Umhverfisráð - 305, frá 11.05.2018

Málsnúmer 1805005F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 303. fundur - 15.05.2018

Til afgreiðslu:
5. liður.
6. liður.
7. liður.
8. liður.
11. liður, fyrsta málsgrein til afgreiðslu varðandi framkvæmdir.
12.liður, sér liður á dagskrá.
13. liður, sér liður á dagskrá.
14. liður, sér liður á dagskrá.
  • Undir þessum lið koma á fund ráðsins fyrir hönd Skíðafélagsins Óskar Óskarsson kl. 08:16

    Á 304. fundi umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 12. apríl var eftirfarandi bókað
    "Ráðið fresta afgreiðslu og óskar eftir fulltrúa frá skíðafélaginu á næsta fund ráðsins.
    Ráðið felur þó sviðsstjóra að afgreiða lið 2 samkvæmt umræðum á fundinum"
    Umhverfisráð - 305 Óskar Óskarsson vék af fundi kl. 09:02
    Umhverfisráð þakkar Óskari fyrir upplýsingarnar og hvetur skíðafélagið til að senda erindi til Umhverfisstofnunar þar sem gerð er grein fyrir þeim áformum í landmótun sem farið var yfir og tilfærslu á efra húsi.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar stöðuskýrsla U&T jan-apríl 2018. Umhverfisráð - 305 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Níels Kristni Benjamínssyni og Ívari Breka Benjamínssyni, rafpóstur dagsettur þann 30. mars 2018, þar sem fram kemur fyrirspurn um hvort hægt sé að fá keyptan grunninn sem stendur við Tréverk og er í eigu Dalvíkurbyggðar. Grunnurinn var keyptur af Björgunarsveitinni á Dalvík árið 2009.
    En á 304. fundi umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 12. apríl var eftirfarandi bókað
    "Umhverfisráð óskar frekari upplýsinga um áætlanir fyrirspyrjenda fyrir næsta fund ráðsins.

    En samkvæmt greinargerð með Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 kemur eftirfandi fram.
    " Stefnt er að því að á reitnum verði byggð hús sem taki mið af stærð, formi og hlutföllum gömlu húsanna á svæðinu. Svæðið kemur einnig til greina fyrir aðflutt, gömul hús."
    Ekki hefur verið unnið deiliskipulag á svæðinu".
    Umhverfisráð - 305 Umhverfisráð getur að svo stöddu ekki úthlutað umræddri lóð þar sem fyrirhuguð bygging á iðnaðarhúsnæði er ekki í takt við gildandi skipulag. Umhverfisráð felur sviðsstjóra að ræða við umsækjanda um aðra möguleika fyrir iðnaðarhúsnæði.


    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, dagsettur þann 26. apríl 2018, þar sem meðfylgjandi er ársreikningur HNE vegna ársins 2017. Umhverfisráð - 305 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 11. apríl 2018 óskar Hanna Kristín Gunnarsdóttir fyrir hönd Samherja Ísland ehf eftir leyfi til að setja upp safnskilti. Umhverfisráð - 305 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 7. maí 2018 óskar Óskar Óskarsson fyrir hönd Valeska ehf eftir lóðinni Sjávabraut 7, Dalvík. Umhverfisráð - 305 Umhverfisráð samþykkir að veita Valeska ehf umbeðna lóð við Sjávarbraut 7, með vísan til gr. 3.4 í úthlutunarreglum Dalvíkurbyggðar.
    Hér er um sérstakt tilvik að ræða sem veitir umhverfisráði heimild til úthlutunar án undangenginnar auglýsingar.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun lóðarinnar við Sjávarbraut til Valeska ehf.

  • Með innsendu erindi dags. 7. maí 2018 óskar Anton Örn Brynjarsson ( AVH) fyrir hönd Samherja Ísland ehf eftir byggingarleyfi fyrir vinnubúðir samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 305 Umhverfisráð veitir umbeðið leyfi með fyrirvara um að öll gögn berist byggingarfulltrúa.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 3. maí 2018 óskar Sylvía Ósk Ómarsdóttir eftir byggingarleyfi fyrir vélageymslu samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 305 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.


    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Lagt fram til kynningar erindi frá Bjarka Jónssyni fyrir hönd Skógarafurða ehf vegna minnkunar á fögunarkostnaði. Umhverfisráð - 305 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Umhverfisráð - 305 Umhverfisráð leggur áherslu á að sveitarfélagið sé vel snyrt og felur umhverfisstjóra að vinna að málinu í samráði við upplýsingafulltrúa.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu framkvæmdir sumarsins.
    Undir þessu lið koma á fund ráðsins Valur Þór Hilmarsson kl. 10:40.
    Umhverfisráð - 305 Valur Þór vék af fundi kl. 11:38
    Umhverfisráði lýst vel á framlagðar hugmyndir umhverfisstjóra til að draga úr snjósöfnun við Hringtún. Ráðið felur umhverfdisstjóra að kynna þessar hugmyndir fyrir hagsmunaaðilum.
    Ráðið leggur til að þeir fjármunir sem áætlaðir eru í viðgerðir á kantsteinum og gangstéttum verði að hluta nýttir til frágangs við Kirkjuveg 1-8, Dalvík.
    Ráðið leggur til að vinna við deiliskipulag Laugahlíðarhverfis verði hafin sem fyrst.
    Ráðið leggur til að skipulagsráðgjafi verði fenginn á næsta fund ráðsins vegna skipulagslýsingar Fólkvangsins. Í framhaldinu verði síðan haldin íbúafundur vegna deiliskipulags Fólkvangsins.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Til máls tóku:
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem leggur til að 11. lið a) verði vísað til byggðaráðs.
    Guðmundur St. Jónsson.

    a) Ráðið leggur til að þeir fjármunir sem áætlaðir eru í viðgerðir á kantsteinum og gangstéttum verði að hluta nýttir til frágangs við
    Kirkjuveg 1-8, Dalvík.

    Til máls tóku:
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem leggur til að 11. lið a) verði vísað til byggðaráðs.
    Guðmundur St. Jónsson.

    Afgreiðsla sveitarstjórnar:
    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Gunnþórs Eyfjörðs Gunnþórssonar um að vísa þessum lið til byggðaráðs.

    b) Ráðið leggur til að vinna við deiliskipulag Laugahlíðarhverfis verði hafin sem fyrst.

    Bókun sveitarstjórnar:
    Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og tæknisvið þá er deiliskipulagið á starfs- og fjárhagsáætlun 2018. Lagt fram til kynningar.

    c) Ráðið leggur til að skipulagsráðgjafi verði fenginn á næsta fund ráðsins vegna skipulagslýsingar Fólkvangsins. Í framhaldinu verði síðan haldin íbúafundur vegna deiliskipulags Fólkvangsins.

    Bókun sveitarstjórnar:
    Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og tæknisviði þá er deiliskipulagið á starfs- og fjárhagsáætlun 2018. Lagt fram til kynningar.
  • Með rafpósti dags. 23.apríl 2018 óskar Íris Stefánsdóttir fyrir hönd Fjallabyggðar eftir umsögn vegna breytinga á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028. Umhverfisráð - 305 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, sér liður á dagskrá.
  • Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 var auglýst 28. febrúar 2018. Athugasemdafrestur var frá 1. mars til 12. apríl. Engar athugasemdir bárust. Umhverfisráð - 305 Umhverfisráð leggur til að tillagan verði samþykkt og send til Skipulagsstofnunar, ásamt athugasemdum og umsögnum um þær, til staðfestingar.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, sér liður á dagskrá.
  • Tillaga að deiliskipulagi íþróttasvæðis Dalvíkur var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 28. febrúar 2018. Athugasemdafrestur var frá 1. mars til 12. apríl. Engar athugasemdir bárust.
    Umsagnir frá umsagnaraðilum voru án athugasemda.
    Umhverfisráð - 305 Umhverfisráð samþykkir deiliskipulagsgögnin sem eru í formi greinagerðar, skipulagsuppdráttar og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, sér liður á dagskrá.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.