Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 866, frá 03.05.2018.

Málsnúmer 1805001F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 303. fundur - 15.05.2018

  • Á 864. fundi byggðaráðs þann 18. apríl 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
    "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 17. apríl 2018, er varðar kostnað Stórvals ehf. vegna uppsetningar á rafmagnsstaurum og þráðlausu neti á tjaldsvæði á Rimum í tengslum við lok á leigusamningi um Rima á milli Stórvals ehf. og Dalvíkurbyggðar með gildistíma 2017-2027. Til umræðu ofangreint. Hlynur vék af fundi kl. 14:04.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. "


    Á fundinum var farið yfir nýjustu upplýsingar varðandi ofangreint mál.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 866 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leita samkomulags við leigutaka um lok leigusamnings í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Ungmennafélagi Íslands, rafpóstur dagsettur þann 30. apríl 2018, þar sem leitað er upplýsinga við eftirfarandi spurningum:

    1. Hvert er beint fjárhagslegt framlag sveitarfélagsins við íþrótta- og ungmennafélag? (fjárhagsstyrkur og aðstöðustyrkur/innri leigu)

    2. (Ef við á) Hvert er beint framlag sveitarfélagsins við íþróttahéraðið?

    3. Hvað er frístundastyrkur sveitarfélagsins hár?



    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 866 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að svara ofangreindu erindi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Slysavarnardeildinni Dalvík, bréf dagsett þann 24. apríl 2018, þar sem formaður óskar eftir styrk til að senda 3 stjórnarmenn deildarinnar á heimaráðsstefnu slysavarna með Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem haldin verður í Bangkok 5. - 7. nóvember 2018. Inntak ráðstefnunnar er ofbeldi, áverkar og öryggi.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 866 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá forsvarsmenn Slysavarnardeildarinnar Dalvík á fund. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti skil stjórnenda hvað varðar stöðumat janúar - mars 2018, þ.e. staða bókhalds í samanburði við heimildir í fjárhagsáætlun.

    Einnig farið yfir:
    Staðgreiðslu janúar- mars 2018 í samanburði við fyrra ár og önnur sveitarfélög.
    Áætluð framlög Jöfnunarsjóðs 2018 skv. nýjustu upplýsingum. í samanburði við fjárhagsáætlun.
    Laun og launatengd gjöld janúar - mars 2018 ásamt stöðugildum, samanburður raun við heimildir.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 866 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, dagsettur þann 26. apríl 2018, þar sem meðfylgjandi er ársreikningur HNE vegna ársins 2017. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 866 Lagt fram til kynningar og vísað til umhverfisráðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Greiðri leið ehf., dagsettur þann 26. apríl 2018, þar sem boðað er til aðalfundur 11. maí n.k. kl. 15:00.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 866 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 2. maí 2018 frá framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar þar sem kynnt er eftirfarandi bókun frá stjórnarfundi AFE þann 16. apríl s.l.:

    "Stjórn AFE samþykkir tillögu framkvæmdastjóra um að leggja fram á aðalfundi AFE 3% hækkun framlaga frá sveitarfélögunum.

    Framkvæmdastjóra falið að kynna það fyrir sveitarstjórnum fyrir aðalfund. "

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 866 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir í fundargerðinni lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.