Kjörskrá vegna kosninga til sveitarstjórnar 26. maí n.k.

Málsnúmer 201805061

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 303. fundur - 15.05.2018

Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 er það hlutverk sveitarstjórnar að sjá um að kjörskrár séu gerðar.

Á fundinum var lögð fram kjörskrá vegna kosningar til sveitarstjórnar í Dalvíkurbyggð laugardaginn 26. maí n.k.
Á kjörskrá samkvæmt kjörskrárstofni eru 1.363, þar af 706 karlar og 657 konur.


Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi kjörskrá.

Á 302. fundi sveitarstjórnar þann 17. apríl s.l. samþykkti sveitarstjórn að veita byggðarráði fullnaðarumboð til að ganga frá kjörskrá vegna kosninga til sveitarstjórnar sem fram fara þann 26. maí 2018. Jafnframt veitir sveitarstjórn byggðarráði fullnaðarumboð til að úrskurða um athugasemdir sem kunna að berast vegna framlagðrar kjörskrár sbr. ákv. 10. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5. frá 6. mars 1998 með síðari breytingum.