Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865, frá 26.04.2018.

Málsnúmer 1804011F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 303. fundur - 15.05.2018

Til afgreiðslu:
4. liður.
5. liður.
6. liður.
10. liður.
  • .1 201711054 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók.

    Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kom á fundinn kl. 13:00 undir þessum lið.

    Kristján Guðmundsson kom á fundinn undir þessum lið kl. 13:28.

    Börkur Þór vék af fundi kl. 13:40.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865
  • Tekið fyrir erindi frá Hjörleifi Hjartarsyni, dagsett þann 18, apríl 2018, sbr. rafpóstur, þar sem fram kemur að Hjörleifur fékk þann 1. febrúar s.l. kr. 1.000.000 styrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands til að búa til hljóðleiðsögn (app) um Dalvíkurbyggð. Áætlaður kostnaður við verkið var um kr. 3.000.000. Erindi þessa bréf er að bjóða Dalvíkurbyggð þátttöku í verkefninu þannig að sveitarfélagið kosti tæknivinnu og eigi í staðinn appið og geti unnið með það áfram.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar í atvinnumála- og kynningarráði með fyrirvara um að frekari upplýsingar og gögn berist, m.a. umsókn verkefnisins til Uppbyggingarsjóðs Norðurlands. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Ragnari Þ. Þóroddssyni, rafbréf dagsett þann 21. apríl 2018, þar sem Ragnar fer þess á leit við Dalvíkurbyggð að fá lánað/ leigt Gamla skólahúsið við Skíðabraut undir heildaryfirlitssýningu á verkum JSBrimars "Demöntum Dalvíkur", frá 1. júní 2018 og fram í miðjan ágúst 2018. Sýningin yrði opnuð á afmælisdegi Brimars þann 13. júní.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela umsjónarmanni fasteigna að gera drög að leigusamningi um ofangreint í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá skákfélaginu Hróknum, dagsett þann 18. apríl 2018 þar sem fram kemur að félagið fagnar 20 ára afmæli á árinu 2018 með margvíslegum hætti. Í tilefni af afmælinu og heimsóknum í öll sveitarfélög landsis 2018 biður félagið um samvinnu og stuðning Dalvíkurbyggðar, en heimsóknir í sveitarfélög eru óháð afgreiðslu erindisins um stuðning.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlag að upphæð kr. 25.000, vísað á lið 21010-4915. Byggðaráð býður skákfélagið Hrókinn velkomið til Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Á 827. fundi byggðaráðs þann 20. júlí 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Til umræðu endurnýjun á samningi við Motus um innheimtuþjónustu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leitað verði samninga við Motus miðað við umræður á fundinum. "

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi við Motus um innheimtuþjónustu. Samningstíminn eru 3 ár með 6 mánaða uppsagnarfresti á samningstíma. Ef samningi er ekki sagt upp framlengist hann um 1 ár í senn en að hámarki í 6 ár samfellt frá upphaf samningstíma.
    Samningurinn er að hluta til trúnaðarmál.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samning og vísar honum til sveitarstjórnar til afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samning við Motus.
  • Á 864. fundi byggðaráðs þann 18. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:

    "Ný lög um opinber innkaup tóku gildi þann 29. október 2016. Í 123. gr. eru þó ákvæði um gildistöku einstakra ákvæða. Til umræðu myndun vinnuhóps sem hafi það hlutverk að yfirfara og endurskoða innkaupareglur Dalvíkurbyggðar með ný lög til hliðsjónar og samhliða þeirri yfirferð verði farið yfir fyrirkomulag innkaupa hjá sveitarfélaginu og vinnuhópurinn komi með tillögur að breytingum, þar sem og/eða ef við á. Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að óska eftir tilnefningum frá framkvæmdastjórn í 3 manna vinnuhóp. "

    Framkvæmdastjórn fjallaði um ofangreint á fundi sínum þann 23. apríl s.l. og tillaga kom um eftirfarandi aðila í vinnuhópinn:


    Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.
    Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
    Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu um skipun vinnuhópsins. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs og skipun vinnuhópsins.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Þjóðskrá Íslands, dagsettur þann 23. apríl 2018, er varðar kjördeildarkerfi en laugardagurinn 5. maí 2018 er viðmiðunardagur kjörskrár vegna kosninga til sveitarstjórna. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að setja þær upplýsingar sem fram koma í rafpósti Þjóðskrá og eiga erindi við kjósendur á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 19. apríl 2018 frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem fram kemur að fimmtudaginn 3. maí n.k. verður aðalfundur MN haldinn á Hótel Kea á Akureyri. Sama dag eftir hádegi er vorráðstefna sem MN og Flugklasinn Air 66N standa fyrir og ber hún yfirskriftina "Flogið í rétt átt?". Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að sækja aðalfundinn og vorráðstefnuna fyrir hönd Dalvíkurbyggðar, ef hún hefur tök á. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf frá stjórn SÍMEY, dagsett þann 18. apríl 2018, þar sem boðað er til ársfundar Símenntunarstöðvar Eyjafjarðar ári 2018 miðvikudaginn 2. maí kl. 14:00. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar, ef hann hefur tök á. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf frá Tækifæri hf., dagsett þann 16. apríl 2018, þar sem boðað er til aðalfundar mánudaginn 30. apríl n.k. kl. 14:00.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitastjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 20. apríl 2018, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024, 480. mál, eigi síðar en 4. maí n.k.



    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 20. apríl 2018, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Póst- og fjarskiptastofnun o.fl. (gjaldtaka fyrir tíðnir og alþjónusta), 454. mál, eigi síðar en 4. maí n.k.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 20. apríl 2018, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018 - 2029, eigi síðar en 4. maí n.k.




    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 20. apríl 2018, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 425. mál, eigi síðar en 4. maí n.k.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 20. apríl 2018 þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 467. mál, eigi síðar en 4. maí n.k.



    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 865 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.