Frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Leigusamningur Rimar 2017 - 2027

Málsnúmer 201705060

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 821. fundur - 11.05.2017

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að leigusamningi um leigu á félagsheimilinu Rimum í Svarfaðardal.



Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti ofangreind drög.



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs komi með samningsdrögin aftur fyrir byggðaráð þegar búið er að skoða þær ábendingar sem fram komu á fundinum.

Byggðaráð - 822. fundur - 18.05.2017

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.



Á 821. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2017 var eftirfarandi bókað:

"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að leigusamningi um leigu á félagsheimilinu Rimum í Svarfaðardal. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti ofangreind drög. Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs komi með samningsdrögin aftur fyrir byggðaráð þegar búið er að skoða þær ábendingar sem fram komu á fundinum."



Hlynur fór yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á samningsdrögunum á milli funda.



Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir með fyrirvara um að frekari breytingar verði gerðar á drögunum.

Byggðaráð - 855. fundur - 08.02.2018

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.

Á 822. fundi byggðaráðs þann 18. maí 2017 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00. Á 821. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2017 var eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að leigusamningi um leigu á félagsheimilinu Rimum í Svarfaðardal. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti ofangreind drög. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs komi með samningsdrögin aftur fyrir byggðaráð þegar búið er að skoða þær ábendingar sem fram komu á fundinum." Hlynur fór yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á samningsdrögunum á milli funda.
Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir með fyrirvara um að frekari breytingar verði gerðar á drögunum."

Hlynur gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar ofangreindan leigusamning á milli Stórvals ehf. og Dalvíkurbyggðar, dagsettur þann 1. júní 2017. Samningstíminn er til 1. september 2027.

Hlynur vék af fundi kl. 13:24.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 857. fundur - 22.02.2018

Á 855. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00. Hlynur gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar ofangreindan leigusamning á milli Stórvals ehf. og Dalvíkurbyggðar, dagsettur þann 1. júní 2017. Samningstíminn er til 1. september 2027. Hlynur vék af fundi kl. 13:24. Lagt fram til kynningar."

Tekið fyrir greinargerð frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 21. febrúar 2018, er varðar næstu skref hvað varðar leigusamninga við Stórvaal ehf. um Rima. Fyrir liggur beiðni frá Stórvali ehf. um heimild til að framleigja leigusamninginn til 3ja aðila sem og að gerð verði breyting á leigutíma samningsins þannig að hann verði frá 15. maí til 15. september (4 mánuðir) ár hvert og að frá 16. september til 14. maí (8 mánuðir) verði rekstur Rima í umsjón Dalvíkurbyggðar.


Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs leggur til að miðað við stöðuna sem nú er uppi að gerð viðauka við leigusamning Dalvíkurbyggðar og Stórvals ehf. sé ekki álitlegur kostur heldur er lagt til að Rimar verði auglýstir til leigu allt árið eða hluta úr ári, til allt að 10 ára.

Til umræðu ofangreint.

Hlynur vék af fundi kl. 13:30
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að semja um lok leigusamnings um Rima við Stórval hf.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með tillögu auglýsingu þar sem Rimar verði auglýstir til leigu.

Byggðaráð - 858. fundur - 01.03.2018

Á 857. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að semja um lok leigusamnings um Rima við Stórval hf. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með tillögu auglýsingu þar sem Rimar verði auglýstir til leigu."

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs upplýsti að fyrir liggur samþykki Stórvals hf. um að núverandi leigusamningi verði sagt upp.
Meðfylgjandi fundarboði byggðaráðs er tillaga að auglýsingu um tilboð í rekstur á félagsheimilinu Rimum.

Til umræðu ofangreint. Á fundinum voru gerðar nokkrar breytingar á fyrirliggjandi drögum að auglýsingu.

Hlynur vék af fundi kl. 15:31.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum drög að auglýsingu með breytingum sem gerðar voru á fundinum og felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma auglýsingunni í loftið.

Byggðaráð - 859. fundur - 08.03.2018

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:59.

Á 858. fundi byggðaráðs þann 1. mars 2018 voru samþykkt drög að auglýsingu þar sem óskað verði eftir tilboði í leigu og rekstur á félagsheimilinu Rimar á grundvelli þess að fyrirliggjandi var samþykki Stórvals hf. um að leigusamningi milli Dalvíkurbyggðar og Stórvals hf. yrði sagt upp.

Hlynur gerði grein fyrir framvindu málsins á milli funda.

Hlynur vék af fundi kl. 15:15.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með tillögu að lausn í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð - 864. fundur - 18.04.2018

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:47.

Á 859. fundi byggðaráðs þann 8. mars 2018 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:59. Á 858. fundi byggðaráðs þann 1. mars 2018 voru samþykkt drög að auglýsingu þar sem óskað verði eftir tilboði í leigu og rekstur á félagsheimilinu Rimar á grundvelli þess að fyrirliggjandi var samþykki Stórvals hf. um að leigusamningi milli Dalvíkurbyggðar og Stórvals hf. yrði sagt upp. Hlynur gerði grein fyrir framvindu málsins á milli funda. Hlynur vék af fundi kl. 15:15.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með tillögu að lausn í samræmi við umræður á fundinum. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 17. apríl 2018, er varðar kostnað Stórvals ehf. vegna uppsetningar á rafmagnsstaurum og þráðlausu neti á tjaldsvæði á Rimum í tengslum við lok á leigusamningi um Rima á milli Stórvals ehf. og Dalvíkurbyggðar með gildistíma 2017-2027.

Til umræðu ofangreint.

Hlynur vék af fundi kl. 14:04.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð - 866. fundur - 03.05.2018

Á 864. fundi byggðaráðs þann 18. apríl 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 17. apríl 2018, er varðar kostnað Stórvals ehf. vegna uppsetningar á rafmagnsstaurum og þráðlausu neti á tjaldsvæði á Rimum í tengslum við lok á leigusamningi um Rima á milli Stórvals ehf. og Dalvíkurbyggðar með gildistíma 2017-2027. Til umræðu ofangreint. Hlynur vék af fundi kl. 14:04.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. "


Á fundinum var farið yfir nýjustu upplýsingar varðandi ofangreint mál.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leita samkomulags við leigutaka um lok leigusamnings í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð - 867. fundur - 11.05.2018

Á 866. fundi byggðaráðs þann 3. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 864. fundi byggðaráðs þann 18. apríl 2018 var m.a. eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 17. apríl 2018, er varðar kostnað Stórvals ehf. vegna uppsetningar á rafmagnsstaurum og þráðlausu neti á tjaldsvæði á Rimum í tengslum við lok á leigusamningi um Rima á milli Stórvals ehf. og Dalvíkurbyggðar með gildistíma 2017-2027. Til umræðu ofangreint. Hlynur vék af fundi kl. 14:04. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. " Á fundinum var farið yfir nýjustu upplýsingar varðandi ofangreint mál.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leita samkomulags við leigutaka um lok leigusamnings í samræmi við umræður á fundinum. "

Með fundarboði fylgdu drög að samkomulagi við Stórval ehf. um lok á leigusamningi um félagsheimilið Rimar í Svarfaðardal. Gert er ráð fyrir að leigutímanum ljúki miðað við dagsetninguna 1. maí s.l. og að Dalvíkurbyggð greiðir Stórvali ehf. kr. 1.700.000 vegna vinnu og efnis við uppsetningu á rafmagnsstaurum og þráðlausu neti á tjaldsvæðinu á Rimum. Búnaðurinn verði þá eign Dalvíkurbyggðar.

Til umræðu ofangreint.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samkomulagi við Stórval ehf. um lok á leigusamningi um félagsheimilið Rimar og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 11/2018, að upphæð kr. 1.700.000 við deild 31220 og lykil 4610 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að leita samninga við rekstraraðila Húsabakka, Bakkabjörg ehf., tímabundið eða lengst til og með 31.12.2018 um rekstur og umsjón með félagsheimilinu Rimum og tjaldsvæði. Samningsdrögin komi fyrir byggðaráð til umfjöllunar og afgreiðslu.

Reksturinn á félagsheimilunu Rimum og tjaldsvæði verði boðinn út í haust með góðum fyrirvara.

Sveitarstjórn - 303. fundur - 15.05.2018

Á 867. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
"b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 11/2018, að upphæð kr. 1.700.000 við deild 31220 og lykil 4610 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 11/2018, að upphæð kr. 1.700.000 við deild 31220 og lykil 4610 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð - 868. fundur - 24.05.2018

Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kom inn á fundinn kl. 09:45.
Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 09:45 vegna vanhæfis.

Á 867. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:

"Með fundarboði fylgdu drög að samkomulagi við Stórval ehf. um lok á leigusamningi um félagsheimilið Rimar í Svarfaðardal. Gert er ráð fyrir að leigutímanum ljúki miðað við dagsetninguna 1. maí s.l. og að Dalvíkurbyggð greiðir Stórvali ehf. kr. 1.700.000 vegna vinnu og efnis við uppsetningu á rafmagnsstaurum og þráðlausu neti á tjaldsvæðinu á Rimum. Búnaðurinn verði þá eign Dalvíkurbyggðar.

Til umræðu ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samkomulagi við Stórval ehf. um lok á leigusamningi um félagsheimilið Rimar og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 11/2018, að upphæð kr. 1.700.000 við deild 31220 og lykil 4610 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að leita samninga við rekstraraðila Húsabakka, Bakkabjörg ehf., tímabundið eða lengst til og með 31.12.2018 um rekstur og umsjón með félagsheimilinu Rimum og tjaldsvæði. Samningsdrögin komi fyrir byggðaráð til umfjöllunar og afgreiðslu.

Reksturinn á félagsheimilunu Rimum og tjaldsvæði verði boðinn út í haust með góðum fyrirvara. "

Ofangreindar afgreiðslu byggðaráðs voru staðfestar á fundi sveitarstjórnar þann 15. maí 2018.

Fram kom á fundinum að fyrir liggur að forsvarsmenn Bakkabjargar ehf. fallast ekki á þau samningsdrög sem fyrir liggja hvað varðar samningstíma og leigufjárhæð.

Hlynur vék af fundi kl. 09:58.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að bjóða Bakkabjörg ehf. að leiga Rima ásamt tjaldsvæði tímabundið tímabilið frá og með 1. júní til 1. október 2018 og að leiguverðið verði kr. 65.000 per mánuð með öllum gjöldum, þ.e. hita, rafmagni, tryggingum, o.s.frv.

Byggðaráð - 871. fundur - 12.07.2018

Á 868. fundi byggðaráðs þann 24. maí 2018 var samþykkt samhljóða með 2 atkvæðum að bjóða Bakkabjörg ehf. að leiga Rima ásamt tjaldsvæði tímabundið tímabilið frá og með 1. júní til 1. október 2018 og að leiguverðið verði kr. 65.000 per mánuð með öllum gjöldum, þ.e. hita, rafmagni, tryggingum, o.s.frv.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar undirritaður leigusamningur á milli Dalvíkurbyggðar og Bakkabjargar ehf.

Hlynur vék af fundi kl. 14:29.
Lagt fram til kynningar.