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 9.2 201805028 Samstarfsyfirlýsing
  Stjórn Hafnasambands Íslands sendir ykkur til umsagnar drög að samstarfsyfirlýsingu milli Hafnasambands Íslands og Fiskistofu um framkvæmd vigtarmála.
  Þess er óskað að umsögn berist eigi síðar en 18. maí nk. þar sem til stendur að undirrita yfirlýsinguna í lok maí.
  Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.

  Vill stjórn biðja ykkur um að birta ekki skjalið opinberlega á vefjum ykkar þar sem einungis er um drög að ræða. Endanleg útgáfa verður send á allar hafnir í lok maí.

  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 74 Lagt fram. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 9.3 201804068 Ársreikningur 2017
  Eftirfarandi barst rafpósti þann 16. apríl 2018.

  Meðfylgjandi er ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2017. Samkvæmt 5. mgr. 5. gr. laga Hafnasambands Íslands skal stjórn samþykkja ársreikninga eftir að þeir hafa verið kynntir aðildarhöfnunum.

  Athugasemdir, ef einhverjar eru, sendist vinsamlega til undirritaðs fyrir þriðjudaginn 22. maí nk.

  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 74 Ársreikningur lagður fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Með rafpósti, sem dagsettur er 24. apríl 2018 barst eftirfarandi erindi:

  "Á stjórnarfundi hafnasambandsins sem haldinn var 23. apríl sl. var lagður fram tölvupóstur frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 20. apríl 2018, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða.

  Ákvað stjórn að senda frumvarpið, ásamt fyrri umsögn hafnasambandsins á aðildarhafnir og óska eftir athugasemdum.

  Umsögnina má finna í viðhengi og hér er tengill á frumvarpið: http://www.althingi.is/altext/148/s/0607.html

  Ef þið hafið athugasemdir þá vinsamlegast sendið þær á valur@samband.is fyrir 2. maí nk."

  Fram kemur í umsögninni eftirfarandi:

  „Stjórn Hafnasambandsins tekur undir markmið frumvarpsins sem kemur fram í 1. gr. þess. Hafnasambandið telur nauðsynlegt að skerpa á skipulagsþáttum við strendur Íslands og á hafsvæðum innan efnahagslögsögunnar. Þau atriði sem varða hafnir sérstaklega eru m.a. eftirfarandi atriði:

  a.
  Megin siglingaleiðir að frá höfnum.
  b.
  Skilgreining hafnasvæða á sjó.
  c.
  Reglur um dýpkun, varp á dýpkunarefni í hafið og efnisvinnsla á hafsbotni.
  d.
  Heimildir til staðsetningar fiskeldis, kræklingaeldis og annarrar staðbundinnar starfssemi á sjó.
  e.
  Gildistími starfsleyfa og ákvæði um tryggingar til að fjarlægja kvíar eða búnað til eldis í sjó

  Ábendingar um það sem þarfnast, að mati Hafnasambands Íslands, betri skýringar á er .a. eftirfarandi:

  a.
  Gert er ráð fyrir að svonefnt svæðisráð, skipað 7 fulltrúum, annist gerð strandsvæðisskipulag á tilteknu svæði. Í 15. greinar frumvarpsins er nánar skilgreint hverjir sitja í ráðinu og að fulltrúa ráðuneyta hafi neitunarvald. Þrátt fyrir þetta ákvæði 11. greinar frumvarpsins verður ekki séð að nauðsynlegir hagsmunir sveitarfélaga né hafna séu tryggðir með þessu fyrirkomulagi. Mikilvægt er að undirbúningur skipulags strandsvæða sé í nánu samstarfi við þau sveitarfélög og hafnir sem málið varðar og helst á ábyrgð þeirra eins og gildir almennt í skipulagsmálum á Íslandi.
  b.
  Ýmis mál sem varða nýtingu strandsvæða og hafsvæða er nú vistað hjá mismunandi ráðuneytum og stofnunum. M.a. varðandi dýpkun í höfnum, varps dýpkunarefnis í hafið, efnisvinnslu á hafsbotni og skipulag landfyllinga. Mikilvægt er að ekki verði settar frekari skorður en nú eru við undirbúning og framkvæmd verkefna sem geta haft í för með sér verulega töf nauðsynlegra framkvæmda í höfnum.
  c.
  Þá er bent á að í starfsemi hafna eru fjölmörg lagaákvæði og ákvæði reglugerða sem varða ýmis atriði varðandi umhverfismál, svo sem dýpkun, mengun, móttöku sorps, útblástur skipa í höfnum o.fl. Mikilvægt er að fjalla um hvernig þessi ákvæði falla að hugmyndum um skilmála strandsvæðaskipulags og hver réttarstaða hafna er ef gerðar verða strangari kröfur um einstök atriði í strandsvæðaskipulagi.
  d.
  Ekkert er í frumvarpinu kveðið á um umhverfisþætti sem lúta að útblæstri skipa, en Hafnasamband Íslands hefur bent á að skynsamlegt sé að lögfesta nú þegar Viðauka VI við svonefndan Marpol samning, sem myndi draga verulega úr losun brennisteins frá skipum sem brenna svartolíu. Eðlilegast væri að brennsla svartolíu væri bönnuð.

  Hafnasamband Íslands telur þörf á vinnu og aðgerðum við skipulag strand- og hafsvæða, en telur einnig að ígrunda þurfi vel þá skilmála sem verða settir, einkum hvað varðar hagsmuni hafna.“
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 74 Veitu- og hafnaráð tekur undir allt það sem fram kemur í umsögn Hafnasambandsins um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða og samþykkir samhljóða að gera umsögnina að sinni umsögn. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Mað rafpósti, sem dagsettur er 26. 04.2018,frá Samgöngustofu er verið að fjalla um neðangreint.

  "Öryggi í höfnum.

  Um öryggismál hafna gilda hafnalög nr. 61/2003 og reglugerð 326/2004 um hafnamál en VI kafli reglugerðarinnar fjallar sérstaklega um slysavarnir í höfnum.

  Í 7. gr. laganna segir m.a.: "Eigandi hafnar er ábyrgur fyrir því að mannvirki, búnaður og rekstur hafnarinnar sé ætíð í samræmi við gildandi lög og reglugerðir."

  Í 19. gr. reglugerðarinanr segir m.a.: "Hafnarstjórnir skulu sjá til þess að öryggisbúnaði í höfnum sé ætíð vel við haldið og hann nothæfur."

  Ábyrgð eiganda og rekstraraðila á öryggismálum hafnar ætti því að vera ljós, þó að Samgöngustofa hafi eftirlit með framkvæmdinni.

  Eftirliti með öryggismálum hafna hefur verið þannig háttað undanfarin ár að eftirlitsmenn Siglingastofnunar tóku út öryggismál í höfnum, samhliða öðru eftirlit.

  Nú hefur Samgöngustofa tekið yfir það hlutverk sem Siglingastofnun hafði áður þ.e. eftirlit með öryggismálum hafna. Um skyldur Samgöngustofu má m.a. lesa í 5. gr. laga um Samgöngustofu ... nr. 119/2013 og í 4. og 6. gr. Hafnalaga nr. 61/2003.

  Á undanförnum árum hafa eftirlitsmál tekið nokkrum breytingum í þá átt að sífellt meira er stuðst við skjalfest innra eftirlit rekstraraðila, sem síðan miðlar upplýsingum til stjórnsýslustofnana. Samgöngustofa hefur áhuga á að fara í þá átt með eftirlit með öryggismálum hafna. Það hlýtur að vera akkur allra sem að málinu koma að ástand öryggismála sé sem best.

  Samgöngustofa er nú að setja af stað verkefnið um eigið eftirlit með öryggi hafna og óskar samstarfs við hafnir víða um landið til að verkefnið takist sem best.

  Jafnframt verður farið í átak um þjálfun starfsmanna í samræmi við 31. gr. Hafnareglugerðar.


  Framkvæmdir í höfnum.

  Samgöngustofa vill hér minna á ákvæði í 6. gr. Hafnarlaga nr. 61/2003 þar sem segir m.a.:

  "Öll mannvirkjagerð í höfnum skal vera í samræmi við gildandi skipulag fyrir viðkomandi sveitarfélag. Samgöngustofa skal fylgjast með að við hönnun og byggingu hafnarmannvirkja sé fylgt að minnsta kosti lágmarkskröfum um styrkleika mannvirkja og öryggi notenda hafnanna. Hafnir skulu tilkynna Samgöngustofu um fyrirhugaðar framkvæmdir og leggja fyrir stofnunina gögn um gerð mannvirkjanna til samþykktar áður en framkvæmdir eru hafnar. Samgöngustofu er heimilt að veita einstökum höfnum undanþágu frá þessu byggingareftirliti, enda geti þær sýnt fram á að starfsmenn þeirra hafi yfir nægri tækniþekkingu að ráða og fyrir hendi sé vel skilgreint innra eftirlit."  Uppsetning hafnarvita, innsiglingarljósa og annarra leiðarmerkja.

  Í lögum um vitamál nr. 132/1999 er kveðið á um hlutverk Samgöngustofu varðandi leiðarmerki. Þar segir m.a. í 2. gr. að Samgöngustofa skuli

  "... hafa eftirlit af hálfu ríkisins með uppsetningu og rekstri leiðarmerkja sem einstök sveitarfélög eða einstaklingar setja upp."

  Í 3. gr. laganna segir m.a. að leiðarmerki megi

  "... ekki taka í notkun fyrr en úttekt hefur farið fram af hálfu Samgöngustofu ..."  Vill Samgöngustofa minna hafnastjóra á að gæta vel að ofangreindu og hika ekki við að hafa samband, sé eitthvað óljóst."

  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 74 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Með bréfi frá Umhverfisstofnun, sem dagsett er 20. apríl 2018, kemur fram að Umhverfisstofnun hefur farið yfir áætlun hafna í Dalvíkurbyggð um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa skipa og staðfest sbr. 4. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 1200/2014. Bent er á að endurskoða skal áætlunina á þriggja ára fresti sem og eftir meiriháttar breytingar á rekstri hafnarinnar, sbr. 2. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 1200/2014. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 74 Lagt fram til kynningar, Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Vinna við niðurrekstur á stálþili gengur eins og búast mátti við. Fyrir fundinum liggur fundargerð 4. verkfundar sem haldinn var 14.3.2018 og var undirrituð og staðfest á 5. verkfundi sem haldinn var 12.04.2018. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 74 Verkfundargerð lögð fram til kynningar. Miklar umræður urðu um framkvæmd verksins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 33. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað: ,,Dalvíkurbyggð á 20 ára afmæli á þessu ári en árið 1998 var sveitarfélagið sameinað úr þremur sveitarfélögum: Árskógshreppi, Svarfaðardalshreppi og Dalvíkurbæ. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 74 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir í fundargerðinni lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

10.Frá 861. fundi byggðarráðs; Endurnýjun á reykköfunarbúnaði slökkviliðs Dalvíkur, beiðni um viðauka.

Málsnúmer 201804031Vakta málsnúmer

Á 864. fundi byggðaráðs þann 18. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kl. 14:05. Á 304. fundi umhverfisráðs þann 12. apríl 2018 var eftirfarandi bókað: "Til umræðu endurnýjun á reykköfunarbúnaði slökkviliðs Dalvíkur. Undir þessum lið kom á fundinn Vilhelm Anton Hallgrímsson slökkvilisstjóri Vilhelm anton vék af fundi kl. 08:50 Umhverfisráð leggur til við byggðarráð að farið verði strax í kaup á umbeðnum búnaði samkvæmt innsendu erindi slökkviliðsstjóra dags. 19. mars 2018. Samþykkt með fimm atkvæðum." Til umræðu ofangreint. Vilhelm Anton vék af fundi kl. 14:20 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi og viðauka nr. 10 / 2018 við deild 07210 allt að upphæð kr. 5.214.000. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 10 / 2018 við deild 07210 allt að upphæð kr. 5.214.000. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

11.Frá 867. fundi byggðaráðs þann 11.05.2018; Endurnýjun og/eða viðhald á stoðvegg á lóðarmörkum við Hafnarbraut 16 og 18; beiðni um viðauka

Málsnúmer 201708036Vakta málsnúmer

Á 867. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2018 var m.a. bókað:
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 11/2018 við fjárhagsáætlun 2018, allt að kr. 2.000.000, við deild 09290, lykill 4620, og að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 11/2018 við fjárhagsáætlun 2018, allt að kr. 2.000.000, við deild 09290, lykill 4620, og að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

12.Frá 867. fundi byggðaráðs þann 11.05.2018; Leigusamningur Rimar 2017 - 2027; viðauki vegna samningsloka.

Málsnúmer 201705060Vakta málsnúmer

Á 867. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
"b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 11/2018, að upphæð kr. 1.700.000 við deild 31220 og lykil 4610 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 11/2018, að upphæð kr. 1.700.000 við deild 31220 og lykil 4610 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

13.Frá 305. fundi umhverfisráðs þann 11.05.2018; Breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 201804095Vakta málsnúmer

Á 305. fundi umhverfisráðs þann 11. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Með rafpósti dags. 23.apríl 2018 óskar Íris Stefánsdóttir fyrir hönd Fjallabyggðar eftir umsögn vegna breytinga á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028. Samþykkt með fjórum atkvæðum. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og gerir ekki athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028.

14.Frá 305. fundi umhverfisráðs þann 11.05.2018; Breyting á Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna íþróttasvæðis á Dalvík.

Málsnúmer 201801050Vakta málsnúmer

Á 305. fundi umhverfisráðs þann 11. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 var auglýst 28. febrúar 2018. Athugasemdafrestur var frá 1. mars til 12. apríl. Engar athugasemdir bárust.
Umhverfisráð leggur til að tillagan verði samþykkt og send til Skipulagsstofnunar, ásamt athugasemdum og umsögnum um þær, til staðfestingar."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfisráðs og samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að hún verði send til Skipulagsstofnunar, ásamt athugasemdum og umsögnum um þær, til staðfestingar.

15.Frá 305. fundi umhverfisráðs þann 11.05.2018; Deiliskipulag íþróttasvæðis

Málsnúmer 201708069Vakta málsnúmer

Á 305. fundi umhverfisráðs þann 11. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tillaga að deiliskipulagi íþróttasvæðis Dalvíkur var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 28. febrúar 2018. Athugasemdafrestur var frá 1. mars til 12. apríl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir frá umsagnaraðilum voru án athugasemda.
Umhverfisráð samþykkir deiliskipulagsgögnin sem eru í formi greinagerðar, skipulagsuppdráttar og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og deiliskipulagstillögu íþróttasvæðis í formi greinagerðar og skipulagsuppdráttar og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

16.Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2017. Síðari umræða.

Málsnúmer 201711059Vakta málsnúmer

Á 302. fundi sveitarstjórnar þann 17. apríl 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta er jákvæð um kr. 231.954.000. Veltufé frá rekstri er jákvætt um kr. 343.382.000 og handbært fé frá rekstri er jákvætt um kr. 378.526.000. Fjárfestingar samstæðu er kr. 502.176.000 og fjárfesting í félögum kr. 4.360.000. Söluverð eigna kr. 102.400.000. Tekin voru langtímalán að upphæð kr. 187.000.000 og afborganir langtímalána var kr. 156.988.000. Til máls tók: Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum ársreikningsins. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar 2017 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Til máls tóku:
Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri.
Heiða Hilmarsdóttir, forseti sveitarstjórnar, sem færði samstarfsmönnum kærar þakkir fyrir samstarfið.
Sveitarstjórn færir þakkir til sveitarstjóra, starfsmanna og sviðstjóra sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf á kjörtímabilinu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ársreikning Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2018 og áritar reikninginn því til staðfestingar.

17.Kjörskrá vegna kosninga til sveitarstjórnar 26. maí n.k.

Málsnúmer 201805061Vakta málsnúmer

Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 er það hlutverk sveitarstjórnar að sjá um að kjörskrár séu gerðar.

Á fundinum var lögð fram kjörskrá vegna kosningar til sveitarstjórnar í Dalvíkurbyggð laugardaginn 26. maí n.k.
Á kjörskrá samkvæmt kjörskrárstofni eru 1.363, þar af 706 karlar og 657 konur.


Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi kjörskrá.

Á 302. fundi sveitarstjórnar þann 17. apríl s.l. samþykkti sveitarstjórn að veita byggðarráði fullnaðarumboð til að ganga frá kjörskrá vegna kosninga til sveitarstjórnar sem fram fara þann 26. maí 2018. Jafnframt veitir sveitarstjórn byggðarráði fullnaðarumboð til að úrskurða um athugasemdir sem kunna að berast vegna framlagðrar kjörskrár sbr. ákv. 10. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5. frá 6. mars 1998 með síðari breytingum.

18.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 8, frá 26.04.2018

Málsnúmer 1804013FVakta málsnúmer

 • 18.1 201802004 Undirbúningur framkvæmda; endurskoðaðar tillögur að íbúðum
  Undir þessum lið komu á fund stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, og Ágúst Hafsteinsson, arkitekt hjá Form ráðgjöf ehf., kl. 11:30.

  Á 7. fundi stjórnar þann 9. apríl s.l. var m.a. eftirfarandi bókað:

  "Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Ágústi að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður og ábendingar á fundinum. "

  Með fundarboði fylgdu endurskoðaðar tillögur að íbúðunum.

  Til umræðu ofangreint.

  Ágúst vék af fundi kl. 12:42.
  Eyrún vék af fundi kl. 12:53.

  Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 8 Stjórn leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að boða til kynningarfundar fimmtudaginn 4. maí n.k. kl. 20:00 í Ráðhúsi Dalvíkur, Upsa, með væntanlegum leigjendum, forráðamönnum og aðstandendum þeirra. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls.

  Fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

19.Sveitarstjórn - 302, frá 17.04.2018

Málsnúmer 1804009FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:14.

Nefndarmenn
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
 • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
 • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
 • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
 • Íris Hauksdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
 • Bjarni Theódór Bjarnason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs