Byggðaráð

848. fundur 07. desember 2017 kl. 13:00 - 15:39 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Prima Lögmönnum ehf.; Vegna umsóknar um lóðarstækkun

Málsnúmer 201711054Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Friðrik lögmaður frá Prima lögmönnum ásamt umbjóðendum sínum Freydísi Dönu Sigurðardóttur og Guðröði Ágústsyni, kl. 13:00. Einnig mættu á fundi Árni Pálsson, lögmaður sveitarfélagsins frá PACTA, Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs.

Á 846. fundi byggðaráðs þann 23. nóvember 2011 var eftirfarandi bókað:
"Á 845. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember 2017 var m.a. eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Prima lögmönnum, dagsett þann 3. nóvember 2017, en móttekið þann 15. nóvember 2017, þar sem fram kemur fyrir hönd Freydísar Dönu Sigurðardóttur að krafist er þess að gengið verði frá umsókn um lóðarstækkun að Árskógi lóð 1, og umbjóðanda Prima lögmanna send staðfesting þess efnis. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisvið að ganga frá tillögu að svarbréfi við ofangreindu erindi í samráði við bæjarlögmann og í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir byggðaráð." Á fundinum voru kynnt drög að svarbréfi. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að bréfi með áorðnum breytingum sem voru gerðar á fundinum."

Til umræðu ofangreint.

Friðrik, Freydís Dana og Guðröður viku af fundi kl. 13:54.
Börkur Þór og Þorsteinn viku af fundi kl. 14:19.
Árni vék af fundi kl. 14:23.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður byggðaráðs á fundinum.

2.Afsláttur fasteignaskatts 2018 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega; drög að reglum.

Málsnúmer 201711046Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að reglum um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2018.

Til umræðu.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að styrkupphæðin hækki um 7,9%, sbr. hækkun á fasteignamati ársins 2018, og að viðmiðunarfjárhæðir tekna hækki um 6,8% sbr. áætlun launavísitala ársins 2017.

Upphæðir verða þá;
kr. 66.310 styrkur
Kr. 2.409.627
Kr. 3.325.601.






b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þær tillögur sem liggja fyrir að breytingum á reglunum sjálfum, sbr. tillaga með fundarboði.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fjárhæðir í reglunum taki breytingum samkvæmt viðmiðum ár hvert í lið a) hér að ofan nema að annað sé ákveðið.


3.Reglur um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka 2018; drög að reglum.

Málsnúmer 201711047Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að reglum um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka fyrir árið 2018.

Til umræðu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum reglurnar eins og þær liggja fyrir með áorðnum breytingum sem lagðar eru til.

4.Frá Brú lífeyrissjóði; væntanlegt uppgjör vegna breytinga

Málsnúmer 201703138Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Brú lífeyrissjóði, dagsettur þann 1. desember 2017, þar sem fram kemur að séð er fyrir endann á uppgjörum á framlögum sveitarfélaga/launagreiðendum vegna breytinga á A deild sjóðsins en endanlegar niðurstöður liggja fyrir eigi síðar en 20. desember og stjórn sjóðsins hefur ákveðið að eindagi á greiðslum verði eigi síðar en 31. janúar 2018. Framlögin skiptast í þrennt;

Jafnvægissjóður sem er uppgjör á halla áfallinna lífeyrisskuldbindinga A deildar þann 31.maí 2017.
Lífeyrisaukasjóður sem er uppgjör á reiknuðum framtíðarskuldbindingum frá 31.maí 2017
Varúðarsjóður sem er uppgjör á varúðarsjóði sem er ætlað að standa til vara að baki lífeyrisaukasjóðnum ef eignir lífeyrisaukasjóðsins duga ekki til að hann geti staðið við hlutverk sitt.

5.Frá sviðstjórum; Viðaukar við fjárhagsáætlun 2017; heildarviðauki III

Málsnúmer 201712031Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs dagsett þann 5. desember 2017 þar sem óskað er eftir eftirfarandi viðaukum við fjárhagsáætlun 2017:

a) Viðauki 35/2017: Í fjárhagsáætlun 2017 er á lið 02010-1023 launaskrið að upphæð kr. 1.816.010 sem mun ekki reyna á. Óskað er því eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 þannig að þessi liður verði kr. 0. Breytingu vísað á hækkun á handbæru fé.

b) Viðauki 36/2017:
Í fjárhagsáætlun 2017 er áætlað fyrir launum á deild 31800, alls kr. 5.407.713. Þar sem þær forsendur breytinga sem gengið var út frá hafa ekki gengið eftir er lagt til að launaáætlunin verði flutt á kostnaðarstað, sem er deild 04210. Samkvæmt upplýsingum frá launafulltrúa þá er launaáætlunin kr. 5.407.299. Mismunurinn er kr. 414 sem er vegna kaffikostnaðar á deild 31800. Þar sem um innbyrðist breytingar er að ræða sem nettast út þá þarf ekki ráðstöfun á móti.

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, bréf dagsett þann 6. desember 2017, þar sem óskað er eftir eftirfarnadi viðaukum við fjárhagsáætlun 2017.

c) Viðauki 37/2017: Lagt er til að deildin 02110, fjárhagsaðstoð, lækki úr kr. 16.812.079 og í kr. 7.200.000, lækkun um kr. 9.612.079.

d) Viðauki 38/2017; Einnig er lagt til að settur verði viðauki á lið 02800-9145 að upphæð kr. 100.000 svo félagsmálaráð geti mögulega veitt Aflinu rekstrarstuðning fyrir árið 2017.

e) Viðauki 39/2017: Lagt er til að framlag að upphæð 20 m.kr. vegna undirbúnings og hönnunar á íbúðum fyrir fatlað fólk verði lækkað um 16 m.kr. þar sem ekki mun reyna á þennan kostnað á árinu 2017, deild 32200.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 35/2017 við fjárhagsáætlun 2017, mætt með hækkun á handbæru fé.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 36/2017 við fjárhagsáætlun 2017, ekki er þörf á ráðstöfun á móti.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 37/ 2017 við fjárhagsáætlun 2017, mætt með hækkun á handbæru fé.

d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 38/2017 við fjárhagsáætlun 2017, mætt með lækkun á handbæru fé.

e) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 39/2017 við fjárhagsáætlun 2017, mætt með hækkun á handbæru fé.

6.Frá sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Heildarviðauki III við fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201711043Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri vék af fundi undir þessum lið kl. 15:17 til annarra starfa.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2017.

Helstu niðurstöður:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta jákvæð um kr. 157.256, þar af er A-hlutinn jákvæður um kr. 74.501.000.
Lántaka Samstæðu A- og B-hluta er 187 m.kr. í stað 237 m.kr eins og lagt var af stað með.
Afborganir langtímalána eru áætlaðar um 164 m.kr.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B-hluta eru áætlaðar um 417 m.kr. Upprunaleg áætlun gerði ráð fyrir 383 m.kr.


Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2017 og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn með áorðnum breytingum sem lagðar eru til lið 5. hér að ofan, málsnr. 201712031.

7.Frá Fjallabyggð; Málefni Menntaskólans á Tröllaskaga (MTR)

Málsnúmer 201607033Vakta málsnúmer

Á 784. fundi byggðaráðs þann 4. ágúst 2016 var eftirfarandi bókað:
"a) Tekið fyrir erindi frá Fjallabyggð, dagsett þann 11. júlí 2016, þar sveitarstjóri Gunnar I. Birgisson, gerir grein fyrir fyrirhuguðum byggingaframkvæmdum við MTR. Hlutdeild Dalvíkurbyggðar í þeim framkvæmdum væri árið 2017 kr. 1.650.000. b) Í sama erindi kemur fram að láðst hafi að gera leigusamning við sveitarfélögin vegna greiðslu á hlutdeild í leigu húsnæðis MTR. Dalvíkurbyggð hefur stutt við Menntaskólann á Tröllaskaga frá stofnun hans með greiðslu á hlutdeild í leigu húsnæðisins. Fyrir fundinum liggur leigusamningur sem formgerir þennan stuðning sem tekur gildi 1.1.2016 og gildir í 5 ár eða til ársloka 2020. Samningurinn er óuppsegjanlegur nema ef aðilar sammælast um annað. Hlutdeild Dalvíkurbyggðar í leigu árið 2016 er kr. 275.058. Leigafjárhæð hækkar skv. NVT 1. janúar ár hvert. Til umræða ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum hlutdeild Dalvíkurbyggðar í byggingaframkvæmdum við MTR, kr. 1.650.000, með fyrirvara um að öll sveitarfélögin taki þátt. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2017. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan samning um hlutdeild Dalvíkurbyggðar í leigu til 5 ára með fyrirvara um að öll sveitarfélögin taki þátt."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Fjallabyggð, dagsett þann 29. nóvember 2017, þar sem fram kemur að nú sé lokið viðbyggingu við MTR og varð byggingakostnaður 16 m.kr. hærri en gert var ráð fyrir vegna verðlagshækkana og magnaukningar. Hlutdeild Dalvíkurbyggðar er 1,8 m.kr.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, fundargerð stjórnar nr. 845

Málsnúmer 201702014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 854.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:39.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs