Fjárhagsáætlun 2018; Frá Herberti Hjálmarssyni og fleirum; endurnýjun og/eða viðhald á stoðvegg á lóðarmörkum við Hafnarbraut 16 og 18

Málsnúmer 201708036

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 833. fundur - 07.09.2017

Tekið fyrir erindi frá Herberti Hjálmarssyni, Guðrúnu F. Skarphéðinsdóttur, Hólmfríði A. Gísladóttur og Júlíusi Baldurssyni, dagsett þann 4. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að stoðveggur á lóðamörkum við Hafnarbraut verði endurnýjaður og/eða honum viðhaldið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.

Umhverfisráð - 295. fundur - 15.09.2017

Tekið fyrir erindi frá Herberti Hjálmarssyni, Guðrúnu F. Skarphéðinsdóttur, Hólmfríði A. Gísladóttur og Júlíusi Baldurssyni, dagsett þann 4. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að stoðveggur á lóðamörkum við Hafnarbraut verði endurnýjaður og/eða honum viðhaldið.
Umhverfisráð leggur til að frestað verði afgreiðslu þessa erindis þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir um eignarhald á stoðveggjunum.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 296. fundur - 13.10.2017

Tekið fyrir erindi frá Herberti Hjálmarssyni, Guðrúnu F. Skarphéðinsdóttur, Hólmfríði A. Gísladóttur og Júlíusi Baldurssyni, dagsett þann 4. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að stoðveggur á lóðamörkum við Hafnarbraut verði endurnýjaður og/eða honum viðhaldið.

Á 295. fundi umhverfisráðs var erindinu frestað þar til fullnægjandi gögn lágu fyrir.
Eftir umræður á fundinum var tekin ákvörðun um að óska eftir lögfræðiáliti á því hver ábyrgð sveitarfélagsins er í málinu.

Umhverfisráð - 297. fundur - 07.11.2017

Tekið fyrir erindi frá Herberti Hjálmarssyni, Guðrúnu F. Skarphéðinsdóttur, Hólmfríði A. Gísladóttur og Júlíusi Baldurssyni, dagsett þann 4. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að stoðveggur á lóðamörkum við Hafnarbraut verði endurnýjaður og/eða honum viðhaldið.

Á 295. fundi umhverfisráðs var erindinu frestað þar til fullnægjandi gögn lágu fyrir.
Þar sem minnisblað lögmanns sveitarfélagsins barst meðan á fundi stóð var ákveðið að fresta afgreiðslu til næsta fundar.

Umhverfisráð - 298. fundur - 01.12.2017

Tekið fyrir erindi frá Herberti Hjálmarssyni, Guðrúnu F. Skarphéðinsdóttur, Hólmfríði A. Gísladóttur og Júlíusi Baldurssyni, dagsett þann 4. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að stoðveggur á lóðamörkum við Hafnarbraut verði endurnýjaður og/eða honum viðhaldið.

Á 295. fundi umhverfisráðs var erindinu frestað þar til álit lögmanns sveitarfélagsins lægi fyrir.
Með vísan til álits lögmanns Dalvíkurbyggðar ber Dalvíkurbyggð
ekki ábyrgð á kostnaði vegna viðhalds veggjanna. Þeir standa innan lóðarmarka og teljast til séreignar eins og hún er skilgreind m.a. í lögum um fjöleignarhús. Óljósar upplýsingar um aðkomu sveitarfélagsins að byggingu veggjanna á sínum tíma breyta ekki þessari niðurstöðu. Ekkert liggur fyrir um að Dalvíkurbyggð hafi áður komið að viðhaldi veggjanna sem þá þýðir væntanlega að eigendur húsanna hafa sinnt viðhaldinu hingað til.
Þáttöku sveitarfélagsins er því hafnað.

Samþykkt með 5 atkvæðum.

Byggðaráð - 851. fundur - 11.01.2018

Á 298. fundi umhverfisráðs þann 1. desember 2017 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Herberti Hjálmarssyni, Guðrúnu F. Skarphéðinsdóttur, Hólmfríði A. Gísladóttur og Júlíusi Baldurssyni, dagsett þann 4. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að stoðveggur á lóðamörkum við Hafnarbraut verði endurnýjaður og/eða honum viðhaldið. Á 295. fundi umhverfisráðs var erindinu frestað þar til álit lögmanns sveitarfélagsins lægi fyrir.
Með vísan til álits lögmanns Dalvíkurbyggðar ber Dalvíkurbyggð ekki ábyrgð á kostnaði vegna viðhalds veggjanna. Þeir standa innan lóðarmarka og teljast til séreignar eins og hún er skilgreind m.a. í lögum um fjöleignarhús. Óljósar upplýsingar um aðkomu sveitarfélagsins að byggingu veggjanna á sínum tíma breyta ekki þessari niðurstöðu. Ekkert liggur fyrir um að Dalvíkurbyggð hafi áður komið að viðhaldi veggjanna sem þá þýðir væntanlega að eigendur húsanna hafa sinnt viðhaldinu hingað til. Þáttöku sveitarfélagsins er því hafnað. Samþykkt með 5 atkvæðum. "


Á 298. fundi sveitarstjórnar þann 14. desember 2017 var samþykkt sú tillaga sveitarstjóra að fresta afgreiðslu á þessum lið í fundargerð umhverfisráðs og vísa til byggðaráðs til frekari umfjöllunar.

Til umræðu ofangreint.

Afgreiðslu frestað.

Byggðaráð - 852. fundur - 18.01.2018

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Júlíus Baldursson og Herbert Hjálmarsson, kl. 13:00.

Á 851. fundi byggðaráðs þann 11. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 298. fundi umhverfisráðs þann 1. desember 2017 var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Herberti Hjálmarssyni, Guðrúnu F. Skarphéðinsdóttur, Hólmfríði A. Gísladóttur og Júlíusi Baldurssyni, dagsett þann 4. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að stoðveggur á lóðamörkum við Hafnarbraut verði endurnýjaður og/eða honum viðhaldið. Á 295. fundi umhverfisráðs var erindinu frestað þar til álit lögmanns sveitarfélagsins lægi fyrir. Með vísan til álits lögmanns Dalvíkurbyggðar ber Dalvíkurbyggð ekki ábyrgð á kostnaði vegna viðhalds veggjanna. Þeir standa innan lóðarmarka og teljast til séreignar eins og hún er skilgreind m.a. í lögum um fjöleignarhús. Óljósar upplýsingar um aðkomu sveitarfélagsins að byggingu veggjanna á sínum tíma breyta ekki þessari niðurstöðu. Ekkert liggur fyrir um að Dalvíkurbyggð hafi áður komið að viðhaldi veggjanna sem þá þýðir væntanlega að eigendur húsanna hafa sinnt viðhaldinu hingað til. Þáttöku sveitarfélagsins er því hafnað. Samþykkt með 5 atkvæðum. " Á 298. fundi sveitarstjórnar þann 14. desember 2017 var samþykkt sú tillaga sveitarstjóra að fresta afgreiðslu á þessum lið í fundargerð umhverfisráðs og vísa til byggðaráðs til frekari umfjöllunar. Til umræðu ofangreint.
Afgreiðslu frestað."

Til umræðu ofangreint.

Júlíus og Herbert viku af fundi kl. 13:28.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla nánari upplýsingar á milli funda.

Byggðaráð - 860. fundur - 15.03.2018

Undir þessum lið sat fundinn Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kom inn á fundinn kl. 13:23.

Á 298. fundi umhverfisráðs þann 1. desember 2017 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Herberti Hjálmarssyni, Guðrúnu F. Skarphéðinsdóttur, Hólmfríði A. Gísladóttur og Júlíusi Baldurssyni, dagsett þann 4. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að stoðveggur á lóðamörkum við Hafnarbraut verði endurnýjaður og/eða honum viðhaldið.
Með vísan til álits lögmanns Dalvíkurbyggðar ber Dalvíkurbyggð ekki ábyrgð á kostnaði vegna viðhalds veggjanna. Þeir standa innan lóðarmarka og teljast til séreignar eins og hún er skilgreind m.a. í lögum um fjöleignarhús. Óljósar upplýsingar um aðkomu sveitarfélagsins að byggingu veggjanna á sínum tíma breyta ekki þessari niðurstöðu. Ekkert liggur fyrir um að Dalvíkurbyggð hafi áður komið að viðhaldi veggjanna sem þá þýðir væntanlega að eigendur húsanna hafa sinnt viðhaldinu hingað til. Þáttöku sveitarfélagsins er því hafnað."

Á 298. fundi sveitarstjórnar þann 14. desember 2017 var samþykkt sú tillaga sveitarstjóra að fresta afgreiðslu á þessum lið í fundargerð umhverfisráðs og vísa til byggðaráðs til frekari umfjöllunar.

Á 852. fundi byggðaráðs þann 18. janúar s.l. komu á fund byggðaráðs Júlíus Baldursson og Herbert Hjálmarsson varðandi ofangreint erindi. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga á millifunda.

Til umræðu ofangreint.

Bjarni Th. vék af fundi undir þessum lið til annarra starfa kl. 13:36.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að afla frekari upplýsinga í samræmi við það sem rætt var á fundinum.

Byggðaráð - 863. fundur - 11.04.2018

Á 860. fundi byggðaráðs þann 15. mars 2018 var erindi frá Herberti Hjálmarssyni, Guðrúnu F. Skarphéðinsdóttur, Hólmfríði A. Gísladóttur og Júlíusi Baldurssyni, dagsett þann 4. ágúst 2017, til umfjöllunar. Í erindinu var óskað eftir því að við gerð fjárhagsáætlunar 2018 verði áætlað fjármagn til að endurnýja og/eða viðhalda stoðvegg sem er á lóðamörkum við Hafnarbraut.

Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að afla frekari upplýsinga í samræmi við það sem rætt var á fundinum.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á kostnaði vegna stoðveggja við Hafnarbraut 16 og 18. Samtals kostnaður er kr. 2.003.992 samkvæmt viðmiðum frá Fjallabyggð. Í þessum útreikningum er ekki gert ráð fyrir kostnaði við niðurrif og förgun núverandi veggja en gera má ráð fyrir 20% til viðbótar ofangreindum kostnaði vegna þess.

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kom inn á fundinn í gegnum síma kl. 14:18 og fór af fundi kl. 14:21.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að leggja fyrir byggðaráð sem fyrst drög að samkomulagi við húseigendur að Hafnabraut 16 og 18 þar sem gert er ráð fyrir að sveitarfélagið komi að lausn málsins með framlagi allt að kr. 2.000.000 og að málinu sé þá lokið til framtíðar hvað varðar aðkomu sveitarfélagsins.

Byggðaráð - 864. fundur - 18.04.2018

Undir þessum lið sat Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, fundinn.

Á 863. fundi byggðaráðs þann 11. apríl 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að leggja fyrir byggðaráð sem fyrst drög að samkomulagi við húseigendur að Hafnabraut 16 og 18 þar sem gert er ráð fyrir að sveitarfélagið komi að lausn málsins með framlagi allt að kr. 2.000.000 og að málinu sé þá lokið til framtíðar hvað varðar aðkomu sveitarfélagsins. "

Sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir framvindu málsins á milli funda.

Til umræðu ofangreint.

Kristján Guðmundsson vék af fundi kl. 14:44 til annarra starfa.

Börkur Þór vék af fundi kl. 15:00
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að fá skriflegt svar frá eigendum að Hafnarbraut 16 og 18 hvort þeir fallist á ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs frá 11. apríl 2018.

Byggðaráð - 867. fundur - 11.05.2018

Á 864. fundi byggðaráðs þann 18. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið sat Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, fundinn. Á 863. fundi byggðaráðs þann 11. apríl 2018 var m.a. eftirfarandi bókað: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að leggja fyrir byggðaráð sem fyrst drög að samkomulagi við húseigendur að Hafnabraut 16 og 18 þar sem gert er ráð fyrir að sveitarfélagið komi að lausn málsins með framlagi allt að kr. 2.000.000 og að málinu sé þá lokið til framtíðar hvað varðar aðkomu sveitarfélagsins. " Sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir framvindu málsins á milli funda. Til umræðu ofangreint. Kristján Guðmundsson vék af fundi kl. 14:44 til annarra starfa. Börkur Þór vék af fundi kl. 15:00 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að fá skriflegt svar frá eigendum að Hafnarbraut 16 og 18 hvort þeir fallist á ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs frá 11. apríl 2018. "

Með fundarboði fylgdi drög að samkomulagi við Herbert Hjálmarsson, kt. 120744-2919, eiganda að Hafnarbraut 16 á Dalvík, og Hólmfríði A. Gísladóttur, kt. 101164-3739, eiganda að Hafnarbraut 18 á Dalvík um aðkomu Dalvíkurbyggðar að endurbótum á stoðvegg við Hafnarbraut 16 og 18. Dalvíkurbyggð greiðir allt að kr. 2.000.000 en aðkoma sveitarfélagsins er til að fegra aðkomu bæjarins og ásýnd auk þess að tryggja öryggi vegfaranda um Hafnarbraut á Dalvík.

Til umræðu ofangreint og farið yfir athugasemdir við drögin.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að samkomulagi með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að ganga frá samningi við húseigendur við Hafnarbraut 16 og 18. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 11/2018 við fjárhagsáætlun 2018, allt að kr. 2.000.000, við deild 09290, lykill 4620 og að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

Sveitarstjórn - 303. fundur - 15.05.2018

Á 867. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2018 var m.a. bókað:
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 11/2018 við fjárhagsáætlun 2018, allt að kr. 2.000.000, við deild 09290, lykill 4620, og að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 11/2018 við fjárhagsáætlun 2018, allt að kr. 2.000.000, við deild 09290, lykill 4620, og að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð - 879. fundur - 26.09.2018

Á 867. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að samkomulagi með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að ganga frá samningi við húseigendur við Hafnarbraut 16 og 18. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 11/2018 við fjárhagsáætlun 2018, allt að kr. 2.000.000, við deild 09290, lykill 4620 og að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi undirritað samkomulag á milli Dalvíkurbyggðar annars vegar og húseiganda við Hafnarbraut 16 og Hafnarbraut 18 hins vegar, dagsett þann 14. september 2018.

Í rafpósti sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs frá 24. september s.l. kemur fram að að ósk húseiganda var að frestur til loka framkvæmda yrði fluttur til 1. ágúst 2019 og þurfi því að flytja það fjármagn sem heimild var fyrir yfir á árið 2019.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samkomulag.

Byggðaráð - 883. fundur - 17.10.2018

Tekin fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 þannig að áætlað framlag að upphæð 2,0 m.kr. vegna stoðveggja við Hafnarbraut 16 og 18 færist yfir á fjárhagsáætlun 2019 þar sem húseigendur munu ekki hefja framkvæmdir fyrr en á næsta ári samkvæmt samþykktu samkomulagi sem tekið var fyrir á fundi byggðaráðs nr.879.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 37 við fjárhagsáætlun 2018 þannig að liður 09290-4620 verði kr. 0. Viðaukunum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi hvað varðar árið 2019 til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.

Sveitarstjórn - 306. fundur - 30.10.2018

Á 883. fundi byggðaráðs þann 17.10.2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 þannig að áætlað framlag að upphæð 2,0 m.kr. vegna stoðveggja við Hafnarbraut 16 og 18 færist yfir á fjárhagsáætlun 2019 þar sem húseigendur munu ekki hefja framkvæmdir fyrr en á næsta ári samkvæmt samþykktu samkomulagi sem tekið var fyrir á fundi byggðaráðs nr.879.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 37 við fjárhagsáætlun 2018 þannig að liður 09290-4620 verði kr. 0. Viðaukunum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi hvað varðar árið 2019 til gerðar fjárhagsáætlunar 2019."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs á viðauka nr. 37 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. - 2.000.000 og að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.