Breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 201804095

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 305. fundur - 11.05.2018

Með rafpósti dags. 23.apríl 2018 óskar Íris Stefánsdóttir, fyrir hönd Fjallabyggðar, eftir umsögn vegna breytinga á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 303. fundur - 15.05.2018

Á 305. fundi umhverfisráðs þann 11. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Með rafpósti dags. 23.apríl 2018 óskar Íris Stefánsdóttir fyrir hönd Fjallabyggðar eftir umsögn vegna breytinga á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028. Samþykkt með fjórum atkvæðum. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og gerir ekki athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028.