Óveruleg breyting á Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna íþróttasvæðis á Dalvík.

Málsnúmer 201801050

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 300. fundur - 15.01.2018

Lögð var fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Viðfangsefni aðalskipulagsbreytingar er m.a. sameining og breyting á landnotkunarreitum.
Umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að auglýsa aðalskipulagsbreytingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga skal send Skipulagsstofnun til yfirferðar áður en hún er auglýst.
Samþykkt með fimm atkvæðum

Sveitarstjórn - 299. fundur - 16.01.2018

Á 300. fundi umhverfisráðs þann 15. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Lögð var fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Viðfangsefni aðalskipulagsbreytingar er m.a. sameining og breyting á landnotkunarreitum.
Umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að auglýsa aðalskipulagsbreytingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga skal send Skipulagsstofnun til yfirferðar áður en hún er auglýst. Samþykkt með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs um að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa aðalskipulagsbreytingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga skal send Skipulagsstofnun til yfirferðar áður en hún er auglýst.

Umhverfisráð - 302. fundur - 16.02.2018

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 16. janúar s.l. að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 um íþróttasvæði Dalvíkur. Að ábendingu Skipulagsstofnunar hefur greinargerð verið uppfærð og þar gerð nánari grein fyrir áhrifum af breytingunni.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna samkvæmt skv. 31. gr skipulagslaga.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 300. fundur - 20.02.2018

Á 302. fundi umhverfisráðs þann 16. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 16. janúar s.l. að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 um íþróttasvæði Dalvíkur. Að ábendingu Skipulagsstofnunar hefur greinargerð verið uppfærð og þar gerð nánari grein fyrir áhrifum af breytingunni.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna samkvæmt skv. 31. gr skipulagslaga. Samþykkt með fimm atkvæðum. "


Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 um íþróttasvæðið Dalvíkur skv. 31. gr. skipulagslaga.

Umhverfisráð - 305. fundur - 11.05.2018

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 var auglýst 28. febrúar 2018. Athugasemdafrestur var frá 1. mars til 12. apríl. Engar athugasemdir bárust.
Umhverfisráð leggur til að tillagan verði samþykkt og send til Skipulagsstofnunar, ásamt athugasemdum og umsögnum um þær, til staðfestingar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 303. fundur - 15.05.2018

Á 305. fundi umhverfisráðs þann 11. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 var auglýst 28. febrúar 2018. Athugasemdafrestur var frá 1. mars til 12. apríl. Engar athugasemdir bárust.
Umhverfisráð leggur til að tillagan verði samþykkt og send til Skipulagsstofnunar, ásamt athugasemdum og umsögnum um þær, til staðfestingar."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfisráðs og samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að hún verði send til Skipulagsstofnunar, ásamt athugasemdum og umsögnum um þær, til staðfestingar.