Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 867, frá 11.05.2018

Málsnúmer 1805006F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 303. fundur - 15.05.2018

Til afgreiðslu:
2. liður a), 2. liður c). 2. liður b) er sér liður á dagskrá.
3. liður a), 3. liður b) er sér liður á dagskrá.
5. liður.
  • .1 201805045 Trúnaðarmál
    Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðstjóri félagsmálasviðs, Þórhalla Karlsdóttir, þroskaþjálfi, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 8:16.

    Bókað í trúnaðarmálabók.

    Eyrún, Þórhalla og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 08:55.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 867
  • Á 866. fundi byggðaráðs þann 3. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Á 864. fundi byggðaráðs þann 18. apríl 2018 var m.a. eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 17. apríl 2018, er varðar kostnað Stórvals ehf. vegna uppsetningar á rafmagnsstaurum og þráðlausu neti á tjaldsvæði á Rimum í tengslum við lok á leigusamningi um Rima á milli Stórvals ehf. og Dalvíkurbyggðar með gildistíma 2017-2027. Til umræðu ofangreint. Hlynur vék af fundi kl. 14:04. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. " Á fundinum var farið yfir nýjustu upplýsingar varðandi ofangreint mál.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leita samkomulags við leigutaka um lok leigusamnings í samræmi við umræður á fundinum. "

    Með fundarboði fylgdu drög að samkomulagi við Stórval ehf. um lok á leigusamningi um félagsheimilið Rimar í Svarfaðardal. Gert er ráð fyrir að leigutímanum ljúki miðað við dagsetninguna 1. maí s.l. og að Dalvíkurbyggð greiðir Stórvali ehf. kr. 1.700.000 vegna vinnu og efnis við uppsetningu á rafmagnsstaurum og þráðlausu neti á tjaldsvæðinu á Rimum. Búnaðurinn verði þá eign Dalvíkurbyggðar.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 867 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samkomulagi við Stórval ehf. um lok á leigusamningi um félagsheimilið Rimar og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 11/2018, að upphæð kr. 1.700.000 við deild 31220 og lykil 4610 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
    c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að leita samninga við rekstraraðila Húsabakka, Bakkabjörg ehf., tímabundið eða lengst til og með 31.12.2018 um rekstur og umsjón með félagsheimilinu Rimum og tjaldsvæði. Samningsdrögin komi fyrir byggðaráð til umfjöllunar og afgreiðslu.

    Reksturinn á félagsheimilunu Rimum og tjaldsvæði verði boðinn út í haust með góðum fyrirvara.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs og drög að samkomulagi við Stórval ehf.
    b) Er sér liður á dagskrá.
    c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs um að heimila sviðstjóra fræðsu- og menningarsviðs að leita samninga við Bakkabjörg ehf. um tímabundna leigu á Rimum og tjaldsvæði en þó lengst til og með 31.12.2018. Reksturinn á félagsheimilinu Rimum og tjaldsvæði verði boðinn út í haust með góðum fyrirvara.
  • Á 864. fundi byggðaráðs þann 18. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið sat Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, fundinn. Á 863. fundi byggðaráðs þann 11. apríl 2018 var m.a. eftirfarandi bókað: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að leggja fyrir byggðaráð sem fyrst drög að samkomulagi við húseigendur að Hafnabraut 16 og 18 þar sem gert er ráð fyrir að sveitarfélagið komi að lausn málsins með framlagi allt að kr. 2.000.000 og að málinu sé þá lokið til framtíðar hvað varðar aðkomu sveitarfélagsins. " Sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir framvindu málsins á milli funda. Til umræðu ofangreint. Kristján Guðmundsson vék af fundi kl. 14:44 til annarra starfa. Börkur Þór vék af fundi kl. 15:00 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að fá skriflegt svar frá eigendum að Hafnarbraut 16 og 18 hvort þeir fallist á ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs frá 11. apríl 2018. "

    Með fundarboði fylgdi drög að samkomulagi við Herbert Hjálmarsson, kt. 120744-2919, eiganda að Hafnarbraut 16 á Dalvík, og Hólmfríði A. Gísladóttur, kt. 101164-3739, eiganda að Hafnarbraut 18 á Dalvík um aðkomu Dalvíkurbyggðar að endurbótum á stoðvegg við Hafnarbraut 16 og 18. Dalvíkurbyggð greiðir allt að kr. 2.000.000 en aðkoma sveitarfélagsins er til að fegra aðkomu bæjarins og ásýnd auk þess að tryggja öryggi vegfaranda um Hafnarbraut á Dalvík.

    Til umræðu ofangreint og farið yfir athugasemdir við drögin.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 867 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að samkomulagi með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að ganga frá samningi við húseigendur við Hafnarbraut 16 og 18. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 11/2018 við fjárhagsáætlun 2018, allt að kr. 2.000.000, við deild 09290, lykill 4620 og að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé.
    Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðarráðs Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi drög að samkomulagi.
    b) Er sér liður á dagskrá.
  • Á 861. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2018 var eftirfarndi bókað:
    "Á 858. fundi byggðaráðs var m.a. samþykkt eftirfarandi: "Á 855. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að hafa samband við bæjarlögmann og fela honum að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerðu grein fyrir framvindu málsins. Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Prima lögmönnum, dagsett þann 20. mars 2017, til Dalvíkurbyggðar og Pacta lömanna er varðar fyrirhugaða hesthúsalóð. Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela bæjarlögmanni að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. "

    Ofangreint mál var einnig áfram til umfjöllunar á fundum byggðaráðs nr. 864 og nr. 865.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samkomulagi við Viðarholt ehf., Freydísi Dönu Sigurðardóttur, kt. 010672-5549, Árskógi lóð 1, vegna fyrirhugaðrar byggingar hesthúss í Dalvíkurbyggð.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 867 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að landbúnaðarráð fjalli um málið á fundi sínum í dag kl. 13:00 vegna samninga um beitiland. Byggðaráð leggur áherslu á að farið verði yfir þau atriði sem standa út af og felur bæjarlögmanni að fara yfir málin með forsvarsmönnum Viðarholts ehf. og lögmanni þeirra. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 863. fundi byggðaráðs þann 11. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:

    "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00.

    Til umfjöllunar tillaga frá vinnuhópi vegna gervigrasvallar um að samið verði við AVH og VSÓ vegna hönnunar og gerð útboðsganga vegna gervigrasvallar á Dalvík. Kostnaður alls kr. 9.632.400 án vsk.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila að gengið verði til samninga við AVH og VSÓ um hönnun og gerð útboðsgagna vegna gervigrasvallar á Dalvík samkvæmt fyrirliggjandi tilboði,vísað á deild 32200 á fjárhagsáætlun 2018."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi um uppbyggingu íþróttasvæðis á Dalvík á milli Dalvíkurbyggðar og Ungmennafélags Svarfdæla.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 867 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að samningi og visar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi drög að samningi á milli Dalvíkubyggðar og Ungmennafélagsins Svarfdæla.
  • Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 4. maí 2018 var Greiðri leið ehf., þar sem kynntar eru fundargerðir stjórnar nr. 110 og nr. 111, fundargerð aðalfundar frá 2017 og ársreikningur Greiðrar leiðar ehf. vegna 2017. Minnt er á að aðalfundur félagsins er 11. maí 2018 kl. 15:00 í aðstöðu verkeftirlits við Vaðalheiðargöng.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 867 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 4. maí 2018, og varðar gistingu vegna landsþings Sambandsins sem verður haldið á Akureyri dagana 26. - 28. september 2018.

    Dalvíkurbyggð á rétt á að senda 2 fulltrúa ásamt framkvæmdastjóra.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 867 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir 3 herbergjum fyrir Dalvíkurbyggð fyrir 2 fulltrúa og framkvæmdastjóra. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Bindindissamtökunum IOGT, dagsett þann 22. mars 2018 en sent með rafpósti þann 2. maí 2018, og varðar umsögn IOGT á Íslandi um frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tókbak, lögum um aukatekjur ríkissjóðs, áfengislögum og lögum um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum (smásala áfengis), þingskjal 389, 287. mál. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 867 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 3. maí 2018, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Kristnisjóð o.fl. (ókeypis lóðir), 269. mál, eigi síðar en 24. maí n.k.



    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 867 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 859, sbr. rafpóstur Sambandsins frá 2. maí 2018. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 867 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 305, sbr. rafpóstur Eyþings dagsettur þann 4. maí 2018. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 867 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.