Kosningar í ráð og nefndir skv. 46. gr. Samþykktar um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 206/2013 með síðari breytingum.

Málsnúmer 201712073

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 298. fundur - 14.12.2017

Á 6. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga þann 28. nóvember 2017 var eftirfarandi bókað:




"5.
201711094 - Breyting á skipan formanns og ritara skólanefndar TÁT
Breyting á skipan formanns og ritara skólanefndar TÁT.
Fram kemur í samningi vegna sameiningar Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar (sjá 11.gr.) að skipan skólanefndar skuli taka mið af starfsári tónlistarskólans og að fyrsta starfsárið skuli Dalvíkurbyggð skipa 2 fullltrúa og Fjallabyggð 3 fulltrúa. Þar segir jafnframt að það sveitarfélag sem skipar tvö fulltrúa fái jafnframt úthlutað stöðu formanns og varaformaður komi frá því sveitarfélagi sem skipar þrjá fulltrúa ár hvert.

Breyting á nefndarskipan tekur gildi frá og með næsta fundi skólanefndarinnar. "

Til máls tók Guðmundur St. Jónsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
Aðalmaður:
Auður Helgadóttir.
Varamenn:
Valdís Guðbrandsdóttir
Heiða Hilmarsdóttir í stað Lilju Bjarkar Ólafsdóttur.

Fleiri tóku ekki til máls.
Ekki komu fram fleiri tillögur og eru því Auður, Valdís og Heiða réttkjörnar.